Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Qupperneq 35
DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Landsleik- urinn gegn Spánverjum — Ungu mennirnir héldu sínu Sunnudaginn síðasta lék íslenska gerist í knattspymuleik þegar liðið landsliðið í knattspymu við Spánverja finnur sjálft sig allt í einu og leikurinn á Laugardalsvelli og tapaði naumlega. lyftist á augabragði á hærra stig. Is- Kvöldið áður leiddu hinir yngri kappar lensku sveinamir fóru skyndilega að þjóðanna saman hesta sína á Kópa- sigra Spánverjana í návígjum, þeir vogsvelli, sem kunnugir kalla reyndar snem vöm í sókn, hlífðu sér hvergi og Fífuhvammsvöllviðhátíðlegtækifæri. náðu undirtökunum í leiknum. Áhorf- Ungu mennirnir okkar héldu sínum endur skynjuðu lika hvað var á seyði hlut gegn einu öflugasta ungra manna og hljóðið í þeim varö annað. I fyrri liði heimsins. Ekkert mark var skorað hálfleik hafði talsvert borið á nöldri og í leiknum og vora þó okkar sveinar nær rexi en nú urðu menn ákafir og fóru að sigri. takaríkariþáttíleiknum. Satt að segja leist mér ekki allskost- Þvi miður náðu okkar menn ekki að ar á blikuna þegar ég kom á leikinn og skora en þeir vora nær því en hinir og tók mér stöðu fyrir aftan íslenska þaö heföi svo sem verið ósköp sann- markið. Spánverjarnir voru sýnilega gjarnt ef þeir hefðu sigrað með einu sterkari úti á vellinum. Þeir bjuggu marki — en örlaganomirnar höföu yf ir meiri leiktækni og vora ívið fimari greinilega ætlað sér annað. meö knöttinn. Þeir höfðu yfirhöndina á Þarna áttu Spánverjar gott skot en ögmundur var velstaðsettur og læddiknettinum yfir siana. miðju vallarins en sem betur fer reyndist íslenska vömin vandanum vaxin og bægði frá sér hættunum, einni á fætur annarri. ögmundur í markinu brýndi sína pilta óspart. Hann var fyrirliöi í leikn- um og á honum hvíldi sú kvöð aö efla liðsandann meö öllum ráðum og hann dró ekki af sér, heldur kallaði látlaust og talaði til sinna manna, svo að kannski hefur sumum fundist alveg nóg komið. En það var ekki fyrr en í seinni hálf- Ieik að liðsandinn komst á verulegan skrið. Það er ekki gott að segja hvað Knattspyrna B^ldur Hermannsson „Þið megið ekki virða þessa menn um of, þeir eiga við sömu vanda- mál að etja og þið, þó að þeir fái borgað fyrir að keppa en þið ekki," sagði Guðni Kjartansson. íslensku skrokka, láta þá hafa þaö því að þetta er barátta upp á líf og dauða. En ég vil ekki hafa það að menn séu aö brjóta af sér eins og bjálfar og láta svo reka sig út af,” sagði Jóhannes hvass í bragði. „Og svo þarf vörnin ekki aö draga sig alveg upp að markinu. Við höfum góðan markmann sem ekki lætur skora hjá sér af 40 metra færi,” sagði Guðni. ,jEg fékk nú á mig mark af 35 metra færi uppi á Skaga um daginn,” sagði ögmundur og allir hlógu. „En það var nú lika hörkuskot,” sagði einhver. ,,0g ég sagði 40 metra færi en ekki 35,” sagði Guðni og stökk ekki bros. „Ég fer nú látt með þennan." hugsaði Ögmundur. Þetta var að visu bara æfing og skotið var frekar laust, en daginn eftir fór allt á sömu lund - Ömmi tók þá alla. Mælskulist og knattspyma — „verðum að berjast rosalega og ná upp kjaftagangi í liðinu,” segir Ögmundur í markinu ögmundur Kristinsson markmaður var fyrirliði unglingalandsliðsins í leiknum við Spánverja á laugardag- inn. Þessi snarboralegi Víkingur stóð sig með ágætum i markinu þó aö sannast sagna hvíldi meiri þungi á ýmsum öörum leikmönnum aö þessu sinni, því að islenska vömin var þétt og sterk og Spánverjarnirkomust sjaldan í háskaleg færi við ögmund. Það leyndi sér ekki að hann hafði liðugan talanda og hann var ekkert að spara hann í þessum leik heldur kallaði linnulaust til félaga sinna, hvatti þá til dáða, var- aði þá við hættum og stappaði í þá stál- inu þegar á móti blés. „Við vorum ákveðnir að rúlla þeim upp og til þess urðum við að berjast alveg rosalega og ná upp almenni- legum kjaftagangi í liðinu,” sagði ög- mundur. „Þetta er alveg nauösynlegt til þess að menn nái vel saman í. leiknum, tala saman, kalla hver í annan, og það er framskylda fyrir- liöans aö koma þessu vel í gang, hæla mönnum þegar þeir gera góða hluti og hughreysta þá þegar eitthvað fer úrskeiðis.” —En er ekki erfitt að vera svona mælskur þegar allt gengur á aftur- fótunum? „Þú getur nú rétt imyndað þér. Það er alveg voðalegt að fá mark á sig og fara svo að segja félögunum að halda áfram að berjast en vera sjálfur sá sem klúðraöi. Þetta henti mig uppi á Skaga um daginn. Eg fæ þar bolta sem ég á skilyröislaust að taka en lem hann í stöng og legg hann fyrir andstæðing sem skorar viöstööulaust. Þá var erfitt að taka boltann úr netinu og líta framan i félagana alveg niðurbrotna og fara að rífa þá upp, vitandi að það var ég sjálf ur sem átti sökina.” —En er þá ekki í rauninni vafasamt að gera markmann að fyrirliða ? „Nei, það eru mörg dæmi þess að markmenn eru fyrirliðar. En það eru aldrei nein mistök jafnáberandi og mistök markmanna. Þegar manni verður á að missa bolta gegnum klofið eru menn kannski aö tala um það næstu árin, en útispilari getur klúðrað tíu tækifærum og það er gleymt eftir leikinn.” —Nú era markmenn oft mun eldri og leikreyndari en aörir á vellinum og það stuðlar eflaust að því að þeir era svo oft fyrirliðar sem raun er á. En hvemig líður þér eiginlega innan um alla þessa ungu sveina — nú ertu sjálfur nærri þrítugur en þeir um tví- tugt; finnst þér ekki hálfpartinn eins og þú sért þarna gamall gaur í hópi röskra sveina? „Nei, það er ekkert vandamál. Þetta eru kátir og skemmtilegir strákar og mér finnst hörkugaman að vera í þessum hópi. En fyrir mig sem fyrir- liða er i rauninni mjög þægilegt að vera dálítið eldri en þeir. Fyrirliði verður að hafa visst framkvæði — þetta er gáskafullur hópur en hann verður að hafa til að bera vissa þyngd eða alvöru sem nýtist honum síðan þegar hann fer að kalla í mannskapinn í leiknum og ná upp andanum.” —Nú fara knattspymumenn oftast að draga sig i hlé löngu fyrir þrítugt, að minnsta kosti áhugamennirnir, en þið markmennimir eruð að þessu langt fram að fertugu og náið ekki toppnum að sögn fyrr en um þrítugt — kostar þetta ekki mikið álag á f jölskyldulífið? „Það er betra nú en áður fyrr, því að æfingarnar hef jast miklu fyrr á daginn heldur en í gamla daga þegar menn vora stundum aö æfa langt fram á kvöld. En auðvitaö er þetta álag, og ég held að það sé alveg borin von að knatt- spymumaður nái árangri ef hann stundar þessa íþrótt í óþökk fjöl- skyldunnar. Það er ekki vinnandi vegur að fara á æfinguna í hálfgerðu fýlukasti og koma svo heim á eftir. En forráðamenn félaganna eru farnir að skilja þetta og þeir reyna að gera eiginkonum og unnustum leik- mannanna dagamun með ýmsu móti. Þeir vita sem er að leikmaðurinn nær betri árangri ef öll fjölskyldan er ánægð, en það segir sig sjálft aö þetta getur verið erfitt fyrir þá sem eiga mörg böm,” sagöi ögmundur að lokum, markmaðurinn snjalli sem á einn son, átta ára gamlan, og er því alveg vís til að standa ódeigur i markinu næstu tíu árin ef guð lofar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.