Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Síða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Nýja aðferðin. Tölvutæknin komin til sögunnar og ekkert að gera annað en ýta á takka og þá sér töivan um framhaldið, svo notuð séu orð fagmanna. Geysileg breyting. Ætti frekar að kallast bylting. Ifið megum tilmeð að birta þessa myndafhenniHrefnu Bjömsdóttur, sem vinnur með okkur á DV. Hennar starf er filmuskeyting og plötu- gerð. Við sjáum hana hér að störfum. Hrefna dreif sig i Prentskólann fyrir nokkrum árum og iauk námi i vor. m PRENTSKÓLINN 25 ÁRA: Er þessi grein ekki örugglega prenthæf? En hver skyldi vera skýringin á því aö stúlkur sækja jafnmikið í skólann og raun bervitni? Oli Vestmann er ekki í vandræðum með að svara því: „Liggur einfaldlega svo velfyrir stúlkunum.” Þess má til gamans geta aö hópurinn sem var að útskrifast nú í vor skellti sér í eina mikla ,,knallferð” og „vísindaferð” til Hollands, Belgiu og Þýskalands. Hópurinn gaf út vandað blað sem í senn var góð æfing og fjár- öflun, þannig að þau unnu fyrir ferðinnisjálf. Að lokum vildi Oli geta þess, að endurmenntunamámskeið fyrir allar greinar eru fyrirhugaðar. Þess má geta að prentsmiðjueigendur hafe stutt skól- annmeðráðum ogdáð alltfrástofnun. Við hugsum hlýtt til „svertingj- anna” á 25 ára afmæiinu, án þeirra gæti Sviðsljósið ekki skiniö. Kvenfólkið fær iíka sérstakar ámaöaróskir. Enn einu sinni eru þær búnar að yfirtaka „fomt karlafag.” Við blásum því á kertin á afmæliskökunni og setjum punktinn með von um að hann sjáist veláprenti. -JGH Og hér er það dóttir Hrefnu, Svanhvrt Stella Olafsdóttir, sem vinnur hjá Prentsmiðjunni Odda. Him er dæmi um þá miklu ásókn stúlkna i skólann, enda liggur þessi iðn sárlega vel fyrirþeim. Við óskum Prentskólanum til hamingju með afmælið. Hann var 25 ára 15. febrúar og ekki er annað að sjá en hann beri aldurinn vel. Reyndar ættum við frekar að segja „Svertingja- skólinn”, því aö prentarar vom hér á ámm áður kaliaðir „svertingjar” enda hafa þeir löngum fengist við hina svörtu list, prentlistina. Listina sem allir viljaí sig gleypa. Prentskólinn hefur í þessi 25 ár verið sérstök deild í Iðnskólanum. ,,Skólinn byrjaði í kjallara Iðnskólans uppi á Skólavörðuholti og var lofthæðin þama ekki lögleg,” sagði prímus mótor Prentskólans frá upphafi, Oli Vestmann Einarsson, er við röbbuðum við hann. Oli sagöi að skólinn hefði í fyrstu verið „strákaskóli” en nú væru stúlk- umar orðnar fjölmennar og reyndar í meirhluta. Primus mótor Prentskólans fré upphafi. Óli Vestmann Einarsson. Hann er nú yfirkennari Prent- skólans, eða Bókiðnaðardeildar- innar, eins og hann nefnist vist. Okkur finnst það leiðinda orð. Prentskólinn miklu betra. Til hamingju, Óli. •! Prentskólinn er nú í góðu og björtu húsnæði í nýbyggingu Iðnskólans og er 01 aðstaða skólans miklu betri en í gamla kjaliaranum. Sjálf tæknin hefur einnig breyst. I byrjun var skólanum skipt í hand- setningardeild og prentunardeild. En tæknin hefur heldur betur breytt faginu og skiptist skólinn nú í gmnn- deild og framhaldsdeild, þar sem kennd er setning, ljósmyndun, skeyt- ing, plötugerð, prentun og bókband, svo það helsta sé nefnt. Þaö er líka eilítiö kómiskt að sjá gamlar myndir af handsetningunni þar sem menn urðu að raða öllum stöfunum saman í höndum. Þetta tók oft tíma og var tafsamt en nú só- tölvan um þetta allt saman. Að visumeð „hjálp” góðra setjara. Mikið hefur verið að gera hjá þeim sem hafa verið í Prentskólanum og er eftirspumin meiri heldur en framboðið. Enn er rými fyrir fleiri í skólanum. Gamla aðferðin. Öllu raðað saman i höndunum. Prentarinn á myndinni er Hópurinn sem fór i skólaferðalag tíl Hollands, Belgiu og Þýskalands fyrir stuttu. Samhentur hópur sem Árni Ingvarsson. Það var ákveðinn sjarmi yfir handsetningunni, en tafsöm fjármagnaði ferðina með skemmtiiegu blaði sem var góð æfing um leið og það gaf pening. var hún óneitanlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.