Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR18. JÚNl 1983. Stjómvöld eyði- leggja Nígeríumarkaö „Stjómvöld eru að eyðileggja markaðinn í Nígeríu með því að hindra okkur í að framleiða þá vöru sem Nígeríumenn vilja,” sagði Ámi Gunnarsson, skreiöarverkandi á Sauðárkróki, í samtali við DV. „Seðlabankinn hefur stöðvað öli afurðalán út á skreið og þorskhausa. Það veldur því að framleiöendur hafa ekki bolmagn til að kaupa hráefni og vinna það. Og nú er komin upp sú staða að við eigum ekki til klumbubeinshausa sem Nígeríumenn sækjast eftir,” sagði Arni. „Vegna lágra innflutningskvóta hafa kaupendur í Nígeríu sótt meira í herta þorskhausa en bolskreið. Salan hefur veriö góð og vaxandi í ár og mun meiri en spáð var. Nú þegar er kominn nokkur útflutningur og vitað er að á döfinni er sala á töluverðu magni. Árnl Gunnarsson, skrciðarverkandi á Sauðárkróki: Aðgerðaleysi stjóm- valda skapar þá hættu að við neyð- umst til að senda út annars fiokks vöm. DV-mynd: GVA. Við verðum að skilja það að kaupendur gera sínar kröfur og við verðum að sinna þeim ef við ætlum að halda markaðnum, ella standa frammi fyrir því innan skamms að eiga aðeins annars flokks vöru. Tölur um skreiðarbirgðir í landinu em ekki marktækar af ýmsum ástæöum. Synjað hefur verið útflutn- ingsleyfi á talsverðu magni vegna galla og skemmda. Þá hafa nokkrir framleiðendur flutt út í gegnum fleiri en einn aðila og hafa því hugsanlega gefið upp birgöir á fleiri en einum stað. I birgðatölunum er greinilega mikill hluti af þorskhausum sem Nígeríumenn vilja ekki kaupa. Þeir biðja fyrst og fremst um klumbu- beinshausa. Allir kaupendur setja ákveöið hlutfall af þeim sem skilyrði fyrir kaupum. Allt bendir til þess að gjaldeyris- staða Nígeríu fari batnandi. Greiðslukjörin em erfið í dag. Greiðslufrestur er langur. En á tímum minnkandi afla sýnist ekki óhagstætt að reyna að halda hlut sínum í útflutningi á gjaldeyrisskap- andi vöm sem framleidd er úr ódýrasta hráefni fiskiönaöarins sem völ er á og meira en hundraðfalda það í verðmæti fremur en nýta það til fiskimjölsvinnslu sem rekin er með tuttugu prósent tapi samkvæmt nýlegum upplýsingum. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að sá framleiðandi sem óumdeilanlega hefur framleitt bestu vömna, Stokkfiskur í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, skuli hafa orðið að stöðva framleiðslu sína og segja upp starfsfólki þrátt fyrir að ákveönir kaupendur í Nígeríu hafi sett það sem skilyrði fyrir viðskiptum að veralegt hlutfall af skreSðarverkandí áSauðárkróki magni væri frá þessum framleiðanda. Þótt sumum útflytj- endum hafi gengið verr en öðrum að selja er óþarfi að láta alla gjalda þess. Vafalítið eigum við í dag nægjanlega eða óþarflega miklar birgðir af bolskreið. En við verðum að leitast við að halda þeirri dómgreind að greina sundur ýmsa ólíka þætti þessa máls og nýta okkur hagkvæmni möguleikanna, þótt ekki væri til annars en að gera hin raunverulegu vandamál bærileg. Þó að allrar varkámi sé þörf má hún ekki vera þannig að hún vinni gegn okkur,” sagði Arni Gunnarsson. ..Stjómvöld ásökuðu okkur fram- leiðendur síöastliðinn vetur fyrir að vera að eyðileggja skreiðarmark- aöinn með skemmdri vöru. Nú sýnist mér dæmið snúa þannig að aðgerðir, eða öllu heldur aðgerðaleysi stjórn- valda, verði til þess að skapa þá hættu að við neyðumst til að senda út annars flokks vöru vegna þess að við eigum ekki til þá fyrsta flokks vöm sem þeir biðja um,” sagði Ámi að lokum. -KMU. Norrænt samstarf: ÞÁTTTAKA SJÁLFSSTJÓRNAR- SVÆÐA ENDANLEGA ÁKVEÐIN RIMINI Brottfarir alla mánudaga. Sérstök afsláttarkjör i næstu brottfarir. 50% barnaafsláttur (2 12 ára) í 2 vikna ferð 18/7. Gisting á BONINI. P0RT0R0Z Brottfarir: 4/7, 25/7, 15/8 og 5/9, 3ja vikna ferðir. Sérstakur afsláttur i ferð ir 4/7 og 25/7. SUMARHÚS í KEMPER VENNEN 18/6 — 7/7, sérstaki kynningarverð. DANMÚRK Sumarhús í Karlslunde ot| Karrehæksminde. 24/6 Karrebæksminde i I vikur. Karlslunde í 1 viku. 1/7 Karrebæksminde i 2 eða 3 vikur. 5/8 Karrebæksininde i 1 viku. Aðrar brottfarir á biðlista. ÞRÁNDHEIMUR Aukaferð til Þrándheims þann 10/7. 2 vikna ferð á frábæru verði. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 8, 28899 Fundum forsætisnefndar og samstarfsráðherranefndar Norður- landaráös lauk í Reykjavík síðast- liðinn fimmtudag. Áþreifanlegasti árangurinn var undirritun breytinga á Norðurlanda- samningnum sem eykur þátttöku og áhrif Grænlendinga, Færeyinga og Álendinga í Norðurlandaráði. Samhliöa því hafa verið veittar danskar krónur 180 þúsund til aukinna menningarsamskipta við Grænland. Af málum sem rædd voru á fund- unum má nefna: gagnkvæm réttindi norrænna ríkisborgara, samnorrænan umboðsmann, aukna efnahagssam- vinnu, sameiginlegt átak gegn eitur- lyfjaneyslu unglinga og hjálp við þróunarlöndin. Ennfremur var norræn samvinna um f jarskiptahnetti ofarlega á baugi. Á morgun hefjast umræður um það mál að nýju þegar mennta-, samgöngu- og iðnaðarmálaráðherrar Norðurlanda hittast í Reykjavík. Stutt í fjarskiptahnettina Þótt Nordsat-hnötturinn virðist úr sögunni í bili eiga Norðurlandabúar annarra hnatta völ. Ekki eru nema fáir dagar þangað til EGS (European Communication Satallite)-hnettinum verður skotið upp og innan við ár þang- að til hann tekur til starfa. Þar verða 5—15 rásir og hefur Norðmönnum verið boðin ein þeirra. Þeir kanna nú áhuga annarra norrænna þjóða, þar á meðal Islend- inga, á því að vera með. Giskað er á að tæknikostnaöur muni nema um þaö bil 130 milljónum sænskra króna á þremur árum. Þar á ofan leggst kostnaður við dagskrá. Árið 1986 ætla Svíþjóð og Noregur að skjóta á loft sameiginlegum fjar- skiptahnetti, Tele-X. Finnland afréð, í síðustu viku, að vera með en Danir munu ekki hugsa til slíks. Tæknilegar upplýsingar um mögulega þátttöku Islendinga liggja ekki fyrir en verða væntanlega tilbúnar í haust. Loks eru uppi hugmyndir um fjarskiptahnött sem tekið gæti til starfa árið 1989. Hefur verið talaö um að Skandinavar (þ.e. Norðurlanda- búar á meginlandi Evrópu) fái þar þrjár rásir en Islendingar og Færey- ingar til samans eina. Þetta verður nánar rætt á ráðherrafundum Fulltrúar Grænlendinga í Norræna húsinu þegar samningar um aðild þeirra að Norðurlandaráði voru undirritaðir. Steffen Heilmann (á hvítum anórak) flutti ávarp þeirra. þessarar viku en endanleg ákvörðun verður ekki tekin fyrr en næsta vor. ihh. Vart við ríðuveiki í Eyjafirði Riðuveiki í fé hefur nú gert vart við sig í innsveitum Eyjafjarðar og hefur tveimur kindum verið fargað nýlega á bænum Villingadal í Saur- bæjarhreppi. Olafur Geir Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði í samtali viö DV að riðuveiki hefði verið víða á bæjum i Eyjafirði fyrir fjárskiptin á fimmta áratugn- um. Eftir þau kom hún aftur upp i nýja fjárstofninum á fáeinum bæjum í Saurbæjarhreppi og var viðloöandi fram yfir 1960, í litlum mæli þó. „Það var fyrir ári síðan,” sagði Olafur, „ að staðfest var riða í tveim- ur ám á bæjunum Möðmvöllum og Villingadal. Síðan bættist þriðji bær- inn við í fyrrahaust og var öllu fé þar fargað. Nú virðist þetta aftur vera í upp- siglingu í Viliingadal. Þar hegðar veikin sér mjög svipað og hún gerir í búum þar sem hún kemur upp i fyrsta skiptúHún fer rólega af stað en sígur svo á og getur oft orðið næst- um því óviðráðanleg, a jn.k. yfir eitt- hvert ákveðið árabil.” Olafur sagöi að vitað væri að veik- in bærist með líffé milli bæja. Oft líð- ur nokkur tími uns þær ær sem eru smitberar, fá veikina. Einnig hefur verið nefnt að hætta geti veriö á smiti við rúningu. Smitefnið safnast fyrir í ýmsum kirtlum ánna, m.a. i munnvatnskirtlum. Veikin getur því hæglega borist með drykkjarvatni. Smitefni getur og leynst í legvatni ánna og skapast því veruleg smit- hætta ef sjúk ær er innan um heO- brigðar á sauöburði. „Hið einkenni- lega er þó,” sagði Olafur, „að sýking milli hjarða verður oft ekki þrátt fyrir sameiginlega beit á afrétt og jafrvel í heimalöndum. ” Olafur gat þess aö það hefði veriö áfall að veikin skyldi koma upp á Möðmvöllum því þaðan hefur verið selt líffé á mikinn hluta bæja i Saur- bæjarhreppi undanfarin ár. Hann sagði aö menn væru hræddir um að veikin gæti blossaö upp fynr alvöru og væru því í viðbragðsstöðu. Hafa bændur í Eyjafirði fylgst mjög grannt með framvindu mála svo unnt veröi að finna sjúkar kindur eins fliótt. ob kost.ur er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.