Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
Opinber nefnd áætlar að erlendum ferðamönnum fjölgi um fimm þúsund í ár:
Spttin er byggð ú
hæpnum forsendum
A þessu ári mun erlendum ferða-
mönnum sem koma til Islands fjölga
um liðlega fimm þúsund frá því í
fyrra. Samtals munu því koma nær
78 þúsund erlendir ferðamenn til
landsins í ár, eða fleiri en nokkru
sinni fyrr, ef marka má spá sem birt
er í nýútkominni skýrslu um ferða-
mál á Islandi. Þar er gert ráð fyrir
7% fjölgun erlendra ferðamanna á
þessu ári. Þar er mælt meö að á
árunum 1984—1992 verði stefnt að ár-
legri f jölgun erlendra ferðamanna er
nemi aö meðaltali um 3,5'£.Sam-
kvæmt því ættu 106 þúsund erlendir
ferðamenn að sæk ja okkur heim árið
1992.
Þessi skýrsla er afrakstur af starfi
nefndar sem samgönguráðherra
skipaði í desember árið 1981. Var
ne&idinni falið að „gera úttekt á
þjóðhagslegri þýöingu íslenskrar
ferðamannaþjónustu og spá um þró-
un hennar á næstu árum”. Olafur
Steinar Valdimarsson var formaður
nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn
þeir Birgir Þorgilsson og Helgi Olafs-
son. Ritari nefndarinnar var Pétur
Pétursson en Framkvæmdastofnun
ríkisins lagöi til starfsmenn og
starfsaðstöðu.
I inngangi skýrslunnar segir.að við
samningu úttektarkafla skýrslunnar
hafi nefndin kosið þá leið að hafa
hann stuttorðan en láta miklar
upplýsingar fylgja í formi taflna og
skýringamynda. Þetta eru orð að
sönnu því að helmingur skýrslunnar
er töflur og skýringamyndir. Færi
betur ef fleiri skýrsluhöfundar
kynnu jafnvel að stilla textalengd í
hóf og hér er gert, þótt stundum sé
stíllinn svo knappur að skýringar
veröa ansi snubbóttar. Hér verður
drepið á nokkur atriöi úr spá
nefndarinnar um þróun ferða-
þjónustu á næstu árum. (Eg biöst
undan því að nota orðið „ferða-
mannaþjónusta”.)
Forsendur fjötgunar
ferðamanna
Sem fyrr segir gerir nefndin ráö
fyrir að fjölgun erlendra ferða-
manna nemi um 7% á þessu ári. I
skýrslunni segir að í fyrra hafi þeir
verið 72.600 og ættu því að verða um
77.700 í ár. Um forsendur þessarar
áætlunar segir í skýrslunni:
a) Ný bíla- og farþegaferja,
Edda, á vegum Farskips hf. tekur
upp vikulegar ferðir til Islands um
mánaðamótin maí-júní nk. með við-
komu í Reykjavík, Newcastle og
Bremerhaven. (Ath. Skýrsian er
dagsett í apríl sl. — SG.)
b) Ný bíla- og farþegaferja,
Norröna, tekur viö af Smyrli, bæöi
stærra og hraöskreiðara skip.
c) Arnarflug hóf áætlunarflug til
Amsterdam, Diisseldorf og Ziirich
það seint á síöasta ári aö árangur
markaðsstarfsemi félagsins kom þá
ekki aö fullu í ljós, en ætti aö gera
þaö á þessu ári.
d) Reiknað er meö fjölgun er-
lendra farþega með Flugleiðum,
einkanlega á leiðinni New York —
Reykjavík.”
véla. Aðalatriðið hlýtur að vera
áhersla á að auglýsa landið með
ýmsum hætti svo að unnt sé aö ná til
fólks, vekja áhuga þess fyrir landi og
þjóð og selja því ferð hingað. Um
þetta atriði er nánast ekkert f jallað í
skýrslunni og er það miður, svo ekki
sémeirasagt.
Á einum stað segir að það þurfi
....aö auka landkynningu á hefð-
bundnum markaðssvæðum, en
reikna má meö að það kosti Islend-
inga hlutfallslega meira land-
kynningarfé að fá útlendinga til að
heimsækja Island en þessi kostnaöur
er hjá öðrum þjóðum. Meö hefð-
bundnum markaðssvæðum er hér átt
við Norðurlönd, önnur lönd í V-
Evrópu og Bandaríkin.” Þá er
drepið á fjárhagssvelti Ferðamála-
Röksemdir vantar
Ekki veröur hjá því komist að telja
þetta lélegar forsendur fyrir spá um
f jölgun erlendra feröamanna um liö-
lega fimm þúsund á þessu ári. Það
vantar aUan rökstuðning. Þótt ferj-
urnar geti flutt mikinn fjölda far-
þega eru það ekki skipin s jálf sem út-
vega farþegana. Auðvitað fer það
alveg eftir því hvemig þeir aðilar
sem reka þessi skip standa aö sölu-
og kynningarmálum erlendis hve
margir f arþegar f ást til landsins.
Þá má reikna með að markaðs-
menn Flugleiöa í Miö-Evrópu vUji
ekki samþykkja það að þaö sé fyrst
með tUkomu áætlunarflugs á vegum
Amarflugs sem farið sé að vinna að
markaðsstarfsemi fyrir Island í
HoUandi, Þýskalandi og Sviss.
Þarna hefur auðvitað verið rekin
mikil markaðsstarfsemi í fjölda
ára og þess hefur ekki enn orðið vart
að nýtt flugfélag hafi orðið til aö
fjölga ferðamönnum frá þessum
löndum. Þetta er ekki sagt tU að gera
lítið úr starfi Arnarflugsmanna,
síður en svo. Þeir vinna án efa eftir
mætti að markaðsmálum í þessum
löndum. En hér er einfaldlega komið
að veikasta punktinum í marg-
nefndri skýrslu. Þá er að sjálfsögðu
átt við sölu- og kynningarmál erlend-
is.
GmndvöHinn vantar
GmndvöUurinn fyrir fjölgun
erlendra ferðamanna tU Islands felst
ekki í fjölgun farþegaferja eða flug-
Er raunhæft að spá þvi að erlendum ferðamönnum fjölgi hór á landi
jafnt og þétt á hverju ári nema sérstakt átak verðigert iþeim efnum?
Ferðamálayfirvöld i útlöndum eru iðin við að kynna heimalönd sin hér á landi iþviskyni að fá islendinga i
heimsókn. Eru þá stundum sendar orkestur með hörpum og tilheyrandi.
ráðs, sem auðvitað er tU háborinnar
skammar, og nefndin nefnir nokkrar
ástæður þess að ekki skuU vera hér
um að ræða neina aukningu siðustu
ár á að erlendir ferðamenn komi
hingaðtillands.
Þar er tilnefnt atriði eins og verð-
bólga og verkföU, ferðir til Islands
séu dýrar og erfiðleikar í Norður-
Atlantshafsflugi Flugleiða hafi orðið
tU þess að stop over farþegum fækk-
aði.
Loks segir orðrétt: „Hugsanlegt er
að landkynningarstarfsemi Ferða-
málaráös, flugfélaga, ferðaskrif-
stofa og annarra aöila, sem hags-
muni hafa af fjölgun ferðamanna tU
Islands, hafi í framkvæmd ekki gefið
þann árangur semaðerstefnt.”
Mergur málsins
Hér hljótum við að vera komin að
merg málsins, en hér er upptaUð það
sem í skýrslunni segir um markaðs-
mál erlendis. Af hverju er ekki gerð
grein fyrir hve miklu fé var varið tU
þessara mála á síðasta ári, hverjir
lögðu fram það fé og hvernig því var
varið? SUkar upplýsingar eru
nauðsynleg forsenda þess að hægt sé
að gera sér grein fyrir því hvar á
vegi við erum staddir í þeim málum
er skipta sköpum um hvort spár um
fjölgun erlendra ferðamanna eru
raunhæfar eða bara ágiskanir út í
bláinn. Aður en lengra er haldiö í
skýrslugerö og spásögnum held ég
að það sé tímabært að staldra viö og
byrja á byrjuninni, það er að segja
úttekt á landkynningarmálum.
Margvíslegur
fróðleikur
Þótt hér hafi verið hafðar uppi
nokkrar aðfinnslur um viss atriði í
þessari skýrslu, eða réttara sagt
bent á atriði sem í hana vantar, er
síður en svo aö hún sé marklaust
plagg. Þama er að finna ýmsar
greinargóöar upplýsingar og margar
ágætar tiUögur um efUngu feröa-
þjónustu á Islandi. Hins vegar kann
ég Ula við tUlögur um að Ferðamála-
ráð verði nokkurs konar verðlagsráð
ferðaþjónustu og hafi eftirUt með
verðlagningu áhinu og þessu. I þess-
ari atvinnugrein rUár hörð sam-
keppni og opinbert eftirlit fram yfir
það sem nú er út í hött. Hins vegar er
orðið löngu tímabært að gefa út bækl-
ing þar sem gistihús og matsölu-
staðir eru flokkaðir niður eftir gæð-
um og verði. Það ætti út af fyrir sig
að skapa nægilegt aðhald með
verölagningu auk þess sem slíkar
upplýsingar eru bráðnauðsynlegar
fyrir ferðamenn og aðra er á þurfa
aðhalda.
Vonandi verður þessi skýrsla til
þess að hefja þá umræður um mörk-
un ferðamálastefnu sem er nauðsyn-
legur undanfari þess að unniö veröi
skipulega að eflingu ferðaþjónustu
hérlendis. Ríkisstjórnin hefur lýst
yfir vilja sínum í þá veru að efla
þennan atvinnuveg og vonandi fylgja
framkvæmdir orðum.
-SG
iVt* er hægt að tryggja Æpexmiðana
Nokkur tryggingafélög eru nú
farin að bjóða sérstaka tryggingu á
Apex- og Pexfarmiða til útlanda. Þar
af er eitt félag, Trygging hf., sem
býður tryggingu er nær til forfalla
bæði við brottför og heimkomu. Hér
er um þarft framtak að ræða og
sjálfsagt að hvetja fólk til aö notfæra
sérþessaþjónustu.
Apex- og Pexfargjöld eru þau
ódýrustu sem völ er á þegar flogið er
til útlanda í áætlunarflugi. Sá bögg-
ull fylgir þó skammrifi að yfirleitt
þarf að panta far og greiða miðann
meö nokkrum fyrirvara sem og að
ekki er hægt að breyta þeim brottfar-
ar- og komudögum sem ákveðnir
eru. Þetta þýðir aö fjölskylda eða
einstaklingur semætlartU útlanda á
þessum fargjöldum situr uppi með
ónýta farseðla ef ekki er hægt að fara
á fyrirfram ákveðnum degi.
Farseölarnir fást ekki endurgreidd-
ir. Ennú ersemsagthægtaðtryggja
sig fyrir slíkum skakkaföllum.
Jón Magnússon hjá Tryggingu hf.
sagði í samtali við Ferðasíðuna að
þeirra trygging tæki til tUvika þegar
sjúkdómar eða slys þess er ætlaöi að
ferðast eða einhvers úr fjölskyldu
hans kæmu í veg fyrír að hægt væri
að hefja ferð. A sama hátt væri
hægt að tryggja sig gagnvart því ef
ekki væri hægt að halda heimleiðis á
þeim degi sem farseðUl gUti.
Þegar hætta þarf við ferð endur-
greiðir Trygging verð farseðilsins
sem keyptur var. Ef heimferð getur
ekki orðið á þeim degi sem ákveðinn
var greiðir Trygging hf. sömuleiðis
fullt verð. farseðils þótt búið sé að
nota helming hans, þaö er að segja
ferðina út.
Ferðamál
Sæmundnr
Gudvlnsson
Apextrygging fyrir átta þúsund
króna farseðli kostar með öUum
gjöldum 340 krónur hjá Tryggingu og
gildir sú trygging fram að brottför.
Það kostar nokkrum krónum meira
að tryggja sig fram og til baka. SkU-
yrði er að tryggingin sé keypt sama
dagogfarmiðinn.
Þessu til viðbótar má nefna að
boöið er upp á fuUkomnar ferða- og
slysatryggingar gegn vægu gjaldi
hjá Tryggingu sem mörgum öðrum
tryggingafélögum og ætti enginn að
fara ótryggður í f erðalög.
öm Henningsson hjá Almennum
trýggingum sagði að það félag byði
einnig upp á Apextryggingar. SkU-
málar eru þeir sömu og hjá Trygg-
ingu hf. en Almennar tryggja bara
fram að brottför og kostar átta þús-
und króna trygging 351 krónu með
öUu. Hins vegar em Almennar meö
aðrar tryggingar er ná yfir tjón sem
verður ef heimf arardagur breytist af
óviöráðanlegum orsökum. En í ráði
er að útvíkka Apextrygginguna
þannig að hún nái yfir bæði brottför
og heimferð.
Báðir sögðu talsverða sölu vera í
þessum tryggingum og er það vel.
AUtof margir hafa ætlað aö spara
með því að kaupa Apexmiöa en setiö
svo uppi með sárt ennið þegar
eitthvað hefur komið upp sem breyt-
ir feröaáætlun þeirra og flugmiðarn-
ir þá einskis virði.
-SG