Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR18. JUNÍ1983. 11 Hiis Jéns Sigurössonar i Kaupmannahöfn: Prins pó lú tHf íslensh menning Hús Jóns Sigurðssonar. Allir vita aö Hús Jóns Sigurðs- sonar er einhvers staðar í Kaup- mannahöfn en það eru færri sem vita hvar það er. Það er ekki við Isted- gade. Það er ekki í Tívolí og svo sannarlega ekki við Strikið. Marga sem fara til Kaupmannahafnar fýsir þó að sjá húsið og líta þar inn þó ekki væri nema til að geta sagt frá því svona i framhjáhlaupi einhvem tim- ann seinna á Ufsleiöinni aö þeir hafi komið í hús frelsishetjunnar og andað aö sér islenskri sögu á erlendri grund í menningarviðleitni sinni. Besta ráð sem hægt er að gefa óvönum íslenskum ferðalangi sem ætlar að fara í Jónshús er að taka lest til Osterport og tölta síðan með nefið oní korti frá stöðinni að 0ster- voldgade númer tólf en það er heimilisfang Jónshúss. Þaö sem húsið hefur upp á að bjóða er veitingasalur á fyrstu hæð þar sem kaupa má ýmislegt þjóðlegt eins og prins póló, hangikjöt og skyr. Vertamir i Jónshúsi heita nú Gulli og Ragga. Þegar fulltrúi ykkar, blaða- maður DV, átti leið í Jónshús nýlega var Gulli einn á vakt. Við röðuðum í okkur dansk-íslensk-ítölskum kvöld- verði, pizzu,GrönTuborg,skyrimeð r jóma og r jómapönnuköku. I húsinu voru nokkrir samlandar sem stunda nám i Kaupmannahöfn að skoða blöðin. Gulli var á þönum og veitti óneitanlega persónulegri þjón- ustu heldur en Islendingum býðst annars staðar í Kaupmannahöfn. Þegar hann kom meö rjómapönnu- kökuna horfði hann til dæmis rann- sakandi á diskinn sem hann hélt á og sagði: „Þettaernúlíkaraflatköku.” r Rósinborgarhöll. Hún er i ná grenni Jónshúss. Þróun Ijóðs á vegg Gulli var nýbúinn að setja upp sýn- ingu á ljóðum eftir ýmis íslensk skáld. Hann hafði sent beiðni í gegn- um Rithöfundasambandið til nokk- urra skálda og fengið þau til aö senda sér afrit af ljóði eftir sig og ljósrit af uppkasti eða uppköstum að ljóðinu sem þau höföu gert. 1 gegnum þetta varö til skemmtilegt sambland af myndlist og ljóðlist. Fyrir utan veitingasalinn á fyrstu hæð er í Jónshúsi, á annarri hæð, fræðimannsibúð. Á þriðju hæð, þar sem Jón Sigurðsson og Ingibjörg bjuggu, er minningarsafn um Jón Sigurðsson og bókasafn Islendinga i Kaupmannahöfn. A fjórðu hæð húss- ins er sendiráðsprestur sem jafn- framt er safnvörður minningar- safnsins og umsjónarmaður hússins. Safnið er að vísu ekki opið nema milli 13 og 16. Aðalstarfsemi Jónshúss er yfir vetrarmánuðina. Húsið er félags- heimili Islendingafélagsins og Fé- lags íslenskra námsmanna í Kaup- mannahöfn. Þar eru haldin þorra- blót, spilakvöld og fleira. Rósinborgarhöll Botanisk have Ef fólk hefur áhuga er ýmislegt sem skoða má i nágrenni Jónshúss. I næsta nágrenni er Rósinborgarhöil þar sem gersemar konungsættarinn- ar eru varðveittar í konunglegu minjasafni. I næsta nágrenni við húsið er einnig Botanisk have. Þar er að finna trjárunna og grasategundir frá öllum heimshlutum. Þar í nágrenninu er einnig Listasafn ríkisins. Marmarakirkja er þama ekki langt undan heldur og einnig Listiðnaðarsafnið. Jón Sigurðsson tekur ekki lengur á móti Islendingum í húsinu en þar getur þó ennþá verið notalegt fyrir landann að staldra við ef timi vinnst til einhvers meira í Kaupmannahöfn en að rölta um Strikið og skoða þaö sem miðborgin hefur upp á að bjóða í varningi, mat, víni og menningu. SGV. Einar Már og Þórunn. Þau búa i Kaupmannahöfn. Á borðinu liggja isiensk biöð sem þau voru að lesa. & 'VIDEO' OPIÐ ÚLL KVÖLD TIL KL. 23 Kvikmyndamarkaðurinn Skólavörðustig 19. Rvk. Simi 15480. Videoklúbburinn Stórho/ti 1. Sími 35450. .VIDEO. SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA í DAG, LAUGARDAG, 1-5 Komið, skoðið og reynsluakið nýjum BMW 518. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 KÆRLEIKUR og SUBSTRAL er allt sem blómin þín þurfa. SUBSTRAL og BLOMIN GEFA BLÓMUNUM ÞÍNUM .LENGRA OG BETRA LÍF. UMBOÐS- a HEILDVER2LUN ÁRMÚLA 24- P.O. BOX 1391 SÍMI19943 105 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.