Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR18. JUNl 1983. 15 „Eg var innritaöur af sakleysis- legri dóttur minni að mér for- spurðum fyrir nærri sjö árum. Hún sagði að ég rétt réði því hvort ég mætti eöa ekki. Þetta er nú yfirleitt öfugt. Foreldramir beina börnunum ínám. Eg var í Myndlistaskólanum í Reykjavík í fjóra vetur. A laugar- dögum var ég svo í framhaldshópi. Þar fékk ég endanlegt spark út í framhaldið. Ég sendi verk mín í Myndlista- og handíðaskólann og var metinn inn á þriðja ár. Eg var aðalbókari Verslunar- bankans áður en ég stofnaði eigið fyrirtæki. Núna rek ég tölvufyrir- tæki. Síöustu tvö ár hefur verið fullur skóli. Eg losaði mig þá frá vinnu með því að leigja einum stærsta við- skiptavini minum kerfið frá því átta á morgnana til tvö þrjú á daginn. Svo hef ég unnið á kvöldin og um helgar til að halda fy rirtækinu gangandi. Ég hef auðvitað verið mikill áhugamaður um myndlist frá blautu barnsbeini. Eg sá bara enga leiö til að fara út í myndlist á sínum tíma. Maður gifti sig og reyndi að halda nefinu upp úr vatninu. Mér finnst fólk gera of lítið af þvi að stokka upp hjá sér. Eg var búinn að vera í banka ■ í nitján ár þegar ég hætti. I framtíðinni býst ég við að verða áfram með fyrirtækið og stunda myndlist. Eg ætla að reyna að breyta hlutfallinu milli vinnu og myndlistar. Mig langar til að auka hlut myndlist- arinnar. Fyrst þarf að koma sér upp vinnustofu. Það tekur líklega næsta hálfa árið. Siðan er spurning hvernig fólki líkar það sem ég geri. Eg vil frekar að fólki líki það sem ég geri heldur en að ég lagi mig að því.” Lára Gnnnarsdóttlr: K.vrj- adií arkl- tektiir „Eg man lítið hvað ég hugsaði þegar ég var í menntaskóla. Það er orðið svo langt síðan. Einhverju sinni var það ákveðið með ein- hverjum hætti að ég færi í arkitektúr. Eg fór út til Englands í arkitektúr í einn vetur og hafði gaman af því námi og það gekk eins og í sögu. Þegar ég kom heim var ég bundin í báöa skó. Þá kom ástin í spilið. Ég ætlaöi að vera heima næstu tvö árin. En ég komst að raun um það aö í arkitektúr væri maöur háður öllum öörum en sjálfum sér og ákvað að halda áfram í myndlist. Allir héldu að ég væri að fóma mér mikið með því að fara í myndlist en ég hef verið sátt við það. Eg var dálitiö í myndlist í gagn- fræðaskóla en ég gerði eiginlega ekkert af viti í menntaskóla nema að taka stúdentspróf. Mótífin í myndunum koma frá Englandi. Þar upplifði ég sælu- stundir og eins andstyggilegan tíma. Tíminn í Englandi er svo sterkur og góður að ég hugsa oft til hans. Ég er að hugsa um að fara til Þýskalands eftir eitt eða tvö ár. Eg er að vinna á arkitektastofu í sumar og ætla að vera í því eins lengi og ég endist og neyðist til.” Elín Edda Árnadóttir: Ólétt itr ballet í grafík „Þegar ég varð ólétt að fyrsta baminu ákvað ég að fara út í mynd- list. Fram að þeim tíma hafði ég tjáð mig í dansi. Draumurinn var að verða ballerína og ég starfaði mikið viðleikhús. Eg var í ballett frá níu ára aldri til tuttugu og þriggja ára. Samt blund- aöi alltaf í mér áhugi á myndlist. Eg sótti mikið myndlistarsýningar og var góð i teikningu sem krakki. Þegar ég varð ófrísk varð ég að hætta í ballett. Eg settist niður eitt kvöld og athugaði hvort ég gæti teiknað. Eg tók fram blýant, vaxliti og blað. Otkoman kom mér mjög á óvart. Eg ákvað að fara á námskeið í myndlist í Asmundarsal. Þaðvar’77. Það gekk vel og ég tók inntökupróf í Myndlistarskólann vorið eftir, ófrisk að öðru barninu, og náði því. Ég var þá strax ákveðin í að fara út í grafík. Það sem hafði mest áhrif á mig var sýning í Norræna húsinu sem ég sá. Eg varð mjög hrifin af þeim aðferðum sem notaðar voru. Eg taldi þetta líka heppilegan miðil tilaðnátil fólks. Þaö þarf að hafa aga og aðlögun til að ná tökum á mismunandi að- ferðum og stjórna þeim til að ná því út sem þú vilt. Samt sem áður er það galli við grafíkina hvaö það eru margir milliliðir þar til mynd er lokið. I málverki gengur þú beint að efninu. Mér finnst galli að hafa ekki gengið í gegnum það að mála. Ekki vegna þess að það er í tísku heldur til að prófa bein og einf öld vinnubrögð. Þess vegna hef ég í gegnum grafík- ina haft mikinn áhuga á teikningu þar sem hægt er að losa alveg um. Fara frá vinnubrögðum sem tiðkast í sáldþrykki sem ég hef lagt mesta áherslu á í vetur. Þess vegna hef ég lagt mikla áherslu á teikningu. Þetta er það sem ég finn mig best í í dag. Ég stefni að því að vinna við myndlist í gríð og erg. Eg stefni að því að fara út eftir tvö ár og tel nauðsynlegt fyrir þroska listamanns að dvelja á erlendri grund.” Kristbergur Ó. Pétursson: 9 9 A ðalatriðið er að vera vakandV9 ,,Eg hef verið áhugasamur um myndlist frá bamæsku. Ég velti því lengi fyrir mér hvaöa deild ég ætti að velja en ákvað að taka þetta nám, grafíkina, vegna þess að inn í þaö spilaði mjög margbreytileg, tækni- leg atriði sem mig langaði til að læra með fullri virðingu fyrir öðrum deildum skólans. Flest öll mótífin eru frá Hafnar- firði. Það er sjávarsíöan og unnið úr myndefninu á huglægan hátt. Eg er tuttuguog einsárs. Eg hef raunverulega aldrei haft áhuga á öðm en myndlist. Draumur- inn er að lif a á myndlistinni en það er náttúrlega fjarlægur draumur. Markmiðið er að geta einbeitt sér að myndiistinni án þess að hafa fjár- hagslegar áhygg jur. Eg var að hugsa um að fara til út- landa í framhaldsnám en er hættur við í bili. Allar nánari pælingar um það verða að bíða betri tíma. Eg er á þeirri skoðun að það sé ekki endilega nauðsynlegt að fara utan í skóla. Það er nóg að ferðast. Aðalatriðið er að vera vakandi fyrir öllu sem er að gerast, öllum hreyfingum. Verkin verða aldrei skýrð full- komnlega, hvorki munnlega né skrif- lega. Hver og einn verður að komast í tengsl við þau á sinn persónulega hátt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.