Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR18. JUNl 1983. 3 Bílarþessir eru nýir, ókeyrðir, árgerð 1982 og vegna góðra samninga eru þeir á mjög hagstæðu verði. Opið laugardaga kl. 10—19. Nú komast aUir í sóiina — Hvergi betrí kjör Eina ibúdahótelið á Magaluf þar sem lyfturn- ar ganga beint niður i sundlaugar, sólbaðs- svæði og sandinn. Allar íbúðir snúa móti strönd og sól. Takið eftir því, áður en þið veljið ykkur baðstrandarhótel á Magaluf. Ennfremur kostur á glæsilegum hótelum með hálfu fæði. G3K(LAI1D Á SPÁNARVERÐi Ótrú/ega ódýrar Grikklandsferðir flesta laugardaga um London. Hægt að stansa í London á heimleiðinni. Búið á glæsilegum hótelum í eftirsóttum baðstrandarbæjum við Aþenustrendur eða íbúðahóteli. Allir gististaðir okkar í Grikklandi með einkasundlaugar á eftirsóttustu stöðunum. Eftirsóttasta íbúðahótelið á Magalufströndinni. Brottfarardagar: 6. júli, 27. júlí, 17. ágúst, 7. sept., 28. sept. Við bjóðum upp á fjölbreytta gistimöguleika. Ferðir á ótúlega hagstæðu verði. Trianon íbúða- hótel alveg á Magalufströndinni með fullkominni aðstöðu við sundlaugar, bari og hraðréttar- staði á sólbaðssvæðinu. Gengið beint út i sandinn. Miðstöð skemmtanalifs, ótal veitingastað- ir og verslanir í næsta nágrenni. Notið fjölskylduafsláttinn 50% afs/áttur fyrir börn tí/ Mallorca 6. jú/í og 27. jú/í. Takmarkaður íbúðafjö/di. NÝTT Þér veljið hjá okkur íbúðina og fáið lyklana með farseðlinum. Ennfremur flugfar seðlar um allan heim. KOMAST ÍSLENDINGAR’ LOKSINS AFTUR Nú komast Islendingar aftur loksins ódýrt til þessara vinsælu og fögru sólskinspara- dísar við Miðjarðarhafið. Glað- vært skemmtanalif, góðar bað- strendur. Mikil náttúrufegurð og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Nokkur pláss óseld á ,,is- lensku'' hóteli i hinum fagra baðstrandarbæ Tosasa de Mar 6. júli og 27. júli, 22 dagar kr. 22.480. A ðrar ferðir okkar: Tenerife Franska Rivieran — Malta FLVGFEKDIR °™ lAU“""#G,l SÓIARFLUG KL'° ' Vesturgötu 17 Símar 10661 — 15331 og 22100 Ófullnægjandi hækkun raforku telur Samband íslenskra rafveitna Samband íslenskra rafveitna hefur mótmælt þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að setja jafna 9,5% hækkun á orkuverö allra rafveitna til aö mæta 19% verðhækkun Lands- virkjunar til þeirra. I ályktun aðalfundar SlR sem haldinn var á tsafirði 9. júní segir: „Fyrir flestar rafveitur er þessi hækkun alls ófullnægjandi, enda iðnaðarráðuneytinu fullkunnugt um að þarfir rafveitnanna vegna þess- arar heildsöluveröhækkunar eru mismunandi og liggja á bilinu 9,5% til 15%. „Aðalfundur SlR átelur þessi vinnubrögð og beinir því til iðnaðar- ráðuneytisins, að það beiti sér fyrir því að ríkisstjórnin leiðrétti þessi mistök hið bráðasta enda rafveitur landsins engan veginn í stakk búnar til að þola beint tekjutap sem af fyrr- greindum ráðstöfunum ieiðir.” I ályktuninni er einnig vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir: „Sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrár þjónustufyrirtækja sinna.” Er bent á að framangreind hækkun sé ekki í samræmi við þetta markmið. -ÓEF. Nú um helgina hefst hringferö ökuleikninnar, sem Bindindisfélag ökumanna og DV standa fyrir, um landið. Bindindisfélag ökumanna verður með sendibíl sem er sérútbúinn sem stjórnstöð ökuleikninnar og mun hann aka um landið vel merktur. DV mun segja frá keppninni og birta myndir frá henni jafnóðum og einnig verður næsta keppni tilkynnt jafnóðum. Eins og áöur hefur verið skýrt frá verður keppt í kvenna- og karlariðli á hverjum stað og vilja forráðamenn keppninnar hvetja kvenfólkið eindregið til að taka þátt því þetta er keppni fyrir alla ökumenn. Veitt verða verðlaun í hvorum riðli fyrir sig og einnig hafa sigurvegarar beggja riðla möguleika á að taka þátt í úrslita- keppninni í haust ef þeir eru á aldr- inum 18—25 ára og um leið keppa þeir um utanlandsferð sem fulltrúar Islands í norrænu ökuleikninni sem haldin verður á vegum Opel GM í einhverri af verksmiðjum Opel. Ástæðan fyrir þvi aö Opel er blandað inn í þetta er sú að Opel -GM á Norðurlöndum er samstarfsaöili bind- indisfélaganna á Norðurlöndum. Umboðsaöili Opel-GM á Islandi er því samstarfsaðili Bindindisféiags ökumanna og DV og er það Sambandið, véladeild. Sambandið mun lána Opel til að keppa á í úrslita- keppninni, en þar keppa allir á sama bíl og einnig gefur Sambandið vegleg verðlaun þeim er þar sigra. Ekki má gleyma fjárhagslegum styrk Sam- bandsins, m.a. í formi auglýsinga o.fl. Eins og áður sagði hefst hringferðin í dag, laugardaginn 18. júní, með keppni í Borgamesi, 19. júní á Olafsvík, 20. júní í Búðardal, 21. júní er bílakeppni á Isafirði og 22. júní vél- hjólakeppni á Isafiröi og ferðinni um Vesturland og Vestfirði lýkur með keppni á Tálknafirði þann 23. júní. Þá taka Norðurland og Austfirðir við. Keppnin þar verður auglýst síðar. Keppni sem haldin er á virkum dögum verður á kvöldin. Keppnin er vel auglýst með plakötum á stöðunum og þar kemur fram hvar og hvenær hún verður og verða þeir er hug hafa á að verameöaðhafaaugunopin. -EG. DV-mynd EG. Ökuleiknisbíllinn sem fer hringinn í kringum landið. Ökuleikni ’83 á hríng- ferð um landið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.