Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 8
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
8
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglysingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreíðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI1».
Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblað 22 kr.
Stjórnarblöðin bítast
Hörkurifrildi hefur staöið milli stjórnarblaðanna,
Morgunblaðsins og Tímans, þær vikur, sem liðnar eru frá
stjórnarmyndun. Merkilegast við deilurnar er, hve
bræðin er mikil á köflum.
Morgunblaðið hóf skothríð 29. maí og sagði í
Reykjavíkurbréfi: ,,Sé það staðfastur vilji þingflokks
Sjálfstæðisflokksins aö ganga til verks með uppbrettar
ermar við að hreinsa upp versta viðskilnað nokkurrar
ríkisstjórnar í hálfa öld aö dómi Þórarins Þórarinssonar,
er erfitt aö skilja, hvaða vit er í því að gera það undir
verkstjórn eins þeirra manna og eins þeirra flokka, sem
mesta ábyrgð bera á þessum óhreinsaða flór. Ráðherra-
stólar geta veriö of dýru verði keyptir.”
Eins og fram kemur af þessu er tilefni skothríöarinnar
umfjöllun Þórarins Þórarinssonar Tímaritstjóra um
stjórnarmyndunina. Þórarinn sagði í leiðara, að ríkis-
stjórn hefði ekki komiö til valda við erfiðari kringum-
stæöur síðustu 50 árin, ef undan væru skildar tvær
stjórnir. Tíminn svaraði 1. júní og sagði, að ljóst væri,
,,að í umræddu Reykjavíkurbréfi hefur verið reynt að
falsa ummæli í forystugrein Tímans á hinn freklegasta
hátt”.
Morgunblaðið svaraði strax 2. júní og sagöi, aö vondur
viðskilnaður ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen væri
,,meðal annars og ekki sízt” afleiðing þess, að fram-
sóknarmenn hefðu setið í ríkisstjórn nærri óslitið síðan í
júlí 1971. Tíminn svaraði daginn eftir meö áminningu til
ritstjóra Morgunblaðsins um, að þeir skyldu „gleyma
Gunnari Thoroddsen” og reyna að gera „Sjálfstæöis-
flokkinn samstæðari og starfhæfari”.
Morgunblaöiö rifjaði í leiðara 5. júní upp ummæli í
leiðara Tímans frá 18. maí, þar sem sagði, aö hjá Svíum
tíðkaöist, að forseti þingsins hefði forystu um stjórnar-
myndunarviðræöur flokka. Morgunblaðiö veittist hart að
Tímanum og kvað Tímann hafa mælt með því, að valdið
til aö veita mönnum umboð til stjórnarmyndunar skyldi
tekið af forseta íslands og falið forseta Alþingis. Morgun-
blaöiö krafðist þess svo, eins og sá sem valdið hefur, aö
„tafarlaust” yrði úr því skorið, hvort þarna væri um
stefnu Framsóknarflokksins að ræða.
Ennréðst Morgunblaöið á framsóknarmenn 14. júní,
eftir að þingflokkur Framsóknar ályktaöi, að ekki skyldi
halda sumarþing. Morgunblaöið sagöi, að ályktun þing-
flokksins um þetta væri „í litlu samræmi við nútímahug-
myndir manna um starfshætti löggjafarsamkundunnar”.
Daginn eftir ber Tíminn Morgunblaðsritstjórum á
brýn, aö þeir séu „arftakar” Sósíalistaflokksins gamla,
sem hafi krafizt, að þing kæmi saman við gerð varnar-
samningsins 1951. Þeir hafi „villzt undir fána sósíalista”.
Morgunblaðið skaut enn á framsóknarmenn í leiðara
15. júní og krafðist þess enn á ný, að „tafarlaust” yrði
tekinn af vafi um, hvort Framsókn vildi skerða völd for-
seta íslands. Enn var skotið í fyrradag, þegar fjallað var
um leiðara Tímans um „arftaka sósíalistanna” frá deginum
áður. í „Staksteinum” sagði Morgunblaöið undir milli-
fyrirsögninni „Rugl Tímans”, að ritstjóri Tímans bæri
saman ólík tilvik og „lygi” svo „vísvitandi aö lesendum”.
Blöð stjórnarflokka hafa oft átt í hörðum deilum. En
venjulega er friðsamlegt milli þeirra fyrst eftir stjórnar-
myndun. Bræöin í rifrildi Morgunblaösins og Tímans nú
lofar ekki góðu um framhaldið í stjórnarsamstarfinu.
Haukur Helgason.
Skotmarka-
tnllö brúaö
- með langtnmaáætlun
I sjónvarpsþætti, sem sýndur var
nýlega um vígbúnaðarkapphlaupið,
var sagður hroðalegur sannleikur á
lítt áberandi hátt. Ég á þó ekki við
það aö stórveldin hafi steypt sér út í
kjarnorkuvopnakapphlaupið meira
af kaffi en forsjá, því það vissum við
fyrir. Heldur ekki það að nú sé til nóg
af kjarnorkusprengjum til þess að
drepa hvert mannsbam á jörðinni,
og það oftar en einu sinni (gerist þess
þörf, sem auðvitaö er ólíklegt). Hinn
hroðalegi sannleikur var sá að enn
hefur bil myndast milli stórveldanna
í þessu kapphlaupi, bil sem auðvitað
verður að brúa til þess að viöhalda
jafnvæginu. Hér á ég við „skot-
markabilið” (targetgap).
I eðli sínu er þetta einfalt mál.
Fyrst sprengdu Bandaríkjamenn
kjarnorkusprengju og við það mynd-
aðist kjamorkusprengjubil. Það
brúuöu Sovétmenn og sendu síðan
Spútnik upp í geiminn og við þaö
myndaðist eldflaugabil, sem Banda-
ríkjamenn brúuðu síðan, og síðan
hefur vígbúnaðarkapphlaupiö snúist
um það að breikka bil og brúa á víxl.
En þetta með skotmarkabilið er al-
varlegra mál og má segja að efna-
hagsblómi Bandaríkjanna komi
þeim þaríkoll.
Málið er semsagt það að Sovét-
menn geta enn um sinn framleitt
sínar kjamorkusprengjur og eld-
flaugar af SS gerö án þess að hafa af
því minnstu áhyggjur hvert þeim
verður miðað því að í Bandaríkjunum
em svo margar borgir og bæir, svo
mörg iðnaðarhéruð og herstöðvar.
En Bandaríkjamenn em ekki svo vel
settir því þeir hafa svo til klárað öll
skotmörk í Sovétr'kjunum, aö því er
mér skilst. Og þaö er alvarlegt mál
því ekki má hætta framleiðslunni á
þessu stigi málsins þvi þá myndi
myndast bil! Og það bil yrði að brúa!
En hvernig þá? Þegar öll skotmörk
hafa verið útsigtuðog hægt eraðger-
eyða þeim öllum með því einu aö ýta
á hnapp?
Allir sanngjarnir menn hljóta að
hafa samúð með bandarískum hers-
höfðingjum sem nú reyna aö leysa
þetta vandamál.
Þetta snertir auðvitað ekki aðeins
bandaríska hershöfðingja. Þetta
snertir einnig yfirmann alls herafla
Bandaríkjanna, forsetann sjálfan.
Reagan Bandaríkjaforseti situr nú,
áhyggjufullur í egglaga skrifstofunni
í Hvíta húsinu, kúrekahatturinn stóri
er á borðinu fyrir framan forsetann
sem ekki treystir sér til þess að auka
á byröar sínar með því að tylla hatt-
inum á kollinn. Oðru hvoru horfir
ÓlafurB. Guðnason
Reagan angurvær á hattinn góða og
strýkur yfir kúfinn á honum eins og
þar væri hundurinn Tryggur lifandi
kominn.
Andspænis forsetanum sitja hers-
höfðingjamir, niðurlútir og daprir.
Forsetinn brosir ekki lengur, og
hann ávarpar allan hópinn: ,,Engin
skotmörk meir, ha? Hvemig má það
vera? Hvers vegna sýndi enginn
ykkar forsjálni meðan enn var tími
til þess að leiðrétta þessi mistök?
„Herrn forseti,” segir einn hers-
höfðinginn. „Þú mátt trúa því að
hefðum við séö þessi ósköp fyrir
hefðum við gert eitthvaö í málinu, en
þetta var bara eins og hvert annað
slys!”
„Hver sjálfur ansvítinn er þetta
eiginlega?” segir forsetinn og er nú
gramur. „Erum viö alveg búnir meö
skotmörkin? Allt saman, ekki
nokkur staður sem hægt er að sigta
á?”
„Já, forseti góður! Allt,” segir
yfirmaður herráðsins og brestur í
grát. Hann sígur niður úr stólnum,
leggst á grúfu á gólfið og færist allur
í aukana við grátinn, lemur kreppt-
um hnefum í gólfið og orgar: „Allt!
Allt! Búnirmeðallt!”
„Getum við ekki sigtað á einhver
útihús? Einhver samyrkjubú í
Síberíu? Þaö hljóta að vera einhvers
staöar mannvirki til þess að
sprengja?” Forsetinn á erfitt með að
skilja þessar hræðilegu fréttir.
„Nei, forseti góður,” segir efna-
hagsmálaráðgjafinn og hristir höfuð-
ið dapurlega. „Það kostar nokkrar
milljónir að smíöa sprengju, og
hundrað milljónir að smíða eldflaug,
fyrir nú utan kostnaöinn við aö koma
henni fyrir, og kostnað við fjrir-
byggjandi viðhald og eftirlit. Ut í
þann kostnað er ekki hægt að leggja,
bara fyrir eitt samyrkjubú, þar sem
kannski búa tvö hundruð manns. Við
kæmum því aldrei gegnum þingið.
Þeir myndu einfaldlega benda á að
það svaraði ekki kostnaði. ”
„Svaraði ekki kostnaöi, ” æpir yfir-
maður herforingjaráðsins. „Eru
þessir Tsar kommar allir saman?
(Ts = SOB. SOB = Son of a Bitch.
Son of a Bitch = Tíkarsonur. Tíkar-
sonur = Ts.) Hvernig má það vera
að það svari ekki kostnaöi að verja
frelsið?”
Efnahagsmálaráögjafinn hóstar
lítið eittog tekur svotilmáls: „Þing-
mennimir munu segja að frelsinu
stafi lítil hætta af tvö hundruð manna
samyrkjubúi sem framleiðir minna
en meðaleinyrki á smájörö í Kansas.
Þetta er auðvitað óábyrgurmálflutn-
ingur og sumir þessara Tsa eru dá-
lítið bleikir, en viö því er ekkert að
segja. Þeir ráða yfirpeningunum.”
„En hvað er þá til ráða?” For-
setinn spyr efnahagsmálaráð-
gjafann, örvinglaður.
„Vandamálið er tvíþætt. I fyrsta
lagi er framleiðslukerfi kommanna
svo lítiö og vanmáttugt að við erum
búnir að dekka það allt með okkar
vopnum. I ööru lagi eru Sovétmenn
of fáir! Allt þetta land, og varla sála í
því. Viö þurfum fleiri stórar borgir,
og viö þurfum fleiri iðnaðarsvæði til
að miða á því annars fæst þingið ekki
til þess að samþykkja fjárveitingar
til frekari vopnasmiða! ”
Efnahagsmálaráðgjafinn þagnar
andartak og brosir kalt og djöful-
lega. „Þess vegna verðum við að
veita Sovétmönnum efnahagsað-
stoð! Pumpa í þá peningum og tækni
svo þeir framleiði meira. Það er að
vísu vandamál aö Rússar, sérstak-
lega, drekka svo mikiö að ævilíkur
þeirra fara minnkandi en við getum
eflaust fengið AA-samtökin til þess
að senda sendinefnd til þeirra. Og
með bættum efnahag og lengingu
meðalævi, ásamt auknum bameign-
um, förum við svo að þurfa fleiri
sprengjur og eldflaugar! Eg geri
mér grein fyrir að þetta tekur sinn
tíma, en við verðum að taka lang-
tímahagsmuni þ jóðarinnar f ram y fir
alltannað!”
Forsetinn hugsar sig um andartak,
en kinkar svo kolli hægt. „Þetta líst
mér vel á. Þetta er bráðsnjallt Tsinn
þinn! Kalliö strax á sovéska sendi-
herrann! Eg þarf að koma á leið-
togafundi með Andrópov! ”