Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 12
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. AÐ LOSA GEYMSLUNA EÐA BÍLSKÚRINN LEYSIR VANDANN Það má vel vera að þér finnist ekki taka því að auglýsa allt það, sem safnast hefur i kringum þig. En það getur lika vel verið að einhver annar sé að leita að því sem þú hefur falið i geymslunni eða faíl- skúrnum. OPIÐ: Mánudaga — föstudaga kl. 9 — 22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18 — 22. SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLT111 SÍMI 27022 Gudjón Halldérsson: Lítíð eitt nm „Austur- Eyjaíjal laniálin, eðaLítið brot úr sögu íslands um aldamötín síðustu” Það hefur komið öllum ættingjum Siguröar Halldórssonar frá Skarðs- hlíð í opna skjöldu þegar DV birti kafla úr skrifum hans um Austur- Eyjafjallamálin í innrömmun blaða- manns, SER, 21. maí sl. Enginn þeirra vissi til að þessi skrif væru til- tæk utan hóps ættingja. Af mjög svo eðlilegum ástæðum' voru þessi skrif vel geymd og ekki látin koma fyrir almenningssjónir. Ástæðurnar voru einfaldlega þær að tveir þeirra sem harðast deildu í sambandi við átökin í hreppnum og málaferlin er af þeim leiddi voru bræðrasynir. Björn, faðir Þorvaldar á Þorvaldseyri og Halldór, faðir Sig- uröar í Skarðshlíö, voru hálfbræður. Auk þess var eiginkona Sigurðar, Ingileif, systir Þorvaldar. Þaö má vissulega um það deila hvort þessi afstaöa var rétt, en hún var nú einu sinni staðreynd. Siguröur Halldórs- son sýndi þaö drengskaparbragð að láta þetta óátalið. Enginn, sem til þekkti, efaðist um sannleiksgildi ritsmíðar Sigurðar í Skarðshlíð. Vit- anlega myndi einhvern tíma að því koma að hún kæmi fyrir almennings- sjónir ásamt ítarlegum skýringum og öllum tiltækum f ylgisk jölum. Varðandi myndina af þjóðskáld- inu, sem birtist með fyrmefndri grein, lét ég þess getiö viö blaða- manninn og endurtek það hér, að vissulega væri hver og einn sæmdur af því aö vera barnabam Matthíasar Jochumssonar, en hins vegar væri það nú svo að öll bamabörn Sigurðar gamla frá Skarðshlíð hefðu talið sig fullsæmd af honum afa sínum. Nú er svo komið aö í DV, 4. júní sl., var löng grein eftir Sigurð Líndal. Þau skrif koma engan veginn á óvart þar sem Sigurður er barnabam Páls sýslumanns Briem. Sigurður og ég stöndum því í vissum skilningi jafn- fætis gagnvart þeim mönnum sem ekki voru á eitt sáttir í þessum um- ræddu málaferium í Austur-Eyja- f jallahreppi. Einnig birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Huldu Stefáns- dóttur 12. júní sl. Það er skiljanlegt vegna kunningsskapar við amt- manninn á Akureyri, Pál Briem, og einnig er hún tengdamóðir Páls lög- manns Líndal bróöur Sigurðar Línd- al. Eg hefi haft meira gagn af að lesa margar aörar greinar hennar en þessa. Með hliðsjón af tilgreindum skrifum ætti það engan að undra þótt ég gerði tilraun til skýringa á um- ræðuefninu. Ritsmíð Sigurðar Halldórssonar frá Skaröshlíð er mjög greinargóð lýs- ing á því sem fram fór í Austur-Eyja- f jallahreppi meðan á þessum mála- ferlum stóö. Þaö er athyglisvert aö Sigurður nefnir ritsmíö sína: „Austur-Eyjafjallamálin eða Lítið brot úr sögu Islands um aldamótin síðustu”. Aðalatriðið í þessari rit- smið er að greina frá atburðum þeim sem áttu sér stað á vettvangi sveitar- innar og skýra baksvið þeirra. Atökin milli ríkra og fátækra leiða af sér öll þessi leiöu málaferli. Sigurður í Skarðshlíð er hreppsnefndarmaður og einnig oddviti á þessum árum. Hann tekur þegar í upphafi atburð- anna afstöðu með þeim fátæku og umkomulausu. Hann heldur uppi vömum fyrir þá og veitir þeim að- stoð í nauðum svo sem frekast má verða enda var þaö einnig skylda hans sem oddvita. Það var einmitt einkenni þessara tíma hvað margir af þeim sem lítið áttu undir sér urðu oft og iðulega fyrir barðinu á ill- skeyttum heldri mönnum. Þess má minnast í þessu sambandi að lífsbar- átta allrar alþýðu var harla hörð bæöi til sjávar og sveita. Það voru ekki fáir Islendingar sem héldu vest- ur um haf á þessum árum heldur fóru þeir í stórum flokkum. Þetta taldi ég rétt að benda á varð- andi skrifin um Austur-Eyjafjalla- málin ef þaö mætti verða til þess að gera mönnum ljóst aö málin snúast ekki um deilur einstakra manna heldur eru þær afleiðingar af um- rótinu innan sveitarinnar. Það eru hin hörðu átök innan Austur-Eyja- fjallahrepps sem málin snúast um. Þá þykir mér ekki úr vegi, að benda á eitt atriði í skrifumSiguröar í Skarðshlíð. I ritsmíö sinni getur hann um útgöngubann sýslumanns- ins og hvaða afleiðingar það hafði fyrir íbúa hreppsins. Hann hefur skrifað Islands suður- og vesturamti varðandi útgöngubannið. Það bréf er ekki handbært en svarbréfið er á þessaleið: „ISLANDS SUÐUR- OG VESTURAMT. Reykjavík, 1. febrúarl892. Þjer hafið, hr. hreppsne&idarodd- viti, í brjefi, er jeg meðtók í gær, tjáð mjer, að ýmsir menn í yðar hreppi hafi ætlað að fara út úr hreppnum í ver á íhöndfarandi vertíð, til að afla heimilum sínum bjargar, en að sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu hafi neitað þeim um leyfi til þess, af því að þeir sjeu riðnir viðopinbert mál, sem undir rannsókn hefur verið síðan í fyrra. An þess að senda Amt- inu neinar frekari skýrslur um mál- ið, og án þess að hafa fengið álit hlut- aðeigandi sýslumanns um það, biöjið þjer mig að leyfa mönnum þessum að leita sjer atvinnu utan hrepps viö sjóróðra á næstkomandi vertíð. Ut af þessu tjáist yöur hjermeö, að Amtið hefur enga heimild til þess, að taka fram fyrir hendumar á hlutað- eigandi sýslumanni, meðan tjeö opinbert mál er undir rannsókn og dómi hans, og aö jeg því eigi get lagt fyrir hann að leyfa mönnunum að fara í ver, eða yfirhöfuð bannað hon- um að hepta þá. En ef hjeraðsdómar- inn ófyrirsynju heptir menn þessa, og meinar þeim að leita sjer og heim- ilum sínum bjargar, mun það að af- loknum málunum geta bakað honum1 ábyrgð, annaö hvort undir áfrýjun sakarinnar, eða þá með því móti, að hlutaðeigendur höfði sjerstakt mál gegn hjeraðsdómaranum fýrir und- irrjetti. Þetta brjef hef jeg tilkynnt sýslu- manninum í Rangárvallasýslu, og um leið skrifað honum privat um málið, og lagt það til, að hann ljeti umrætt bann niður falla, og leyfði mönnunum að fara í verið, þótt mál þeirra kunni að vera óútkljáð. Kristján Jónsson (sign.) settur. Til Hreppsnefndaroddvitans í Austur-Eyjafjallahreppi, Sigurðar Halldórssonar.” Það virðist engin ástæða til þess að fjalla frekar um þetta bréf. Það skýrir sig sjálft. Eftirtektarvert er þó það að settur amtmaöur segist hafa skrifað sýslumanninum privat og lagt til „að hann ljeti umrætt bann niður falla, og leyfði mönnunum aö fara í verið, þótt mál þeirra kunni að veraóútkljáð”. Ekki virðist það þjóna neinum til- gangi að frekari blaðaskrif verði um Austur-Eyjafjallamálin í tilefni af misheppnaðri birtingu á köflum úr ritsmíö Sigurðar í Skarðshlíð Hall- dórssonar. Austur-Eyjafjallamálin verða héðan af að skoðast einvörðungu út frá sagnfræðilegum sjónarmiðum og að um þau verði f jallað á þeim vett- vangi. Sigurður Halldórsson frá Skaröshlíð, 1844—1935.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.