Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 13 gllSU* gangurí jógilrt- Samband okkar hófst í september í fyrra. Síðan hafa símtölin verið nokkuð mörg yfir jógúrtlandamærin. Umræðuefnið var ætíð jógúrt sem hann framleiðir. Hans framleiðsla er ódýrari en önnur sambærileg og því áhugaverð fyrir blaðamann sem sinnir neytendamálum. Röddin í símanum var yfirleitt glettin, maðurinn hávær á stundum. í hvert sinn sem samband var á, komu einhver gullkom fljótandi með á línunni. Grunnt er á stráksskapn- um hjá Haraldi Gíslasyni, mjólkur- bússtjóra Mjólkursamalgs K.Þ. á Húsavík. Röddin og tilsvörin höfðu sagt ýmislegt um manninn. Nú sat ég á skrifstofu mjólkurbús- stjórans á Húsavík, röddin hafði ekki blekkt mig. Hann talaði í símann. Einhver skilaboð vom á ferðinni um greiðslu á reikningi . .. „og hver andskotinn hafi þá, ég hef ekkert hugleitt þetta helvíti. Ég þekki þetta helvíti ekkert ... ha, nei — það Haraldur Gíslason mjólkurbússtjóri. „Ekki í fyrsta shipti sem ég sigli «trnHi straumnum99 segir Haraldur Gíslason, mjólkurbiisstjóri Mjólkursamlags K.Þ. á Húsavík liggur andskotann ekkert á að sinna þessu.” Hér lauk simtalinu. Hvass, hrjúfur maður á yfirborðinu, hann Haraldur Gíslason, en undir niðri hið mesta ljúfmenni. Hann segist stundum kaupa blóm handa konu sinni, Valgerði Sigfúsdóttur, „það er gamall ósiður sem ég hef vanið mig á.” Hann hlær dátt, segir mér hvaða dag og ár þau giftu sig, man það, ,,þó ég sé stundum gleyminn.” Svo segir hann mér af strákunum sex, sonum þeirra. Andstyggð á gorgeir og rembingi „Eg hef aldrei verið diplómat. Eg veit að þægilegra er að vera ljúfur og þægur en nei .. . Ég er ekkert hátt skrifaður hjá þeim fyrir sunnan. Það er auðvitað þægilegra að fara með straumnum en á móti honum. En ég hef alltaf haft það sem mottó að um- gangast fólk sem jafningja, hef and- styggð á öllum gorgeir og rembingi. ” „Þingeyingur, nei, ég er Flóa- maður, fæddur að Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi. En Þingeyingar eru sniðugir, þeir eru léttlyndir og gera grín að sjálfum sér eins og öðrum.” „Það er nú búinn að vera dálitill gusugangur út af þessu jógúrtmáli. Hef ég fengið ákúrur? Nei, það hefði líka virkað alveg öfugt á mig. Já, Gunnar Guðbjartsson var þarna í út- varpinu um daginn og ég líka. Hann fór nú alveg út úr flibbanum, hann Gunnar, í þessu máli. Eg var fyrir sunnan um daginn, var á fundi hjá Framleiðsluráðinu, ég á sæti þar. Þá hitti ég mann einn sem hefur verið forráðamaður í landbúnaðarmálum og hann sagði við mig: „Hvern djöfulan ertu að gera þeim Haraldur? Þeirkútveltast eins og hundar í kúluspili í þessu jóg- úrtmáli. En haltu því bara áfram »» — þá yrði alft í grænum sjó „Sölusvæðaskiptingin á mjólkuraf- urðum er orðin að sumu leyti úrelt. Það er visst tómarúm á milli fyrsta og annars sölusvæðis. Kannski er þetta ekki nógu vel skipulagt. En það væri hreinn bamaskapur að breyta öllu skipulaginu og þá yrði allt í grænum sjó. Það væri vitleysa. En galli er á skipulaginu í dag.” „Aldrei hef ég bannað Mjólkur- samsölunni að selja sínar vörur hér. Eg á kannski ekki aö tala svona sem mjóikurbússtjóri, en þegar jógúrtin er orðin svo dýr að barnafjölskyldur hafa ekki efni á að kaupa jógúrt þá er of langt gengið. Jógúrt á ekki að vera lúxusvarningur. Ég vil að neytendur fái jógúrt, og fleiri vörur náttúrlega, eins ódýrt og mögulegt er.” „Fjárhagurinn hér hjá okkur er góður. Við stöndum vel að vígi sem vinnslubú og getum skilað bændum vel verði, þrátt fyrir það að vinnslu- varan skili sér stundum seint og illa. Þú veist það kannski ekki en osta- gerð er aðalsmerki hvers mjólkur- bús. Já, já, við höfum fengið viður- kenningar í Danmörku fyrir ostinn okkar, Búrann til dæmis. Danir þekk ja mig vel, ég varð næstum lekt- or við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn.” Nú tekur hann eina hlátursrokuna, „. .. já ég hef tekiö nema hingað af Dönum. ” - Hálftár hjá Hitier „Eg byrjaði í mjólkurfræðinámi í Mjólkurbúi Flóamanna árið 1934 og var þar í tvö ár. Fór þá til Dan- merkur og starfaði í þrjú ár í mjólk- ursamlagi á Jótlapdi. Svo var ég hálft ár hjá Hitler. Sumarið 1939 fór ég til Þýskalands og hafði ráðið mig til 1. nóvember en stríðið braust út í september. En ég slapp heim og það með klækjum. Mjólkurbússtjórinn sem ég vann hjá var ekki nasisti. Hann sagði að við þyrftum að grípa til einhverra ráða til að koma mér heim. Sagði mér að verða mér úti um bréf frá einhverj- um ráðamanni heima á Islandi sem tilkynnti að starf biði mín heima. Eg fékk Jörund Brynjólfsson alþingis- mann til að senda mér bréf, það fór til Bonn. Og þeir slepptu mér út á þettabréf.” „Vinur minn einn, sem var með mér þama, komst aldrei heim. Sumir ráðamenn þarna í Þýska- landi, þar sem ég starfaði, sögðu mér bara að vera rólegur, þeir skyldu hækka við mig kaupið. Þeir sögðu að striðið tæki ekki nema sex mánuði, þá yrðu Þjóðverjar búnir að sigra. Enda tók það þá ekki nema þrjár vikur að ganga yfir Pólland og Frakkar gerðu strax í buxumar, þvílík andskotans hörmung. En ég komst heim rétt fyrir jólin 1939. Kom með gamla Gullfossi, það var síðasta ferð hans hingað, hann komst svo aldrei aftur. Við vorum rúma viku á leiðinni heim. Vomm stoppaðir tvisvar á leiöinni af Þjóð- verjum og þrisvar af Bretum. Við fórum aldrei úr fötum á leiðinni.” „öll stríðsárin var ég verkstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna en fór hingað noröur 1947. Ætlaði bara að vera hér eitt ár en ég kynntist kon- unni minni hér. Eg er sáttur viö að vera hér. Annars skal ég segja þér að ég var búinn að hálfráða mig í vinnu á mjólkurbúi suður í Afríku. Danskur vinur minn, mjólkur- fræðingur, vildi fá mig til sín. Hann sagði að ég þyrfti ekkert annað að gera en stjórna og gæti haft svartar vinnukonur á hverjum fingri. Eg sé ekki eftir því að hafa ekki farið, hér ergottaðvera.” Haraldur Gíslason hefur verið í pólitíkinni á Húsavík, verið í bæjar- stjóm og formaður bæjarstjómar um eins og hálfs árs skeið „... og ég get sagt þér að það er ekki í fyrsta skipti i þessu jógúrtmáli að ég sigli á móti straumnum. Það var stundum stormasamt í bæjarstjómarmálum hér.” — Helvrtis dýrtíðin — hleypur... Við göngum um samlagið. Þar hefur verið tekið til hendinni, fyrir- myndarbragur á öllu. Haraldur segir frá uppbyggingunni sem hófst 1971 og stendur yfir enn. Til stendur að byggja yfir gufukatla í sumar og bíl- ana. „Við ætlum að byrja á fram- kvæmdum við byggingu hér fijót- lega. Helvítis dýrtíðin hleypur alltaf nokkmm kílómetrum á undan manni, hún er fljótari í hlaupum en byggingarnar að rísa. Framkvæmd- irnar hér hafa tekið okkur rúman áratug. Þegar menn hafa sumir hverjir frestað framkvæmdum of lengi og steypa sér svo á bólakaf í framkvæmdir fer allt fjandans til. Við höfum farið rétt í þetta, aldrei steypt okkur í of miklar skuldir. Því miður er allt of mikið um það hér á Islandi í dag að fjárfestingar eru ekki í neinu hlutfalli við það hvort þær geta svo borið sig. Það em vand- ræðin í íslensku þ jóðfélagi í dag. ” Þegar við göngum um húsakynni Mjólkursamlags K.Þ. er greinilegt að Haraldur er á sínum heimavelli. Hver hlutur á sínum stað og allt það sem gera á í náinni framtíð er þegar komið á bás í huga Haralds. A einni hillu í forstofunni ætlar hann að stilla upp gamalli skilvindu sem hann gróf úr jörðu. Gamalt hjól úr síldarverk- smiðju á Siglufirði er úti á túni og það á að reisa á steyptum palli við hlið „grænu byltingarinnar”, blómabeðs semerutandyra. Við skildum eftir langt spjall og nokkrar hlátursrokur. — Verð að sjá heilagan texta En aftur fór ég á hans fund, síðar samadag. „Jæja, er landbúnaðarráðherra eitthvað að tugta þetta til?” sagði hann þá, við fréttum af ákvörðun landbúnaðarráðherra við frjálsri jógúrtsölu á milli svæða. Síminn hringdi. Hagkaupsmaður var i simanum og pantaði jógúrt suður. , ,Ég þori ekkert aö segja, maður er kominn hálfur á gapastokkinn. Allt sem maður segir, hvort sem maður er með réttu ráöi eða ekki er skrifað á blað,” segir Haraldur í símann. „Ég get ekkert sagt um það ennþá hvort ég get sent ykkur jógúrt. Ég verð að sjá heilagan texta ráðherr- ans fyrst.” Við kvöddumst. Daginn eftir var flogið suður með jógúrtdreytil í farangrinum yfir rofin landamæri. Rétt fyrir brottför af Húsavíkur- flugvelli hitti blaðamaður Hákon Aðalsteinsson landskunnan hagyrð- ing. Því var skotið að Hákoni að gott væri að fara með vísukorn suður í farangrinum með jógúrtinni. Þáð kom líka. Tár í augum Gunnars glampa glottir þ jóð með köldu sinni. En útsendarar Haralds hampa Húsavíkurjógúrtinni. I dag, laugardag, kemur Húsa- víkurjógúrtin á neytendamarkað í Reykjavik, fyrsta sendingin sem Hagkaup fær eftir að „landamærin” voru opnuð aftur. -ÞG. Búra pakkað i mjólkursamlagi KÞ. „Ostagerð er aðals- merki hvers mjólkurbús, "segir Haraldur í viðtalinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.