Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Qupperneq 20
20 DV. LAUGARDAGUR18. JUNl 1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112. og 114 tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 og 4. tbl. þess 1982 á hluta í Hvassaleiti 12, þingl. eign Stefáns V. Pálssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands og Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. júní 1983 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Blesugróf 7, þingl. eign Ómars Sigtryggssonar, fer fram eftir kröfu Tómasar Gunnarssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka íslands, Iðnaðarbanka islands og Iðnlána- sjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. júní 1983 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Seljugerði 12, þingl. eign Jóns Ragnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. júní 1983 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kötlufelli 7, þingl. eign Sverris Jenssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingast. rikisins, Gjaldheimtunnar í Reykja- vík og Brynjólfs Kjartanssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 21. júní 1983 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. OFFSET — LJÓSMYNDUN Oskum að ráða starfsmann í offsetljósmyndun og skeytingu. Uppl. gefur Olafur Brynjólfsson. Frjáls f jöliniðlun — prentsmiðja Síðumúla 12. SÖLUTURN ÓSKAST Fjársterkur kaupandi óskar eftir að kaupa góðan söluturn. Aöeins góður söluturn kemur til greina. Með tilboð verður farið sem trúnaðarmál. Tilboðóskast send DV fyrir 25.06.83 (8854). Iðja, télag verksmiðjufólks, heldur félagsfund í Domus Medica þriðjudaginn 21. júni kl. 17.00. Dagskrá: 1. Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur ASI, hefur framsögu um kjaramál. Uppsögn samninga. Mætið öll og hafið félagsskírteini með. Stjórn IÐJU. BEIN SALA OG SKIPTI 5gíra,i40ha. vökvastýri veltistyri rafdr rúöur plussáklæði útvarp/kass. Háaloftið ■ w* Benedikt Axelsson þetta ertu að búa þig undir að dansa á götunum sem eru dálítið holóttar enn og ef svo vill til að þú hafir fengið þér í glas í tilefni dagsins sérð þú að sjálfsögðu tvær holur þar sem ég sé bara eina og Davíð enga. En það ger- ir ekkert til, aðalatriöið er að skemmta sér, sleppa fram af sér beislinu einu sinni í tilefni dagsins og þótt einhverjir fótbrjóti sig eða verði fyrir því óláni að rata ekki heim til sín þegar dansleiknum er lokið gerir það ekkert til, það er nefnilega vitlaust gefið eins og þjóðskáldið sagði. En niðri á Austurvelli stendur Jón Sigurðsson steyptur í eir og haggast ekki þótt sumum finnist að hann hefði fullan rétt á að snúa sér undan. Kveðja Ben. Ax. >ií sjálfetæðis vér syngjum kátan brag Af ástœdum sem mér eru gjörsamlega óskiljanlegar hélt ég að 17.júní vœri í dag en eins og alþjód veit var hann í gœr. Ég verð því vinsamlegast að biðja þig að lesa þátt- inn með gœrdaginn í huga, þ.e.a.s. ef þú ert ekki báinn að lesa hann nú þegar. Ná sjálíslæðis eér syngjum kálan brag þrí sjálfsladid caiinst einmill þeniiaii day ny sigriiiiiin rér fögiiiini keik og kál rió kóka kála drykkju og pylsuál. Það fer ekki framhjá þeim sem fá skrúðgönguhælsæri í dag að 17. júní er runninn upp, b jartur og fagur eins og endranær meö sölutjöldum í Austurstræti þar sem hægt er að kaupa blöðru sem svífur umsvifa- laust til himna ef maður sleppir af henni spottanum og unglingadans- leik um kvöldið á öðru hverju götu- homi þar sem Island ögrum skorið verður hvorki spilað á sjuntesæser né íkvalæser en sjálfsagt verða því fleiri sem tilbið ja guð sinn og dey ja. Ég hef áður minnst á það hvað skrúðgöngur em skemmtilegt fyrir- bæri ef ég þarf ekki að taka þátt í þeim og samkvæmt nýjustu fréttum munu þær vera hollar þótt þær jafnist kannski ekki á við skarsdeil- kúra eða blómafræfla. Auðvitað tek ég undir þetta því að það getur varla verið margt heilnæmara en það að horfa á feður með afkvæmi sín á öxl- unum, rauðnefjaða og bítandi á jaxl- inn arka niður á torg, guð má vita hvaðan, og til baka aftur. Það sem ég hef út á skrúðgöngur að setja er fjöldinn sem tekur þátt í þeim, mér finnst alveg nóg að svona tveir til þrír taki þátt í hverri göngu og í öðru lagi finnst mér þær of langar. I morgun gekk ég úr svefnher- berginu og upp í eldhús að fá mér kaffisopa og fannst mér það hæfileg vegalengd en hins vegar má kannski segja að þátttakendur hafi verið með færramóti. Stór þáttur í göngutúrum á tylli- dögum er lúðrasveitir sem fara í broddi fylkingar og reyna að hafa eins hátt og þær geta til að sem flestir hey ri til þeir ra. Stundum rignir á tyllidögum og þá blæs maðurinn með stóra lúðurinn, sem ég veit ekki hvað heitir, svo fast að hann verður blár í framan þvi að ef hann gerði það ekki myndi hann trúlega drukkna áður en hann kæm- ist niður á torg og missti þar af leið- andi af skemmtiatriðunum sem hefjast ætið stundvíslega klukkutima eftir að síðasti gestur göngunnar og jafnframt sá sem er með stærsta hælsærið kemur lafmóður á staðinn. Þegar Lækjartorg var hannað voru Reykvfkingar svona álíka margir og alþingismenn eru nú og þess vegna komast göngumenn og skemmtikraftar ekki með góðu móti fyrir á torginu. Skemmtikraftarnir fara þess vegna upp á svalirnar á einhverjum bankanum og þar öskra þeir sig hása í hátalarakerfi sem er auðvitað bilað og kemst ekki í lag fyrr en dagskránni er lokið, góða nótt. Hér ríkliþjód rið fálækl fiirdiiin t Itð og framiinilan rar heniiar daaðaslríð. Við bjiiggiini þá rið áþján erlends calds og okkur skorli ineiiii lil Irausls og lialds. En þii gafsl ei upp og engiiin neina þá gul eflt rorl þrek og slyrkl þá ceika Ini að þjóðin gæli ennþá íært þá fórn að frelsa sig og híla eigin sljórn. Á meðan skemmtikraftar öskra sig hása í bilað hátalarakerfi fær fólkið sér pylsu og kók og blöðru og sest í grasið í Bakarabrekkunni, það kostan ekki neitt hvemig svo sem á því stendur, en litlu bömin, þau sem ríkisstjómin hefur verðlagt á þrjú þúsund krónur, heimta að fá að hlusta á hása fólkið. Það er stungið upp i þau íspinna svo linni öskmnum því að magnara- kerfiö þeirra bilar aldrei, sama hvaðadagurer. Þegar búið er að tæma pylsupott- ana, bæla grasið nóg i Bakarabrekk- unni, drekka úr síðustu kókflöskunni og senda síðustu blöðmna til guðs er haldið heim á leið að búa sig undir fjörið umkvöldið. Fjörið um kvöldið Eins og ég sagði í upphafi og óþarfi er að endurtaka er 17. júní runninn upp bjartur og fagur og þegar þú lest

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.