Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 21 Víkur Fokkerinn fyrir henni? Enda þótt Flugleiðamenn líti ekki á endurnýjun innanlandsflugflotans sem mest aðkaliandi verkefnið eru þeir þegar farnir að huga að flugvélum til að leysa Fokker Friendship-vélarnar afhólmi. Kanadíska vélin Dash 8 er meðal þeirra sem til greina koma. Tilraunir með hana eru rétt hafnar. Gert er ráð fyrir að fyrstu eintökin komi í almenna notkun f yrir árslok 1984. Dash 8, eða De Havilland DHC-8, er tveggja hreyfla og kemur til með að bera 36 farþega. Hreyflamir eru frá Pratt & Whitney, PW120. Aðrir kostir, sem Flugleiðir huga einkum að, eru: Nýjar Fokker-vélar í stað þeirra gömlu. Frönsk/ítölsk vél af gerðinni ATR-42. ATR-42 er byggð í sameiningu af Aerospatiale i Frakklandi og italska fyrirtækinu Aeritalia. Vélin er tveggjá hreyfla og kemur til með að flytja 42— 46 farþega. Aætlað er að hún komi á markað áriðl986. Flugfélag Islands og síðar Flugleiðir hafa notað F-27 skrúfuþotumar frá því um miðjan sjöunda áratuginn. Flug- leiðir hafa nú fjórar slíkar vélar í rekstri. -KMU. Dash 8-flugvélin í smíðum. Áætlað er að hún fari í almenna notkun síðla árs 1984. -M Grásleppu fyrirtuttugu og f imm krónur Tveir ungir athaf namenn og viðskiptavinur þeirra Á homi Birkimels og Hringbrautar standa tveir strákar, ellefu og tólf ára, og em að selja grásleppu. „Við seljum líka stundum rauð- maga,” segir Róbert Chiarolanzio, yngri bróðirinn. „Við emm að selja fyrir Björn Jónsson og seljum frá svona tvö til sex á daginn.” „Við vinn- um til sjö á föstudögum,” skýtur bróðir hans, Alfreð, sem er ellefu ára inn í. „Það koma svona frekar margir og mest fullorðið fólk að kaupa grá- sleppuna. Hún kostar tuttugu og fimm krónur bandið. Við höfum prófað einu sinni að borða hana og þótti alveg ógeðslega vond. Við höfum ágætt upp úr þessu. Við erum að safna fyrir kassettutæki,” segir Róbert. Hvað ætlið þið að gera þegar þið emð búnir að saf na fy rir því? „Við ætlum auðvitað að kaupa það,” segir Róbert og þeir bræðurnir hlæja eins og hross að þessu blaðamannsfífii. „Við byrjuðum í vor eftir skólann í fyrsta skipti að vinna við að selja fisk. Við höfum mest selt tíu stykki á einu bretti.” Nú kemur viðskiptavinur aðvifandi. Hann heitir Jón Ingimundarson. „Hvað kostar grásleppan? Láttu mig hafa þrjár góðar. Ætli ég fái þá fjórðu ekki, það verður þá hundraðkall. ” Við svífum á viðskiptavininn. Kaup- irðu oft grásleppu? „Já. Þetta er gamall íslenskur matur. Hefur þú ekki borðað grá- sleppu?” spyr hann blaðamann, sem verður að neita því. Heldur finnst Jóni það aumt. Hvemig bragðast grásleppan. Get- urðu líkt henni við einhvern annan mat? „Þú getur fengið osta erlendis sem bragðast ekki ósvipað,” segir Jón og er rokinn heim með matinn sinn. SGV. Bræðumir Alfreð og Róbert afgreiða grásleppuna af vagninum. ► ♦♦4 ► ♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦4 ► ♦♦4 ► ♦♦4 ►♦♦4 ►♦♦< ►♦♦4 ► ♦♦< ► ♦♦4 ►♦♦4 ► ♦♦4 ►♦♦4 ► ♦♦4 ► ♦♦4 ► ♦#4 ► ♦♦< ►♦♦< ► ♦♦< ► ♦♦< ►♦♦< ►♦♦< ► ♦♦< ►♦♦< ► ♦♦< ► ♦♦< ►♦♦< ►♦♦< ► ♦♦< ►♦♦< ►♦♦4 ► ♦♦< ► ♦♦4 ►♦♦< ► ♦♦< ►♦♦4 ► ♦♦4 ► ♦♦ ♦ ♦♦' ♦ ♦♦' ♦ ♦♦«. ®A m SYNUM OG ♦♦■ ♦♦ ♦♦• ♦♦• ♦♦ « ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ♦♦ ►♦♦< ►♦♦◄ ►♦♦< ► ♦♦4 ►♦♦< ►♦♦< ►♦♦< ►♦♦< ►♦♦< ► ♦♦4 ► ♦♦< ► ♦♦< ► ♦♦< ♦ ♦ ’♦♦ '♦♦ •♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ •♦♦ ♦ ♦ ■♦♦ ♦ ♦ •♦♦ ■♦♦ ♦ ♦ •♦♦ SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA í DAG FRÁ KL. 1-4 HEKLA HF« Laugavegi 170-172 Sími 11276,, Rautt þrfliyrnt merki á lyf jaumbúðum táknar að notkun Ivfsins dregur úr hæfni manná í umferðinni JL-HÚSIÐ, RAFDEILD, AUGLÝSIR Eigum gott úrval af íampasnúrum, marga liti, einnig kapla og ídráttarvír frá 0,75q til 16q. Eigum gmis konar efni til raflagna, innfellt og utanáliggjandi, jardbundið og ójarðbundið, svo sem klaer, hulsur, fatn- ingar, fjöltengi, tengla og rofa, örgggi, dimmera, tengidósir, bjöllur, spenna, einnig veggdósir, loftdósir, lekaliða og margt fleira, m.a. klukkustgrða tengla með rofa. EIGUM 100 MÖGULEIKA í PERUM Venjulegar perur, kertaperur, kúluperur, ópalperur, Ýmsar gerðir af spegilperum, línestraperur, flúrperur, m.a. gróðurperur, 12 v. og 24 v. 32 v. perur vœntanlegar. Jón Loftsson hf ____ Hringbraut 121 Sími 10 600 XXTI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.