Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR1. JULI1983.
5
Athugasemd frá
forsætisráðherra
Eftirfarandi athugasemd hefur
borist frá Steingrimi Hermannssyni
forsætisráðherra:
,,Ég óska leiðréttingar á villandi um-
mælum í forsíðufrétt DV 29. þ.m. Þar
segir: „I Morgunblaðinu i morgun og
Timanum í gær er haft eftir forsætis-
ráðherra að hann hafi ekkert vitað um
máliö (bókmenntaverðlaun forseta Is-
lands) fyrr en fjðlmlðlar skýrðu frá
því.” (Leturbreytingmín).
Þetta er rangt. Tíminn hefur ekkert
eftir mér haft um þetta atriði málsins
og í Morgunblaðinu segir:
„Morgunblaðið spurði Steingrím
Hermannsson, forsætisráðherra, hvort
hann hefði ekkert frétt af þessu máli,
fyrr en fjölmiðiar skýrðu frá þvi, eins
og nokkrir samráðherrar munu hafa
kvartað yfir á rikisstjórnarfundinum i
gærmorgun, samkvæmt heimildum
Mbl. Hann sagði þá: „Ja, fjármálaráö-
herra hringdi í mig og skýrði mér frá
þessu, en sem sagt þarna uröu nokkur
mistök, því er ekki að neita’
Samtal okkar fjármálaráöherra fór
fram 21. júni, en fréttir af málinu i fjöl-
miðlum birtust tveim dögum síðar. Af
þessu er ljóst að ummæii DV um þetta
atriði eru úr lausu lofti gripin.”
Athugasemd DV: Ljóst er að Stein-
grímur Hermannsson vissi ekki um
verðlaunin fyrr en Albert Guömunds-
son ræddi málið við hann 21. júní en til-
kynnt var um stofnun verðlaunanna á
Hrafnseyri 23. júní. Ummæli Stein-
grims í Tímanum 28. júní og Morgun-
blaðinu 29. júní styðja þetta. Það er
hins vegar ekki rétt í frétt DV að
Steingrímur hafi látið hafa það eftir
sér í Tímanum að hann vissi ekkert um
verðlaunin.
Ákvörðun um verðlaunin virðist hafa
verði tekin að einhverju leyti af forseta
og fjármálaráðherra, sbr. ummæli
Steingríms i DV 29. júní: ,Albert
hringdi í mig eftir að forseti hafði haft
samband við hann og það er rétt að ég
samþykkti þetta þá.”
„Fólk núþegarsýnt
versluninni áhuga"
— segir Gylfi Ármannsson,
verslunarstjóri nýju Hagkaups-
verslunarinnar á Suðurnesjum
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara
DV i Keflavik:
„Eg er bjartsýnn á að þetta gangi
vel. Nú þegar hefur fólk sýnt verslun-
inni mikinn áhuga,” sagði Gylfi Ár-
mannsson, verslunarstjóri nýju Hag-
kaups-verslunarinnar á Suðurnesjum,
sem er við Flugvallarveginn, en hún
verður opnuöídag.
Húsið er 1154 fermetrar og var
byr jað á því í september síöastliðnum.
Starfsfólk verður um fjörutiu. „Við
munum veita eins góöa þjónustu og
mögulegt er. Verðum með svokölluð
„pokadýr” við hvem kassa sem munu
aöstoðafólk.
Bílastæði eru fyrir um 150 bíla við
verslunina og er ætlunin að hjálpa við-
skiptavinunum við að aka vörunum að
bílunum.”
Áuk Hagkaups verður Skeljungur
með eldsneytissölu og bílavörur ásamt
gasáfyllingu, bílaryksugu og þvotta-
plani á svæðinu. Þá munu Tomma-
borgarar verða í sama húsnæði og
Skeljungur. -JGH.
Gylfi Armannsson í nýju Hagkaupsversluninni á Suðumesjum. „Eg er bjartsýnn
á að þetta gangi vel.” DV-mynd: Heiðar.
Landsbanki íslands hefur opnað nýtt útibú á Patreksfirði,
Aðalstræti 75, sími: 94-1314.
Útibúið veitir alla almenna bankaþjónustu, innlenda og erlenda.
Afgreiðslutími:
Mánudaga til föstudaga kl. 9.15 til 12.30 og kl. 13.30 til 16.00.
LANDSBANKtNN
Banki allra landsmanna
SUMARSKÓR
FRÁ
Ítalíu - Austurríki -
Brasilíu - Englandi
- Þýskalandi
póstsendum
LAUGAVEGI 1- SÍMI 1-65-84