Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Síða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR1. JULI1983. KENNARAR ATH. Kennarastööur lausar við grunnskólann Bíldudal. Æskilegar kennslugreinar tungumálakennsla, tónmenntakennsla, gæti fylgt með því starfi staöa kirkjuorganista o.fl. Nánari upplýsingar gefur Jón Ingimarsson skólastjóri í síma 94-2194. HAFNARFJÖRÐUR - HAFNARFJÖRÐUR Bladbera vantar á Holtið í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50641 SUMARSKÓR í TÍSKUUTUM Teg.: 2410. Litir: hvítur, svartur og grár, ieður. Stærðir: 4-7 1/2. VerO kr.: 1.26S. Teg.: 530. Litur: hvitur, leOur. StærOir: 3 1/2—8. VerO kr.: 1.260. Teg.: 323-52503. Litir: hvHur og milliblár. StærOir: 36-41. VerO kr.: 952. Teg.: 25012. Litir: hvHur og rauOur. StærOir: 37-40. Verð kr. 998. Teg.: 33114. Litir: hvHur, reuður, dökkbiár og blágrænn, leður. Stærðir: 36—41. Verð kr.: 997. Teg.: 48060. Litir: hvHur, reuOur og dökk- biár, leður. Stærðir: 36—41. VerO kr.: 999. Teg.: 114. Litir: hvHur, reuOur, milliblár, turkis og gulur, leður nubukk. StærOir: 36—41. Verð kr.: 765. Teg.: 43201756. Utir: hvHur, rauOur og milli- biár, strigi. Stærðir: 36—41. VerO kr.: 313. fp"stffðf“ Skósel Laugavegi 60 Sími 21270 Neytendur Neytendur Neytendur Wasadiskó geta skert heymina Víða erlendis er vasadiskóið svokall- aða orðið mjög algengt og hérlendis hafa tæki þessi einnig notið vinsælda. I Bandaríkjunum jókst t.d. sala á tækj-j unum um 300% árið 1982. Vasadiskóið hefur marga kosti, hægt er að hlusta á tónlist án þess aö trufla aðra í kringum sig, tækið er einfalt og þægilegt í með- förum og svona mætti lengi telja. En vasadiskóið hefur einnig stóran ókost. Þar sem tónlistin glymur sífellt fast við eyra notandans hafa læknar haft áhygg jur af því að notkun tækisins geti skert heym. Sérstaklega hafa heil- brigðisyfirvöld erlendis bent á að hægt sé að hækka tónlistina þar til hávaðinn er kominn yfir hættumörk. Framleið- endur tækjanna hafa hins vegar ekki fengist til að minnka tónstyrkinn, en bent á að notendum sé í sjálfsvald sett hvernig þeir stilla tækin. 1 nýlegri þýskri könnun á vasadiskó- um kom í ljós að flest tækin var hægt að hækka það mikið að hávaðinn fór vel yfir hættumörk. Af 27 tegundum sem athugaöar voru reyndist tón- styrkur 25 geta fariö upp í 100—115 desibil. Það er jafnmikill hávaði og í loftbor eöa í þotuhreyfli við flugtak ef staðiö er í 100 metra fjarlægð frá þotunni. Enski læknirinn, Dr. William Lund, sem starfar við Radcliffe sjúkrahúsiö í Oxford, hefur sterklega mælt með því að tónstyrkur tækjanna verði tak- markaöur til að fýrirbyggja skemmdir á heym. Þá telur hann að vara eigi not- endur við og benda þeim á að stilla tónstyrknum í hóf. Hér kann þó að vera við ramman reip að draga þar eð flestir notendanna eru ungir að árum og gera sér e.t.v. ekki ljósa hættuna sem þeir eru aö bjóða heim. Ekki er heldur hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikla notkun þarf til að skemma heyrnina varanlega. öruggt merki um að heyrn- in sé að minnka mun vera ef heym not- andans dofnar verulega í 12—14 klukkustundir en batnar síðan aftur. Þá er rétt að f ara í læknisskoðun. Þýtt/SA. íeldhúsinu: Amensk- ar kjöt- bollur Fleira er hægt að gera við kjöt- hakk en að búa til úr því kjötbollur sem steiktar era á pönnu. Hér er til dæmis uppskríft að amerískum kjötbollum. 400 g blandað kjöthakk llaukur 1 eggjarauða salt, pipar, mild paprika hvelti 4 rúnnstykki 2msk. sinnep plparrót 4tómatar 21aukar Brytjið laukinn og hrærið honum saman við kjöthakkíð og eggja- rauðuna. Bragöbætið með salti, pipar og papriku. Búið til 4 stórar bollur. Veltið þeim upp úr hveiti. Penslið grindina og glóðið á hvorri hlið í um þaö bil 5 mínútur. Hitið rúnnstykkin á meðan. Skerið í helminga. Smyrjið meö sinnepi og piparrót. Leggið kjöt- bollurnar á milli. Afhýðið laukinn og sneiðið hann og tómatana. Berið frammeðkjötinu. Þessi uppskrift er úr bókmni Glóöaðgóðmeti. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.