Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Side 13
DV. FÖSTUÐAGUR1. JULI1983.
13
Að skilja fyrr en
skellur í tönnum
Ymis vlöbrögö síöustu vikur við
aögeröum hinnar nýju ríkisstjómar í
efnahagsmálum benda til þess aö
fólk hafi ekki almennt gert sér fulla
grein fyrir þvi, hve ástandiö var
oröið alvarlegt i atvinnulífinu og hve
brýn þörf var á því aö grípa til rót-
tækra aðgeröa. Viöbrögð launþega-
samtaka hafa birst í harðorðari yfir-
lýsingum en menn hafa vanist í
langan tima og nú á að blása til
fundarhalda um allt land í haust, en
slíkar fundarherferöir hafa ekki
verið tíðkaðar um langt skeiö.
Pólitískur
grundvöllur
Auðvitaö verður reynslan aö skera
úr um framhaldiö, en þetta vekur
óneitanlega upp spurningu um þaö,
hvenær pólitískur grundvöllur sé
fyrir því aö gera sársaukafullar
aðgeröir i efnahagsmálum til að
forða fré enn meiri vanda. Að-
stæðuraar i þjóöfélaginu að undan-
förau hafa veriö þannig, að hinír
miklu efnahagserfiöleikar okkar
Islendinga hafa ekki i raun snert
daglegt lif fólks nema i litlum mæli.
Aö vísu var fariö að kreppa verulega
aö hjá þeim, sem ráku fyrirtæki, t.d.
i sjávarútvegi og iönaði, en allur al-
menningur hafði ekki enn fundiö
hvar skórinn kreppti í neinum mæli.
Ástæðan var auövitað sú að fullri
neyslu og lífskjörum var haldiö uppi
meö erlendum lántökum og í þvi efni
vorum við Islendingar komnir á ystu
nöf. Um þetta var talað, stjórnmála-
menn og forystumenn í atvinnulífi
hafa reynt að skýra vandann meö
oröum, en margt bendir til aö þaö
haf i ekki verið nægilegt.
Bjargbrúnin
Þvi vaknar sú spurning, hvort í
raun þurfi aö vera svo komið, að at-
vinnuleysiö hafi skolliö yfir og
kreppan hafi þurft aö ná inn á hvert
heimili til aö almennur skilningur
myndist fyrir því að haröra aðgerða
sé þörf. Er sjálfsblekkingin oröin
okkur svo töm, og er orðaflóðið í
þjóðfélaginu orðiö svo mikið, aö viö
skiljum ekki fyrr en skellur í
tönnum.
Aö óreyndu vil ég ekki trúa því.
Þjóð sem státar af einhverju full-
komnasta skólakerfi i heimi og þar
Kjallarinn
Birgir ísl. Gunnarsson
sem menntunarstig er hærra en
víðast gerist, hlýtur að skilja aö
hætta er á ferðum, þó að hún hafi
ekki þegar falliö fram af bjargbrún-
innL
Tilraunin getur
misheppnast
Auðvitað má deila um aðgeröir
þessarar ríkisstjórnar eins og öll
mannanna verk. Meginatriöi máls-
ins er þó það, aö slíkar aðgeröir voru
nauösynlegar til aö foröa frá enn
verra ástandi. Hér blasti við algjört
hrun og atvinnuleysi. Erlendar
skuldir voru komnar á þaö stig aö
fjárhagslegu sjálfstæði þjóöarinnar
var stefnt í hættu. Ríkisstjómin er
meö aðgerðum sinum aö gera tilraun
til aö snúa þessu dæmi við. Aö
treysta að nýju grundvöll atvinnu-
lifsins, fá hjólin til aö snúast hraðar
og fá fólk til aö heröa ólina um stund
í von um betri tíma framundan.
Viö skulum hins vegar f ullkomlega
átta okkur á þvi aö hér er um tilraun
aö ræöa. Þessi tilraun getur
misheppnast. Þaö sem úrslitum
ræður er fyrst og fremst hvemig al-
menningur bregst við. Ef reynt
verður að eyðileggja þessar aögeröir
m.a. með pólitísku ábyrgöarleysi, þá
blasir viö aö þjóðin muni sökkva enn
dýpra í fenið, það sama fen, sem þeir
komu okkur í, sem nú gagnrýna
haröast.
Þaö er því verulegt umhugsunar-
efni fyrir alla Islendinga, hvort þeir
vilji ekki gefa ríkisstjórainni friö og
tækifæri til að drífa okkur upp úr óldu-
dalnum. Rikisstjórnin verður hins
vegar aö skýra á glöggan og skil-
merkilegan hátt fyrir fólki eðli og
nauðsyn aögeröa sinna og einnig
hvað við hefði tekið, ef ekki hefði
verið gert það, sem gert var. I þvi
efni hefur rikisstjórninni mistekist,
en úr því má bæta.
Birgir tsl. Gunnarsson
alþingismaður.
„Það sem úrslitum ræður er fyrst og
fremst hvemig almenningur bregst við.”
Valdmörk
forseta
íslands
I fyrirsögn Tímans sl. þríöjudag er
sagt frá því, aö iagaheimiid skorti til
þess aö veita væntanlegum verö-
launahöfum úr ríthöfundasjóði,
kenndum viö Jón forseta Sigurösson,
skattfrelsi.
I DV sama dag er sagt frá því, að
Alþingi hafi ekki samþykkt fjárveit-
ingu til sama sjóðs og aö ríkisstjórn
hafi ekki fjallað um máliö. Hins
vegar mun einn ráðherra hafa lýst
veivilja sinum.
IDV er ennfremur frá því skýrt, aö
rangt hafi verið skýrt frá flutningi á
málverki, sem forsetinn afhenti til
geymslu á Hrafnseyri. Þar var ekki
verið aö gefa málverkið, en það var
upphaflega gjöf til Sveins Bjömsson-
ar forseta þegar hann heimsótti
Baröastrandarsýslu. Forsetinn var
einungis að tilkynna þá ákvöröun
rikisstjóraarinnar, aö þessi tiltekna
g jöf skyldi geymd á Hrafnseyri.
Þessar frásagnir af ferö forseta
Islands um Vestfirði eru mér tilefni
til þess að f jalla örlítið um valdsvið
forsetans í hvers dags málum.
Aldrei á eigin ábyrgð
111. gr. stjómarskrárinnar segir,
aö forseti lýöveldisins sé ábyrgöar-
laus á stjómarathöfnum.
113. gr. segir, að forsetinn láti ráð-
herra framkvæma vald sitt.
I þessu felst það, að allt sem forset-
inn gerir er á ábyrgð annarra.
Fjárveitingar í hans nafni úr rikis-
sjóöi eru á ábyrgö fjármálaráð-
herra. Skoöanir hans á utanrikis-
málum eru á ábyrgð utanríkisráð-
herra. Áhugi hans á velferð gamai-
menna er á ábyrgö heilbrigðismála-
ráðherra og athafnir í mennta-
málum á ábyrgð menntamálaráð-
herra.
Það hefur verið talið, að forseti
gæti verið í stjóraum félaga, en þar
starfar hann aðeins sem prívat-
maöur, aldrei í krafti síns veraldlega
valds.
En vitanlega má forsetinn koma
aö hugmyndum sinum um landsmál.
Forsetar hafa gert slíkt og er hiö
frægasta dæmi, þegar Sveinn
Bjömsson, þáv. ríkisstjóri, kom
fram meö hugmyndir sínar um þjóð-
fund í byrjun árs 1943. Þeim af-
skiptum ríkisstjóra var tekið afar
illa af Alþingi og hefur líklega orðið
til þess, að forsetar hafa ekki síðan
lagt fram opinberlega tiilögur um
þjóðfélagsmál.
Hins vegar er vitað til þess, að for-
setar hafa lagt fram í ríkisráði hug-
myndir, sem ríkisstjórn hefur síðan
framkvæmt á embættisábyrgö við-
komandi ráöherra, og má þar t.d.
nefna hugmynd um sérstaka mynt-
sláttu vegna 150 ára afmælis Jóns
Sigurðssonar, ef mig brestur ekki
minni.
Rétt er þó að geta þess, að forset-
inn getur persónulega veitt mönnum
fálkaorðuna, þ.e. án atbeina ráð-
herra, en það er of sjaldgæft. Yfir-
leitt er alfarið farið eftir tillögum
orðunefndar.
Náðanir á
ábyrgð ráðherra
Kunn er frásögn af þvL þegar
Charles de Gaulle var boðin forseta-
tign á tímum f jórða franska lýðveld-
isins. Hann afþakkaöi með þeim
orðum, að hann hefði ekki hug á aö
sækjast eftir þvi að mega náöa menn
og ekkert annaö. Forseti Islands
náðar ekki einu sinni menn án at-
beina og á ábyrgð dómsmálaráð-
herrans.
Hitt er annað mál, aö þar hefur for-
setinn veruleg áhrif og getur beitt
sér persónulega. Hins vegar ræður
Háraldur Blöndal
ráðherrann, og þegar 28.000 manns
höföu skrifað undir náðunarbeiðni til
forsetans vegna þeirra, sem geröu
aðsúg að Alþingi 1949, þá var því lýst
yfir af dómsmálaráðherranum, að
þessar undirskriftir réðu engu um
náðaniraar. Hér væri um pólitiskt
mál að ræða og utan valds forsetans.
Og rithöfundasjóður
einnig
I 20. gr. stjórnarskrárinnar segir,
að forsetinn veiti þau embætti, sem
lög mæla. I mörgum lögum er talað
um, að forseti veiti embætti, eða
áður konungur. Konungur veitti lyf-
söluleyfi. Lyfsalinn á Siglufirði var
skipaður í embætti af konungi. Hann
var sviptur embætti af ráðherra.
Lyfsalinn fór í skaðabótamál og
vann það mál með þeirri röksemd,
að þar sem þjóðhöfðinginn hefði
skipað hann í embætti þyrfti at-
beina hans til að leysa hann frá störf-
um.
I þessu felst, aö ráðherra ræöur
stefnunni, en hugsanlegt er, að þjóö-
höfðinginn geti neitað að skrífa undir
tillögu ráðherra. Um það er þó deilt.
Eftir því sem næst verður komist,
mun hugmyndin sú um rithöfunda-
sjóð, kenndan við Jón Sigurðsson, að
sjóðsstjórn sé tilnefnd af ýmsum
aðilum. Er frá því skýrt að einn
þeirra aðila sé Rithöfundasamband
Islands (sem er þó vafasamt, þar
sem þau samtök fara aðeins með um-
boð fyrir hluta af rithöfundum lands-
ins), einn séu samtök gagnrýnenda
(leikarar afsögðu verðlaunaveiting-
ar frá þeim fyrir nokkrum árum) og
forsetinn. Hugmyndina með forset-
ann hlýtur að verða að skilja með
hliðsjón af 20. gr. stjórnarskrárinnar
sbr. 13. gr. Það er forsetinn sem skip-
ar í stjórnina, en ákvörðunin um,
hver verði hans fuiltrúi, er á ábyrgð
menntamálaráðherra og þess vegna
er það ráðherrann sem ræður. Sú
ákvörðun yrði hins vegar tilkynnt í
ríkisráði sbr. 16. gr., og gæti forseti
hugsanlega neitað tillögu ráöherra,
en þó er það vafasamt, ef litið er til
islenskrar stjórnskipunarhefðar.
Vantar umfjöllun
Alþingis
Kjami máisins er hins vegar sá, að
það er Alþingi, sem hefur úrslitavöld
um málefni ríkisins. Þaö er Alþingi,
sem ákveður, hvort eignir forseta-
embættisins, aðrar en þær, sem eru
til daglegra nota, eru seldar eöa
gefnar. Það er Alþingi, sem ákveður,
hvort og að hve miklu leyti rikið
styrkir listamenn eða aðra vinnandi
menn í landinu og hefur þá hliðsjón
af 78. gr. stjórnarskrárínnar um að
sérréttindi bundin við aðal, nafn-
bætur eða lögtign megi aldrei í lög
leiða.
Þetta eiga islenskir blaðamenn að
vita og haga fréttaflutningi sínum í
samræmivið það.
Haraldur Blöndal.
• Allt sem forsetinn gerir er á ábyrgð ann-
arra... Skoðanir hans á utanríkismálum
eru á ábyrgð utanríkisráðherra. Áhugi hans á
velferð gamalmenna er á ábyrgð heilbrigðis-
ráðherra og athafnir í menntamálum á ábyrgð
menntamálaráðherra.