Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Page 32
TÚNÞÖKUR FYRIRALLA Aratuga reynsla tryggirgæðin LANDVINNSLAN S/F. Pöntunarsímar: 78155-17216(99)5127.. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ1983. Það eru fleiri en geimskutlan sem hreiðra um sig á bakl málmfugla. Sveinn Þormóðsson ljósmyndari rakst á þennan vigalega karlstarra á leið heim með björg í bú. Töltir eftir flugvéiarvtengnum... ..Beygir sig létt.... ....Hæ, elskan, ég er kominn heim, er DV komið? Stórverslun á höfuðborgarsvæðinu: KONA HAND- TEKINVIÐ AFGREIÐSLU — grunuð um að hafa dregiðsérféúr afgreiðslukassa Kona, rúmlega fimmtug, var handtekin á föstudag fyrir viku við afgreiðslu í stórverslun á höfuð- borgarsvæðinu, grunuð um að hafa dregiö sér fé úr afgreiöslukassa. Yfirmenn verslunarinnar voru skömmu áður farnir að gruna konuna um fjárdrátt og kölluðu á Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þegar lögreglan kom var konan með 7000 krónur á sér og hefur hún viðurkennt að hafa dregið sér það fé. Mun hún aöeins hafa stimplaö inn hluta heildarvöruverös. Til skýringar á aðferðinni má nefna < eftirfarandi, tilbúið dæmi: Vara kostar 1200 krónur. Konan stimplar inn 200 krónur. Viðskiptavinurinn borgar rétta upphæð en konan tekur 1000 krónumar. Það er þvi verslunin sem tapar en ekki við- skiptavinurinn. Konan var dæmd í gæsluvarðhald um síðustu helgi en dvelur á sjúkrahúsi. Hún haföi unnið í eitt og hálft ár hjá versluninni. JBH/JGH. LOKI Það er ekki oft sem menn eru faðmaðír fyrir * að fara upp á háe c-ið. \ íbúðalán lífeyrissjóða: Skuldbreyting í næstu viku Lífeyrissjóöimir eru nú með í at- hugun hvernig standa skuli að skuld-' breytingu ibúöarlána, sem kveðið var1 á um í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar. Að sögn Hrafns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Sambands almennra lífeyríssjóða, standa nú yfir viðræður milli sambandsins annars vegar og hins vegar Seðlabankans og Reikni- stofnunar bankanna um hvemig staðið skuli að málinu. Sagði Hrafn að verið væri að leysa ýmis tæknileg vandamál auk þess sem málið hefði dregist' vegna þess að skuldbreytingin þyrfti að samþykkjast af stjóm hvers líf- eyrissjóðs fýrir sig. Hann taldi að máliö myndi skýrast um miöja næstu viku. Samkvæmt bráðabirgðalögunum var ríkisstjóminni heimilað að semja við lánastofnanir um aö fresta allt að 25% af þeirri upphæð lána til húsa- kaupa eða húsbygginga sem koma eiga til greiðslu á þessu ári. Hrafn taldi að lítil eftirspum yrði eftir slíkum skuldbreytingiun hjé lífeyrissjóðunum þar sem lánin eru til langs tima og lágar greiðslur á hverju ári. Þó væri ætlunin að veita lántakendum slíka skuldbreytingu með því að gefa út ný skuldabréf. ÖEF. Alafoss- HUGLEIÐIR FRÁMLEIÐSLU UR KANÍNUHÁRUM „Við höfum hugað að framleiðslu úr angóraull en málið er á tilrauna- stigi,” sagði Gunnlaugur Jóhanns- son, framkvæmdastjóri hjá Álafossi, i samtali við DV. Angóraull er unnin úr kanínuhárum en kanínuræktun er ný búgrein hérlendis. „Þetta eru óhemju dýrar afurðir og við þyrftum að gera ýmsar breyt- ingar, t.d. í vélakosti ef af fram- leíðslu yrði. Það er erfitt að segja hvað þetta geti gert en þetta er áhugavert ef við komumst yflr nægi- lega mikið magn. Angóraullin er mjög gott hráefni 1 ýmsan innri fatn- að og er sérstaklega hlý. En ég árétta að engin ákvörðun hefur verið tekin um framleiðslu úr angóraull. Mállð er á könnunar- og tilrauna- stigi.” -ás. FANFANIFAÐMAÐI KRISTJÁN AÐ SÉR —á f rumsýningu Madame Butterfly í Spoleto Kristján Jóhannsson tenórsöngvari hefur undanfarna daga fengiö afar lofsamlega dóma i nokkrum stærstu dagblöðum Italíu og hafa gagnrýn- endur nefiit hann í sömu andrá og jöfrana Pavarotti, Domingo og Carreras. Kristján fer með hlutverk Pinkertons í óperunni Madame Butter- Ðy á óperuhátíöinni í Spoleto. A frum- sýningunni í Teatro Nuovo í síðustu viku þusti Amintore Fanfani forsætis- ráðherra upp á sviðið eftir fyrsta þátt og f aðmaði Krist ján að sér. Samkvæmt upplýsingum Leifs Þórarinssonar í Spoleto, fær uppsetn- ingin í heild fremur slæma dóma. Leik- stjórinn, Ken Russell, þykir ekki fara troðnar slóðir í túlkun þessarar klass- ísku óperu. Sérstaklega hefur uppsetningin farið i taugarnar á gömlum og íhaldssömum óperuunn- endum. Flestir söngvaranna fá samt mjög góða dóma, þó þeim sé, að mati gagnrýnenda, gert erfitt fyrir með hinni nýstárlegu sviðssetningu. Kristján þarf t.d. aö halda á einni söng- konunni er hann f er upp á háa C-ið! Leifur Þórarinsson kvaðst hafa séð Madame Butterfly 10—20 sinnum viða um heim, en þessi sýning væri sú allra magnaðasta. Sagði hann Kristján hreint stórkostlegan en bætti því við að hann væri náttúrulega alls ekki hlut- lausiþessumáli. -pa. Mynd úr ítölsku uppfærslunni á Madame Butterfly hefur ekki borist en hér sést Kristján ásamt Elizabeth Vaughan i sýnlngu Englisb National Opera North fyrr á þessu ári. Hesturinn Kristall fékk hæstu einkunn, 8,77, í B-flokkl Hér sltur eigandinn Gylfi Gunnars- son, Kristal. DV mynd Eiríkur Jónsson. urLéttis- dagur — á Melgerðismelum Félagar í hestamannafélaginu Létti mega vera ánægðir eftir gær- daginn. Þá komust hestar þriggja félaga úr Létti i 3 efstu sætin í úr- slitum í B-flokki gæöinga á hesta- mannamótinu á Melgerðismelum. Þetta voru þeir Kristall, Aron og Léttir. Auk þelrra komust fimm aðrir hestar í úrslit i þessum flokki. Endanleg röð verður síðan ákveðin ásunnudag. . Hestamönnum þykir mikil hag- ræðing af tölvum sem notaðar eru á þessu móti. tJrslit koma þá strax í ljós og hægt er að færa skrá jafiióð- um. Keppni unglinga lauk í gær. Sig- urvegari varð Einar Hjörleifsson á hestinum Tvisti. -DS/EJ, Melgerðismelum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.