Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JUli 1983. 7 Norrsna. Vlkuferð fyrir tvo til Fsreyja kostar 3350. Eddan ogNorræna: HVOR ER HAGSTÆÐARI? Neytendur Neytendur Islendingar hafa átt þess kost í sumar aö sigla til útlanda í bókstaf- legri merkingu. Skipin Edda og Nor- ræna hafa haldiö uppi vikulegum sigl- ingum. Eddan frá Reykjavík og Nor- ræna frá Seyðisfirði. Sú spuming hefur vaknaö í huga margra með hvoru skip- inu hagstæðara myndi að fara. Við höfðum samband og báðum Farskip, sem rekur Edduna, og ferðaskrifstof- una Urval, sem selur miða með Nor- rænu.umverð. Hægt er að fara með Eddunni á margan mismunandi hátt. Viö miðuðum viö tveggja manna fjöl- skyldu sem ekki væri neitt sérlega um- hugað um bað en vildi fá góðar kojur í herbergi. Sú f jölskylda getur komist til Newcastle á Englandi og dvalið þar í 2 daga á 4 stjömu hóteli fyrir 8.800. Vilji hún hins vegar vera á eigin vegum kostar ferðin fram og til baka 14 þúsund krónur og er þá auðvitað ekk- ert innifalið á meðan dvalið er í New- castle. Vilji fjölskyldan fara alla leið til Bremerhaven í Þýskalandi kostar ferðin fram og til baka með hálfu fæði 9.730 kr. ef menn verða ekki eftir í borginni. Fæði um borð er fremur ódýrt. Þannig kostar morgunhlaðborð 77 krónur, fiskmáltíð 88 krónur og mín- útusteik með öllu tilheyrandi 132 krónur. Bjór með kostar 21 krónu á „pubnum” en 28 krónur í matsal. Gos- drykkir eru á 22 krónur og kaffið á 11 krónur. Sterkir drykkir kosta 29 krónur. Tveggja manna fjölskyldan okkar getur farið í vikuferð til Færeyja með Norrænu fyrir 3550 og fær þá klefa með baði. Ef hins vegar er dvalið lengur kostar ferðin akkúrat helmingimeira. Til Bergen kostar fram og til baka 11.560 og til Hanstholm í Danmörku 12.140 fram og til baka. Ekki er hægt að fá sérstakar „pakka” ferðir á þessa tvo síðartöldu staði. Matur um borð í Norrænu er einnig ódýr, þó ekki eins og á Eddunni. Ef boröað er í sal, þar sem þjónað er til borðs, kostar morgunmatur 120 krónur. Kalt borð kostar 210 og svo- nefndur „lunch” kostar 180 krónur. I kaffiteriu, þar sem menn afgreiða sig sjálfir, kostar meðalmáltíð um 100 krónur. Bjórinn er á 24 krónur, kaffið á 15 og gosdrykkir á 15 einnig. Sterkir drykkir kosta 36 krónur. Fyrir Reykvikinga er hægt að fara með rútu austur á Seyðisfjörð. Hún fer á hverjum þriðjudegi í tengslum við ferjuna. Farið kostar 1245 krónur. -DS. Eddan. Hægt er að fara i vikuferð tfl Englands fyrir 8.800, miðað við tvo í klefa. þeirra i 100 krónur þegar öll gjöld hafa verið lögð á. Hér er mlðað við fufla heild- og smásöluálgningu. • Tourist feröahjól, 10 gíra, meö breiðum dekkjum, 24” og 26”. • Ljós, bögglaberi að framan og aftan, stand- ari, pumpa, og bjalla. • Aldur frá 8 ára. Auk þess mikið úrval af reiðhjólum fyrir alla, krakka, konur og kalla. Racer-keppnishjól, 10 gíra, dekk 26” og 28”. Racer keppnishjól fyrir börn, 3 gíra, dekk 18”—24”. 3 gíra kven- og karlmannshjól, breið dekk 26”. Fótbremsuhjól, dekk 20”—26”. Reiðhjólavarahlutir í miklu úrvali; töskur, körfur, lásar, hraðamæl- ar, bílafælur o.fl. l/erslunin /VMRKIð Sudurlandsbraut 30— Sími Varahluta- og viðgerðar- þjónusta Sölu- og þjónustukeppni DVog VIKUNNAR miðar í ÆVINTYRA kr FERÐ KAUPMANNA HAFNAR 13. —16. ágúst nk. með FLUGLEIÐUM Farið verðiur í Tivolí — Dýragarðinn — Dyrehavsbakken, í skoðunarferð um borgina o.fl. o.fl. Allir blaðburðar og sölukrakkar DV og Vikunnar geta tekið þátt í keppninni með því að vinna sér inn ævintýramiða. „ . . Hvernig þa? Til þess eru þrfár Ieiðir: Leiðli Sala DV Sá sem selur DV í lausasölu fær einn ævintýra- miða fyrir hver 20 blöð sem hann selur. Leið 2: Sata Vihan Sá sem selur Vikuna f lausasölu fær einn ævin- týramiða fyrir hver 5 blöð sem hann selur. Leið 3: Dreifing DV DV — krakki, sem ber út DV, fær 6 ævintýra- miða á viku fyrir kvartanalausan blaðburð. Dregið úr öllum ævintýramiðum, sem krakkarnir hafa unnið sér inn, 3. ágúst nk. A. Afgreídslan Þverholti n Stmi: 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.