Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Síða 30
30 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JOLl 1983. ðKULEIKWi BFð-DV Akranes: Nýtt tíma- met sett Laugardaginn 9. júli héldu Bindindisfélag ökumanna og DV keppni i ökuleikni á Akranesi. Þátt- taka var mjög góö þrátt fyrir fyrstu deildar leik á Akranesi á sama tíma, en eins og kunnugt er eru Skagamenn miklir áhugamenn um knattspyrnu. En ekki er síörí áhugi þeirra á akstursíþróttum þvi að fjöldi manna fylgdist með ökuleikninni, sem haldin var í einni af götum bæjarins. I tilefni 50 ára afmælis Sementsverksmiðju ríkisins gaf hún að þessu sinni verð- launin í ökuleikninni á Akranesi og þeir sem þau unnu áttu þau sannarlega skUin. Sigurvegari í keppninni varö Þráinn Jensson á Opel Rekord méð 139 refsi- stig. Þráinn setti nýtt tímamet í braut- inni og bætti fyrra met um 1 sekúndu. Hann fór brautina á 59 sekúndum og þótt hann æki hratt í gegnum þrautim- ar f ór hann brautina af miklu öryggi og leikni og geröi aöeins 5 villur. I ööru sæti varð Kristbjöm Svansson á Ford Fiesta með 166 refsistig. Pétur Péturs- son á Mazda 929 varö þríðji með aðeins 10 sekúndum lakari árangur en Krist- björn, eöa 176 refsistig. Keppnin var jöfn og spennandi og var röð þriggja efstu sætanna sífellt að breytast. Þráinn verður fulltrúi Akraness í úr- slitunum í haust. EG. Þátttaka í Keflavík fremur dræm Nú fer að síga á seinni hlutann i öku- leikni Bindindisfélags ökumanna og DV. I keppninni í Keflavík var þátt- taka heldur dræm enda veðrið ekki sem best. Alls munu ökuleikniskeppnimar veröa 22 talsins, auk úrslitakeppn- innar í haust, og hafa nú þegar um 170 manns tekið þátt í keppninni í sumar og virðast vinsældir ökuleikninnar fara vaxandi árfrá ári. I Keflavik var aðeins einn þátttak- andi i kvennariöli og var það Sigriður Oskarsdóttir á Skoda 110 meö 361 refsi- stig. Hún verður fulltrúi Keflvíkinga í kvennariöli úrslitakeppninnar. 1 karlaríðli sigraði Arí Jóhannesson á VW Golf með 190 refsistig og annar varð Jóhann Þ. Þórisson á Ford Pinto meö 218 refsistig, og i þriðja sæti hafn- aði Olgeir Þorvaldsson á Skoda 110 með 228 refsistig. Gefandi verðlauna í Keflavík var Víkurbær og er fyrir- tækinu hér með þakkaður stuðningur- inn. EG. rir^ Eygló Bergsdóttír sýnir tHþrifibrautínni. Mjög góð útkoma úr umferðarspumingunum Bindindisfélag ökumanna og DV héldu ökuleikni á Hellu mánudags- kvöldið 11. júlí. Keppnin fór fram í blíö- skaparveöri á planinu fyrir utan kaup- félagið Þór og var fjöldi manns við- staddur. Að þessu sinni voru tvær konur með og virðast þær vera að sækja í sig veöriö en þátttaka þeirra hefur hingað til veríð allt of litU eöa aöeins 26 af tæplega 190 keppendum. Þær tvær sem kepptu á Hellu náðu báðar góðum árangri. Þær eru systur og sú þeirra er sigraði heitir Eygló Bergsdóttir, á Daihatsu Charade, og fékk hún 233 refsistig. Systir hennar, Sigríður, ók á - tvær konur kepptu Mercedes Benz og fékk hún 245 refsi- stig og munaði aöeins 12 refsistigum á þeim systrunum. I karlariðli sigraði Kristinn Bergs- son, bróðir þeirra Sigríðar og Eyglóar. Krístinn náði frábærum árangri eða hlaut aðeins 112 refsistig og er það þriðji besti árangur yfir landið. Hann ók Mazda 323. 1 öðru sæti varð einnig einn úr f jölskyldunni, Viðar Bergsson. Hann ók Mazda 626 og fékk 127 refsi- stig og mun það vera fimmti besti árangur yfir landið. Þetta er gott hjá Viðari, því hann er nýbúinn að taka bU- próf og hefur auk þess aldrei ekið þessum bíl áður. 1 þriðja sæti i karlaríöU varö Kristjón Guðmannsson og ók hann sama bíl og Viðar. Kristjón var með 173 refsistig. Meðalárangur var mjög góður og voru alUr keppendur með undir 245 refsistigum. Sérstaklega var áberandi hve góður árangur var úr umferðarspumingunum því flestir voru með aUt rétt eða þá aðeins eina spurningu ranga. Gefendur verðlauna á Hellu voru þrír. Gíslabakarí, Rangérapótek og Bergur Sveinbjörnsson og eru þeim færðar þakkir fyrir stuðninginn. EG. Garðurinn: Keppandi nr. 1000 tók þátt Það voru timamót í sögu ökuleikn- innar þegar Bindindisfélag ökumanna og DV héldu keppni í Garðinum þriðju- dagskvöldið 12. júli sl. Þar keppti nefnUega þúsundasti keppandinn síðan ökuleikni hóf göngu sína 1978. Það var Guðlaug Sigurðardóttir á Suzuki sem ók þúsundasta bílnum i gegnum þrautaplaniö. Ekki var veðrið að sýna sínar bestu hliðar í keppninni í Garðinum því grenjandi rigning var og hávaðarok en samt mættu 11 þátttakendur til leiks. Þar af voru 5 konur og er gleðilegt að þær skuli vera að taka við sér aftur. Mjög góöur árangur náðist í Garðin- um og voru 4 efstu keppendur í karla- riðli meö undir 136 refsistigum en að ná undir 150 refsistigum þykir frábær árangur. Sigurvegari í kvennariðli var Jóhanna Kjartansdóttir á Datsun Sunny með 216 refsistig og var hún langt fyrir ofan hinar konurnar. 1 öðru sæti varð Kristrún Guðmundsdóttir á Morris Marina með 274 refsistig og i þriðja sæti varð Sigurjóna Guðnadóttir á Dodge sendibíl með 275 refsistig. Að- eins 1 sekúnda skildi þær Sigurjónu og Kristrúnu aö og ekki gat munurinn orðið minni. 1 karlariðli sigraöi Björn Vilhelms- son á Cortina 1600 L meö aðeins 105 refsistig og er það annar besti árangur yfir landið. I öðru sæti varð Hreinn Magnússon á Ford Escort meö 115 refsistig. Hreinn og Björn voru með nákvæmlega jafngóðan árangur í brautinni en það voru umferðarspurn- ingarnar sem felldu Hrein. 1 þriöja sæti varð Þorvaldur Kjartansson á Guðlaug Sigurðardóttír, 17 ára, var þúsundastí keppandinn í ökuleikni. Cortina meö 120 refsistig eða 5 sekúndum lakari árangur en Hreinn. Miðað við hvemig veðrið var þegar keppnin var haldin þá er þessi árangur sérstakur. Skyggni var lélegt og móða settist innan á rúður bílanna. Verð- launin í Garðinum gaf útibú Spari- sjóðsins á staönum. EG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.