Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JOli 1983. Stjómarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórjogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALOSSON ogÚSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI86A11. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiðsla. áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA12. P rentun: ÁRVAKUR HF„SKEIFUNNI19. Áskriftarverö á mánuöi 230 kr. Verö í iausasölu 20 kr. Helgarblaö22 kr. Ósigurí Madríd Sendiherrar Vesturlanda hafa beðið enn einn ósigurinn fyrir Sovétríkjunum. Eftir þriggja ára þras á Evrópu- friðarráðstefnunni í Madrid hafa þeir fallizt á samkomu- lag, sem magnar mannréttindabrot í Austur-Evrópu. I þrjú ár hafa fulltrúar 35 ríkja þjarkað um, hvort Sovétstjóminni beri að standa við loforð, sem Brésnéf undirritaði í Helsinki árið 1975. Niðurstaðan er plagg, þar sem ekki er minnzt á vaxandi mannréttindabrot. Eftir þriggja ára deilur um, hvort verkföll eigi rétt á sér, til dæmis í Póllandi, er ekki orð um þau í yfirlýsing- unni frá Madrid. Þar segir aðeins, að menn skuli hafa rétt á að vera í verkalýðsf élögum. Eftir þriggja ára deilur um, hvort menn skuli vera frjálsir fyrir herlögum, til dæmis í Póllandi, er ekki orð um þau í yfirlýsingunni frá Madrid. Þar með hafa Vestur- lönd samþykkt réttmæti herlaganna í Póllandi. Eftir þriggja ára deilur um, hvort menn megi hafa með sér félag til að fylgjast með, hvort staðið sé við undir- skriftimar frá því í Helsinki, til dæmis í Sovétríkjunum, er ekki orð um það í yfirlýsingunni frá Madrid. Eftir þriggja ára deilur um, hvort fjölskyldur megi sameinazt og hvort fólk megi í því skyni til dæmis flytjast frá Sovétríkjunum, er ekki orð um slíkt í yfirlýsingunni frá Madrid. Þar með er hin austræna svívirða réttlætt. Eftir þriggja ára deilur um, hvort menn megi ótruflað hlusta á útvarp frá útlöndum, til dæmis í Sovétríkjunum, svo sem greinilega er skráð í Helsinki-samkomulaginu, er ekki orð um það í yfirlýsingunni frá Madrid. Eftir þriggja ára deilur um, hvort fréttamenn skuli hafa óhindrað ferðafrelsi til að afla sér upplýsinga, til dæmis í Sovétríkjunum, svo sem segir í Helsinki- samningnum, er ekki orð um sh'kt í yfirlýsingunni frá Madrid. 1 löng átta ár hefur Sovétstjórnin lagt sérstaka áherzlu á að brjóta einmitt ákvæðin, sem Brésnéf undirritaði í Helsinki árið 1975. Hún gengur harðar en áður fram í að1 halda f jölskyldum sundruðum, bara til að sýna vald sitt. Erlendar útvarpssendingar eru núna meira truflaðar en var fyrir samninginn í Helsinki. Og sérstök áherzla hefur verið lögð á að hundelta þá menn, sem í Sovétríkj- unum hafa mælt með því, að Helsinki-samningurinn skyldi haldinn. Svo standa vestrænir sendiherrar upp frá þriggja ára samningaborði í Madrid með ekki neitt í höndunum, alls ekki neitt. Með mannréttindaþögninni í yfirlýsingunni frá Madrid er Sovétstjóminni gefið grænt ljós. Betra hefði verið að skrifa ekki undir neitt en að skrifa undir smánarplaggið frá Madrid. Raunar hefði verið betra að skrifa ekki einu sinni undir Helsinki-samninginn, svo hraksmánarleg reynsla sem er af honum. Bezt væri að gera ekki annað á fundum með sovézkum sendiherrum en að þylja orðrétta mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna, sem er bezta yfirlýsingin af því tagi og meira að segja undirrituð af Sovétstjórninni. Til að bæta gráu ofan á svart hafa hinir vestrænu sendi- herrar í Madrid fallizt á framhaldsfund í Stokkhólmi á næsta ári, þar sem sendiherrar Sovétríkjanna eiga að fá sérstakt tækifæri til að tjá sína frábæru friðarást, saman-. ber Afganistan. Jónas Kristjánsson STEINDEPILL Skrifaðeftirhelgína — Hefurðu séð steindepil nýlega, spurði maðurinn við ána mig, ellegar sendlinginn, og ég fann að hjá honum var þjáningin innvortis. Hann beið ekki eftir svari, heldur hélt áfram. Maður heyrir ekki einu sinni i spóum lengur. Spóinn var þó vanur að koma fyrstur með söng á vorin, og hann söng lengur frameftir hausti en nokkur annar fugl. Svona var það að minnsta kosti fyrir austan. Nei, ég varð að viðurkenna þaö, að ekki hafði verið mikið um steindepil í ár, þótt töluvert væri af kríu. — Það gerir svartbakurínn, sagði hann dapurlega og þaö byrjaði aftur aö rígna. Og ég fór að hugsa um steindepil- inn; smáfugl á stærð við fimmtíu- kall, eða hundraðkall, og var meö öfugt T á stélinu. En þetta með öfuga T-iö hafði ég nú aldrei skiliö. En þeir vildu vist hafa þetta svona í Landa- koti og þar varð engu haggað. Eigin- lega minnti þetta T merki meira á ornament á flugvélarstéli en á fugL Á þotustél, enda er fuglinn kvikur. Já, steindepillinn var merkilegur fugl og var með kurteisustu fuglum i vesturbænum í gamla daga, þegar ég var barn. Var alltaf að bukka sig og beygja, þegar hann tyllti sér á kalda jörðina. Alveg eins og hann væri að biðja afsökunar á tilvist sinni. Á þvi að þurfa að hafa öðru hverju jörð til þess aö standa á, og svo sagöi hann takk með rússneskum hreim, en í lærðum bókum er söng hans h'kt við lævirkjadill, en á þeirri söngfræði, eða lævirkjadilli kann ég engin skil, þótt ég hafi heyrt um þjáningu næturgalans. Já, ég fór að hugsa um fugla. Höfðu þeir nú líka yfirgefið okkur, eins og þorskurinn pg loðnan? Jú, þetta var mikið rétt hjá manninum viö ána, þar var ekki mikið um steindepil nú um stundir. Þessi háttprúði fugl, sem plltaf var að hneigja sig fyrir smásteinum, blómum og grasi, virtist ekki vera hér lengur. Aö minnsta kosti ekki i vesturbænum. Hér voru aöeins lús- ugir starar, sem skutust eins og rottur milli kulvísra trjánna, emjandi af kláða undan staraflónni. En hvaö um það, manni gefst ekki mikill timi til þess að hugsa um steindepil i þessarí makalausu, niðurrigndu borg. Kommúnistinn, sem ég drekk stundum kaffi meö, eða öllu heldur sötrum viö saman lífsgátuna og þýska heimspeki, var nú í greinilegu uppnámi, og hann veifaði þriðjudags Þjóðviljanum, sem hlutafélagið gaf út 12. júlí, síðastliðinn. — Þarna hafið þiö það, hvæsti hann. Hægt aö malbika hálfan hring- veginn fyrir peningana, sem þeir ætla að leggja í flugstööina. Átta hundruð milljónir og samt á rikið ekki til peninga fyrír tannviðgerð- um. Og auðvitaö varð ég að viður- kenna að íslensk stefna heföi verið betri, stefna Olafs Jóhannessonar, en þá hefði Olaf ur Ragnar Grimsson verið látinn teikna flugstöðina, og þá hefði mátt malbika mikiö fyrír mismuninn. Hæfilega stór flugstöð, eins og kommarnir nefna það, svona eins og i Kabúl, þar sem ekki þarf aö skilja að varnarliðið og heimamenn. Og ég ætlaði að fara að samsinna honum, en þá var hann rokinn og hann skildi eftir blað hlutafélagsins. Stöðumælirínn var kominn á gult og vörður í pólskum hermannabúningi var á gangi með herlagamiöa, var byrjaöur aö sekta þá sem ekki höfðu sett í stöðumælinn, eftir að tíminn var útrunninn. Hann stóð upp og tók út úr bollan- um, en haföi ekki augun af stöðumælaverðinum. — Þeir verða að sekta fimmtíu fyrir hádegi núna, sagði hann, — og annað eins eftir hádegið, og svo hljóp Kjallarinn Jónas Guðmundsson ; hann og bjacgaöl Volvónum sínum, því þetta er Volvókommi, úr klóm Jaruselskis, stöðumælavarðar, sem virtist ekki vera mikið upp á sam- stöðu við Austurvöll þennan dag, fremur en endranær. Já, miðbærinn var búinn að vera, svona umferðar- lagalega séð, eftir aö hann Öli lög- regluþjónn fór á eftirlaun, eftir að hafa veríð þolinmóöasta yfirvald þessa bæjarhluta i marga áratugi. Lét menn að mestu í friði með sitt,, allt sitt líf — smámunina á ég við, en svo vann hann ævistarfið í einni striklotu siðari hluta desember- mánaöar, í einum logandi hvelli og fór á pensjón. — Og síðan er enginn í rauninni óhultur i þessum bæ, því viö sitjum uppi með stöðumælaverði og löggur, sem hópast eins og gammar aö ökutækjunum. Einkanlega viö jarðarfarir, sem taka þrjú kortér, en stöðumælarnir grafa bíleigandann á hinn bóginn á hálftíma. — Eg held aö þeir ættu heldur að selja inn á jaröarfarimar, sagði reiði lögfræðingurinn um daginn, þegar hann var að reyna að leysa stöðu- mælasektina af vinnukonunni í regn- inu. Og eiginlega er Dómkirkjan að verða að grafvél, sagöi hann, fremur en dómkirkju og sorgin ekur hljóð- laust á brott og hverfur bak við hom- ið á eilíföinni og öllu er lokið. Eg sat einn eftir í kaffihúsinu, með lifsgátuna og þriöjudagsblað hluta- félagsins um hamingjuna, þar sem það stóð svart á hvítu: „Islenska framlagiö í flugstöðina 800 milljónir króna. Nóg til að malbika hálfan hringveginn. Ein stærstu fjárfest- lngarmlstök sem gerð hafa verið,” var haft eftir Ragnari Arnalds, fyrrum ráöherra, en eftir orðum hans hljóta menn þó að taka, þvi þar talar maður, sem fylgt hefur réttri fjárfestingu. Var til að mynda aðal- maðurinn í Kröflunefnd, sem reisti Kröfluvirkjun fyrir þingið. Ein- hverja arðbæmstu virkjun allra tíma. Þjóðin heföi liklega eitthvað sagt, ef þá hefði verið farið á sama hátt meö peninga. Og siöar las ég í sama ágæta málgagni, að það væri stefna Alþýðubandalagsins, að flug- stöðvar gætu boríð sig, og er þá væntanlega átt við svipaðan, pen- ingalegan gróða og nú er af flug- stöðvunum á Homafirði, Vest- mannaeyjum, Akureyri og Egils- stöðum, svo dæmi séu nefnd. Eða að ekki sé nú minnst á flugstöðina í Aöaldal, sem nú verður fokheld fyrir haustið og getur f arið aö mala gull. Þessi krafa Þjóðviljans er auð- vitaö sjálfsögö og rétt, og eiginlega ætti blaöið að birta hiö bráðasta hinar stórkostlegu peningatekjur, sem Islendingar hafa haft af flug- mannvirkj um sínum til þessa. Þaö kann að vera að steindepillinn sé með öfugt té, formerki í fjárfest- ingareikningi verða þó að vera rétt. Það kann vel að vera rétt, að hin hæfilega stóra íslenska flugstöö hlutafélagsins og Olafs Ragnars Grímssonar, sem reisa á fyrir ís- lenska peninga, einvörðungu, en ekki sníkjufé frá Bandaríkjamönnum, sé rétt lausn. En þá spyr maöur: Hvar á að taka peninga fyrir útivinnu? Hver á að borga hlaðiö, aðkeyrslu- brautir, oliuverkiö fyrir nýju flug- stööina? Frá því hefur verið greint, að kostnaður Bandaríkjamanna af þessum liö flugstöövarinnar sé áætlaöur 55 milljónir Bandaríkja- dala, eöa 1925 milljónir íslenskra króna, reiknað á ferðamannagengi Svavars Gestssonar. En hjá þessu veröur ekki komist, ef færa á flug- stöðina, því það verður að vera unnt að aka flugvélum að henni og frá, geyma þar vélar og fylla þær með eldsneyti. Og í því sambandi skiptir það engu hvor teiknar flugstöðina, Olafur Ragnar Grímsson. eða húsa- meistari ríkisins. Og þá vaknar sú spuming. Hvar á að taka 1925 milljónir króna og svo 4—500 milljónir i flugstöð, sem Al- þýðubandalagiö, samtök hemáms- andstæðinga, E1 Salvadomefndin og hlutafélagið um sannleikann og Þjóðviljann geta sætt sig við? Komiö hefur i ljós, að ríkisfjármál- inem hrikaleg. Ekki kenni ég kommúnistum um það. Þeir reyndu sitt besta til þess aö viðhalda kærleika heimilanna. En þaö veröur að segjast eins og er, aö steindepill er sjaldséður fugl, nú um stundir. En hvað þaö nú annars er, þá þarf hann — eins og fleiri, helst að tylla sér á jörðina, öðra hverju. Og við getum spurt: Hvað mikið má malbika fyrir 1925 milljónir króna, eöa öllu heldur 2500 milljónir króna; hvað mátti malbika mikiö fyrír hana . Kröflu, er unnin var undir sérstakri stjórn Ragnars Arnalds, sem heldur svo fast við alla arðsemi, og telur þess utan réttlætanlegt að ríkið græði peninga á flugstöðvum í strjál- * býlinu? Raki saman peningum á bú- setuþvingunum. Hann hélt áfram aö rígna. Jónas Guðmundsson rlthöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.