Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1983, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR19. JULI1983. 15 sagna bestur vinnu sem ég hef lagt í þessar tilraunir. Verkfræöistofan Fjölhönn- un 25.000 fyrir umframhönnun og eftirlit vegna burðarþols, Birgir Frimannsson 30.000 fyrir hitalagnir, orkuspamaö og fleirí þætti og Rannsóknastofnun byggingar- iðnaöarins 50.000 fyrir eftirlit með framkvæmd og lokaúttekt. Sam- þykkt var einnig aö nú þegar yröi greiddur fyrrí hluti húsnæðislánsins, F-lán, og hef ég nú fengið þann hluta. Verkfræðistofan Fjölhönnun eyddi svo miklum tíma í misskilning og vangaveltur við tæknideildina að upphæðin dugði ekki í aliar umræðumar. Greiði ég því sjálfur umfram, nema hvað Guðmundur G. Þórarinsson bauö mér 12% afslátt af reikningi hönnunarvinnunnar. Verkfræðistofan Lím-hönnun hannaði burðarvirki bílskúrs og af- þakkaði greiðslu fyrir vinnuna og sagði Ríkharður Krístjánsson verkfræðingur aö teiknistofan vildi með því styðja við bakið á mér og taka þátt í tilrauna- og þróunarverk- inu. Kjartan Sveinsson fór lfkt að, vildi ekki nema 1/3 af hönnun sinnar frábæru hústeikningar og sagði aö sér fyndist ekki sanngjarnt að ég legði einn á mig erfiðið. Nú fyrír skömmu lagði Þráinn Valdimarsson, varaformaður Hús- næðismálastjórnar, til að beiðni Alexanders Stefánssonar félags- málaráðherra að greiddur yrði strax seinni hluti lánsins og náði þaö fram að ganga. Félagsmálaráðherrann er ötull talsmaöur iðnþróunar og tilrauna og hefur sýnt það í verki víðar en I þessu verkefni. Hins vegar gengur honum og fleirí ráöamönnum þjóðarinnar illa aö ráða viö kerfis- kallana. Steypan Dæmið ekki, því þér munið sjálfur dæmdur verða. Það er nú svo sem ekki óalgengt að bamið berji föður sinn þegar hann girðir upp um þaö brækumar. En svo sem kunnugt er er Víglundur Þorsteinsson hjá B.M. Vallá afkastamesti alkali- steypuframleiðandi á landinu. Frá honum, formanni Félags islenskra iðnrekenda, átti ég sist von á svona skrifum um viðurkennd tilrauna- og þróunarstörf í iðnaði. Það verk sem Viglundur er að tala um, er bygging Sturla Einarsson fyrsta húss mins með þessari aðferð í Mosfellssveit. Þegar ég bað um fina perlumixblöndun frá B.M. Vallá sendi hann grófustu gerð af venju- legri steypu. Eg lenti í verulegum erfiðleikum með að koma þessari grjóthrúgu niður i mótin en tókst þó að lagfæra veggina. Eftir þá reynslu hef ég fengið steypu frá Steypustöðinni h/f og hefur steypingin gengið síðan líkt og i heföbundnum húsum. Mér er kunnugt um þrjá menn sem steypt hafa með einangrun á milli og gekk vel iöllumþeimhúsum. Þegar Ottar P. Halldórsson prófessor var forstjóri R.b. gerði hann athugun á brotþoli venjulegrar plasteinangrunar í svona steypum. Utkoman var sú að við 60 cm mis- munarhæð í veggjum svignaöi plastið um einn sentimetra. Hjá mér hefur mismunarhæð af slysni farið í rúman metra án þess að einangrunin hafi gefið sig. En rétt er að geta þess að ég er með mun öflugri festingar. og stífari einangrun. Eg fellst fylli- lega á þau ummæli yfirverkfræðings Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðaríns að aðferð mín krefst meiri vandvirkni. Að lokum óska ég þess aö viö Víglundur látum okkur þessi blaða- skrif að kenningu verða og fylg jumst betur með hvor hjá öörum og getum þannig orðið vinir og samherjar í framtíöinni því skrífað stendur „Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig”. Sturla Einarsson byggingameistari. Húsið sem Stnrla er að byggja. Allir veggir eru sléttir og felldir og einangr- nn tollir vel á sinum stað.Á innfelldu myndinni má sjá steina sem hann seglr úr steypu frá B.M. Vallá. Þeir eru stærri en þykkt ytri veggjarins. 1 vinstri hendinni heldur Sturla á hámarks steinastærð frá Steypustöðlnni. DV-mynd Bj.Bj. Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæöi eldfastar og frostheldar. Væri þaö ekki góö lausn aö fiísaleggja t.d. svalagólfið, veröndina eöa útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar rótta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta flokks vara á viðráöan- legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niður í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö sex mánaða. IBYGBINGAVORBB HRINGBRAUT120: Simar: Byggingavörur.........28-600 Gólfteppadeild....28-603 Timburdeild...................28-604 Málningarvörur og verklæri...28-605 Flisar og hreinlætistæki 28-430 STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast DV óskar eftir umboðsmönnum frá og með 01.08. á eftirtalda staði: GRENIVÍK Upplýsingar hjá Guðjóni H. Haukssyni í síma 96-33232 og hjá afgreiðslunni í síma 27022. ÖLAFSFJÖRÐUR Upplýsingar hjá Guðrúnu Karlsdóttur í síma 93-6157 og hjá af- greiðslunni í síma 27022. VÖRULISTI KOMINN ær 1000 blaðsíður troð- fullar af stórglæsi/egum jm á góðu verði Listinn kostar kr. 130,- + burðargjald. Pantaðu Grattan listann strax og við sendum þér að auki glæsilegan nýjan tísku- lista, ókeypis, meðan birgir okkar endast! OPIÐ TIL KL. 22:00 í KVÖLD m<91) 43766 kfái KRISTJÁN ÓLI HJALTASON IONBÚO 2 - 210 GARDABÆ— SÍMI 46488 Til sölu er seglskútan Asee sem er sf gerðinnl „Mlcro 18", frsmleldd I Englandi 1981 úr trefjaplast! (sandwlch). Lyfttkjölur, flothylkl, elnangrun og mlklll aukabúnaður. Svefnpl&ms fyrlr fjúra. Auðveld I sjösetnlngu, sjó- aetningarvagn fylgir. Þaulreyndur og hraðskrelður bátur i mjðg góðu atandl. Upplýsingar oinnig I sima 3 18 60.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.