Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 29. JULI1983.
HAMAR.
SÚG...
\okkrar ráðleggfngar til hinna bjargarlausu
Ert þú ein af þessum stúlkum eöa
mönnum sem eru ósjálfbjarga þegar
kemur aö því að nota handverkfæri?
Eða getur þú framkvæmt smáviðgerö-
ir á heimilinu jafnauðveldlega og
hver karlmaður. Þessi grein er sér-
staklega fyrir hina bjargarlausu en
aörir geta einnig sótt ráð í hana.
Verkfærin bera þig
háifa leið
Þú átt áreiöanlega gamlan ryðgaðan
naglbít einhvers staðar inni í dimmum
skáp. Hver veit nema þú eigir einnig
einhvers staðar fomlegan hamar og
sög. En það er ekki nóg.
Héma eru nokkur ráð um hvemig þú
kemur þér upp viðeigandi verkfæra-
setti.
Þegar þú kaupir þér ný verkefni
gildir aulareglan að verö og gæði fylgj-
ast að. Notir þú hins vegar t.d. sögina
sjaldan þarf hún auövitað ekki aö vera
af bestu gerö.
Ef þú ferð vel meö verkfærin endast
þau lengur. Tæmdu neðstu skúffuna í
eldhúsinu eða kræktu þér í níðsterkan
pappakassa. Hægt eraðskipta kassan-
um/skúffunni með hjálp annarra smá-
kassa og skurðarverkfæri eins og sög
og bor verður að vemda þannig að
slitni ekki ónauðsynlega. Ef verkfærin
eru alltaf á sinum stað og tilbúin til að
flytja á staðinn þar sem vinna á em
meiri líkur á því að þú komir þér að
verki heldur en ef þú þarft aö byrja á
því að finna allt þaö sem til þarf.
Æfðuþig efþú
ert byrjandi
Það er heldur seint að reyna nýju
verkfærin daginn sem hillumar eiga
að fara upp. Æfðu þig fyrst á afgangs-
timbri. Búöu til eitthvað einfalt eins og
til dæmis skip fyrir afkvæmið.
Hamar
Hamar er nauðsynlegur. Veldu
klaufhamar með stálskafti og gúmmí-
handfangi og í stærð sem fer vel í
hendi. Klaufina notar þú til aö draga
nagla út en hún er einnig nothæf sem
dvergkúbein.
Ef þú ætlar að setja nagla í setur þú
smámerki þar sem naglinn á aö koma.
Haltu um naglann með annarri hendi
og sláðu nokkur létt högg með hamrin-
um. Þegar naglinn er fastur getur þú
sleppt honum á meðan þú neglir hann
inn. Sláðu laust síðast til þess að gera
ekkiförítréð.
Þú getur neglt venjulegan nagla í
gips, tré og áþekk mjúk efni. Ef þú ætl-
ar að negla í múr skaltu nota stál-
nagla.
Sög
Sögin er skurðarverkfæri. Mundu að
þú ræður ferðinni og aö sögin vinnur
verkið. Það sem saga á verður að vera
fast. Festu það með þvingu. Mundu að
merkja alltaf fyrir þar sem á að saga.
Stjórnaðu söginni með léttum hreyf-
ingum og án þess að þvinga. Venjuleg
sög vinnur í hreyfingunni fram. Mælt
er með 40—50 cm langri sög.
Skiptilykill
Hægt er að losa og festa rær með
skiptilykli sem stilla má i fjölda
stærða. Það er líka hægt að kaupa
fastalykla sem hver um sig passar á
ákveðna ró eða skrúfustærð. Lyklun-
um er hægt að koma við í þröngri að-
stöðu en 15 cm langur skiptilykill dugir
samt langt.
Skrúfjárn
Ödýrast er að kaupa skrúf jám í sett-
um. Þú þarft stærðirnar 3, 5, 7 mm og
stjörnuskrúf jám númer 1 og 2. Það er
nefnilega mikilvægt að skrúfjámiö sé
jafnbreitt og raufin í skrúfuhausn-
um. Annars eyðileggst raufin. Stjörnu-
skrúfjám er notað við skrúfur með
krossraufum.
Naglbitur
Ef þú ætlar að rífa boginn eða illa (
séðan nagla út úr vegg er oft gott að
nota naglbítinn. Best er þá að hafa
töng sem er með langt skaft og lítinn
kjaft því þannig reynir þaö minnst á
þig líkamlega.
Gríptu meö kjafti tangarinnar um
hausinn á naglanum þétt upp viö vegg
og haltu trébút eða krossviði undir
kjaftinum til þess að gera ekki far. Tré
skaddast minnst ef tönginni er haldið
þvert á æðamar í því.
Töngina má einnig nota til að klippa
stálþráð í sundur. Einnig er hægt að
nota hana til að afeinangra leiöslu.
Passið bara að skera leiðsluna ekki í
sundur. Ef það gerist verður að byrja
Skerstokkur er góður þegar þarf að
skera lista eða þvíumlíkt af nákvæmni.
Þeir eru oft úr tré og með mismunandi
rifum sem passa viö homrétta skuröi
eða skáskurði.
Til þess að ráða við efnið þegar þú
ert að vinna er mikilvægt að festa
kassann með hliöina nær þér eftir
borðröndinni þannig að hann hreyfist
ekki. Listinn er lagöur á þá hlið kass-
ans sem fjær er og hægt er að halda
honum föstum með fingrunum einum.
Síll
Síll er auövitað ekki til að skrúfa
skrúfur en er góður þegar þarf að bora
fyrir litlum skrúfum og til þess að
merkja fyrir holum.
Töng af þessari gerð er til að halda
Oll smiðum vlð eltthvað sem börn. En það er misjafnt hvert framhaldlð verður.
i0'