Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. 3 Reyðarfjörðun „BARA STRÁKAR” — bræðurnir Atli og Guðjón f viðtali á„stéttinniheima” Jæja, strákar, hvaö segiö þið gott? spuröum við þessa tvo hressu og ljós- hærðu bræður er við ókum í gegnum Reyðarfjörð nýlega. „Allt gott,” svör- uðu þeir að bragði. En hvað heitið þiö? „Bara strákar,” muldraði annar þeirra, svona meira fyrir sjálfan sig. Eftir að faðir þeirra var kominn á vettvang komumst við að því að þeir heita Atli Sigmar, 3 ára og Guðjón Rúnar, 2 ára, og þeir eru Þorgrímssyn- ir. Eitthvað fannst þeim við nú vera skrítnir fuglar og það verður að segj- ast eins og er að þeir höfðu meiri áhuga á nýja strandferðaskipinu Esjunni þar sem hún öslaði inn Reyðarf jörð í fyrsta skiptið. Utsýnið „af stéttinni heima” var líka stórkostlegt og þeim þykir báðum gaman að horfa yfir fjörðinn og skoöa skipin þegar þau sigla inn. Og það er heldur ekki verra að vera á hjólunum sínum til að geta þeyst eftir stéttinni þegar skipin hafa siglt framhjá. Við biðjumaðheilsaykkur. strákar. -JGH. Þeir taka sig vel út bræðurnir Atli Sigmar og Guðjón Rúnar Þorgrímssynir þar sem þeir horfa á nýju Esjuna ösla inn Reyðarfjörðinn. Svo er ekki verra að vera á sokkaleistunum á hlaupahjólinu sínu úti á stétt. DV-mynd: Bjarnleifur. Karlmaöurá Akureyri: Kærdur fyrír kynferðis- afbrot á 4 ára dreng Móðir á Akureyri kærði kynferðis- afbrot karimanns á f jögurra ára syni sínum á Akureyri síðastiiðið mánu- dagskvöld, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri í gær. Afbrotið mun hafa verið framiö í Brekkuhverfinu svokallaða á milli klukkan átta og níu á mánudags- kvöldið. Kom drengurinn til móður sinnar og sagði henni hvað hefði gerst. Hún fór samstundis til lögregl- unnar og kæröi manninn. Ekki er vitað hver maðurinn er og enginn hefur verið handtekinn vegna þessa máls. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vildi ekki tjá sig um hversu alvariegs eðlis brotið væri, enda væri máliðennírannsókn. -JGH. VOLVO TURBO '82 ekínn 25.000, beínsk. Verðkr. 520.000.- VOLVO 244 GL '82 ekinn 5.000, sjálfsk. Verð kr. 425.000.- VOLVO 244 GL '81 ekinn 28.000, sjálfsk. Verðkr. 375.000.- VOLVO 244 GL '80 ekinn 46.000, beinsk. Verð kr. 300.000.- VOLVO 244 GL '79 ekinn 60.000, sjálfsk. Verð kr. 305.000.- VOLVO 244 DL '78 ekinn 76.000, beinsk. Verðkr. 210.000.- VOLVO 345 DL '80 ekinn 23.000, beinsk. Verðkr. 200.000.- F-12 Á GRIND '80 ekinn 170.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-16. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 Aðalfundur Norræna áhuga- leiklistarráðsins: Leiklistar- starf eldri borgara og fatlaðsfólks Menntunarmál, leiklistarstarf eldri borgara og fatlaðra og samstarf við IATA, Alþjóða áhugaleiklistarsam- bandið, voru helstu mál aðalfundar Norræna áhugaleiklistarráösins á Húsavík í júnibyrjun. Á fundinum var ályktaö um menntunarmálin og talið að ekki þyrfti aðeins að opna námskeið landssam- bandanna fyrir fólki frá Norðurlöndum heldur líka gera áætlun til lengri tíma þar sem landssamböndin tækju að sér undirstöðunámskeiö hvert í sínu landi, framhaldið og lokanámskeiðin yrðu síðan sameiginleg og á vegum NAR, Norræna áhugaleikiistarráðsins. Aðalfundurinn áréttaði einnig mikil- vægi þess að gefa eldri borgurum og fötluðum tækifæri á leiklistarstarfi í anda eigin hugmynda þeirra og óska. Einnig segir í ályktun fundarins á Húsavík að Norræna áhugaleiklistar- ráðið líti á það sem skyldu sína að veita eftir getu erlendum straumum og stefnum inn i norrænt leikhús og á sama hátt gegnum leiklistarstarf sitt kynna umheiminum norræna menn- ingu og norræn lífsviðhorf. ARFELLSSKILRUM Henta allsstaðar — sérhönnuð fyrir yður — gerum verðtilboð Ármúla 20 — Sími 84635 JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.