Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reyndu að kaffæra kaf- bát undir timbri Svíar gripu til gamals bragðs til þess að reyna aö veiöa kafbát sem grunur lék á að hefði læðst inn í Törfjörð, nyrst í Svíþjóð. Fylltu þeir fjörðinn af timbri, trjábolum sem fleytt er með- fram ströndinni í sögunarmyllumar á sumrin. Fjörðurinn er aðeins 8 metra djúpur og náöu timburhlaðamir niður á sex metra dýpi þegar þrír dráttarbátar voru búnir að draga timburflotana inn áfjörðinn. Ekki hefur kafbátsins orðið vart eftir það og virðist hann, eins og aðrir óboönir kafbátar í landhelgi Svía, hafa gengið þeim úr greipum. Sænskir flotasérf ræðingar skoða þessa mynd gaumgæfilega, en hana tók sænskur ríkisborgari við hersýningu í Murmansk. Þetta er talinn vera dvergkafbátur af því tagi sem taldir eru hafa valsað út og inn um sænska skerjagarðinn. Hótaði að myrða Bretaprins 29 ára gamall maður mætti fyrir rétt í Aylesbury í Englandi í gær sakaður um að hafa hótað að drepa breska ríkisarfann, Charles Breta- prins. Maðurinn, sem er atvinnulaus og beiskur út i samfélagið, hafði skrifaö ritstjóra héraðsblaðsins nafnlaust bréf þar sem hann hótaöi að drepa prinsinn þegar Charles og Diana kona hans heimsóttu sjúkrahús við Stoke Mardeville (um 60 km norövestur af London). Lögreglan rakti bréfið til hans. <■-------------------« Lafði Diönu og Charles Bretaprins var hótað lifláti af manni í Ayles- bury. Sökktu njósna- skipi frá Norður-Kóreu Her Suöur-Kóreu sökkti í morgun vopnuöu norður-kórönsku njósnaskipi sem statt var suður af strönd landsins. I frétt þess opinbera segir að þrír N- Kóreumenn hafi verið f elldir. Eitt af flotaskipum S-Kóreu lask- aðist í orrustunni, en engan mann sak- aðiþarumborð. Menn tóku eftir njósnaskipinu þar sem það var statt um 5 km út af bænum Wolsong í suðausturhluta landsins. Þar er kjarnorkuver í smíðum. Beittu S-Kóreumenn varðskipum, herflugvélum og flota- skipum til þess að sökkva njósna- skipinu. Níundu flugvél- inni rænt í USA — Flugræninginn vildi heimsækja bömin sín sex í Havana Bandarískri farþegaþotu með 248 farþegum og 10 manna áhöfn innan- borðs var rænt í gær af spönskumæl- andi manni sem sagðist langa til að heimsækja bömin sín sex í Havana og neyddi flugstjórann til að fljúga til Kúbu. Þetta er níunda farþegaþotan sem rænt er í Bandaríkjunum síðan 1. maí í vor. Þar til viðbótar hafa tvær flug- ránstilraunir veriö geröar, en þær mis- heppnuðust. Vélin, sem er af gerðinni DC-8, var í flugi á milli San Juan í Puerto Rico til Miami, en endaði sem sé flugið á Jose Marti-flugvellinum í Havana. Hennar er aö vænta til Miami í kvöld. Flugræninginn hafði sent miða fram til flugstjórans þar sem hann sagðist vopnaöur skammbyssu og sprengiefni. Hann hafði einnig hellt einhverjum vökva, líkast til bensíni, á auðu sætin aftast í vélinni. Hann hafði veifað skammbyssunni en hvort hann hafði nokkurt sprengiefnið vissu menn ekki. Havanastjómin hefur fullvissað Bandaríkjastjórn um að strangt sé tekið á flugræningjum og þeir dæmdir til þungra refsinga á Kúbu. Sérstak- lega þeir, sem stofna lífi farþega í hættu með bensínsulli. Flestir flugræningjanna í Bandaríkjunum em aðfluttir Kúbu- menn sem ekki una Bandaríkjavistinni eða höfðu verið reknir nauðugir frá Kúbu. Yfirvöld Kúbu og Bandaríkj- anna viðurkenna að margir þeirra 125 þúsund Kúbumanna sem fengu að fara frá Mariel 1980 hafi komiö beint úr fangelsum. Kúba hefur ekki viljað leyfa neinum þeirra að snúa aftur til heimalandsins. Chad berst aðstoð um leið og árásimar aukast Stjórninni í Chad barst í gær fyrsta hergagnasendingin frá Frökkum eftir að Líbýumenn hafa hert loftárásir til stuðnings uppreisnarmönnum. Voru þetta aðallega vopn til landvama. Loftáfásir Líbýumanna eru ekki lengur einskorðaöar við bæinn Faya- Largeau. Beinast þær nú einnig að bæjunum Oum-Chalouba og Kalait í norðausturhluta landsins. Allir þessir þrír bæir eiga þaö sameiginlegt aö uppreisnarmenn höfðu náð þeim á sitt vald fyrir þrem vikum en stjómarher- inn endurheimti þær aftur. Bandaríkjastjórn hefur lýst sig mjög áhyggjufulla vegna harðnandi átaka í Chad og afskiptum Líbýu af þeim. Hefur Reaganstjórnin tvöfaldað þá fjárhæð sem ætlunin var aö verja til aðstoðar við stjóm Hissene Habre, for- seta Chad. I Washington var sagt að það bráð- lægi á hergagnaaðstoð vegna spreng juárása líbýskra herflugvéla. Reagan forseti lauk í gær miklu lofs- orði á drengskap Mobutu, forseta Zaire, fyrir að senda 1600 manna herlið og sex flugvélar til Chad til liðs við stjómarherinn í baráttunni gegn uppreisnarmönnum og Líbýu. Fékk báða fætur ágrædda Tveggja ára gamall júgóslav- neskur drengur, sem missti báða fætur sína í sláttuvél í sumar, mun senn geta gengið á nýjan leik, sam- kvæmt því sem læknar hans í Bel- grad segja. Sláttuvél föður drengsins hafði tekiö báöa fætur af rétt ofan við ökkla (11. júlí) á garöflötinni heima hjá þeim í Ljubljana. Hann var flutt- ur með hraði á sjúkrahús þar sem læknar gerðu á honum flókna aðgerö til þess að græöa báða fætur á hann aftur. Er það sagt í fyrsta skipti sem siíkt er reynt. Hann hefur gróiö vel og verður honum sleppt af spítalanum eftir vikutíma eða svo en áður verða fjarlægðir stálnaglar sem til bráða- birgða votu hafðir til stuðnings leggjunum meðan beinin greru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.