Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Side 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. REYKJAVlK 91-869I5/4W5I AKUREYRI 9&235W1715 BORGARNES: 93- 7618 BLÖNDUÖS 95- 4136 SAUDÁRKRÓKUR: 95- 5223 SIGLUFJÖRÐUR. 96-71489 HUSAVlK: 96-41260/41851 VOPNAFJÖRÐUR: 97- 3145/ 3121 EGILSSTADIR: 97- 1550 HÖFNHORNAFIRDI: 97-8303/8503 ... ' '"1 interRent .að það er líka opið í hádeginu? .að við eigum ekki bara mikið af og ódýra varahluti í LADA.GAZ, VOLGA, MOSKVICH og UAZ? .að við eigum líka hluti, sem henta í aðra bíla? .að það borgar sig oftast að tala við okkur fyrst? .að við leitum ávallt eftir hagstæð- ustu innkaupunum i hvert sinn? .að við kaupum líkavarahluti frá Þýskalandi, Englandi, Sviþjóð, Ítalíu o.fl. o.fl ? Suðurlandsbraut 14 Varahlutir Skiftiboró 39230 38600 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Vegna kvörtunar yfir Gluten Blue Star hveiti: Er steikarfeitin nógu heit? — spyrjaþeirhjáNathan&Olsenhf. I lesendabréfi í DV fyrir nokkru, kvartaði húsmóðir yfir því að kleinur úr hveitinu: „Gluten Blue Star” drykkju í sig of mikla feiti við bakstur, og yrðu þær af þeim sökum ólystugar. Þar sem við hjá Nathan & Olsen erum ekki sérhæfðir í bakstri, leit- uðum við eftir leiðbeiningum frá bakarameistara Havnemölleme í Odense ogfaraþærhéráeftir: Kleinur Orsök þess að deigið tekur of mikla feiti getur verið, að steikarfeitin sé ekkinóguheit. önnur orsök getur veriö ónákvæm deigblöndun, einkum hvað varðar notkun sykurs og hjartarsalts en þeir liðir telur hann að ráði fituþörfínni. Kekkir í sósum Hætt er við kekkjamyndun í sósum ef of lítil fita er í uppbakstrinum. Aukin feiti eöa smjörlíki á að leysa þann vanda. Við jöfnun á sósu má ekki sáldra hveitimjölinu beint í soðið, heldur verður að hræra það fyrst út i köldu vatni (eða hrista í mjölhristara) þar til úr verður kekkjalaus jafningur. Heitt steikar- soð og þunnur kekkjalaus jafningur, ásamt hressilegum þeytingi, vamar kekkjamyndun úr soöinu. Af ofangreindu er ljóst að ekki hefur verið við hveitið Gluten Blue Star að sakast, heldur hefur eítthvaö af ofangreindu farið úrskeiðis við baksturinn. Við vonum að ofangreindar upplýsingar komi lesendum blaösins aðnotum. Með bestu kveðjum, Nathan & Olsen hf. STEINN MEÐ ÚR- VALS ÞJÓNUSTU Kona nokkur kom hér við á ritstjórn- inni og sagði að þar sem alltaf væri veriö að kvarta yfir lélegri þjónustu þætti henni gaman að geta sagt sögu af hinugagnstæöa. Sagði konan að þau hjónin hefðu keypt sér segulbandstæki hjá Steini á Skúlagötu í fyrra. Ársábyrgð var á tækinu og rann hún út i sumar. Skömmu síöar bilaði tækiö og gekk erfiðlega að gera við þaö. Var farið með tækið í viðgerð í þrígang en aldrei lagaðist það en þá voru þau hjón spurð hvort þau vildu bara ekki fá nýtt tæki i stað hins gamla. Fannst konunni þjón- ustan alveg til fyrirmyndar og vildi endilega koma sögunni á framfæri. -sa. I I I I j Hvað kostar heimilishaldið? . Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- 1 andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ' fjðlskyidu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- 1 tæki. 1 Nafn áskrifanda ,---------,---------------------------------------- J Heimili_____________________________________________ i i Sími I ---------------------------------------------------- I I Fjöldi heimilisfólks______ I j Kostnaður í júlí 1983. i------------------------------- i Matur og hreinlætisvörur kr.________________________ i Annað kr._____________________ Alls kr. , Gúrkur eru góðar í salöt með nánast hvaða grænmeti sem er. í gúrkutíðinni: Hægt að nota gúrkur með öllum mat Kona hringdi frá Akureyri og bað okkur um uppskriftir að réttum úr gúrkum. Vildi hún einnig vita hvemig best væri að geyma þær sem lengst. Okkur er ljúft að verða við þessari beiðni. Gúrkur er hægt aö geyma á tvennan hátt til langs tíma, með því að sýra þær og með frystingu. Ef menn vilja þær súrar er búinn til lögur úr lledikl 1/2 kg sykri lmsk. sinnepskornum l/4tsk.pipar 1 msk. rotvamaefni og ef til vill lmsk.af karríi. Þessi blanda passar fyrir 1 kíló af gúrkum. Annaðhvort eru þær skornar I bita ellegar sneiðar. Smáar gúrkur er best að geyma heilar. Þær eru lagðar í saltpækil yfir nóttina (150 g af salti í lítra af vatni). Að morgni eru þær færðar upp og snöggsoðnar í vatni. Súrlögurinn er búinn til á þann hátt aö edik og sykur er soðið saman. Kryddið og rotvamarefnið er látið saman viö. Blandan er siðan látin rjúka aðeins og þá hellt yfir gúrkurnar sem settar hafa verið í glös og bundið yfir. Mjög gott er að nota annað græn- meti með gúrkunum í þennan lög. Gott er að hafa til dæmis lauk, tómata, gul- rætur og blómkál með. Þá er allt skorið í litla bita og farið með það eins og lýst er að framan. Vilji menn fá sýrt græn- metismauk er örlitlu hveiti (80—110 g í lítra af ediki) hrært út og lögurinn jafn- aður með því áður en honum er hellt yfir grænmetið. Þá er betra að nota steyttan pipar og sinnepskom. Kjósi menn heldur frystingu eru gúrkumar skornar i sneiAar og frystar þannig. Þær eru síðan þýddar í ediks- legi. Salöt Gúrkurnar eru góðar sýrðar en þær eru enn betri nýjar. Þær passa í fersk salöt með nánast hvaöa grænmeti sem vera skal. Niðursneiddar gúrkur em líka góðar með öllum mat. Mörgum finnst gott að sýra þá gúrkuna ögn án þess að snjóða hana niður. Þá er gúrk- an skorin niður í sneiðar og látin í skál. Salti og sykri er stráö yfir. Vatni og borðediki er blandað saman og hellt yfir. Pipar er síðan mulinn yfir. Þetta er geymt í kæli í 1—2 klukku- stundir áður en þess er neytt. Steinselja er klippt yfir um leið og salatiö er borið fram. Agæt hlutföll í þessu salati eru 1/2 stórgúrka 1/2 tsk salt lmsk. sykur 1/2 dl borðedik l/2dlvatn nýmalaður pipar og steinselja eftir smekk. Gúrkan er það safarík að í rauninni þarf hvorki að nota feiti eða vökva með henni. Hún er hins vegar ákaflega góð í salati með sýrðum rjóma eða krydd- sósu sem búin er til úr matarolíu, ör- litlu ediki og kryddi. Gott krydd til að nota er til dæmis timian, pipar, lárvið- arlauf, fennel og paprika. Laukur passar vel með. Að lokum gott ráð tU að geyma gúrkur í nokkra daga. Plastið er tekið utan af þeim og eftir að skoriö hefur veriö af gúrkunni er hún látin standa með sárið niður í vatnskönnu á borði. Þannig geymist hún mun betur en í kæliskáp. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.