Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 5. AGÚST1983. 9 Brátt verður markaðurinn fullur af nýju, íslensku grcmnetl. DV-mynd S. Neytendur Neytendur Neytendur íslenska grænmetið er að koma: Verðið ennþá nokkuð hátt Islenska grænmetið er farið að koma á markaöinn. Við erum reyndar búin að njóta tómata og gúrkna í nokkurn tíma og ögn fengum við af gróðurhúsa- gulrótum. Nú er hins vegar farið að koma hvítkál, toppkál, blómkál og gul- rætur ræktaðar úti. Gulrætur og gul- rófur eru óvenju seinar á markaði þetta árið. Níels Marteinsson hjá sölu- félagi garðyrkjumanna sagði að róf- urnar væru til dæmis alveg þrem vikum eða mánuöi ó eftir því sem vanalegt er. Verðið á nýja grænmetinu er hátt enn sem komiö er. En búast má við því að það lækki þegar meira fer að koma. Þannig má nefna sem dæmi að blóm- kólið kostar í heildsölu 88 krónur. Þaö gerir í smásölu með hámarksálagn- ingu 121,45 krónur. Toppkálið er á 57,96 krónur sé hámarksálagning notuð og hvítkálið á 48,30. Toppkáliö er mjög svipað hvítkálinu að öllu leyti nema því að það er strýtulaga en ekki hnatt- laga. Núna er rabarbarinn allsráðandi ó grænmetismarkaönum eins og kom fram á siðunni um daginn. En tómatar og gúrkur seljast einnig vel. Hámarks- framleiðslan er nú seld og ekki má sal- an aukast til að þessa gómsætu ávexti fari að skorta. Tómatar kosta 69 krónur og gúrkur 76,45 sé hámarks- álagning notuð. Búast má við því að það verö eigi eftir að hækka eitthvað innan tíöar. Paprikan hefur verið það vinsæl að ekki hefur enn tekist að rækta nóg af henni hér á landi. Því var flutt nokkuð inn til viðbótar um daginn. Sú íslenska er ennþá dýr, kostar 149 krónur kilóiö. Auk þessara tegunda sem hér hafa verið taldar upp fást hér púrrur eða blaðlaukur á 123 krónur kílóið, kinakál á 89,70 og steinselja á 12,40 krónur búntið. ísbergsalat fæst ennþá og spergilkál er farið að koma. Það kost- arl38krónurkílóið. Um miöjan mánuðinn má búast við því að allar grænmetistegundir verði komnar á markaðinn, ferskar upp úr görðum landsmanna. Þá verður gamanaðlifa. -DS. Heimilisbókhaldið: Meðaltalið stendur í stað íbiliad minnsta kosti Meðaltal heimiliskostnaðar sam- kvæmt tókhaldi því sem lesendur halda með neytendasiðunni hefur sáralítið hækkað ó milli mánaöa. Meðaltalið í júní var 1.856 krónur á mann í mat og hreinlætisvörur. I mai var þaö 1.837 krónur á mann, aöeins l%hækkun. Þetta kann einhverjum að þykja furðulegt á tímum þegar allt virðist hækka stöðugt nema launin. En það er ekki furðulegt þegar litið er til þess að gífurlegt stökk varð á milli mónaðanna april og maí. Þá hækk- aöi meðaltaliö um hvorki meira né minna en 17,06%. Það tekur fóikið sem sendir seðlana líklega einhvem tíma að jafna sig á því. Það er þungur tónn í bréfunum sem fylgdu upplýsingaseðlunum að þessu sinní. Kvartað er yfir því að allt hækki stöðugt í verði og æ erfið- ara sé að ná endum saman. Til dæmis segir í bréfi frá konu úti ó landi: „Seðillinn fyrir júni-mónuð er svo hór að það liggur við að ég skammist min fýrir að senda hann. Já þetta var dýr mánuður og nú verður að „redda” hlutunum. A mínum fyrstu búskaparárum var auðvelt að bjarga svona dýrum mánuðum. Þá voru bara teknir víxlar til skamms tíma. Nú er þetta ekki mögulegt heldur verður að viðhafa aðrar að- ferðir, það er að segja að spara fyrir því sem á að framkvæma. Það er býsna erfitt aö breyta um aðferð við að eyða því sem aflað er. Viö erum orðin svo vön því að fá bara fyrir- fram af næstu launum ef lifað er um efni fram eða þá að taka lán þegar allt er komið í óefni. Á Islandi hljótum við mörg að vera á þessum vandræðabós.” Við sjáum ekki betur hér á blaðinu en aö þetta sé vandamál þjóðarinnar í hnotskum. A þeim góðu tímum sem þjóðin upplifði um árabil var ekki verið að spara til vondu áranna. Heldur eyddi hver því sem hann komst yfir. Það var heldur ekki skynsamlegt að spara þegar verð- bólgan brenndi öllu upp jaf n óðum. Nú eru hins vegar, eins og marg ift hefur verið bent á, breyttir timar og fé til að eyða er hreinlega ekki til. En eins og bréfritari benti á er erfitt að venja sig á breyttar aðferöir. Tveir seðlar sem bárust vom miklu lægri en allir aðrir. A öðrum var meðaltalið 859 krónur á mann og á hinum 948. Skýringar í bréfi fylgdu með þeim lægri. Þar var sagt að færri hefðu að jafnaöi verið í mat en oftast óður og heila viku voru allir að heiman. Með hinum seðlinum fylgdu engar skýringar. En á seölinum stóð aö rúmlega 29 þúsund krónur hefðu fariö í annað en mat. Það hefur lík- lega ekki verið mikið afgangs af mánaöarkaupinu þegar búiö var að borga annað en matinn. Þegar litið er á kostnaðinn miðað við fjölskyldustærð kemur í ljós að f jögurra manna fjölskyldur koma aö þessu sinni hagstæðast út. Ohag- stæðast virðist hins vegar fyrir tveggja manna fjölskyldur aö draga fram lífið. I heild líta tölumar svona út: 2 manna f jölskyldur 2098 3 manna f jöiskyldur 2027 4 manna f jölskyldur 1640 5mannafjölskyldur 2036 6 manna f jölskyldur 1895 7 manna f jölskyldur 1659 -DS. Savett toalett eru sótthreinsandi þurrkur, ætlaðar til notkunar á eftir salernispappír. Savett toalett er í hentug- um umbúðum til notkunar heima og í ferðalagið. Savett Toalett. SAVETT f æst í apótekinu. Stærðir: 80x80 — 90x90—70x 90 Auðveft í uppsetningu, aðeins þarf að tengja vatn og frárennsli. PÓSTSENDUM B099ÍO9AVÓruvir«la0 Trffggva Hooosftooor SIDUMOLA 37 -SIMAR 83290-83360 FRISTANDI STURTUKLEFAR BAHCO með sjálfsti/ian/egum b/öndunartækj- um. Hentar alls siaðar fyrir heimili og vinnustaði. OP|£LarDAg Vörumarkaðurinn hl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.