Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd ÓÖLDIN Á SRILANKA A eyjunni Sri Lanka minnir ástandið um sumt á Kýpur, þar sem Kýpur-Tyrkir og Kýpur-Grikkir hafa aldrei getað setiö á sárshöfði eða búið í samlyndi. Síðasta áratuginn hafa veriö skærur milli sinhalesa og tamila á Sri Lanka sem jafnharðan hafa þó fjarað út, en eftir atburði síöustu viku, þykir einsýnt að aldrei geti gróið um heilt aftur. I meir en þrjú ár hefur herinn á Sri Lanka ólmast í taumhaldinu á meðan félagar þeirra og lögreglu- menn hafa verið myrtir af hryðju- verkamönnum tamila og á meðan Junius Jayawardene (76 ára) forseti Sri Lanka reyndi samningaleiðina til pólitískrar lausnar á vandanum. Embættisgjörðir hans sýna, aö hann hafði einlægan vilja til þess að bæta úr umk vörtunaref num tamila. Góður grunnur en dugði ekki Jayawardene var í sterkri aðstöðu til þess að láta gott af sér leiöa fyrir tamila, þótt hann væri sjálfur sin- halesi. öll hin löngu ár, sem hann var í andstööu við stjóm Bandar- anaike-ættarinnar, hafði hann deilt smán, útskúfun og ofsóknum með Appapillai Amritalingam, sem er leiötogi hinnar sameinuðu frelsis- hreyfingar tamila. Þolandi súrt saman bundust þeir vináttuböndum. Þegar Jayawardene komst til embættis með yfirburðasigri í þing- kosningunum 1977, varð Amritaling- am leiðtogi næststærsta þingflokks- ins og stjórnarandstæðinga. I samræmi við stefnu sína um „dhar- mishta” — réttlátt þjóðfélag — hóf Jayawardene viðræður við Amrita- ingam og flokksbræöur hans um umbætur fyrir tamila. Hann gerði málýsku tamila aö öðru ríkismálinu á Sri Lanka. Hann dró úr mismunun í skólakerfinu, sem fyrri stjóm hafði komið í kring fyrir sinhalesa. Og sitt hvað fleira var undirbúið. öfgarnar hlusta illa En þetta reyndist Jayawardene vonlaust verk. Aðskilnaðarsinna tamilar höfðu notað sömu kosning- amar og fleytt höfðu Jayawardene til valda sem þjóðaratkvæði um kröfu þeirra til stofnunar á Ellm, sjálfstæðu ríki tamila á eyjunni. Aðskilnaðarsinnar unnu í öllum 20 kjördæmum tamifa í grennd við Jaffna á norðurhluta eyjarinnar þar sem byggð tamila er þéttust. Töldu þeir sig þar meö hafa hlotið þaö umboð sem þeir sóttust eftir. Við þessar aðstæður var sama hvað Jayawardene gaf tamilum eftir. Hann gat aldrei fullnægt kröfum hinna forstokkuðu aðskiln- aöarsinna sem engu vildu una öðm en klofningi ríkisins. Og hinir, eins og Amritalingam sem semja vildu um pólitíska málamiðlun innan sam- einaðs ríkis, einangruöust smám saman og kölluðust „stjómar- sleikjur”. Óöld og óeirðir Forsetakosningamar í október í vetur þar sem flokkur Amrítaling- ams bauð ekki fram á móti Jaya- wardene, breyttust í átök milli öfga- aflanna meðal tamila og hinna hóf- samari. Þeir fyrrnefndu vildu að tamilar skiluðu ekki atkvæði í kosningunum og sætu heima. 1 auka- þingkosningum í maí og sveitar- stjórnarkosningum í Jaffna brutust út óeirðir þegar ofstækismenn réöust á frambjóðendur samningasinna. Kosningamar í Jaffna fóru hörmu- lega og ofstækisöflin fóru með sigur afhólmi. Ofbeldisverk og óeirðir færðust í aukana og beindust aðallega gegn hermönnum, opinberum stofnunum, bönkum og öðm því, sem hryðju- verkaöfl gera venjulegast að skot- spónum sínum. Herinn virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Ráðamenn vildu ekki leyfa honum aö beita sér gegn borgurum og upplýsingaöflun leyniþjónustunnar virtist í molum. Þessu síðasta mátti að nokkru kenna forsetanum sjálfum. T amil-tígrisdýrin Eins og fyrirrennarar hans haföi Jayawardene við embættistökuna haft mannaskipti í flestum trúnaðar- störfum hjá því opinbera. Þar á meðal í leynilögreglunni þar sem fyrir voru menn er þjálfun höfðu hlotiö hjá leyniþjónustu Breta og Israela. I staðinn voru settir til starfa menn sem Jayawardene og flokkur hans treysti betur, þótt óreyndari væm. Ein afleiðing þess varð að tamil-tígrisdýrin, eins og hryðjuverkasamtök ofstækismanna em kölluö ó Sri Lanka, óðu uppi viöspymulitiö. Kort af Srl Lanka. Skáletruðu svæðin sýna aðalbyggðir tamila en það hvíta er byggt sinhalesum. — efst í horninu er kort sem sýnir stöðu eyj- arinnar Sri Lanka suður og austur af Indlandsskaga. Sunnudaginn í hinni vikunni drápu tígrisdýrin þrettán hermenn í laun- sátri í Jaffna. Blóðið ólgaöi i sinhalesum, og svo klaufalega var staðið að greftrun hinna föllnu, að af því kviknaði heljarbáliö sem verður varla slökkt um fyrirsjáanlega framtíð. Múgurinn, sem beið athafnarinnar, trylltist þegar henni var aflýst í Colombo vegna ein- hverrar seinkunar á flutningi lík- anna frá Jaffna. Ofsóknunum sem síðan hófust á hendur tamilum hefur veriö lýst í fréttum. Það hefur gengiö á með moröum og íkveikjum, grip- deildum og óspektum. Yfirvöld settu á útgöngubann til þess að geta betur haldið uppi lögum og reglu en þaö viröist koma fyrir lítið. Enda bera fréttir keim af því að herflokkar, sem sendir hafa verið lögreglu til halds og trausts, láti sér ósárt um það, þótt tamilar hljóti bágt af hálfu sinhalesa. Mánudaginn eftir þessa blóðhelgi voru 35 tamilar fangar í Welikada- fangelsinu, sem er aðal öryggisfang- elsi Sri Lanka, baröir til bana. Sumir voru dæmdir menn fyrir hryðju- verkastarfsemi, en aðrir einungis í varðhaldi. — Yfirvöld sögðu að upp- þot hefði orðiö í fangelsinu og meðfangarnir hefðu drepið tamil- ana, en kvittur er á kreiki um að verðimir, allt hermenn, hefðu sjálfir veriðaðverki. Alla vikuna fram yfir verslunar- mannahelgina hefur gengið á með óspektum í Colombo og víðar á Sri Lanka þar sem æfir sinhalesar hafa leitaö uppi tamila. Nýrri olíu hafði verið skvett á eldinn þegar tilraun var gerð til þess aö sprengja upp aöalgasstööina í höfuðborginni, og var hryðjuverkaöflum tamila kennt um. Indira Gandhi áhyggjufull Álengdar situr Indlandsstjóm og fylgist áhyggjufull með framvindu mála þessa eyríkis við bæjardymar. Syðst á Indlandsskaga búa indversk- ir tamilar og leggja fast að stjóm- inni í Nýju Delhí aö bjarga hinum ofsóttu tamilum frá Sri Lanka. — Tamilamir á Sri Lanka eru mest- megnis innfæddir, en þó em þar tugir þúsunda, sem starfa á plant- ekrum og búgörðum, er flust hafa yfir sundið í tímans rás. Indlandsstjóm hefur boðist til þess að senda hjálpargögn flugleiðis til noröurhluta Sri Lanka þar sem sumar tamilabyggðirnar hafa algerlega einangrast. Jafnframt hefur hún boðið flutninga öllum tamilum sem flúið hafa heimili sín og vilja flytja til Indlands. Um 50 þúsund tamilar hafa leitaö hælis i „flóttamannabúðum” sem hróflað hefur veriö upp í Colombo. Vafamál þykir samt hvort þessi boð Indíru Gandhi megni að friða íbúa suður- fylkisins Tamil Nadu. Eftir óeirðimar í Colombo hafa veriö daglegar mótmælaaögerðir og skemmdarverk unnin á eignum Sri Lanka-manna á Indlandi. Einn Sri Lanka-stúdent var skotinn til bana í höfuðstaðnum Madras og annar lagður inn á sjúkrahús særður skot- sárum. í bráðum háska ef sjást á ferli Jafnvel þótt þessi hjálparboð Indlandsstjórnar yrðu þegin og því em takmörk sett hvað hún getur i r i ti Umsjón: Guðmundur Pétursson gengiö lengra, þá er ástandið þannig á Sri Lanka að þaö er stórháski fyrir tamila aö láta sjó sig á ferli. Það er ósýnt að þeir úti í dreifbýlinu sem boðiö vildu þiggja mundu komast lifs áfangastaða á milli. Ekki hefur þótt þorandi enn að verða viö óskum tamila í Colombo um að fá að fara norðuráeyjuna. Tamilar sem flust hafa frá Sri Lanka bera einstökum ráðherrum Sri Lanka-stjórnarinnar á brýn að ala á kynþáttahatrinu til aö efla sam- stöðu sinhalesa með stjóm Jaya- wardene. Aðeins einn af hverjum 100 lögreglumönnum á Sri Lanka er tamiLi. Þegar öryggissveitir voru kallaðar út til að vemda tamila í hafnarbænum Trimcomalee í síðustu viku voru sjónarvottar að því aö lögreglumenn tóku sjálfir þátt í íkveikjum og gripdeildum. Ekki hefur heyrst um eitt tilvik þar sem lögregluþjónn eða hermaður hafi verið tyftaður fyrir slík brot. Dökkar framtíðarhorfur Jayawardene hefur svarað óöld- inni með því að setja á útgöngubann um nætur og hóta að banna starfsemi stjómmálaflokks tamila, nema þeir hætti áróðri fyrir aðskildu ríki tamila. Jayawardene er einlægur búddistí og næstum meinlætamaður í mat og háttum. (Lifir til dæmis einungis á hnetum og mjólk.) En hann virðist veðurglöggur mjög í pólitíkinni. Hann efndi til þjóðaratkvæðis í des- ember þar sem honum tókst að auka sex árum við forsetatímabil sitt. Stjóm hans á nú við að glíma verstu óeirðir sem út hafa brotist síðan landið hlaut sjálfstæöi 1948, og verður vandaverk við að fást, án þess að framkalla frekari óánægju og ofbeldisviðbrögð. Á meðan býður ferðamannaiðnaður Sri Lanka, sem blómstraöi, ómældan skaða af. Rúm- lega 400 þúsund erlendir feröamenn heimsóttu landiö í fyrra. Aöskilnaðarsinnar tamila hafa komið sér upp skrifstofu í London eftir að yfirvöld á Sri Lanka bönnuöu starfssemi samtaka þeirra. Þeir hóta skæruhernaði og segjast engin önnur ráð hafa síðan þeir neyddust til aö flýja land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.