Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Síða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og úfgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI Sééll. Auglýsingar: SÍDUMÚLA13. SÍMI 27022. Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI1». Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblað22 kr. Taliö við Rússa Svokölluð „friðarganga” verður farin á morgun undir fölsku flaggi. Yfirskrift þessarar göngu á nú að verða „Aldrei aftur Hiroshima”. Gangan verður farin, þegar liðin eru 38 ár frá því að kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Hiroshima. I Hiroshima og Nagasaki sáu menn hin ógurlegu eyðingaráhrif kjarnorkusprengna. Nú eru sprengjur risaveldanna margfalt áhrifameiri. Safn þeirra af kjarnorkusprengjum nægir til að „eyða mann- lífi mörgum sinnum” eins og orða má þaö, sem á ensku hefur verið kallað „overkill”. Stríðshættan hefur aukizt síðustu árin. Mannkynið óttast vissulega að til kjarnorku- stríðs geti komið. Þetta kunna áróðursmeistarar að nota. Ekki verður um víðtæka „friðargöngu” að ræöa á morgun. Þetta er hin árvissa „Keflavíkurganga” alþýðu- bandalagsmanna. Forráðamenn þessarar göngu segja, að fram verði bornar kröfur um hlutleysi Islands gagnvart hernaðar- bandalögum, kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og virð- ingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. En auðvitað verður þessi ganga frá Keflavík til Reykjavíkur fyrst og fremst hin venjulega „ísland úr NATO — herinn burt” ganga Alþýöubandalagsins. Afstaða alþýðubandalagsmanna til varnarliðsins hefur verið athyglisverð. I ríkisstjórn heyrist lítið frá alþýðubandalagsmönnum um, að Island ætti að ganga úr Atlantshafsbandalaginu og herinn að fara. Alþýðubandalagsmenn sátu í ríkisstjórn nær látlaust frá sumri 1978 til maímánaðar nú. Forkólfar Alþýðu- bandalagsins fylltu ekki margar síður blaða með grein- um um nauösyn þess, að herinn færi. Þeir sátu jú í ríkis- stjórn. Nú eru gömlu baráttumálin dregin fram. Auðvitað fer Alþýðubandalagið í stjórnarandstöðu að heimta „Island úr NATO” og „herinn burt”. Foringjarnir vilja með því hafa lið sitt gott. Aldrei er aö vita nema einhver atkvæði náist frá Framsókn í slíkri baráttu. Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa lengi hvílt sig í ráðherrastólum. Nú eru þeir reiðubúnir að ganga frá Keflavík til Reykjavíkur. Þeir sem í alvöru vilja fara friðargöngur ættu að hafa annan hátt á. Þeir þurfa fyrst og fremst að snúa sér til Rússð Þeír'hljóta að vita, að hið nýja vígbúnaðarkapphlaup, sem nú stendur, var verk Rússa. Sovétmenn beindu nýj- um kjarnorkuflaugum gegn Vestur-Evrópu. Atlantshafs- bandalagið talar um að svara því í sömu mynt. Friöarsinnarnir eiga ekki að láta teyma sig á asnaeyr- um í göngur til að þjóna flokkshagsmunum Alþýðubanda- lagsins, sem vill þvo af sér nær 5 ára setu í ríkisstjórn. Þeir þurfa að biðja Rússa að fjarlægja sínar nýju kjarn- orkueldflaugar. Þeir þurfa að skora á Rússa að hætta innrás sinni í Afganistan. Þeir eiga að biðja Rússa um frelsi handa pólsku þjóð- inni. Annars er til lítils að ganga undir friðarfánum. Eins og það er í pottinn búið, verður Keflavíkurgangan í ár aðeins vatn á myllu Sovétmanna, þeirrar þjóðar, sem magnaði kjarnorkukapphlaupið og sker sig úr í yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum. Gangan verður einungis efling fyrir Alþýðubandalagið. Öllum finnst okkur hið sama um hrylling eyðingar Hiroshima. En látum ekki plata okkur undir fölskum flöggum. Haukur Helgason. Frá styrjöldinni við Japani. Kveikjan að kjarnorkuárásinni á Hirosbima var árás Japana á Pearl Harbour. Frá Keflavík til Reykjavíkur í þágu Andropov Um þessa helgi er þess minnst um allan heim, að kjamorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasaki til þess að Ijúka styrjöld banda- manna við Japani, en ófriðnum var þá lokið í Evrópu. Bandamenn voru búnir að kreppa mjög að Japönum og landganga hafin á nokkrum eyjum, en mannfall hafði orðið gífurlegt, enda létu Japanir ekki taka sig til fanga. Þeir sem sáu myndina Gleðileg jól Mr. Lawrence, geta e.t.v. gert sér einhverja grein fyrir þvi með hvaða hugarfari japanskir hermenn börð- ust. Tilsýndar er slik hreysti lofsverð og minnir á söguna af Leonídas f Laugarskarði. En fyrir bandamenn var viðnám Japana ekkert gaman- mál, en talið var, að það myndi kosta Bandaríkjamenn hundruð þúsunda hermanna, ef ekki milljónir, að hernema Japan og þvinga til upp- gjafar. Það var undir þessum kringum- stæðum sem Truman forseti Bandarikjanna tók þá ákvörðun að varpa kjarnorkusprengjum á Hiroshima og síðar Nagasaki. ör- skömmu síðar gáfust Japanir upp. A þessum tíma gerðu menn sér ekki grein til fulls fyrir þeirri lang- vinnu geislavirkni, sem fylgir kjarn- orkusprengjum. Mikil veikindi þeirra, sem bjuggu á árásarsvæðun- um og komust lífs af, hafa orðið til þess að margir gagnrýna Truman fyrir ákvörðun sina, ekki síst þeir menn á Vesturlöndum, sem hata vestræna stjómarhætti og menn- ingararfleifð. Þó er þess að geta að söngurinn gegn kjamorkusprengj- unni hófst ekki fyrr en í odda skarst með Rússum og bandamönnum. Þá hlupu sósíalistar til um allar jarðir, rétt eins og þeir höfðu áður talið það einkastríð Hitlers og Breta, þegar heimsstyrjöldin braust út. (Sjá um þetta greinar í Þjóðviljanum og Rétti, svo og ræður kommúnista á þingil939til 1940.) Hörmulegar afleiðingar kjarn- orkusprengjunnar breyta hins vegar ekki þvi, að ákvörðun Trumans var rétt. Nú eru kommúnistar að fara í friðargöngu frá Keflavík til Reykja- víkur. Eins og vanalega eru helstu markmið göngumanna i samræmi við utanríkisstefnu Sovétmanna, enda er það löngu vitað, að Sovét- menn hafa styrkt þessar friðarhreyf- Kjallarinn Haraldur Blöndal ingar með gífurlegu fé, og agentar þeirra eru býsna lagnir við að koma að þeim markmiðum, sem þjóna Sovétmönnum best. Að þessu leyti reka Sovétmenn góða utanrikis- þjónustu. Og eins og vanalega er Þjóöviljinn undirlagður. Eitt sinn voru það Finnar, sem berjast varð gegn, þá Frakkar, Englendingar og aðrir and- stæðingar Hitlers í Evrópu, en Stalín í bandalagi við hann, síðan mátti hleypa af byssum á Islandi, ef þaöi gat oröiö Rússum að gagni, eins og Brynjólfur Bjarnason sagði í þing- ræðu. Gieymum ekki Hiroshima Göngumenn reyna að nota minn- inguna um kjamorkuárásimar á Hiroshima og Nagasaki til þess aö afla liðs í gönguna. Þeir segja: Aldrei aftur Hiroshima. Og menn getatekiðundir það. Hins vegar er það alrangt, að komið verði í veg fyrir Hiroshima með því að ganga frá Keflavík til Reykjavíkur. Hversu góöan hug, sem margir góðir göngumenn hafa, hversu mikinn vilja, sem þeir hafa til þess aö skapa friö á jörðu, þá gera þeir það ekki með því aö draga úr vömum vestrænna þjóða. Sagan sýnir þvert á móti, að friður hefur haldist í Vestur-Evrópu frá stríös- lokum. Og fyrst friður hefur haldist með þessum hætti, af hverju á þá að breyta til og stofna til óvissu í vam- ar- og öryggismálum Evrópu, óvissu sem getur leitt af sér nýja heims- styrjöld? Við skulum muna það, að Japanir réðust á Bandaríkjamenn á sínum tíma vegna þess, að Bandaríkja- menn vom grandlausir. Þeir vom ekki þátttakendur í Evrópustyrjöld- inni, og þeir voru ekki þátttakendur í Asíustyrjöldinni, sem Japanir háðu þá. Þvert á móti reyndu Bandaríkja- menn að halda sig utan við bein hernaöarátök, þótt vitanlega styddi stjórnin lýðræðisríkin. Arás Japana á Pearl Harbour var kannski fyrst og fremst möguleg vegna þess, að Bandaríkjamenn töldu sig geta treyst á hlutleysi sitt. En jafnvel svo öflugt ríki gat ekki varið hlutleysi sitt fyrir árásaraðila. Vitanlega bmgðu Bandaríkjamenn hart við, og ef hægt er að rekja kjarn- orkuárásina á Hiroshima til nokkurs eins atburðar, er það til árásarinnar á Pearl Harbour. Varnarbandalög eina lausnin Ef menn vilja koma í veg fyrir Hiroshima verða menn aö líta til upphafsins. Eins og Jón forseti sagði, dugir ekki að vilja að eitthvað verði, menn verða að vilja það, sem til þarf að það verði. Um líkt leytii og sprengjan sprakk var að ljúka styrjöld við Þjóöverja og Itali í Evrópu. I dag starfa þessar þjóðir í friðsamlegri sambúð með öörum lýðræðisþjóðum i Evrópu. Sama er að segja um Japani. A sama tíma hefur sambúð við Sovétmenn og fylgiríki þeirra verið mjög stirð, en sagan hefur sýnt, að Sovétmenn hafa ekki kært sig um að halda alþjóðasamninga, þeir hafa stutt til óeirða, hvar sem er í heimin- um, í Evrópu, Afríku, Asíu og Ameríku. Þar sem lýðræðisþjóðirnar hafa tekið höndum saman, hefur tekist að halda vágestinum frá og tryggja frið, annars staðar er ófriður. Ef menn vilja tryggja frið, eru varnarbandalög eina lausnin. Þess vegna eiga menn ekki að ganga frá Keflavík til Reykjavíkur, því að slíkt þjónar aðeins hagsmunum Rússa. Haraldur Blöndal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.