Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1983, Page 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 5. AGUST1983. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir 19 heimsmet í frjálsíþróttum — hafa verið sett á árinu Nítján heimsmet í frjálsum íþróttum hafa verlö sett á árinu og búast má við að fleiri sjái dagsins ljós á heimsmeistaramótinu í Helsinki. Metin eru. Langstökk kvenna. Anisoara Cusmir, Rúmeníu, 7,21 m, og síðan bætti hún árangur- inní 7,27 og 7,43 m. Spjót karla. Tom Petranoff, USA, 99,72 m. Kringla karla. Juri Dumtsjev, Sovét, 71,86 m. Kúla karla, Udo Beyer, A-Þýskalandi, 22,22 m. Sleggjukast. Sergei Litvinov, Sovét, 84,14 m. Tugþraut. Jiirgen Hingsen, V-Þýskalandi, 8777 stig. Hástökk karla. Zhu Jian Hua, Kína, 2,37 m. Sjöþraut kvenna. Ramona Neubert, A- Þýskalandi, 6838. 100 m hlaup kvenna. Marlies Göhr, A-Þýska- landi, 10,81 sek. Evelyn Ashford, USA, 10,79 sek. 100 m karla. Calvin Smith, USA, 9,93 sek. 800 m hlaup kvenna. Jarmila Kratochilova, Tékkóslóvakíu, 1:53,28 min. 10000 m hlaup kvenna. Ludmila Bragina, Sovét, 31:35,01 min. 400 m grindahlaup kvenna. Anna Ambrosine, Sovét, 54,02 sek. Spjótkast kvenna. Tiina Lillak, Finnlandi, 74,76 m. 4X100 m boðhlaup kvcnna. Sveit Austur-Þýskalands 41,53 sek. Kringlukast kvenna. Galina Savinkov, Sovét, 73,26 m. -hsim. Fá ekkiað setja inn mann fyrir Coe Stjórn alþjóða frjálsíþróttasambandsins hefur neitað Bretum um að setja inn nýjan mann fyrir Sebastian Coe í 800 m hlaupið í heimsmeistarakeppnina sem hefst í Helsinki á sunnudag. Coe varð að hætta við þátttöku vegna veikinda, var bannað að æfa og keppa af læknum. Bretar eru mjög óhressir með þessa ákvörðun frjálsíþróttasambandsins og benda á aö önnur lönd fái að setja inn kepp- endur að vild þó þau hafi ekki tilkynnt ákveðna menn í greinar. Þeir Elliott og Cook munu hlaupa 800 m fyrir Bretland. Bretar vildu fá að setja annaðhvort Steve Cram eða Steve Ovett í hlaupið. Undan- rásir 800 m hlaupsins verða á sunnudag, undanúrslit á mánudag og úrslitin á þriðju- dag, 9. ágúst. Cram og Ovett keppa í 1500 m ásamt Williamson. Riðlakeppni í 1500 m hlaupinu hefst föstudaginn 12. ágúst. -hsím. Þrjár stúlkur hafa stokkið yfirtvometra — hástökkskeppnin á HM íHelsinki hefst á sunnudag Þórdís Gísladóttir, tR, keppir í hástökki í heimsmeistarakeppninni í Helsinki. For- keppnin verður á fyrsta keppnlsdeginum, sunnudag, en úrslit á þriðjudag. Þrjár stúlkur hafa stokkið yfir tvo metrana í ár. Bykova, Sovétríkjunum, setti heimsmet innanhúss, þegar hún stökk 2,03 m. Ulrike Meyfart, V- Þýskalandi, ólympíumeistarinn á leikunum í Miinchen 1972, og Ritter, USA, hafa stokkið tvo metra slétta. Síðan fylgja margar fast á eftir. Huntley, USA, er með 1,99 m — Kositsyna, Sovétríkj- unum, og Costa, Kúbu, hafa stokkið 1,98 metra. Þá eru þær Vesile, Rúmeníu, og Helm, Austur-Þýskalandi, með 1,97 m og Sommer, USA, og Bjelkova, Sovétrikjunum, með 1,96 metra. Það verður því við ramman reip að draga hjá Þórdisi í hástökkskeppninni. Hópferð Vals- manna á Skaga Á morgun, laugardag, leika Akumesingar viö Valsmenn á Skipaskaga og hefst leikurinn kl. 14.30. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Knattspymudeild Vals, verður efnt til hóp- ferðar á leikinn. Farið verður með Akraborg- inni frá Reykjavík kl. 13.00 á morgun og til baka að leik loknum. -AA. heimsmeistarakeppninni. Einar er í áttunda sæti í spjótkasti á af rekaskránni. DV-mynd EJ. Mtg svitnaði < einu sinni í leil — sagði Þorsteinn Ólaf sson, markvörð Akureyrarliðið hafði sigrað Keflavík a Frá Guðmundi Svanssyni, f réttamanni DV á Akureyri. „Þórsarar börðust sem einn maður í leiknum. Ég er mjög ánægður með leik þeirra. Þeir léku sinn besta leik í sumar,” sagði Björa Ámason, þjálfari Þórs, eftir að lið hans hafði sigrað Keflvíkinga 2—0 í 1. deild í blíðskapar- veðri á Akureyri í gær. Við sigurinn komst Þór í annað sætið í 1. deild. „Ég svitnaði ekki einu sinni í leiknum,” sagði Þorsteinn Ólafsson markvörður Þórs, eftir leikinn og segir það nokkra sögu um yfirburði Akureyrarliðsins í leiknum. Sigurinn var mjög verðskuld- aður. „Dómgæslan var hrikaleg þegar við fengum á okkur fyrsta markiö. Þar var um brot að ræða og það er bág- borið að bjóða upp á slíka dómgæslu í 1. deild eins og verið hefur í sumar,” sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn og bætti því við að sigur Þórs hefði verið sanngjarn og verðskuldaður. Þórsarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum, vel studdir af fjölmennum hóp áhorfenda. 881 greiddi aögangs- eyri. Strax á 5. mín. átti Þór hættulega Akureyri f gærkvöld sókn, Halldór Áskelsson skaut hörku- skoti rétt framhjá, og rétt eftir miöjan hálfleikinn vom Þórsarar nærri að skora á ný. Þorsteinn Bjamason varði glæsilega frá Sigurjóni Rannverssyni. Sókn Þórsara var þung. A 30. mín. lék Bjarni Sveinbjörnsson upp og átti skot að marki Keflvíkinga utan vítateigs. Þorsteinn Bjarnason varði en hélt ekki knettinum, sem barst til Helga Bents- sonar. Þorsteinn var kominn á fæturna aftur og varði vel frá Helga. Á 41. mín. kom fyrsta mark leiksins. Halldór var með knöttinn úti á kanti og tveir Keflvíkingar sóttu að honum. Hann lék á báða út undir hornfánanum og gaf háan bolta fyrir markið úr þröngu færi. Þorsteinn markvörður og Helgi stukku báðir upp, misstu af knettinum og féllu niður á völlinn. Helga tókst beinlínis aö skríða aö knettinum og skalla hann í markið. 1— 0 og Keflvíkingar vom óánægðir með dómgæsluna. Töldu að brotið hefði verið á Þorsteini og hann sjálfur mót- mælti. Baldur Scheving dómari var á annarri skoðun. Dæmdi mark og bók- aði Þorstein fyrir mótmælin. Hann bókaöi einnig síðar annan Keflvíking, Kára Gunnlaugsson. ÞEIR KASTA LENGST — af rekaskráin í köstum og tugþraut 70,72 — I. Bugar, Tékkósló. 70,36 - MacWilkins,USA 70,00 — Juan Martinez, Kúbu 69,88 — Arthur Brans, USA 68,30 — John Powell, USA 68,12 — JosefNagy,Rúmeníu 67,26 — Geza Valent, Tékkó. Sleggjukast 84,14 — Sergei Litvinov, Sovét 82,92 — IgorNikulin,Sovét. 81.18 — Juri Tarasjuk, Sovét 81,12 — Grieg. Sjevtsov, Sovét 81,42 — Juri Sedykh, Sovét 80,04 — K. Ploghaus, V-Þýskal. 80,04 - K.H. Riehm, V-Þýskal. 80,00 — A. Tsjuzhas,Sovét 79.18 — Juri Tamm, Sovét 79,06 — Anatoly Jefimov, Sovét Tugþraut 8777 — J. Hingsen, V-Þýskal. 8714 - S. Wentz, V-Þýskal. 8538 — G. Degtjarev, Sovét 8509 — Daley Thompson, Bretl. 8456 — G. Kratschmer, V-Þýskal. 8418 — K. Akhapkin.Sovét 8412 — A. Nevsky.Sovét 8367 — Andreas Rizzi, V-Þ. 8362 — UweFreimuth, A-Þýsk. 8337 — Torsten Voss, A-Þýsk. 8337 — Stefan Niklaus, Sviss. -hsím. „Bíð eftir góðu boði frá Ítalíu” — segir Pétur Guðmundsson. Lið Portland vinnur stórt um þessar mundir Heimsmet hafa verið sett í öllum kastgreinum karla í frjálsum íþróttum það sem af er árinu. Mesta athygU vakti heimsmet Bandarikjamannsins Tom Petranoff í spjótkastinu þegar hann kastaöi 99,72 m í vor. Hér á eftir fer afrekaskráin í ár í köstunum og tugþraut. Einar Vilhjálmsson er eini tslendingurinn á skránni. Er í 8. sæti í spjótkastinu með 90,66 m. Þeim árangri náði hann í Stokkhólmi í keppnínni við USA á dögunum þegar hann sigraði heimsmethafann með miklum yfirburðum. Einar keppir í heimsmeistarakeppn- inni í Helsinki sem hefst á sunnudag. Forkeppni í spjótkastinu veröur kl. sjö að íslenskum tíma miðvikudagsmorg- uninn 10. ágúst. ÚrsUtakeppnin hefst kl. 14.30 að ísl. tíma á föstudag 12. ágúst. Og þá er það afrekaskráin. Kúluvarp 22.22 — Udo Beyer, A-Þýskal. 21,94 — David Laut, USA 21,61 — KenAkins.USA 21.43 — Mike Lehman, USA 21,40 — Janis Bojars, Sovét 21,40 — EdwardSarul, PóU. 21,36 — Ulf Timmermann, A-Þ. 21.35 — Machura, Tékkósló. 21,27 — S. Kasnaukas, Sovét 21.22 — Brian Oidfield,USA Spjótkast 99.72 — Tom Petranoff, USA 96.72 — Detlef Michel, A-Þýsk. 94,20 — Kheino Puuste, Sovét 91,88 — Danis Kuia, Sovét 91.44 — K.Tafelmeier,V-Þýsk. 91,24 — K. Merwe, S-Afríku 90,90 — P. Sinersaari, Finnl. 90,66 — EinarVilhjálmsson,Isl. 90,58 - M. O’Rourke, N-Sjálandi 90.35 - Mike Barnett, USA 90,30 — Per E. Olsen, Noregi Kringlukast 71,86 — Juri Dumtsjev, Sovét 71,32 — Ben Plucknett, USA 71,06 — Luis Delis, Kúbu „Hér er allt morandi af ítölum sem em að leita að leikmönnum fyrir keppnistímabilið en það byrjar á ítalíu um miöjan þennan mánuð. Ég veit að nokkur ítölsk félög era æst í að fá mig til liðs við sig og það getur alveg eins verið að maður slái tll,” sagði Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður er vlð ræddum við hann en hann er nú á keppnisferðalagi með liði Portland Trailbiazers í Bandaríkjunum. Sem kunnugt er hefur Pétur veriö aö berjast fyrir sæti í liði Portland og hefur honum gengið vel það sem af er. Nýjar reglur hafa hins vegar verið settar varðandi launagreiðslur liðanna í NBA-deildinni þannig að hvert lið má ekki greiða leikmönnum meira en þrjár milljónir dollara yfir keppnis- tímabilið. Það hefur í för með sér launalækkun fyrir minni spámenn deildarinnar því þeir bestu hirða bróðurpartinn af þessum þremur milljónum. „Ég veit að hjá þessum ítölsku félög- um era miklir peningar í boði og ef ég fengi gott tilboð myndi ég eflaust slá til. Ég hefði meira upp úr því en að leika hér með Portland ef mér tekst að komast í liðið. Þá myndi ég einnig öðl- ast meiri leikreynslu og yrði þá vel undirbúinn fyrir NBA-slag að dvölinni á Italiu lokinni,” sagði Pétur. Hann hefur undanfarið leikið með Portland en iiöið hefur nær eingöngu verið skipað nýliðum, mönnum sem era að reyna að komast í aðalliöið. Liðinu hefur gengið vel, tekur um þessar mundir þátt í æfingamóti og sigraði Portland í þremur fyrstu leikj- unum sem búnir eru. Fyrst sigraði Portland liö Indiana með 122 stigum gegn 97. Pétur skoraði 3 stig í leiknum og hirti 10 fráköst og var þjálfari liðsins ánægður meö hans frammi- stöðu í leiknum. Næst vann Portland lið Los Angeles Lakers 130—105. Pétur skoraði 8 stig og tók jafnmörg fráköst. Loks sigraði Portland lið Golden State 116—109. Pétur fékk þrjár villur á fyrstu þremur minútunum og gat iítið leikið eftir það. -SK. íþróttir íþróttir íþróttir^ íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.