Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR11. AGOST1983.
Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiómarformaður og útgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvasmctastjóriogútgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjdrar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoearritstióri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍOUMÚLA12—14. SÍMI8ÓAU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrífstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setníng, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun:
ÁRVAKUR HF„SKEIFUNNI19.
Áskriftarverð á mánuöi 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr.
Helgarblaö22 kr.
Efniö þið heldur loforðin
Skynsamlegt er aö hverfa frá ráðagerðum um nýja hús-
næðislánavísitölu, sem á að létta byrðar húsbyggjenda. 1
staðinn ber að fara aðrar og stórvirkari leiðir að sama
markmiði, jafnvel þótt þær festi mun meira fé.
1 ríkisstjórninni eru þegar á kreiki efasemdir í garð
hinnar nýju vísitölu. Ennfremur hafa stjórnir Alþýðu-
sambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja
mótmælt henni og hvatt flokkana fremur til að efna kosn-
ingaloforð.
Núverandi lánskjaravísitala er að tveimur þriðju vísi-
tala framfærslu og að einum þriðja byggingarkostnaðar.
Ráðgerð húsnæðislánavísitala átti að hafa einn þriðja af
hverri, vísitölu kaupgjalds, framfærslu og bygginga-
kostnaðar.
Þegar kaup hækkar mun minna en framfærslukostn-
aður, hækkar síðari vísitalan minna en hin fyrri. Mis-
ræmið milli tekna og húsnæðislánavísitölu er þá minna en
misræmið milli tekna og lánskjaravísitölu. Afborganir
verða léttari.
Þetta snýst hins vegar við, ef lífskjörin í landinu taka
að batna á nýjan leik, svo sem endanlega er stefnt að í
hinum harkalegu aðgerðum stjórnvalda í efnahagsmál-
um. Þá verður nýja vísitalan erfiðari en hin gamla.
Gangi efnahagsdæmi ríkisstjórnarinnar upp, er hin
ráðgerða húsnæöislánavísitala raunar einkar skamm-
góður vermir. Áhrif hennar geta verið orðin neikvæð
þegar um næstu áramót, húsbyggjendum til hrellingar.
Fleiri vankantar eru á þessari vísitölu. Einn er sá, að
hún mundi aðeins nýtast í lánum Húsnæöisstofnunar
ríkisins og hugsanlega lífeyrissjóðanna, meðan bankarn-
ir yrðu aö nota gömlu vísitöluna til að verja sparif járeig-
endur.
Þar ofan á gætir lánskjaravísitalan ekki aðeins hags-
muna sparifjáreigenda, heldur tryggir bönkunum einnig
meira sparifé til útlána en ella væri. Fólk sparar meira,
þegar fé í bönkum brennur ekki í verðbólgunni.
Þetta hefur mátt sjá á undanförnum árum. Þegar
vextir hafa verið mjög neikvæðir, hefur sparifé sogazt úr
bönkunum og sumpart verið notað í óþarfa hluti. Við já-
kvæða raunvexti hefur sparifé hins vegar hlaðizt upp.
Þjóðfélagið í heild og húsbyggjendur sérstaklega þurfa
á því að halda, að aflögufært fólk geti með árangri sparað
fé sitt í stað þess aö verja því til umframneyzlu eöa fjár-
festingar i hlutum, sem það getur verið án.
Blómlegur sparnaður í þjóðfélaginu er einmitt helzta
forsenda þess að leysa megi núverandi vandræði hús-
byggjenda á raunhæfan hátt, — með því að auka lánin og
lengja þau, svo sem stjórnmálaflokkarnir hafa lofað.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar minnihluti
forréttinda fær 90% lánað til 42 ára með 0,5% raun-
vöxtum, en allur þorri manna fær aðeins lánað 20% til 26
ára með 2,25% raunvöxtum. Þetta drepur sjálfsbjargar-
viðleitnina.
Við núverandi aðstæður getur ungt fólk ekki eignazt
þak yfir höfuðið, nema það sé í hinu félagslega forrétt-
indakerfi verkamannabústaða. Þann mun þarf að af-
nema með almennu kerfi 80% lána til 40 ára með 2,25%
raunvöxtum.
Þetta kostar auðvitað gífurlegt fé. En þessu hafa stjórn-
málaflokkarnir raunar lofað hver í kapp við annan. Þeir
skulda ungu kynslóðinni þetta loforð. Og þeir geta efnt
það með því að taka upp viturlega stefnu í f járskuldbind-
ingum.
Jónas Kristjánsson.
HART í ÁRI
Sumrí er tekið að halla, næturaar
orðnar dimmar, lóan farín aö hópa sig.
Sumaríö, já. Kom einhvers staðar eitt-
hvert sumar? Svo segir almanakið
okkur og sums staöar á landinu mun
hafa öriað á einhverju sumri eftir hart
vor. Við hér á höfuðborgarsvæðinu höf-
um annars orðið lítið vör við það.
Veturinn var okkur óvenju erfiður og
fólk huggaði sig viö það aö gott sumar
fylgdi í kjölfar erfiðs vetrar. Nú lifum
við í voninni um sæmilegt haust.
Veður viö
heimskautsbaug
Sumum finnst aumingjaskapur að
vera alltaf að kvarta undan veðrinu og
á stundum stend ég sjálfan mig að þvi.
aö gera öríítið gys að þeim sem óþolin-
móðastir eru. En veður eins og þaö
sem veriö hefur um mestallt landið í
sumar er ekkert gamanmál, þaö
veröur að viðurkenna.
Ekki fer á milli mála að veðriö hefur
mikil áhrif á mannlífið allt, þar á
meðal skapferli manna. Það hefur líka
mikil áhrif á efnahag þjóðarinnar, þótt
áhrifin komi fyrr fram hjá sumum en
öðrum. Á því er ekki vafi að þetta
sumar mun hafa mikil og slæm áhrif á
landbúnaðinn hérlendis. Svona vont
sumar í mörgum bestu landbúnaðar-
héruðunum á eftir erfiðum vetri hlýtur
að hafa í för með sér mikinn samdrátt í
landbúnaðarframleiðslunni. Sumum
mun finnast bættur skaðinn og má
kannski til sanns vegar færa aö ein-
hverju leyti. Fram hjá því verður samt
ekki gengið að samdráttur vegna harð-
inda er alitaf af hinu illa og kemur
ávallt verr við þjóðarheildina að
lokum heldur en skipulagöur sam-
dráttur eins og verið hefur í islenskum
landbúnaði undanfarin ár.
Magnús Bjamf reðsson
bætist við ýmsa aðra óáran, sem
þjóöin þarf við aö glíma, og áhrif þess
verða því ef til vill meiri á skaphöfn
manna en ef þeir hefðu aö öðru leyti
horft bjartsýnir fram é veginn.
Mannlífsharðindi
Eitt sinn talaði þingmaður nokkur
um móðuharöindi af manna völdum.
Þetta varð víöfrægt og umdeilt en hug-
takið bar oft á góma næstu ár á eftir.
Flestum þótti fulldjarft aö orði kveðið.
Ekki síst má deila um þessi ummæli í
ljósi sögulegra staðreynda, sem rifj-
aðar hafa verið upp einmitt á þessu
ári, þegar minnst er tveggja alda
afmælis móðuharðindanna sem
næstum höfðu þurrkað íslensku þjóö-
inaút.
^ „Frumorsök þess hvernig fyrir okkur er
komið er tvímælalaust sú að við höfum lif-
að um efni fram, hvert og eitt okkar og sem
þjóð.”
En þótt veðrið sé vissulega með
leiðinlegasta móti hjá flestum okkar
þetta sumar, og raunar mestailt árið,'
þá megum við ekki gleyma því að í
raun er náttúran aöeins að minna
okkur á hnattstööuna. Við búum
norður við heimskautsbaug, á mörkum
hins byggilega heims var eitt sinn sagt
og mun ýmsum þykja sannmæli nú.
Því verður samt ekki neitað aö hið
slæma veður kemur á óheppilegum
tíma fyrir mannfólkið í landinu. Það
Nokkur mannlífsharðindi af manna
völdum ganga þó nú yfir þjóðina.
Kaupmáttur hins almenna borgara
hefur verið skertur aö miklum mun,
ráðstöfunarfé hans er miklu miipia en
fyrr, hann getur minna veitt sér og
finnst hann sárt leikinn.
Þegar svo er ástatt leita menn skýr-
inga, en finna þær oft á skökkum stað.
Menn verða varir við þegar aö þreng-
ist en gá lítið að því hvers vegna þaö
gerist, reyna bara að finna einhvem
Rússamir koma!
Rússamir koma!
Friðarganga ’83 sem var gengin á
laugardag frá herstöðinni í Miðnes-
heiðinni til Reykjavíkur hefur áreiðan-
lega ekki farið fram hjá neinum les-
anda þessa dagblaðs. Heldur ekki það
að stórfundur var haldinn í miðbæn-j
um í Reykjavík í lok göngu þar sem
fólk tók höndum saman og myndaði lif-:
andi keðju milli sendiráða Sovétríkj-|
anna og Bandaríkjanna, og voru full-'
trúum beggja herveldanna afhent I
samhljóða mótmæli göngufólks gegn|
því vígbúnaðaræði sem þau ástunda
hvort i kapp viö annað.
Gönguveður var gott alla leið, þótt
hann gengi á með skúraleiðingum víðs
vegar í kringum gönguna. Ekki er þó
tilgangur þessara skrifa að gefa í skyn
aö eitthvað sé bogið við þau gömlu
sannindi aö jafnt skuli rigna á réttláta
sem rangláta. Það er aftur á móti eitt-
hvað bogiö við þann þokudrunga sem
stýrði penna leiðarahöfundar DV síð-
asta föstudag. Og ekki má gleyma
garminum honum Katli: 1 sama tölu-
blaði DV var greinarkom eftir Harald
Blöndal, mjög í stíl við þann nafnlausa
penna DV sem kennir sig við sitt for-
myrkvaöa höfuð. Vikiö var að Friðar-
göngu ’83 í báðum þessum greinum
og var nafn Hauks Helgasonar, að-
stoðarritstjóra þessa „frjálsa og
óháða” fréttablaðs, undir leiðaranum.
Af einskærri tillitssemi læt ég ógert að
vitna beint í þessi undarlegu skrif.
Auðvitað dettur engum í hug, sem
hafa vill það sem sannara reynist, að
trúa því að fólk hafi verið lokkað í frið-
argönguna undir fölsku flaggi. Þvert á
móti er ekki vafi á því að margir sem
voru á báðum áttum um þátttöku hafa
drifiö sig af stað eftir að hafa lesið
þennan óhróður um okkur sem að
göngunnistóðum.
En hver skyldi vera skýringin á
þessu upphlaupi tvímenninganna í DV?
Eru þau stjómvöld sem nú ráða mál-
um á Islandi ekki nýbúin að lofa þeim
og samherjum þeirra stóraukinni hlut-
deild Islendinga í vígbúnaði Nato-ríkj-
anna? Hafa þær ráðstafanir ef til viil
magnað upp í þeim Rússahræðsluna?
Er eftirfarandi saga sem gengið hefur
manna á miUi kannski eitthvað í ætt
við sannleikann?
— Þegar þeim varð litið út um
glugga á ritstjórnarskrifstofum DV í,
síðustu viku, félögunum Hauki Helga-|
syni og Haraldi Blöndal, hrópuðu þeir
skyndUega upp í kór: Rússamir koma!
Rússamir koma! Mátti heyra þessi
hróp bergmála í Blaðsíðumúlanum, en
þá stundina voru flokkar rússneskra
sjóliða fótgangandi í skoðunarferðum
víðs vegar um höfuðborgina, en því'
miður hafði láðst að vara þá félaga
við innrásinni og segja þeim frá heim-
sókn sovéska skólaskipsins til Reykja-
víkur. Þess vegna tengdu þeir þessa
voveiflegu sýn þegar Friðargöngu ’83.
Þetta segja sumir að sé ástæðan fyrir
því hve eftirtekjan varð rýr næst þegar
þeir gerðu skyldustykki sín í DV þenn-
an sama dag.
£ „Mótmælum göngunnar var beint gegn
báðum risaveldunum og fólkið sem að
þeim stóð kom úr öllum áttum...”