Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 6
6| DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Námskeið um sveppi í Norræna húsinu: Mikil aðsókn og sívaxandi áhugi Berit Thors með lerkisvepp en þeir vaxa í kringum lerki og ern afbragösgóðir til átu. i „Það er mikið af sveppum á Islandi og af sumum tegundunum jafnvel enn meira en á hinum Norðurlöndunum,” sagði Berit Thors, menntaskólakenn- ari frá Finnlandi, en hún gekkst um sl. helgi fyrirnámskeiði um sveppi á veg- um Norræna hússins. Var þetta fyrra námskeiöiö sem hún hélt en hið síðara verður haldið eftir tíu daga. Námskeiðið var mjög vel sótt og er augsýnilegt að sífellt fleiri Islendingar eru aö vakna til vitundar um þann góða mat sem villtir sveppir eru. Að sögn Berit var aðsókn að námskeiö- unum mun meiri en búist var við og má nefna aö á milli 50 og 60 manns eru á biðlista fyrir síðara námskeiðið. Aðeins 17 manns komast á hvort námskeiö. Námskeiðin standa í fjögur kvöld, fjórar klukkustundir í senn. Þátttak- endum er kennt að þekkja ætisveppi og greina þá og einn liður í námskeiðinu var sveppatínsla. Fóru þá þátttak- endur út fyrir Reykjavík og tíndu alla þá sveppi sem þeir fundu. Er aftur var komið í Norræna húsið var síðan farið yfir það hverjir væru ætir og hverjir ekki. Algengustu sveppir í nágrenni Reykjavíkur eru kúalubbi, sem vex í kringum birkitré, smjörsveppur, sem vex viö f urur, og lerkisveppur sem, líkt og nafnið bendir til, er helst að finna í kringum lerki. Fjölmarga aðra æti- sveppi er að finna í kjarri og á engjum úti í nágrenni höfuðborgarinnar. Meðal þeirra sem þátt tóku í nám- skeiði Berit Thors var Sigríður Haraldsdóttir. Hún sagði að nám- skeiðiö hefði tekist mjög vel og hefðu þátttakendur verið mjög ánægðir með það. ,,Sveppatínsla er ágætis frí- stundagaman, en öll sveppafræði er mjög stutt á veg komin á Islandi,” Kúalubbar vaxa oft í kringum birki, en þessir eru orðnir dálitið gtórir og þvi lélegir til átu. DV-myndir: HJH. sagði Sigríður. „Er ekki að efa að hræðsla Islendinga við eitraða sveppi á nokkra sök þar á. En undanfarin ár hefur þetta verið að breytast og mun fleiri fslendingar tína sveppi nú. ” Að sögn Sigríðar hefur komið til tals að stofna sérstakan sveppaklúbb og þá mun vera í bígerð að fara í sveppa- tínsluferð á vegum Náttúruvemdar- félagsSuðurlands. „Þaö eru víöa ágætis sveppalönd í nágrenni Reykjavíkur og þangað er auðvelt að komast með bíl,” sagöi Sigríður, en sagðist vilja benda fólki á aö sveppalönd í og alveg við Reykjavík væru ekki alveg eins góð. „Sveppir á þessum stöðum eru stundum mengaðir og innihalda sumir hverjir töluvert af þungamálmum. Má í þessu sambandi nefna staði á borð við öskjuhlíðina, en sveppirnir þar eru mengaðir,” sagði Sigríður. Þess má að lokum geta að Berit Thors heldur fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 17. ágúst. Fjallar hann um sveppategund, sem nú er verið að gera sérstakar rækt- unartilraunir á. Þá verður sagt frá ýmsu því sem gert hefur verið í Finn- landi í sambandi við ræktunartil- raunir, sveppaútflutning og fleira. -sa. TÍU HEILRÆÐISEM GOn ER AÐ HAFA í HUGA VIÐ SVEPPATÍNSLU Hér á eftir fara nokkur heilræði sem rétt er aö hafa i huga þegar sveppir eru tíndir. 1. Tínið sveppi aldrei í plastkassa, lokuö ilát eöa pappírspoka. Hafið fötu meðferðis og notið skilrúm tii að skipta henni í nokkur hólf. 2. Grófhreinsið alla sveppi áður en þiðlátiðþáífötuna. 3. Skiptið s\-eppunum, sem þið tínið, í þrjá flokka: — sveppi sem þið eruð viss um að séu ætir — sveppi sem þarf að láta liggja i bleyti — sveppi sem skoða þarf betur heima áður en hægt er aö segja til um hvort þeir eru ætir eða ekki. 4. Borðið aldrei sveppi sem þiö eruð í vafaum að séuætir. 5. Tínið ekki sveppi sem eru þaktir hvítu eða gulu lagi. Lag þetta er oft á tíðum sníkjusveppir og sveppurinn er því ekki lengur góður til átu. 6. Tínið aldrei litla, hvíta sveppi.' Yfirleitt eru þessir sveppir lítt hæfir til átu. 7. Allir bragðmildir hneflasveppir (hneflur) eru ætir. En fyrst veröur að ganga úr skugga um að viðkom- andi sveppur sé hnefla. 8. Til að vera viss um að verið sé að tína „rétta” sveppinn er oft gott að smakka á honum. Ef um hnefilsvepp er að ræða skal bragöa á fönunum. Ef hins vegar er um pípusvepp að ræða skal bragða á kantinum á hatt- inum. Smakkið aldrei á fönum ann- arra sveppa en hnef la. 9. Hver sá sem hyggst tína sveppi verður að læra að þekkja þá af bókum og alla sveppi sem ekki hafa verið tindir áður á að fara með heim og athuga af hvaða tegund þeir eru. Oft er hægt að þekkja sveppi á lykt- inni. 10. Lærið að setja upp ákveðin próf til aö ganga úr skugga um hvort sveppir eru ætir. Þjálfið lyktarskyn ykkar og muniö að reykingar draga úrlyktarskyni. Svona að endingu er rétt að hafa nokkur orð um eiturverkanir. Þótt ekki sé mikið af eitursveppum á Islandi þá fyrirfinnast þeir þó. Ef þið teljið einhvern hafa borðað eitraðansveppþá: 1. Hafiðstrax samband víðlækni. 2. Ef eitureinkennin koma í ljós strax að máltíð lokinni reynið þá að láta sjúklinginn selja upp. Hafið þó hug- fast að sé langt um liðið frá því sveppimir voru borðaðir þýðir lítið að láta s júklinginn gubba. 3. Reynið að finna svepp af sömu tegund og borðaður var. 4. Gefiö sjúklingnum uppleystar kolatöflurívatni. 5. Hafið hugfast að áfengi er engin lækning. Hafi sveppurinn sem eitr- unina orsakaði innihaldið eitur sem verkar á taugafrumur er nauðsyn- legt að sjúklingurinn leggist inn á sjúkrahús. Besta ráðið til aö komast hjá eitrun er að tína aldrei aðra sveppi en þá sem eru alveg örugglega æti- s\’eppir. -sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.