Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1983, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR11. AGUST1983. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Syiðsljósið ENDALAUS ending Það hefur viljað brenna við að hjóna- bönd frægra leikara hafi þótt frekar fallvaltar stofnanir og þegar frægir leikarar hafa enst í hjónabandinu með sama aðilanum í fimmtón ár þá er orðið tímabært að fara á stjá og for- vitnast um hvernig á þessari fast- heldni stendur eiginlega. Roger Moore, er leikari sem ætti að vera mönnum vel kunnur og segir hann að hjónaband hans og Lúsiu hafi enst svona lengi vegna þess að um afbrýðisemi sé ekki að ræða milli þeirra. Ennfremur segir hann hafi vit á því að halda kjafti þegar konan fær geðvonskukast. „ef ég fer að steyta görn þá gefur hún mér einn á lúðurinn”. Moore er orðinn 55 ára gamall og segir það ekkert angra sig þótt aðrir menn gefi konu hans auga, en hún er 43 ára. „Eg verð bara grobbinn og tel það hrós fyrir hana og fyrir smekk minn á konum. Ég hef aldrei verið afbrýðisamur.” Lúsia var á sama máli. „Ég vemda hann Roger minn en ég er ekki afbrýðisöm út í hann vegna þess að ég er falleg líka.” Lúsia bætti því við að hún yrði sko fljót að komast að því ef hann færi að dandalast með einhverri glyðru en sagði hins vegar: ,,Ein og ein nótt skiptir engu máli til eða frá, en verði hann hins vegar ástfanginn af annarri þá myndi það tákna endalok hjóna- bandsins.” Lúsia hefur ekkert á móti þvi að hann leiki áfram í Bond mynd- unum og er ekkert smeyk um hann innan um hin föngulegu fljóð sem leika ailtaf í myndunum. Moore sagðist alveg vilja viðurkenna það að konan hans tæki flestar þær ákvarðanir sem teknar væru á heimilinu. Hann bætti hins vegar drýgindalega við: ,,En ég hef aftur á móti alltaf síðasta orðið og þaðer: já elskan.” Vóðvafæði Þennan gaur þekkja þeir sem hafa séð kvikmyndina Rocky III, en í þeirri mynd leikur hann illræmdan slagsmálahund sem hefur af Rocky heimsmeistaratitilinn eftir feikilegt blóðbað í hringnum. Vinurinn kallar sig herra T. og er eins og myndin ber með sér allsvakalegur á velli. Hann hlaut mikla frægð fyrir hlutverkið í myndinni og leikur nú í sjónvarps- þætti í Amerfku sem heitir A-liðið. Myndin er tekin er hann mætti í veislu eina mikla sem haidin var skammt fyrir utan Los Angeles og þótti mönnum það allundariegt að þrátt fýrir að hinar yndislegustu ' krásir væru þar á borðum þá mokaði hann á disk sinn ársskammti af bök- uðum baunum. Einn forvitínn vatt sér að honum og innti hann eftir þvi af hverju hann fengi sér bakaðar baunir þegar allir þessir réttir væru í boði. Herra T. sagöi: „Mér líka bakaðar baunir og auk þess eru þær skrambi góðar fyrir vöðvana á mér.” Klykkti kappinn út með því að hnykla nokkra vöðva máli sínu til áréttingar. Hvort sem i!la viðrar eða vel þá er sölumennska í fullum gangi í Austurstræti og Lækjartorgi meðan þar er kúnna að finna. Loftur Ijós- myndari var þar á ferð fyrir helgi og rakst á þessa stúlku sem var að selja varning upp úr grtarkassa og ekki var annað að sjá en að hún trekkti bærilega að. DV-mynd Loftur/SLS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.