Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍMI 86411 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIЗVÍSIR 187. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983. Skuldasúpa Landsvirkjunar eftir 10 ára hömlur á orkuverðinu: HEFUR KOSTAÐ SAMA 0G BLÖNDUVIRKJUN — og er ein helsta orsök hæsta raf magnsverðs á Norðurlöndum Ef Landsvirkjun heföi fengiö að veröleggja orkuna til almenningsraf- veitna í samræmi viö þróun bygging- arvísitölu 1971—1982 heföi hún skuld- aö 100 milljónum dollara minna um síðustu áramót en raun varö á. Það heföi jafnframt þýtt mun lægra heildsöluverö á raforkunni nú, en þaö er orðið jafnvel þaö hæsta á Norðurlöndum. Til samanburðar við umfram- skuldir Landsvirkjunar eftir 12 ára opinbera orkuverösstjórn er að Blönduvirkjun á aö kosta meö öllu 120 milljónir dollara. I samtölum viö Halldór Jónatans- son, forstjóra Landsvirkjunar, hefur hann staöfest í meginatriðum þessa stööu mála. Hann fullyrðir aö samt sé stofnkostnaður viö virkjun ís- lenska vatnsaflsins enn einn sá lægstií Evrópu. Þaö sem hleypir orkuveröinu hér upp úr öllu valdi er taumlaus skulda- • söfnun vegna svo til allra fram- kvæmda og vegna verulegs rekstrar- halla allt frá 1970. Beinn kostnaöur vegna lána, vextir og annað tilheyr- andi, svokallaöur fjármagnskostn- aður, er nú heil 80% af reksturs- kostnaði Landsvirkjunar. Slík er skuldasúpan oröin. I samtölunum við Halldór Jóna- tansson vísaði hann til algerlega gagnstæörar verölags- og fjármögn- unarstefnu á hinum Norðurlöndun- um. Sem dæmi er aö dönskum raf- orkufyrirtækjum er gert aö miöa taxta sína viö aö eignast fyrirfram 75% af stofnkostnaði nýrra orkuvera á fimm árum. Og aö norsku ríkisraf- veitumar fá bein fjárlagaframlög til framkvæmda gegn taxtabundinni ávöxtun. Vegna fullyrðinga ýmissa manna um iSAL-samninginn sem eina meginorsök hins háa orkuverös hér var forstjóri Landsvirkjunar spuröur sérstaklega um áhrif hans. Hann sagði: „Athuganir hafa sýnt ótvírætt að meðalverð til almenn- ingsrafveitna hefði veriö hærra án þessa samnings allt frá því aö álverið tók til starfa. Engu aö síöur eru kröfur um verulega veröhækkun gagnvart ISAL fullkomlega réttmæt- ar vegna þróunar orkuverös hér og annars staðar. Þaö eru breyttar að- stæöur og mikilvægt aö þessar kröfur nái fram aö ganga sem fyrst.” -HERB. Vinsælda- listamir — sjá bls. 37 íslenskarvörur hækkaminna enerlendar — sjá bls.4 Washington: Sovéski drengurinn heldurheim ogafnestar hréfitil forsetans — sjá erlendar fréttir bls. 6 v * - % ■ * * ............. ,* ,T' ■* V->- > Heyskapur sunnan- og suðvestaníands hefur verið með lakasta mótí í sumar vegna úrkarhu. Hér hangir hann þó þurrenþað erréttsvo, eins og myndinber með sér, en húner tekin undir Eyjafjöilum í vikunni. Ekki tekur betra veður við, helgar- veðrið verður sumarveðrið_ / hnotskurn. Rigning og síðar skúrir, sunnan- og DV-mynd Einar Óiason. Bráölifandiog áfullriferð — iðnsýningin hefstídag — sjá bls. 3 Þrotabú Helluprents: Kröfuruppá tæparþrjár milljónir — sjá bls. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.