Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 32
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1983. Álviðræðurnar í London: Ræðaum tonna- skatt Frá Jónasi Haraidssyni fréttastjóra, iLondon. I morgun: Viöræður íslensku álsamninganefndarinnar og Alusuisse-manna hófust á Sheraton Skyline hótelinu viö Heatrow flugvöll klukkan 8.30 aö íslenskum tíma. Fyrir fundinn sögöu aðilar aö fyrst yrði rætt um eldri deilumál og hug- myndir um nýtt skattakerfi vegna íslenska álfélagsins hf. íslendingar leggja til aö tekinn verði upp skattur bundinn fram- leiðslumagni, tonnaskattur, í staðinn fyrir skatt í tengslum við afkomu ál- versins. Alusuisse-menn eru ekki fráhverfir þeirri skipan en alveg er óljóst hvort saman næst um skatta- prósentu. Síðan er á dagskrá aðalmálið, hækkun rafmagnsverðsins. Alusuissemenn eru sem fyrr afar tregir til að fallast á hækkun nema jafnhllöa semjist um stækkun álvers- ins, breytta eignarheimild og fleira. Samningamenn beggja voru hóf- lega bjartsýnir í morgun. Áætlaö er aö fundahöld standi að minnsta kosti fram á miðjan morgundaginn. HERB Væntanlegum framkvæmdastjóra Dagsbrúnar boðin fimmföld verkamannalaun? „Tóm vitleysa” — segir Þröstur Ólafsson hagf ræðingur „Rétt er það aö leitaö hefur veriö eftir því að fá mig til starfa hjá Dags- brún, en að ég hafi farið fram á fimm- föld laun verkamanna er tóm vit- leysa,” sagði Þröstur Olafsson hag- fræðingur í samtali viö DV nú í morgun. I Morgunblaðinu í morgun eru nokkrar fréttir þess efnis aö stjórn Dagsbrúnar sé klofin um ráöningu1 framkvæmdastjóra og meirihlutinn óski eftir aö ráða Þröst á fyrmefndum; kjörum. „Ég hef ekki gefið neitt endanlegt svar, aðeins átt í viöræðum viö Guð- mund J. Guðmundsson um starfiö,” sagði Þrösturnúímorgun. -EHt. r Ljomarallið: OmarogJón úrleik Þegar einum degi af þremur er lokið í Ljómarally-keppninni 1983 leiða þeir félagarnir Hafsteinn Hauksson og Birgir V. HaUdórsson á Escort RS 2000 keppnina og hafa einungis tapað 2,42 stigum í refsingu. Halldór lllfarsson og Tryggvi Aöalsteinsson á Corolla 1600. eru í öðru sæti með 4,14 refsistig og As- geir Sigurðsson og Júlíus Olafsson á Escort 2000 eru í þriðja sæti með 4,46 refsistig. Einu erlendu keppendumir Thomas Davies og Philip Walker á Celecia 2000 voru í áttunda sæti þegar ræst var í morgun klukkan 6. Omar og Jón Ragnarssynir urðu fyrir bilun og em úr leik. Má búast við miklum. sviptingum í dag en þá veröur ekið norður í land og stöövað á Sauðárkróki í nótt. I fyrramálið verður ekið suður Kjöl, Fjallabaksveg og til Reykja- víkur. Keppninni lýkur annaö kvöld, en keppendur koma í mark á sunnudag- innklukkan 14. E.J. Skemmdarverk unniná bílum: Seljugerði var í gær valin fegursta gata Reykjavíkur þetta árið. Jafnframt var nokkrum fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi. Miðurkenningar- skjöldur hefur verið hengdur upp við Seljugerði og fær hann að hanga í tíu ár ef haldið verður ihorfinu. Sjá nánar á bls. 4. D V-mynd HJH. Stungu göt á öll dekkin Um hálfátta í gærkvöld barst lög- reglunni tilkyniiing um aö skorið hefði verið í dekk bifreiðar sem stóð við Vesturgötu. Hafði verið stungið á öllum dekkjum bílsins svo hann stóð á felgunum. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan níu, var lögreglunni svo til- kynnt um annað skemmdarverk sama eölis á bifreið við Sólvallagötu. Þar höfðu skemmdarvargar stungið í eitt dekk bifreiðarinnar. Einnig bárust lögreglunni fréttir af bifreið við Holtsgötu sem hafði fengið sömu útreiö, þ.e. stungu í eitt dekk. Sá verknaður hafði þó ekki verið kærður í morgun. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað til þess að fleiri bifreiðir hafi verið skemmdar að undanfömu meö þessumhætti. _jss LOKI Þröstur ætti að verða á grænni grein. Engin ákvörðun hefur verið tekin enn á Hellissandi um uppbyggingu frystihússíns, sem brann þar í fyrra- dag. Að sögn Rögnvaldar Olafssonar framkvæmdastjóra hefur stjóm frystihússins ekki komið saman enn og fyrr verður engin ákvörðun tekin. Rögnvaldur sagði að hreinsunar- starf væri lítillega byrjað en vegna yfirstandandi rannsóknar á orsökum brunans færi það hægt af stað. Skemmdir á húsinu vegna brun- ans eru mun alvarlegri en Rögnvald- ur hafði gert sér grein fyrir í fyrstu. Veggir eru meira og minna sprungn- ir vegna hins gífurlega hita sem myndaðist við brunann. Hins vegar er mögulegt að einhverjar af vélun- um í húsinu séu ekki alveg ónýtar. Orsök brunans er enn ókunn en frystihúsið hafði nýlega tekið til starfa eftir sumarfrí starfsfólks. Hafði friið verið notað til að endur- nýja raflagnir, mála húsið og vinna að öðrum endurbótum á því og I. Það að fólk var nýkomið úr sum- arfríi þegar húsiö brann gerir því enn erfiðara um vik, því fyrsti mán- uðurinn eftir sumarfrí er yfirleitt sá mánuður er fólk hefur hvaö minnst fé handa á milli. Rögnvaldur sagði að reynt yrði að bæta viö fólki í saltfiskverkun og skreiðarverkun og eins fengi nokkur hópur vinnu við hreinsunarstarfið er það hæfist að fullum krafi. Hins veg- ar væri alveg ljóst að ekki yrði hægt að útvega öllum vinnu. SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.