Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR19. ÁGUST1983. Spurningin' Hefur þú trú á að trjákvoðu- verksmiðja verði reist á Húsavík? (Spurt á Húsavik) Kristín Þorbergsdóttir verkakona: Já, já,ég vona þaö. Víglundur Þorsteinsson veitustjóri: Já.égheftrúáþví. Gnðrún Gunnarsdóttir, starfsstúlka Hvammi, dvalarheimili aldraöra: Ég ætla að vona aö þaö veröi einhvern tíma í framtíöinni. Asdis Kjartansdóttir, starfsstúlka Hvammi: Ég hef trú á þvi, mér finnst vanta f jölbreyttara atvinnulif í bæinn. Jóna Bjarnadóttir verkakona: Ég vona aö hún verði reist þar sem þaö vantar fleiri atvinnumöguleika. Jöhannes G. Einarsson vinnuvéla- stjóri: Við spumingu þinni er svarið já stórverkefni hennar bíöur. Meö auknum pappír veröur þá Alþýðublaðið f jórar síöur. imJ Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur A thugasemd við grein Þorsteins Antonssonar i DV: Kalda stríðið Hommar: Frelsi og/eða sýkingarhætta Systir hringdi: Undanfarið hafa veriö margar grein- ar í blööunum þar sem veriö er að lofa og prísa hiö dásamlega líf homma. Þar kemur einnig fram að hommum finnst þeir ranglæti beittir, allir séu vondir viöþá. Eg ætla ekki aö leggja neinn siö- feröisdóm á samkynhneigð. En vegna þess aö hommarnir leggja áherslu á aö gylla líf sitt fyrir unglingum þá held ég aö þaösé alveg nauösynlegt aö benda á eina skuggahliö á þessu máli, sem sé sýkingarhættuna. Þaö er staöreynd aö mjög margir sýklar berast meö saur, ég nefni t.d. lifrarbólgu, þrálátar blæöingar og þrota í slímhúð. Það er af þessari ástæðu sem alltaf er verið aö brýna fyrir börnum og öörum aö þvo sér vel um hendumar eftir aö þau hafa verið á salerninu. Hommar eru mjög illa verndaöir fyrir smitun á þennan hátt. Ég er hrædd um aö ungt fólk, óupplýst á þessu sviði, athugi ekki þessa hættu viö frelsið dásamlega. Af hverju láta ekki læknar til sín heyra um þetta mál? Karlskrifar: I laugardagsblaöi DV, 13. ágúst, var grein eftir Þorstein Antonsson sem nefndist Kalda stríöið. Þar var endursagt efni úr ritgeröasöfnum Gore Vidal. Eg var óánægður meö mörg atriöi í þessari grein og vil nefna þrjú sem ég tel sérlega aðfinnsluverð: 1. Sumt í lesmálinu er ekki haft eft- ir Vidal, heldur beint frá Þorsteini sjálfum, og mörkin sums staðar óljós. Til dæmis talar hann um geir- fugla íslenskra stjórnmála og mun þar átt viö Geir Hallgrímsson. Otrú- legt er aö þaö sé tilvitnun í Vidal. 2. Þorsteinn kallar Chase Manhattan Bank seölabanka, en þaö er rangt. Þessi banki hefur til dæmis ekki leyfi til aö prenta seðla. öll myntslátta og seölaútgáfa Banda- ríkjanna fer fram í United States Mint, stofnun sem ég held aö sé í Washingtonborg. 3.1 greininni er því haldiö fram að Harry S. Truman hafi átt upptök að kalda stríðinu. Áriö 1948, þegar ég var 18 ára, lokuðu Rússar öllum samgönguleiðum á landi til Vestur- Beríínar og Bandaríkjamenn uröu aö koma á loftbrú til aö geta sent Berlínarbúum nauösynjar. A þeim tíma réðu Bandaríkjamenn yflr kjarnorkusprengju, einir allra þjóöa. (Rússar eignuöust fyrstu kjamoritu- sprengjuna 1949.) Hefði stríðs- æsingamaðurinn Truman, sem Þor- steinn kallar svo, viljaö leggja undir sig heiminn þá sé ég ekki annað en hann heföi getað gert það. Loks vil ég benda á aö Rússar gera allt sem þeir geta til að trufla frétta- sendingar vestrænna ríkja, til dæmis til Afríku. Ef vinir'Þorsteins Antons- sonar kæmust til valda hér yrði bæði honum og öðrum bannaö aö fara í sólarlandaferðir, svo dæmi sé tekið. Cbase Manhattan Bank prentar ekki seðla. Eru skuggahliðar á hinu dásamlega lifi homma? spyr systir. Hvað errétt og rangt varðandi CB-stöðvar? Áhugamaöur um CB-stöðvar skrifar: Ég vil taka undir frétt um óánægju meöal farstöðvaeigenda vegna órétt- látrar rásaskiptingar sem birtist í DV 15. ágúst. Þannig er aö Póstur og sími selur CB-stöövar meö 40 rásum. Þegar mað- ur kaupir eina slíka borgar maður um. leiö réttinn til að nota þær allar. I vetur úthlutaöi þáverandi sam- göngumálaráðherra (Steingrímur Hermannsson) Félagi farstöðvaeig- enda einkaleyfi á 13 rásum í CB-stööv- unum. i Þama stangast á orö Pósts og síma annars vegar, samgöngumálaráðu- neytisins hins vegar. Getiö þiö komist jað því fyrir mig hvað er rétt og rangt í þessu? Ég vil aö lokum taka fram aö mér fyndist rétt aö öll félögin væru með eina sameiginlega rás sem allir hlustuðu á og kæmi þá jafnframt að gagni sem neyðarrás. LESENDUR ATHUGIÐ: Þeir sem senda blaðinu lesendabréf skulu láta fylgja fullt nafn, nafnnúmer og heimilisfang og símanúmer þar sem hægt er að ná til fólks að degi til. Nafnleynd við birtingu bréfa getur komið til greina undir sérstökum kringumstæðum en bréf með fullu nafni eða nafnnúmeri hafa forgang. Hafið bréfin stutt, helst ekki meira en rúma eina vélritaða síðu miðað við tvöfalt línubil. DV. MANUDAGUR15. AGUST1983. Megn óánægja meðal far- stöðva- eigenda — vegna óréttlátrar rásaskiptingará 27 MHz tíönisviöinu Megn óánægja hefur ríkt um nokkurt skeið hjá mörgum far- stöövareigendum með skiptingu rása á 27MHz. tíðnlsviöinu. I byrjun febrúar undírritaöi Stdn- grimur Herraannsson, þáverandi samgönguráðberra, auglýaingu um leiðbeiningar varðandi notk- un rásanna, 40 aö tölu. Þar er Farstöðvamól hafa verið tll umræðu undanfarið i DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.