Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 12
DV. FÖSTUDAGUR19. ÁGÚST1983. 12 DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIDUMÚLA 12—14. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33, SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda ogplötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Helgarblaö22kr. Vísbendingum kosti frelsis Frjálsræði í verðlagningu hefur gefið góða raun þar sem það hefur verið reynt á þessu ári. Um ræðir innlend- ar iðnaðarvörur, sem eiga í óheftri samkeppni við inn- fluttan iðnaðarvarning. Verð á þessum vörum hefur yfir- leitt hækkað minna á árinu en verð erlendu varanna. Verð innfluttu varanna hefur einkum hækkað vegna gengisfellingar krónunnar. En athyglisvert er, að inn- lendu framleiðendurnir hafa ekki fært verð sinna vara upp að því marki, ekki hækkað þær jafnmikið. Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsens gekkst í maí í fyrra fyrir breytingum á verðlagslögum. Verðlagsráði var heimilað að gefa verðmyndun frjálsa, í þeim efnum þar sem samkeppni væri næg að mati ráðsins. Verðmyndunin yrði þó áfram háð svokallaðri „verðgæzlu” ráðsins. I því felst, að verðlagsyfirvöld fylgist grannt með verðlagning- unni og grípi inn í að nýju, ef þurfa þykir. Skref í átt til meira frjálsræðis í verðlagsmálum var síðan stigið í október síðastliðnum, þegar Verðlagsráö samþykkti samhljóða að miða að því að gefa verðlagn- ingu frjálsa á samkeppnisvörum í iðnaði. Þetta kom til framkvæmda í janúar. Staðan varð því sú, að verksmiðjuverðið á þessum vör- um var gefið frjálst en áfram giltu hömlur á smásölu- álagningu. Á erlendu vörunum er hámarksálagning bæði í heildsölu og smásölu. Hver hefur reynslan orðið? Verðhækkanir hafa verið miklar á árinu, eins og allir þekkja. Lausleg athugun Verðlagsstofnunar á reynslunni af hinu nýja fyrirkomulagi sýndi að verðhækkanir á inn- lendu vörunum með frjálsri álagningu voru yfirleitt minni en á erlendu samkeppnisvörunni, einkum þar sem samkeppnin er virkust. Athugaðar voru verðbreytingar frá áramótum til 20. júlí. Innlendu hreinlætisvörurnar höfðu á því tímabili hækkað um 40% en erlendar hreinlætisvörur um 71%. Innlent sælgæti hækkaði í verði um 53% en erlent um 60%. Innlendar drykkjarvörur hækkuðu um 30—50% en erlend- ar um 60—70%. Innlendar niðursuðuvörur hækkuðu um 52% en erlendar um 55%. Hins vegar hækkaði innlent kex um 54,3% en erlent um 45,5%. Þegar athugunin var gerð, var nokkuð liðið frá gengis- fellingu, þannig að megnið af hækkun hráefnisverðs og annars kostnaðar innlendu framleiðslunnar ætti að vera komið fram. Þessar niðurstöður eru vissulega vísbending um, að frjálsræði í verðlagningu sé af hinu góða, ef samkeppni er næg, og þá því aðeins, að hún sé næg. En of snemmt er að fullyrða, að slíkar niðurstöður beinlínis sanni kosti frjáls- ræðisins í þeim efnum á íslenska markaðinum. Frekari reynsla þarf að fást áður. Verðlagsyfirvöld ættu að fara lengra út á þessa braut en flýta sér hægt. I ýmsum greinum ríkja enn hér á landi eins konar „hringar”, þar sem fyrirtækin hafa í reynd einokunarað- stöðu á verðlagningu. Slíkir „hringar” eru verstu óvinir frjálshyggjunnar. 1 þeirri tilraun, sem hér greinir, hefur ríkt víðtækari pólitísk samstaða en menn hefðu ætlað að óreyndu. Tilraunin er því markverðari. Haftapólitík er í grund- vallaratriðum af hinu illa og gott, að sem flestir skilji það. Haukur Helgason. Eiga námsmenn einir að sleppa við kjaraskerðingu? Þegar f járlög voru afgreidd i vetur, var öllum alþingismönnum ljóst, að framlög til Lánasjóðs ísl. námsmanna dygðu hvergi til þess að greiða út þau lán, sem námsmenn eiga „rétt til” skv. lögum um Lánasjóð ísl. námsmanna. Ekki er vitað til þess, að þingmenn Framsóknarflokksins hafi þá haft uppi sérstakar kröfur um að fjárframlög væru aukin til sjóðsins, og mennta- málaráðherra flokksins þagði þunnu hljóði. Með því aö stjórnarskráin tekur skýrt fram, að engar greiöslur skuli reiða af hendi úr ríkissjóði nema fjár- lagaheimild sé fyrir hendi, þá gaf augaleiö þegar í vetur, að fjárskortur myndi gera vart viö sig á skrifstofum Lánasjóös ísl. námsmanna. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum varðað takast á við ýmsan vanda, m.a. aö taka afstööu til þess, hvort og hvernig ætti að afla viðbótar- fjár til Lánasjóðs ísl. námsmanna. Menntamálaráðherra hefur lagt fram tillögur til lausnar vandanum, annars vegar með því að ríkissjóður leggi til viðbótarfjármagn, en hins vegar með því aö takmarka skyldur sjóðsins frá þvísemnúer. Þá bregður svo undarlega við, að þeir þingmenn, sem í vetur neituðu að veita fé á fjárlögum til lánasjóðsins, fella tillögur menntamálaráðherra um nauðsynlegar breytingar á lögunum um Lánasjóð. Kjallarinn HaraldurBlöndal Viljafá 120.000 áári Lögin um lánasjóð íslenskra náms- manna eru byggð á þeirri forsendu, að námsmenn eigi að fá tiltekinn hundraðshluta framfærslukostnaðar lánaðan án tillits til þess, hvort þeir muni verða borgunarmenn fyrir lánun- um. Samkvæmt upplýsingum Sam- bands ísl. námsmanna erlendis mun framfærslukostnaöur manna, sem þetta samband telur sig gæta hags- muna, vera rúmar tíu þúsund krónur á mánuöi og vilja námsmenn því fá lánaðar þessar krónur. Ef þetta er rétt mun námsmaöur eiga ,,rétt til” að fá ca 120.000 krónur að láni verðtryggöar á ári meðan hann stundar nám. Menn geta svo margfaldað í huganum, hverju þessar fjárhæðir nema miðað A „Væri ekki skynsamlegra aö ákveða t.d. að hver námsmaður fengi til láns svipaða fjárhæð á mánuði og ellilífeyrisþegi, en sú f jár- hæð er nú kr. 3.035.00 á mánuði fyrir ein- hleyping.” MJÓLKUR- FLUTNINGAR Nýlega birtist í fréttum að í athugun væri að flytja nýmjólk og undanrennu að norðan suður með skipiun þar sem ótíðin í sumar hefði dregið úr mjólkur- innleggi á svæði Mjólkursamsölunnar. Einhverjum mjólkurvömbum hér á höfuðborgarsvæðinu hefur sjálfsagt brugðið í brún og verið lítt hrifnir af tfl- hugsuninni um vikugamla mjólk úr skipstanki. Nú kom það aldrei beinlfnls fram hvað gera ætti við norðan-mjólk- ina enda er það alveg Ijóst að nóg neyslumjólk safnast enn á svæðinu yfir hásumarið. Það er sjálfsagt ekkert gott heldur að vera að nota vikugamla nýmjólk í jógúrt eða jafngamla undan- rennu í skyr. Aö þessum tveim notk- unarmöguleikum frágengnum þá vaknar spurningin: Hvers vegna eru menn þá að láta sér detta svona flutn- inga í hug? Jógúrtskákin 1 vor var tefld ansi fjörug skák með jógúrtdöllum milli KÞ og Hagkaups annars vegar og Mjólkursamsölunnar og Framleiðsluráðs hins vegar. Leik- irnir birtust daglega í DV. Það var leikið fram umbúðakostnaði, dreif- ingarkostnaði, framleiðslukostnaði, tapi á öðrum afurðum, bragðgæðum og ýmsum fleiri misjafnlega sterkum leikjum. En svo langhrókaði MS Fram- leiðsluráð með svæðiseinkasölurétti, opnaði þar meö stööuna og gaf á sér dauðafæri. 1 miklu tímahraki fann landbúnaðarráöherra góðan biðleik, Björa Dagb jartsson s.s. leyfði að seld yrði KÞ-jógúrt hjá Hagkaupi, fékk við það skárri stöðu og bauð jafntefli. Það má líta þannig á að skákin sé í bið ennþá og báðir aðilar séu aö rann- saka biðstöðuna. Þaö gæti verið að flutningur á mjólk að norðan til þurrk- unar hér og jógúrtvinnslu í vetur væri svar við biðleiknum, þ.e. MS verður að hafa hráefni til að framleiða sína eigin jógúrt, annars er einkasölurétturinn í hættu og skákin töpuð. Skákin væri líka töpuð ef þeir framleiddu sína þurr- mjólk úr sinni eigin mjólk og keyptu jógúrt að norðan. Skyr og magrír ostar Töluvert mikið af þeirri undanrennu sem til fellur fer í skyrgerð. Nú er það vitað mál að skyriö má framleiöa úr undanrennudufti sem framleitt er þeg- ar mikið berst af mjólk. Skyr er eins og jógúrt, vara sem er gott að selja, stendur stutt við og greiðist hratt eins og neyslumjólkin. Smjör og sumir ost- ar eru aftur leiðindaafurðir sem þarf að geyma lengi og saf na á sig kostnaði. Eins og með jógúrtina væri það af- leitt fyrir MS-einkasöluna að þurfa að fá Akureyrarskyr hér á markaðinn, A Eins og með jógúrtina væri það afleitt fyr- ir MS-einkasöluna að þurfa að fá Akur- eyrarskyr hér á markaðinn, ekki síst þar sem Akureyrarskyrið er einstaklega gott.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.