Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUft 19. ÁGlJST 1983. Útlönd Peking reynir að milda íbúa Tíbets Þjóöemishyggja Tíbeta heldur enn .vöku fyrir kommúnistayfirvöldum þessa fjallríkis sem liggur milli Kína og Indlands. Þó vilja þau í yfirlýsingum sínum sem allra minnst úr „þessum minnihlutahópum” gera er krefjast sjálfstæöis landsins. I Lhasa mátti nýlega sjá vegg- spjöld sem sýndu aðskilnaöarsinna Tíbeta tigna sinn guð viö altari. en undir því voru faldir rifflar og dreifi- rit merkt „sjálfstæði”. Þessi vegg- spjöld voru til þess að áminna lands- menn um að hegningarlög Kína kveöa á um að „hverjir þeir sem skipuleggja eða veita lið samtökum er stuöla að hjátrú eða vinna meö •leyidaö gagnbyltingu” skuli sæta fangelsi í fimm ár eða lengur. Slíkar og ámóta viövaranir afhjúpa áhyggjur yfirvalda af sjálf- .stæðisöflunum í Tíbet þótt rúm 30 ár séu liðin síðan Pekingstjórnin gerði Tíbet aö annexíu í Kína, sem að vísu' er núna komin með sjálfstjóm... í orði aö minnsta kosti. Vestrænir ferðamenn sem leið eiga um sölutorg í Lhasa undir hinu tignarlega bofi, Jokhang, finna oft fyrir því að reynt er aö troða á þá bænarskjölum, skrifuðum á máli landsmanna, og þeir beðnir að koma þeim til Sameinuðu þjóðanna. Gjarnan er þetta sjáifstæöisboðskap- ur einhver eða beiðni um heima- stjórn. En það er einmitt að slíkum pappírum sem tollarar á flugvellin- um í Lhasa leita hvað mest þegar þeir grúska í dagbækur og minnis- blöð ferðalanganna til þess að tryggja að þeir flytji þetta ekki með sér úr landi. Þjóðemishyggjan í Tíbet reis hæst 1959 þegar blóðug og misheppnuð uppreisn var bæld niöur, átta árum eftir að Kínverjar „frelsuöu” þetta afskekkta fjallaríki. — Dalai Lama, trúar- og þjóðarleiðtogi Tíbeta, neyddist til þess að flýja land og hefur hann dvalið í Indlandi síöan. Næstu tvo áratugina iinnti ekki beiskyrtum áróðri kommúnista- stjómarinnar í garö „hinnar sviksömu Daiaiklíku”, sem hún sakaði um aö hafa „kúgaö meö mestri haröýðgi og grimmd” alþýöuna í Tíbet. En á seinni árum hafa þeir slíðrað áróðurssverðið og jafnvel haft sáttatilburði í frammi við trúarleiðtogann og útlæga aðals- menn. I safni einu í kjallara Potaia- hallarinnar, sem var áður aðsetur Dalai Lama, hefur Tíbetstjórn, sem studd var til valda af „frelsurunum” í Kína, haf; til sýningar ýmis hroöa- leg tól sem kommúnistar segja aö fyrri valdhafar hafi notaö til pyndingar á Tíbetum. Til þess að krydda upp á sýningarandrúmsloftið eru þar einnig beinagrindur leiguliða sem nýju valdhafamir segja að hafi veriö grafnir lifandi eða hendur þeirra steiktar í olíu. En eins og til þess að spegla betur hina breyttu afstöðu seinni ára hefur safninu nú verið lokað og eru uppi ráðagerðir um að setja þar upp í stað pyndingartækjanna ýmsa gripi sem bera vitni menningu Tíbets. Það fer auðvitað ekki á milli mála að tilgangur Peking er að milda skap landsmanna og afla sér vinsælda meðal íbúanna sem eru um 1,8 milljónir. En Tíbetar hafa illa getað dulið óvild síðan í garð ' drottnar- anna eða þeirra 90 þúsund kín- verskra borgara sem dvelja í Tíbet, auk hemámsliðs. Mörgum Tibetum svíður mjög það bann sem liggur við ræktun þjóðmenningar þeirra eða búdda- trúarbrögðum. Sérlega tóku Kínverjar strangt á öllu slíku á árum menningarbyltingarinnar 1966—76. En það slakaði mjög til 1980, þegar Hu Yaobang, núverandi formaður kínverska kommúnistaflokksins, skipaði leppunum í Tíbet að kúvenda stefnunni. Valdamennimir í Lhasa kynntu nýlega ströng skilyrði sem þeir settu fyrir því að Dalai Lama mætti snúa heim. Meðal annars kröfðust þeir þess að hann léti af öllum sundrungartilburðum. En útlend- ingar, sem búa í Lhasa, telja að þar speglist ekki endilega viðhorf Pekingstjómarinnar. Útlönd Guðmundur Pétursson Nú má enginn misskilja þaö svo, þótt örli á þjóðernishyggju í laumi, aö sjálfstæðismenn hafi einhver ítök eða áhrif í landinu. Vinstrimenn eru þar í öllum embættum og trúnaðar- stöðum. Mið- og lægristéttarleiö- togar risu til valda í menningar- byltingunni í krafti róttækni sinnar og hófsamari menn höfðu ekki til aö bera þekkingu eða þjálfun til þess að koma í þeirra stað. » " iimff «IIIIITiTmTinimm nijmiiniiiiimim ****IIII S* ■ : t höfuðborginnl Lhasa. 1 bakgninninum er Potala-höllin sem var aðsetur Dalai Lama en var breytt í safn. — Mennskir íbúar Tíbet eru 1,8 milljónir en sauðfé og nautgripir yfir 23 milljónir. Nehru með stjóm á Indlandi en hann er til vinstri á myndinni. — Dalai Lama hefur dvalið í útlegðinni allan timann á Indiandi. hægt tii fullrar gildistöku Enn aðeins fjórir undirritað hann t il staðfestingar Eitt flóknasta fyrirtæki sem diplómatar hafa ráðist í, hafréttar- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, á enn langt í iand með að öðlast gildi Er raunar ekki fyrir séö hvort hann kemur ekki til með að verka öfugt og auka fremur úlfúð en efla samlyndi manna og þjóða varðandi hafið. Þegar áratugalöngu máiþófi iauk loks í fyrra undirrituðu 120 ríki þennan sáttoála. En íðnaðarveldin setja sig enn upp á móti einstökum á- kvæðum hans. Vekíir það efasemdir um horfumar á því að sáttmálinn geti nokkum tima orðið það apparat, sem deiit geti auðæfum sjávar milli þjóöanna. Þessi margþætti bálkur, sem er tilraun til þess aö stýra allri nýtingu hafsins, alit frá siglingum til náma- vinnslu á hafsbotni, gæti á hinn bóginn orðið til þess að kljúfa ríki heims í tvo hópa meö tilheyrandi hættulegum hagsmunaárekstrum, að því er sumir spekingar segja, sem mikið hafa veit þessum málum fyrir sér. Það eru vinnsluréttindin á auðlindum hafsbotnsins, sem helst hafa komið í veg fyrir einingu um hafréttinn, þrátt fyrir allar þær milljónir dollara og mikla átak sem diplómatar lögðu í að setja sátt- málann saman og ná um hann sam- stöðu. Þannig eru til dæmis Bandaríkin — aö minnsta kosti á meðan Reagan er við stjóm — ekki líkleg til þess að undirrita sáttmáiann nema meiri- háttar breytingar verði geröar á texta hans. Washington hefur haft forystu fyrir vesturveldunum í and- stöðunni við málmvinnslukafla sátt- málans. Bandaríkjastjóm heldur því fram að með því að veita sérstöku framkvæmdaráði umboð til þess að leigja út vinnsluréttindi, mundi einkaframtakinu settar of miklar skorður. En jafnvel smávægilegri á- greiningsatriöi hafa velst fyrir mönnum og þurft tímann sinn til úr- lausnar. Núna í vikunni átti til dæmis að koma saman í Jamaika undir- búningsnefnd til stofnunar á land- grunnsráði. En fyrr á ártnu tók það nefndina margra vikna þref að koma sér saman um formann. Nefndarmenn sjálfir eru ekki of bjartsýnir á að nefndin veröi hraðvírk því að eins og einn þeirra lét eftir sér hafa: ,íif heppnin er með getum við kannskí nálgast kjama málsins upp úr áramótunum næstu.” Lagagreinar sáttmálans eru 320 talsins og viðbætamir 9. Er það svo um margar greinamar, að þær eru virtar sem alþjóðalög vegna langrar hefðar í siglingasögunni. Aðrar - greinar um landhelgi og efnahags- lögsögu hafa einnig öðlast gildi með einróma samkomuiagi. En ákvæðin um mörk iandgrunns og mikilvægi óbyggðra útskerja eða eyja, hafa ekki enn öölast jafn fast gildi i aug- um allra. Og ákvæði eins og um auðlindavinnsluna eru svo fjarri samkomulagi enn að naumast þarf að vænta þess að þeim verði fram- fylgt sem alþjóðalögum fyrr en um aldamót. Tækniþraut á borö við þá að ná upp úr djúpum hafsins verðmætum eins og málmum þykir kitlandi og naumast að það sé innan seilingar mannsins enn. Það er helst manganið og nikkel, sem fyrirfinnast í rikuleg- um hlutföilum í nódúlunum, er mennina munar mest um. Nódúlin eru kúlur á stærð við kartöflur og liggja á 6 þúsund metra dýpi eða. jafnvel dýpra. Að setja á lagg- irnar vinnslu, tii þess að sækja þessi verðmæti niður í djúpiö, mundi kosta kannski allt að þrjá milljarða 'dollara. En ef og þegar ríkisstjórnir ákveða að stundin sé upp runninn til þess að ráðast í slíkt framtak — sem vafalaust mun ákvarðast af finnanlegum birgðum í námum á þurru landi — verða mörg vanda- málin á veginum. Á meðan ekki ríkir eining um túlkun laga varðandi rétt til vinnslunnar, geta menn séð fram á hagsmunaárekstra milli kannski tveggja vinnsluaðila, þar sem annar starfar í umboði hafréttarráðs en hinn utan þess. Eða hvernig skal bregðast við ef einhver duttlunga- fullur einræðisherra lands, sem liggur að vænlegu haf svæði til náma- vinnslu, stendur í vegi fyrir vinnslu þess? Siíkar og þvílíkar eru spumingamar, sem leita á diplómatana, er vinna að því að sátt- málinn öðlist giidi alþjóðalaga. Sáttmálinn á aö taka gildi ári eftir aö 60 ríki hafa staðfest hann með undirskrift sinni. Til þessa hafa aöeins fjögur ríki gert það. Fiji, Mexíkó, Zambia og Jamaíka. öðrum virðist liggja lítiðá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.