Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR19. AGUST1983. Útlönd Útlönd 7 Utlönd Utlönd ■Bn . V ■ x •, •■• v.v. ':'w. DEILA SVIA OG DANAUMBORAN- IRNAR KOMIN ISTRAND Samningaviöræöur Dana og Svia í Stokkhólmi í gær vegna landgrunns- deilu þjóöanna urðu árangurslausar meðöllu. Þegar Pierre Schori í utanríkis- róöuneytinu tók á móti Eigil Jörgensen hinum danska starfsbróöur sínum í Stokkhólmi um hádegisbiiiö i gær var greinilega bjartsýni ríkjandi hjá samninganefndum þjóöanna beggja. En fundurinn varö mun styttri en áætlað haföi verið, aöeins tæp klukku- stund. Mikill fjöldi fréttamanna beið samningamanna aö fundinum loknum en þeir sögðust í fyrstu hafa komið sér saman um að ræöa ekki við frétta- menn. Af svip þeirra Choris og Jörgen- sens mátti þó ráöa, aö iítill árangur hefði orðiö, og síöar viðurkenndi Chori aö viðræöurnar heföu í raun siglt i strand þótt ákveöið hefði verið „að halda sambandi áfram”. Jörgensen sagði og stuttur í spuna: aö „enginn árangur” heföi oröiö. Svíar krefjast þess, aö tilrauna- borunum Dana á hinu umdeilda svæöi viö Hesselö í Kattegat veröi hætt meðan samningaviðræöur standa en Danir telja sig ekki geta afturkallaö leyfið til olíufyrirtækisins A.P. Möller sem annast boranimar. Þá hefur þaö orðiö sem nýtt salt í sár Svia síðustu daga þegar fram kom aö Danir hafa nú boðið út ýmis önnur umdeiid svæöi til tilraunaborana. Sænskir f jölmiðlar voru enda yfirleitt þeirrar skoöunar i morgun að ótrúlegt væri aö þjóðirnar reyndust færar um að leysa þessa deilu upp ó eigin spýtur og trúlega kæmi hún fyrr en seinna til kasta alþjóðadómstólsins i Haag. -GAJiLundi. Frakkar senda f lugsveit og lið 450 franskir iandgönguliöar voru Frakklandsstjórnar til þess aö vemda hergagnasendinga til bæjarins Faya- fluttir til Miö-Afríkulýöveldisins aö landamærum Chad í gær en frönsk orrustuflugsveit er væntanleg til höfuðborgarinnar Ndjamena í dag. Fyrir eru í Chad milli 800 og 1200 franskir fallhlífarhermenn til aö lið- sinna stjórnarher Hissene Habre for- seta. Landgönguliðarnir i nágrannaríkinu eiga að vera tiltækir sem varalið og sending þeirra er árétting á vilja Chad gegn uppreisnarmönnum, eöa öllu heldur Líbýu, sem styður uppreisnarmenn Goukounis, fyrrum forseta, meö hergögnum, herliði og loftárásum. Stjóm Habres hefur nær daglega ítrekaö tilmæli til Frakklandsstjórnar um aukna aöstoö og heldur því fram að Líbýa noti hiö óformlega vopnahlé, sem ríkt hefur undanfarna daga, til Sexburar í Belgíu Sexburar, sem belgísk hjúkrunarkona eignaöist í fyrra- kvöld, eru viö prýðisheilsu, eftir þvi sem læknir þeirra segir. Fædd- ust þeir sex vikum fyrir tímann, fimm drengir og ein telpa. Þeir, vega 1,3 og 1,5 kg hver. Fæddust sexburarnir á spítala í Biankenberge i Belgíu, en móöirin er hjúkrunarkona þar. Faöirinn er járnbrautarstarfsmaöur. Attu þau engin börn fyrir. — Þetta eru sagðir fyrstu sexburamir sem fæðastiBelgiu. Skæruliðar ræna Bandaríkjamanni Bandarískum bónda, Martin Stendall, var rænt í Colombíu á sunnudag og hafa ræningjar hans, sem taldir em vera meölimir FARC-skæruliðahreyfingarinnar, krafist 500 þúsund dollara lausnar- gjalds fyrir hann. Stendall var gripinn á sunnudag þegar hann ætlaöi í ferö meö lítilli flugvél frá afskekktri fumskóg- arbyggð í suðausturhluta Col- ombíu. Hann er sjötti banda- ríski ríkisborgarinn, sem rænt hef- ur verið í Colombíu á átta árum. Starfsmanni olíufélagsins Texaco var sleppt ómeiddum í apríl síðast- liönum en tungumálakennarinn Allen Bitterman var myrtur af ræningjumsínumárið 1981. 11 drepnir í róstum í Pakistan Pakistanskir hermenn héldu vörö á strætum sex bæja í fylkinu Sind í morg- un eftir átök undanfama daga milli andstæðinga herstjómarinnar og lög- gæslunnar, en þau hafa kostaö eliefu manns lífiö. HerÐokkar vom sendir til bæjanna Dadu, Moro Kazi Ahmad, Naushahro Feroz, Jacobabad og Larkana en þar hefur komið til uppþota i mótmæla- aögerðum gegn st jórn Zia Ul-Haqs. Um siöustu helgi efndu samtök átta bannaöra stjómmálaflokka til mót- mælaaögeröa gegn herstjórninni, en lögreglan hefur mætt slíkum aðgerð- um meö hörku og jafnvel beitt skot- vopnum. Síðast í gær féllu f jórir menn þegar lögreglan hóf skothríö á mann- þyrpingu sem safnast haföi saman í Naushahro Feroz. Fólkiö haföi kveikt i hóteli og vaidið spjöllum á bankabyggingu og sím- stööinni. Rikir nú bann viö öllum mann- safnaðiíhéraöinu. I Karachi dæmdi herdómstóll tiu menn í eins árs hegningarvinnu og tiu vandarhögg hvem fyrir ólöglega sam- komu. Þrir vom dæmdir til að þola 15 vandarhögg og þriggja ára hegningar- vinnu. — Samkvæmt herlögunum, sem veriö hafa i gildi síöan í október 1979, getur óleyfilegt stjómmálastarf varöaö alit að 25 vandarhöggum, 14 ára hegningarvinnu, sektum og eign- arupptöku. ASK0RUN! um heilsurækt og lengra líf Noel Johnson er 84 ára gamall Maraþonhlaupari og heimsmeistari í hnefaleikum öldunga - með meiru. - Ég skora á hvern landsmann að hlaupa með mér frá Fellahelli í Breiðholti að Lækjartorgi á sunnudaginn kemur - Hlaupið hefst kl. 14.00 við Fellahelli, Breiðholti, og verður hlaupið um Breiðholts- braut, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg að Lækjartorgi. Sverrir Friðþjófsson íþróttakennari ræsir hlauparana. Hver þátttakandi, sem lýkur hlaupinu, fær viðurkenningarskjal, eintak af bókinni „Vansæll sjötugur - en vígreifur áttræður11 áritað af höfundi, Noel Johnson, en bókin er nýkomin út hjá Bókamiðstöðinni. Að sjálfsögðu fá allir þátttakendur 3ja mánaða birgðir af blómafræflum og hress- ingu að vild í pylsuvagninum í Austurstræti að loknu hlaupi. Bergþóra Árnadóttir og félagar taka á móti hlaupurunum á Lækjartorgi með sér- stakri söng- og skemmtidagskrá. Frumflutt verður nýtt lag hennar um BLÓMAFRÆFLA. Allir eru hjartanlega vel- komnir á Torgið. Þetta er ekki kapphlaup, heldur heilsurækt. Vonast til að sjá sem flest ykkar. NOEL JOHNSON.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.