Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1983, Blaðsíða 6
DV. FÖSTUDAGUR19. AGUST1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Andropov vill hætta til- raunum með vfgahnetti Yuri Andropov, forseti Sovétríkj- anna, hefur heitiö því að Sovétríkin muni ekki verða fyrst til þess að senda vígahnetti út í geiminn. Með því er átt við vopn sem send eru út í geiminn til þess aö granda gervihnöttum. En tíminn til þessa heits virðist val- inn einmitt í sömu mund sem byrja á tilraunir með bandariskan gervi- hnattabana er sendur skal á loft með flugvél. Átti að hefja tilraunir með nýja vopnið í lok þessa mánaöar eða byrjun næsta. Andropov gerði þetta kunnugt þegar' hann ávarpaði hóp öldungadeildar- þingmanna bandarískra sem eru í heimsókn í Moskvu. Formaður sendi- nefndarinnar, Claibome Beil, sagði í skeyti heim aö taka bæri þessa yfirlýs- ingu Andropovs alvarlega. Andropov hafði bundið heitið því skilyrði aö bann yrði sett við sending- um á slíkum vopnum út í geiminn. Fréttaskýrendur vilja ætla að í yfir- lýsingu Andropovs speglist áhyggjur Sovétmanna af ræðu Reagans Banda- ríkjaforseta sem hann flutti í mars þar sem hann hét á vísindamenn aö finna ,ný geimvopn sem nota mætti til varnar í Bandaríkjunum gegn hugsanlegrí Ikjarnorkuárás Sovétmanna. I Moskvu kvíða menn því að þeir hafi ekki næga tækni til þess að standa jafnfætis Bandaríkjamönnum í þróun slíkra vopna. Á fundinum meö bandarisku þing- mönnunum lagði Andropov ennfremur til að bseði risaveldin eyðilegðu birgðir sínar af vígahnöttum. Sovétmenn eiga yfir að ráða sprengihnetti sem skjóta í nálægö njósnahnattar. Vopnið, sem Bandaríkjamenn ætla að hefja tilraunir með, er sent frá orrustuþotu út í geiminn, og leitar uppi óvinahnetti. Eyðileggur það hinn hnöttinn með árekstri. ........ 'fáfcvi * rrrr t***v*f* a-vwwwKothw ••..•■•••r •■ ■'rrrrrr/trr/rr.y,ry„r//fíSA'r/ritrrrrr/.,r. '■■■r////A ■ ' lllii m, ■'/"m , ■■■:■//■■’.■/■ ■'■ rr :■■■/■: ■■■'■■’/ . : ✓ : ÆMá 10. flugvélinni rænt til Kúbu í gær Enskutalandi maður, vopnaður brúsa meö eldfimum vökva, rændi bandarískri farþegaþotu í gærkvöldi og neyddi áhöfnina til þess aö fljúga henni til Kúbu. Þaö er tíunda farþega- þotan sem r*nt er í Bandaríkjunum og látin fljúga til Kúbu. Vélin var á leið frá Miami til Tampa með 72 f arþega og s jö manna áhöfn. Vélin lenti heilu og höldnu á Jose Marti-flugvellinum í Havana þar sem flugræninginn var handtekinn en farþegunum boðiö inn í flugstöðvar- bygginguna upp á drykki og hressingu. Gafst farþegunum stund til þess að kaupa minjagripi áöur en haldið var aftur heim til Bandaríkjanna. Frá því að flugránin hófust 1961 hefur 116 bandarískum farþegaþotum verið rænt og flogið til Kúbu. Skriður kom- FBI-erlndrekar hafa fylgst með sovéska sendiráðinu í Washington frá því um síðustu helgi vegna diplómata- sonarins sem vildi i fyrstu ekki heim til Sovétrikjanna. mna Sovéski drengurinn fer má! de Lorean heim eftir allt saman Andrei Berezhkov, 16 ára gamall sonur sovéskra sendiráðsstarfsmanna í Washington, hefur leyst úr vikuiöngu deilumáii milli utanrikisráðuneytisins í Washington og sovéska sendiráösins. Þegar biaðamenn fengu að ræða við drenginn á Dulle-flugvelli í Washing- ton, sagði hann: „Eg vil fara heim”. Deilumar hófust á föstudag þegar dagblaðiö New York Times birti bréf sem Andrei Berezhkov hafði skrifað þarsemmeðalannarssagði: „Eghata land mitt ... ég vil vera hér”. Drengurinn mun hafa sent svipað bréf til forseta Bandaríkjanna. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins vildu fá að tala við drenginn en sovéska sendiráðið neitaði. En í gær náðist samkomulag um það að blaðamenn fengju aö spyrja drenginn á Dulles-flugvelli meðan fuil- trúar utanríkisráðuneytisins hlustuöu á. I samræðum við blaöamenn neitaði Andrei aö hafa skrifað bréfið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hafði heimtað að drengurinn fengi ótvírætt að segja hug sinn áöur en hann færi úr landi. Lögfræðingar segja hinsvegar Sonur Bandaríkjaforseta ölvaður við akstur Jack Ford, 31 árs gamall sonur Geraid Ford, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var kærður fyrir ölvun við akstur í gær. Lögreglu- menn segja að Ford, sem er sjónvarpsfréttamaöur, hafi verið handtekinn í gær þegar bifreið hans sást keyra með óeölilegu aksturslagi á vegi nærri Cardiff-by-the-sea, um, 30 kílómetra norður af San Diego. Ford neitaði að leyfa aö tekið yrði af honum blóðsýni og gæti það kostaö hann ökuleyfissviptingu í sex mánuði. Ef hann verður fundinn sekur um öivun við akstur má sekta hann um allt að 1000 dollara og skipa honum að sækja tíma í skóla bindindismanna. að staða mála hefði orðið mjög flókin heföi drengurinn viljað vera um kyrrt í Bandaríkjunum. Bæði giltu lög um friðhelgi sendiráðsstarfsmanna og þar að auki væri drengurinn ekki sjálfráöa að lögum. Dómarinn i máli bílaframleiöand- ans John de Lorean hefur gert leyni- þjónustunni CIA og öðrum stofnunum þess opinbera að framselja réttinum öll skjöl sem þær hafi um hann. Eiga þau aö skoðast fyrir luktum dyrum. Þessi réttargerð fylgdi í kjölfar full- yrðinga verjandans um aö breska stjórnin heföi gert samsæri með þeirri bandarísku um að koma de Lorean og bílaverksmiðju hans i Belfast á N- Irlandi á kné. De Lorean var handtekinn i Los Angles i október síðasta haust, sakaður um hlutdeild i fíkniefna- smygli. Þaö var nánast í sömu andrónni sem bresk yfirvöld létu loka bílaverksmiöjunni. Hafði ríkissjóöur þó látið 140 milljónir ganga til stofnun- ar verksmiðjunnar í atvinnubótaskyni. De Lorean gengur laus gegn 5 milljón dollara tryggingu. Grímubúningar fylgja félagar i INLA einum sinna manna til grafar en vegna uppljóstrana hefur nú þynnst i þeirra, röðum að undanförnu. IRA rændi ættmennum uppljóstrara Lögreglan á N-Irlandi hefur yfir- heyrt sex grunaða lRA-félaga og leitar nú dyrum og dyngjum aö mannræn- ingjum, sem höfðu numið á brott ætt- ingja uppljóstrarans sem vitni bar gegn IRA á dögunum. Tveim ættmennum uppljóstrarans hefur veriö bjargað en eiginkona hans er enn gísl hryðjuverkamanna sem hafa hótað að taka hana af lífi ef „svik- arinn” dregur ekki vitnisburð sinn tii baka. Ixigreglan hefur mikinn viðbúnað í Nyrðra Donegal og vegatálma á öllum vegum eftir að ein deild hryðjuverka- samtakanna INLA rændi eiginkon- unni, stjúpföður og stjúpsystur Harry Kirkpartick sem áöur var félagi í sam- tökunum en snerist til vitnis gegn fyrri félögum sínum og sagði til fjölda fylgismanna INLA. Stjúpföðurnum og dóttur hans var bjargaö í gær úr húsi sem lögreglan tók með áhlaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.