Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST1983.
MIJRIM TALAR
„Múrinn mikli átti aö vernda Kin-
verja fyrir barbörum steppunnar.
Bygging hans er ein af fjölmörgum til-
raunum til að vinna gegn gangi tím-
ans. Vér vitum nú að það tókst ekki.
Tímanum verður ekki haldið í
skefjum.”
Max Frisch, formálsorð að Kín-
verska múrnum.
13. ágúst síðastliðinn voru 22 ár liðin
frá því að austur-þýsk yfirvöld hófu að
reisa Berlínarmúrinn illræmda. Frá
stríðslokum hafði Þýskaland verið
klofið í tvennt. Á áhrifasvæði Banda-
ríkjamanna, Breta og Frakka var
Sambandslýðveldiö Þýskaland stofnað
1949.1 hinu gamla Prússlandi og eystri
helmingi Þýskalands sem var á her-
námssvæði Sovétmanna var stofnaö
Alþýöulýðveldið Þýskaland.
Höfuðborg þess var sá hluti Berlinar
sem var hernuminn af Rússum.
Landamæri ríkjanna tveggja lágu í
gegnum höfuöborgina þvera og endi-
langa.
I eystri hluta landsins hafði land-
búnaöur löngum verið í hávegum hafð-
ur enda þótt iðnaöur væri þar nokkur. I
vesturhéruðum Þýskalands var iðn-
væðing aftur á móti á hærra stigi. Sov-
étmenn fóru ránshendi um verk-
smiðjur á hemámssvæði sínu á sama
tíma og Marshall-aðstoð kom vestan-
mönnum til góða er uppbygging lands-
ins hófst. Efnahagur Austur-Þýska-
lands var því mjög slæmur fyrstu 15
árin eftir stríðslok.
Á hverju ári flúðu hundruð þúsunda
manna vestur þar sem efnahagur var
betri og stjórnarfarfrjálslyndara.
Áriö 1961 störfuðu um 60 þúsundir
manna í Vestur-Berlín en áttu þó
heima í Austur-Berlín. I júní 1961 hélt
Ulbricht, formaöur Kommúnista-
flokksins, ræöu þar sem hann hótaði
því að Austur-Berlín yrði einangruö
frá Vestur-Berlín „með öllum tiltæk-
um” ráðum. Hafði þetta í för meö sér
mikla aukningu flóttamannastraums
því að enn var tiltölulega létt að fara
milli borgarhluta. Aðra vikuna í ágúst
flúðu tíu þúsundir frá eystri hluta
Berlínar til vestursins. Þriðjudaginn 9.
ágúst flúðu 2000 manns yfir.
Miðvikudaginn 10. ágúst var 4 dálka
fyrirsögn í Vísi : „Hættuástand í
Þýskalandi — Otti viðaðUIbrichtloki
undankomuleiöinni.” Næstu daga er
svo Berlínarmálið í brennidepii á
Það var augljóst er fyrstu gaddavírsgiróingarnar voru reistar hinn 13. júlí 1961 að þær dygðu ekki og að ekkert minna en múr myndi duga. Það var
einnig augljóst að hann yrði sífelltað hækka og verða rammgerðari.
síðum blaðsins sem annarra stórblaða
á Vesturlöndum. Og hinn 14. ágúst er
fyrirsögnyfirþverasíðuna: „GADDA-
VlRSGIRÐING 1 BERLIN - Hætta á
uppreisn eftir að undankomuleið er
lokaö.” I fréttinni segir blaðið:
„Á sunnudagsmorgun (þ.e. 13. ágúst
— innskot — ás) lokuðu austur-þýskir
kommúnistar markalínunni milli Aust-
ur- og Vestur-Berlínar en daginn áður
hafði straumurinn náö hámarki er 2400
flóttamenn komu vestur á bóginn á ein-
um sólarhring.
Aðgerðir þessar hófust meö því aö
fjölmennt austur-þýskt lögreglu- og
herliö safnaðist saman við markalín-
una og stöðvaði alla umferð á milli
borgarhluta. Jafnframt voru ferðir
neðanjarðarbrauta stöðvaðar.
Síðan hófust kommúnistar handa um
að leggja þéttriðna gaddavírsgirðingu
alls staðar eftir markalínunni, þvert
yfir götur og stræti. Bak viö hermenn-
ina sem lögðu gaddavírinn sáust aust-
ur-þýskir eða rússneskir skriödrekar
og brynvarðar bifreiðir á ferii.”
Blaöið skýrir frá viðbrögöum Berlín-
arbúa við lagningu gaddavírsgiröing-
arinnar og segir að ætíö muni finnast
hugdjarfir og frumlegir menn sem
kæmust yfir. Austur-Þjóðverjar hafa
verið á sama máli því að innan
skamms hófst bygging múrs þvert yfir
götur og stræti.
Gleymum því ekki að í augum aust-
ur-þýskra stjórnvalda er múrinn og af-
gangur f ullkomnasta landamæravirkis
í heimi, grundvallaratriði í stjórn rík-
isins. I þeirra augum er múrinn átt-
unda undur veraldar. Þaö er honum að
þakka að fátæku landbúnaðarhéraði
var breytt í 10 mesta iðnveldi heims.
Hér er ekki ætlunin að rifja upp í
smáatriðum aödragandann að því að
Berlínarmúrinn var reistur, né að
setja byggingu hans í víðara sam-
hengi.
Viö ætlum að láta múrinn tala og
birtum því myndir og mál úr bókinni
,,Die Mauer spricht” Múrinn talar.
-ás.
Múrararnir unnu verk sltt mf kostgæfnl ende undlr vökulu eugnaráði stóre
bróður.
Múrinn gegnir ekki aðeins þvi hlutverki að koma i veg fyrir að landi sjái
landa. Aðeins fuglinn fíjúgandi má komast yfir. Ekki einu sinni skriðdrekiá
að komast i gegn.