Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 10
10
DV. LAUGARDAGUR 27. AGÚST1983.
Hélt að \Ufdis væri
eins og Honald Reagan
— segir Rebecca Shuster sem vinnur ad littekt á þætti Vigdísar Finnboga-
dóttur og Mar grétar Thatcher í f ramgangi kvenréttindabaráttunnar
Hvaöa aöstæöur þurftu að vera fyrir
hendi á Islandi til þess aö kona næöi
kjöri til embættis forseta? Hefur kosn-
ing Vigdísar Finnbogadóttur haft ein-
hver áhrif á viöhorf almennings gagn-
vart konum eöa hefur kosning hennar
haft einhverja þýöingu fyrir konur á
Islandi? Þurfti hún aö framkvæma
eitthvað í kosningabaráttunni á annan
hátt vegna þess aö hún var kona?
Hvaöa áhrif hefur kosning hennar haft
á möguleika annarra kvenna til aö
komast í áhrifastöður á Islandi?
Hvernig líkar Islendingum viö að hafa
konu í forsetaembætti? Hefur kosning
hennar haft einhver alþjóöleg áhrif á
réttindabaráttu kvenna?
Bandarisk stúlka, Rebecca Shuster,
dvaldi hér á landi í rúma fjóra mánuöi
til aö leita svara viö þessum og fleiri
spurningum. Aö loknu BA-prófi sínu í
félagsfræði viö Wesleyan University í
Connecticut fékk hún styrk frá Thomas
J. Watson Foundation til aö kanna
breytta stöðu kvenna í alþjóölegu
samhengi.
„Eg ákvað að taka fyrir konur sem
kosnar höföu veriö í áhrifastööur þar
sem nú eru þess nokkur dæmi í fyrsta
sinn í sögu mannkynsins. Meö því að
einbeita mér aö því er auövelt aö sjá
þessar breytingar á afmörkuðu sviöi,”
sagöi Rebecca Shuster í samtali viö
DV skömmu áöur en hún hélt aftur til
Bandaríkjanna til aö vinna úr rann-
sókninni. „Þegar ég byrjaði aö velta
þessu fýrir mér haföi ég aldrei heyrt um,
Vigdísi. Þaö var ári eftir kosningu
hennar. En kennarinn minn benti mér
á hana og þá reyndi ég að kynna mér
allt um hana sem ég gat. Á endanum
ákvað ég aö einbeita mér aö Vigdísi og
Margréti Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands.”
Rebecca Shuster dvaldi sex mánuöi í
Bretlandi áður en hún kom hingað til
lands. Þar kynnti hún sér stjómmála-
skrif Thatcher frá upphafi, tók ítarleg
viötöl við tugi manna, en þrátt fyrir
viðleitni tókst henni ekki aö fá viðtal
viö forsætisráöherrann sjálfan.
„Eftir aö ég kom tii Islands byrjaði
ég aö safna saman öllu sem skrifað
hafði veriö um forsetakosningarnar og
Vigdisi Finnbogadóttur á ensku því aö
hér var auðveldast aö ná því saman.
Síöan ræddi ég viö nokkra blaðamenn
því að ég bjóst viö aö þeir gætu gefið
mér besta yfirlitiö yfir málin. Það
reyndist líka ágætur undirbúningur
undir viöræöur mínar við Vigdísi Finn-
bogadóttur.
Vigdís var mjög hjálpleg og alúöleg.
Eg hitti hana fyrst á skrifstofu hennar
þar sem ég átti viö hana formlegt viö-
tal. Ég óskaði þá eftir því aö fá aö líta í
úrklippubækurnar hennar úr kosn-
ingabaráttunni og frá tíð hennar í emb-
ætti. Hún veitti mér leyfi til þess og
bauö mér í te á heimili sínu viö Ara-
götu. Þar ræddum viö saman í klukku-
stund og það var mikil upplifun fyrir
mig eftir að hafa lesið svo mikiö um
forsetann og hlakkaö lengi tii aö koma
til Islands til aö hitta hana. Eg hafði þá
á orði við hana aö ég vildi fylgja henni í
ferðalagi hennar um Vestfirði. Þar
sem ég bjó í Reykjavík allan tímann
hafði ég áhuga á að sjá viðmót fólks úti
á landsbyggðinni, bænda og fiski-
manna, ga gn va rt f orseta num. ’ ’
Meðan á dvöl Rebeccu Shuster
stóö ræddi hún viö um 40 manns,
stjómmálamenn, fólk sem starfað
hafði fyrir kvenréttindasamtök, fólk úr
flestum atvinnugreinum og fólk sem
þekkti Vigdísi Finnbogadóttur per-
sónulega. Hún leitaöi einkum eftir því
hvernig Vigdís kæmi viðmælendum
sínum fyrir sjónir, hvemig þeir litu á
aödraganda þess aö kona var kjörin í
embætti forseta og ein spurningin var
hvort viömælendumir álitu Vigdísi
vera kvenlega eöa karlmannlega. Auk
þess bar hún upp viö þá þær spurning-
ar sem getið var hér í upphafi.
„Þaö er erfitt að draga saman ein-
hverja heildamiöurstöðu úr þessum
svörum, því aö í stað þess aö heyra 40
mismunandi útgáfur á sömu skoðun-
inni þá fékk ég 40 mismunandi skoöan-
ir. Þessi fjölbreytni kom mér á óvart. I
Bretlandi fékk ég sömu svörin aftur og
aftur viö þessum sömu spumingum
varöandi Thatcher. Þaö eru ýmis sér-
kenni í íslenskri menningu sem hafa
stuölaö aö kjöri Vigdísar í forsetaemb-
ætti. Til þess að koma þessum breyti-
legu svörum, sem ég hef fengið, saman
á skiljanlegan hátt verð ég að tengja
þau viö þessi sérkenni. Á annan hátt fæ
ég enga heildarmynd út úr þessu.
Eg varö vör viö eitt þessara sér-
kenna strax viö komu mína hingað til
lands en fékk enn betri staðfestingu á
því er ég fylgdi Vigdísi á ferö hennar
um Vestfirði, en þaö er hversu sterkar
tilfinningar Islendingar hafa til lands
sins og þjóðar. Þetta er nokkuð sem
maður verður ekki var við í Bandaríkj-
unum. Þar eyöir fólk miklum tíma í aö
ræöa hversu Bandaríkin séu hræöilegt
þjóöfélag. Auðvitað telja Islendingar
ekki aö hér sé allt fullkomiö, en þeir
bera mikla viröingu fyrir landi sínu.
Móttökumar sem Vigdís hlaut vom
mjög áhrifamiklar og fólkinu var aug-
ljóslega hlýtt til forseta síns. Þegar ég
sá hana ganga um í þessum litlu þorp-
um þá geröi ég mér ljóst aö fólk lítur á
hana sem tákn fyrir allt þaö sem þaö
elskar svo mikiö í þessu landi.
Af framkomu hennar mátti einnig
marka aö hún leggur mikiö upp úr því
aö vera kvenleg og móöurleg. Hún
sinnti bömum mikið í þessari ferð og
vísaöi til þeirra í ræðum sínum. A þann
hátt kemur hún fram á annan hátt en
karlmaöur myndi gera. Svo viröist
sem hún geri sér far um að vera tákn
kvenlegrar feguröar og kvenlegrar
ástar.
Nær allir sem ég hef talað viö hafa
sagt aö Vigdís sé mjög kvenleg.
Þetta er andstætt því sem fólk svaraði
í Bretlandi er ég spuröi þaö um
Thatcher. Stór hluti þess sagðist telja
forsætisráöherra sinn hafa karlmann-
lega framkomu. Þetta er vegna þess
aö Vigdís hefur ekki hafnað hinni hefö-
bundnu kvenímynd. Hún hefur aö vísu
gert þaö aö hluta meö því aö taka að
sér svo virðulegt starf, en á hinn
bóginn leggur hún mikið upp úr móður-
hlutverkinu, sinnir börnunum mikiö,
klæöist kvenlegum og fallegum fötum
og leggur mikla rækt við persónulegar
þarfir fólks í staö hins heildræna viö-
horfs. Sjáðu til, Vigdís er þannig
manneskja aö ég gæti búist viö aö hún
myndi eftir afmælisdeginum mínum.
En staöreyndin er sú að starf
Margrétar Thatcher er allt annars eöl-
is en starf Vigdísar Finnbogadóttur.
Eg held aö þaö muni líða langur tími
þar til kona tekur við starfi forsætis-
ráöherra á Islandi. Ef til vill skjátlast
mér, en í dag virðist mér ekkert gefa
til kynna aö svo verði á næstunni. En
þegar þaö gerist þá býst ég viö aö
meirihluti fólks muni telja hana karl-
mannlega. Einn viömælenda minná
benti, aö því er ég held réttilega, á aö á
verksviöi forseta Islands eru mörg
störf sem venjulega falla í hlut kvenna.
Eitt aöalstarf forsetans er aö vera
gestgjafi og þaö hafa konur alltaf ver-
ið. Það er því auðveldara fyrir Vigdísi
aö gegna sínu starfi en fyrir Margréti
Thatcher aö gegna sínu, þar sem Vig-
dís gegnir að mörgu leyti heföbundn-
um kvennahlutverkum en svo er varla
hægt að segja um Thatcher.
Hlutverk Vigdisar Finnbogadóttur
er aö mörgu leyti líkt hlutverki drottn-
ingar því aö hún er frekar tákn fyrir
þjóöina en valdaaðili. Og ef tilgangur
þess aö hafa forseta er að vera þjóöinni
fyrirmynd alls þess sem hún lítur upp
til þá er greinilegt aö Vigdis stendur
sig vel í starfi. Eg vona aö hún sé þjóö-
inni einnig fyrirmynd þess að konur
séu aö öölast nýtt hlutverk á Islandi.
Ef tengja má þetta tvennt saman,
aödáun Islendinga á landi sínu og
aödáun á þeirri konu sem gegnir þessu
sérstæða hlutverki meðal þjóöarinnar,
þá er mikilvæg breyting að eiga sér
staö.
Eg hef fengið mjög ólik svör viö
spumingu minni um hvort einhverjar
breytingar á stööu kvenna á Islandi ó
síöustu árum hafi stuölaö aö kosn-
ingu Vigdísar Finnbogadóttur í emb-
ætti forseta Islands. Sumir hafa sagt
aö aukin virkni kvennahreyfingarinn-
ar, Kvennalistinn og Kvennaframboð-
iö, hafi stuölaö að þessum úrslitum
og talið þau vísbendingu um meirihátt-
ar breytingar á stööu kvenna. Aörir
sögðu aö þetta heföi eins getaö gerst
fyrir mörgum áratugum þar sem kon-
ur heföu ávallt gegnt mikilvægum hlut-
verkum í íslensku þjóðfélagi og verið
metnar aö verðleikum. Þeir síöar-
nefndu benda á aö í sveitum og í sjáv-
arplássum hafi störf kvenna ailtaf ver-
ið álitin mjög mikilvæg og faliö í sér
stjómun aö einhverju marki þannig aö
kosning Vigdísar hafi ekki borið vott
um sérstaka viðhorfsbreytingu.
Mitt álit er samt að þetta hefði ekki
getað gerst fyrir 20 árum svo aö dæmi
sé tekið. Þaö er aö vísu rétt aö konur
hér á landi hafa haft aöra stööu en ger-
ist meöal annarra þjóöa. En þrátt fyrir
að framboö Vigdísar væri ekki boriö
uppi af kvennahreyfingunni þá heföi
hún ekki náð þessum árangri fyrir
tveimur áratugum. Kosning hennar er
tengd breytingu á stöðu íslenskra
kvenna eöa öllu heldur breytingu á
hlutverkum þeirra í þjóðfélaginu. Mér
virðist aö það sé ekki langt síöan það
þótti almennt viðurkennd hegðun að
konur fómuðu heimili og barnauppeldi
fyrir starfsframa. ”
Þaö dregur enginn í efa aö gestsaug-
aö er glöggt. En hversu mikla mögu-
leika hefur útlendingur, sem ekki skilur
íslensku og dvelur aðeins i landinu í
ársþriöjung, til aö gera sér raunhæfa
mynd af baksviði þeirra atburöa og
þeirrar manneskju sem hún er komin
til aö rannsaka. Rebecca Shuster
viöurkennir aö hún hafi komiö hingaö
til lands með upplýsingar sem síöar
kom í ljós aö voru mjög villandi. Hún
las erlendar bækur og blaðagreinar og
ræddi viö Islendinga í Bretlandi og
þaöan fékk hún að eigin sögn margar
ranghugmyndir um Island, stöðu
kvenna hér á landi og viðfangsefni sitt,
forsetann.
Hún tekur sérstaklega sem dæmi
bókina Iceland, The First New Society
eftir Richard F. Tomasson, prófessor í
félagsfræði viö háskólann í Nýju Mexí-
kó, sem kom út í Bandaríkjunum áriö
1980. Tomasson dvaldi hér á landi sam-
anlagt í 12 mánuöi á nokkurra ára bili
og var kennari við Háskóla Islands um
tíma. Rebecca Shuster segir aö bók
hans sé mjög villandi. Hann sjái hlut-
ina í rómantísku ljósi og ýki stórlega
hversu mikið jafnrétti ríki hér milli
kynja. „Þaö er eins og hann sé að
skrifa bók fyrir ferðamenn,” segir
hún.
„Eg var heppin aö ég kom hér fyrir
alþingiskosningar, því aö þá gat ég
fylgst meö því sem forsetinn geröi i
kosningunum og viö stjómarmyndun-
ina og hvaö hún geröi ekki. Eg hef
þannig betur getaö áttaö mig á vald-
sviöi hennar.
Til dæmis haföi ég lesið áöur en ég
kom aö forsetinn heföi neitunarvald
gagnvart lögum. Samkvæmt stjórnar-
skránni er þetta auðvitað rétt, Vigdís
gæti neitað lögum um staöfestingu ef
hún vildi. En þaö sem ég vissi ekki var
aö hún myndi aldrei gera það. Þetta
vald hefur aldrei verið notað. Hún
hefur sjálf gert grín að þessu við er-
lenda fréttamenn með því aö segja aö
hún myndi beita neitunarvaldi gegn
lögum sem kvæöu á um aö höggva
skyldi niöur öll tré á Islandi. Meö þessu
viröist hún vera aö segja aö þaö þyrftu
aö vera mjög öfgafull lög sem neyddu
fiana til aö beita neitunarvaldinu.
Þegar ég kom hingað stóð ég í þeirri
trú aö Vigdís væri eins og Ronald
Reagan sem er stööugt aö beita neitun-
arvaldi sínu gegn lagafmmvörpum
bandaríska þingsins. Eg vissi ekki þá
aö þessu valdi hefur aldrei verið beitt
hér. Þetta er aöeins eitt dæmi um hvaö
upplýsingar geta veriö misvísandi.
Þaö hefur einnig vakiö athygli mina
aö enginn spyr hana um stjómmála-
skoöanir hennar. Þær viröast ekki
skipta máli. Sumir viömælendur mínir
hafa sagt aö þeir óski eftir því aö
forsetinn láti í ljós skoöanir sínar á
pólitískum deilumálum. En Vigdís
Finnbogadóttir hefur gefiö þaö til
kynna aö hún hafi slíkt ekki í hyggju og
telji þaö ekki vera hlutverk sitt.”
Kosning Vigdísar Finnbogadóttur í
embætti forseta Islands vakti mikla at-
hygli erlendis fyrir þær sakir aö hún
var fyrsta konan sem kosin var í emb-
ætti þjóöhöföingja í almennum kosn-
ingum. I erlendum blööum hefur mátt
lesa aö kosning hennar sé ávinn-
ingur fyrir konur í sókn þeirra til auk-
inna áhrifa í stjómmálum. Rebecca
Shuster var spurð hver hún teldi vera
áhrif þessa á erlendar kvennahreyf-
ingar.
„Því miöur held ég aö sú umræöa
sem fram hefur fariö erlendis um kjör
Vigdísar Finnbogadóttur í embætti for-
seta tslands hafi veriö á margan hátt
villandi. I erlendum blööum hafa verið
mörg viötöl viö forsetann og greinar
Margrét Thatcher og Vigdis Finnbogadóttir. Hver er þóttur þeirra í fram-
gangi kvenréttindabaráttunnar? Að svari þeirrar spurningar leitar
Rebecca Shuster, viömdandi okkar hér á síðunum.
Rebecca Shuster ásamt Vlgdisi Finnbogadóttur, forseta Islands, á Suðureyri við