Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983.
Menning Menning Menning Menning
Stundarfriður í Konunglega í Höfn, Dramaten í Stokkhólmi og mun víðar:
„Ég reyni að forðast fyndni í venjulegum skllningl.”
ORÐ ERU AÐEINS PARTUR
AF TJÁNINGU OKKAR
— segir Guðmundur Steinsson í spjalli um verkið og leikritun almennt
Á heimili sínu í Fossvogi hefur Guð-
mundur Steinsson leikritahöfundur
komið sér upp prýðilegri vinnustofu;
reist sér nokkurs konar baðstofu á upp-
runalegu þaki húss síns og konu sinn-
ar, Kristbjargar Kjeld leikkonu.
Og hvers vegna skal þess getiö í upp-
hafi spjalls við Guðmund? Jú, vegna
þess að svo ánægjulegt er aö sjá slíkt
vinnuumhverfi. Þaö er í nýtískulegum
stil, en reist baðstofusúðin, viöurinn í
hólf og gólf, ásamt blænum, minna á
hvar menning okkar þreifst. Aðþrengd
var hún á stundum, en gerði betur en
að tóra, langtum betur.
Þannig hafa margir Islendingar orð-
iö til þess að gera garðinn okkar fræg-
an á erlendri grund og Guðmundur
Steinsson er einn nýjasti liðsauki þess
hóps. Leikrit hans, Stundarfriður, hef-
ur nú verið sýnt víöa erlendis og hlotið
góðar undirtektir, en víkjum betur að
þvísíðar.
Leitað
veru/eikanum
' Hér er rétt aö staldra við um stund
og rif ja upp þau leikrit Guðmundar er
komið hafa fjrir almennings sjónir.
Fyrst er þá Forsetaefnið, frumsýnt
1964, og 1965 frumsýndi leikhópurinn
Gríma Fósturmold og árið ’69 Sælurík-
ið — og síöan ekkert árum saman. A
meðan skrifaði Guðmundur og hugsaöi
sinn gang.
Aö þeim tíma liðnum kom svo leikrit-
ið Lúkas i Þjóðleikhúsinu. Um það bil
tveim árum síðar bauö Guðmundur
okkur í Sólarferð. Stundarfriður var
okkur veittur ’79. Þjóðhátíð var næst á
dagskrá og efnt var til Garðveislu ’82.
Að auki sýndu ýmis áhugafélög leikrit-
iö Skírn.
„Svo hef ég skrifað verk sem ekki
hafa verið flutt,” segir Guðmundur og
vill ekkert ræða skáldsögur sínar tvær,
Síld, (’54) og Maríumynd (’58). Virðist
telja þær til bemskubreka. „En fimm
leikrit er ég meö, sem aldrei hafa verið
flutt, og sum þeirra hefur enginn lesið.
I verkum mínum leita ég að veru-
leikanum en tvímælalaust án binding-
ar og skilyrða; reyni að komast að
kjama málsins. Auðvitað er hismið
síðan partur þessa veruleika en alls
ekki hann allur. Og það að segja sögu,
eða skáldsagan, er gott og gilt
viðfangsefni, en það er svo margt sem
greinir skáldsagnagerð frá leikrita-
gerð.”
Upptekinn af bergmá/i
„Þegar maður svo segir sögu í ein-
hverju formi þá finnst mér oft vera um
bergmál aö ræða — eitthvert tóma-
hljóö. Ég er mjög upptekinn af þessu
bergmáli og hvernig hægt sé að
komast nær. Siöan er ekkert skipulag á
lífi okkar, þannig séð. Samt verður að
vera skipulag á verki. Það verður að
hafa einhvem ramma. Hver eru aðal-
atriðin í lífi einhverrar manneskju og
hver eru aukaatriðin? Hvemig næst
raunveruleikinn sem best?
Það er eitt sem er svo stórkostlegt
við það að skrifa leikrit og maður hefur
okki í skáldsögu. Þaö er að maður
hefur manneskjur til þess að tjá
verkiö. 1 því sambandi er mér
meðvitað hversu orðiö, þaö sem maður
segir, er í rauninni lítill partur af heild-
armynd manneskjunnar. Með þvi að
búa til setningu og láta fólk tala vofir
súhætta yfiraðlendaísíbylju.
Þagnir á milli orða og setninga eru
kannski jafnveigamiklar. Og kannski
má skilja merkingu setningar án orða.
Orð eru aðeins partur af tjáningu
okkar. Leikritahöfundur verður að
fara sparlega með oröin og hlaða
setningamar krafti sem nær út í alla
hluta líkamans. Það er flókið að láta
leikara skila stórri mynd með lítilli
setningu en það er markmið leikrita-
höfundarins, hvemig sem til tekst.”
Stundarfriður víða
Stundarfriði hefur vegnað vel
erlendis eins og margir vita og vikið
var að í upphafi. Guðmundi Steinssyni
er að vísu mun ljúfara að ræða heim-
spekileg og tæknileg vandamál leikrit-
unar á breiðum grundvelli. Enda er
það skiljanlegt. Þegar höfundur hefur
lokið verki er því lokið — og búið.
Adam var þó ekki lengi í Paradís og
Guömundur ekki heldur:
Ætlarðu ekkert að segja frá Stundar-
friði? — spurði ég, einstaklega borg-
aralega.
Guðmundur var smástund að átta
sig, svona nýkominn úr draumheim-
um: „Ha? Já.. ., ég lauk við leikritið
haustið ’74 og það var svo f rumsýnt ’79,
held ég. Það gekk svo tvo vetur. Síöan
var leikhúsinu boðið að fara með sýn-
inguna til Belgrad á leiklistarhátíð
1980. Það var einnig sýnt í Finnlandi og
Svíþjóö.
Voriö eftir barst boð um að fara með
þetta á leiklistarhátíð í Wiesbaden og
Liibeck í Þýskalandi og til Kaup-
mannahafnar. Nú, verkið var þýtt á
ensku.. ., og svo fékk Dramaten í
Stokkhólmi áhuga á því.. . Eins og
málin standa núna þá hefur þetta verið
sýnt á Dramaten og í Konunglega leik-
húsinu í Kaupmannahöfn ásamt borg-
arleikhúsinu í Braunschweig í Þýska-
landi. Þetta skeði núna í vetur. . . Það
var valið til leiklestrar á Scandinavia
Today í Seattle í Bandaríkjunum. Það
verður sýnt í Bergen í Noregi og verið
eraðþýðaþaðáfrönsku. . .”
Uppkomið barn og
fíutt að heiman
Nú var ekkert gaman lengur. Stund-
arfriður er greinilega uppkomið barn
og flutt aö heiman. Stirðmælgin hafði
háð Guömundi síöan hann var píndur
úr upphæöum niður á þetta hversdags-
lega veraldarsviö. Leikritiö hafði ekki
verið nefnt annað en „þaö” og „þetta”
svo til frá upphafi. Ekki var gott í efni.
— Heyrðu, Guðmundur, sagði ég og
brosti mínu blíðasta. Þegar þú ert bú-
inn skulum við heyra dálitiö meira um
leikritun svona almenn. (— Köld eru
nefnilega kvennaráð og maður á nú
ekki son fyrir ekki neitt.)
„Já,” féll leikritaskáldið í gryfjuna,
alsælt. „I fyrsta lagi hafa leikhúsin
verið ánægð og æfingar gengu vel og
móttökumar voru mjög góðar. Þetta
hefur orðið til þess aö viðkomandi leik-
hús eru opin fyrir öðrum verkum sem
ég skrifa og litið veröur á þau verk sem
ég er með í smíðum.
Og nú kemur Lúkas, sem sett var
upp í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum ár-
um og í London ’77. Það verður sýnt í
borgarleikhúsinu í Braunschweig þar
sem Stundarfriður var sýndur. ”
Og nú er Stundarfriður ekki lengur
„það” og „þetta” heldur fær að njóta
nafns. Auk þess tekur Guðmundur upp
á því aö gangast við „bemskubrekum”
sínum — og betur.
Fimmta ská/dsagan?
— Líturðu á sjálfan þig gagngert
sem leikritahöfund, Guðmundur, eða
rithöfund, svona almennt?
„Leikritahöfund. Eg skrifa eingöngu
leikrit. . . Eg skrifaði samt upphaflega
skáldsögur, meira að segja fjórar,”
játaði hann í stundargleymsku fyrri
ásetnings. Tók sig þó á og sagði yfir-
veguöum rómi: ,,Svo fékk ég áhuga á
að skrifa leikrit og hef síðan ekki gefið
mig að öðm formi skáldskapar.. . Eg
hef þó alltaf hug á að skrifa skáld-
sögu; skáldsögu sem ég hef hugsaö um
lengi.. . Meðgöngutíminn er ekki lið-
innjæikritun er tímafrek.
Sumum finnst ég sýna samtím-
ann í spéspegli. Svo kannaðviröast en
er þó ekki. Eg reyni aö forðast fyndni í
venjulegum skilningi; reyni að sjá
hlutina eins og þeir eru. Að baki þessa
er heilmikil alvara. Á sviðinu finnst
mönnum kannski vera komin einhver
absúrd lýsing á tilveru okkar. Það er
þó ekki vegna þess aö ég sé að reyna að
sýna líf okkar í fáránlegu ljósi, heldur
af því að við gerum það svona.
Eg reyni ekki að búa til fyndni en
þegar þessi furðulega tilvera okkar er
skoðuð þá verður hún hjákátleg, fárán-
leg. Eg er mjög upptekinn af samskipt-
um fólks og þau eru mér viðfangsefni.
Það vantar eitthvað í þessi samskipti.
Við erum einangruð þrátt fyrir nábýli
og verðum stöðugt einangraðri í öllu
þessuþéttbýli.”
Sálræn kreppa
„Mér finnst mannkynið vera að
ganga inn í tilfinningalega kreppu sem
það hefur aldrei verið í fyrr. Og ef við
lendum í gjöreyðingarstríði, þá verður
það vegna þessarar sálrænu kreppu
sem við, þessar vestrænu þjóðir, höf-
um færst inn í undanfama áratugi.
Þrátt fyrir allar þessar svokölluðu
framfarir, þá finnst mér við nú lifa á
andlega rýrari og fátæklegri tímum en
við höfum gert áður.
Eg sé þetta menningarsvæði okkar
Vesturlandabúa sem eina heild. Skyld-
leikinn er það mikill. Til dæmis má
benda á að eftir sýningar á Stundar-
friði í Bandaríkjunum spurði fólk hvort
ég heföi haft amerískt þjóðfélag í huga
þegar ég skrifaði leikritið.
Persónur mínar eru kannski fremur
fulltrúar manngerða sem eru uppi í
dag. Eg hef aldrei ákveðna manneskju
í huga, þaðan af síður leikara, vegna
þess að þaö mundi binda mig. Eg byggi
heldur ekki á ákveðnum atburði, eða
segjum, æviferli. Mínar persónur eru
fremur einhver úrvinnsla margra
þátta, margra manneskja.”
Tilbúnar þarfír og
takmarkað frelsi
Viö erum auövitað bundin að-
stæðum og því ekki frjáls nema að
mjög takmörkuðu leyti. Ég held þó að
maður verði að spyrja sjálfan sig:
Hvers þarfnast ein manneskja? Þar er
kannski rétt að byr ja. Hvað þurfum við
í neyslu og hvað veitir okkur ham-
ingju? Þá kann aö koma í ljós að ýms-
ar gjörðir okkar ganga gegn því sem
okkur er farsælast.
Nú er svo komið að þrátt fyrir geysi-
lega velmegun hluta íbúa þessarar
jarðar; velmegun sem er langt fram
yfir þarfir og gengur þvert á þarfir
þriðja heimsins, þá erum við hér illa
sett sem manneskjur. Við erum tilfinn-
ingalega samanskroppin.
Og stundataflan, sem við þekkjum
öll úr barnaskóla og fylgir okkur þaöan
í frá, hún miðast ekki við þarfir þeirrar
lífveru sem við erum. Fyrir vikið erum
viö á einhverjum endalausum hlaup-
um út og suður, meira og minna út í
bláinn. Það þjónar síðan ekki raun-
verulegum þörfum okkar heldur til-
búnu þörfunum sem þessi tæknivæddi
heimur hefur neytt inn á okkur. Ef við
losuðum okkur við gerviþarfimar
fengjum við tíma fyrir þögnina; tíma
til þess að vera við sjálf.”
-FG