Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR30. AGUST1983.
P Hátíðleg athöfn í Skarðskirkju:
„SOLIN SKEIN MEIRA
AÐ SEGJA Á MEÐAN”
—sagði Kristinn Jónsson, bóndi á Skarði
Prestar ganga til guðsþjónustu í Skarðskirkju. Síðastir fara sr. Jón Einarsson og sr. Ingiberg J. Hannesson og sr.
Ölafur Skúlason vigsiubiskup.
„Þetta var ákaflega hátíðleg
athöfn,” sagði Kristinn Jónsson,
bóndi á Skarði í Dalasýslu. „Sólin
skein meira að segja á meðan á
athöfninni stóð.”
Eins og DV greindi frá í gær var
haldin hátíðarguðsþjónusta á Skarði
sl. sunnudag í tilefni af því aö endur-
byggingu kirkjunnar á staðnum er
nú lokið. Fjöldi manns sótti at-
höfnina og rúmaði kirkjan ekki alla
þá gesti sem komu til að hlýða á
guðsþjónustuna. Sátu því margir í
bifreiðum sínum fyrir utan kirkjuna
og hlýddu á messu úr hátölurum sem
komið hafði verið fyrir utan kirkju.
Skarðskirkju bárust margar
góðar gjafir í tilefni þessara merku
tímamóta. Má þar nefna ljósprent af
Skarðsbók, teppi og minningar-
skjöld, dregil, prestaskrúða og tvo
kertastjaka.
Þeir sr. Jón Einarsson og sr.
Ingiberg J. Hannesson sóknar-
prestur þjónuðu fyrir altari. Sr.
Olafur Skúlason vígslubiskup flutti
predikun. Svo hittist á að
vígslubiskup hafði gefiö saman
hjónin á Skarði, þau Kristin Jóns-
son og Þórunni Hilmarsdóttur, fyrir
nákvæmlega 17 árum.Þáhaföi hann
einnig skírt elsta son þeirra sem ein-
mitt opinberaði trúlofun sína sl. sun
udag.
Við guðsþjónustuna voru gefin
saman í hjónaband Olafur Eggerts-
son og Svava Hjaltadóttir en Olafur
er í 26. ættlið út af Húnboga Þor-
kelssyni er bjó á Skarði á 11. öld.
Bóndinn á Skarði, Kristinn Jónsson,
er einnig í 26. lið frá Húnboga. Sama
ættin hefur því búiö á Skarði í Dala-
sýslualltfráll. öld.
-JSS.
«C
Að lokinni guðsþjónustu þáðu kirkju-
gestir veitingar að Skarði.
Árneshreppur:
Ekki messað
íheyönnum
Frá Regínu, fréttaritara DV á
Ströndum.
Hinn ungi prestur, séra Einar
Jónsson, messaði í Ámeskirkju á
sunnudaginn 28. ágúst. Séra Einar
flutti íÁmes ásamt fjölskyldu sinni
í fyrravor og var mikill fögnuður
hjá Ámeshreppsbúum að fá presi
eftir 15 ára prestleysi. Það þykir
afar mikið öryggi að hafa góðan
sálusorgara á hinni gömlu
hlunnindajörö. Alltaf er full kirkja
hjá honum þegar messað er.
Brottfluttir Arneshreppsbúar
urðu fyrir miklum vonbrigðum er
þeir voru á ferð á æskuslóðum
sínum í sumar að heyra ekki í sín-
um góöa presti því hann er
orðlagður fyrir að halda stuttar og
sn jallar stólræður sem kirkjugestir
sofna ekki undir heldur fara eftir.
En ástæðan fyrir því aö þeir gátu
ekki heyrt í prestinum er að það er
samkomulag milli prestsins og
sóknarbamanna að ekki er messað
á meðan heyskapur stendur yfir.
Björgvin
til írlands
- á alþjóðasöngkeppni
Björgvin Halldórsson, söngv-
arinn góðkunni, mun í byrjun okt-
óber taka þátt í söngva-
keppni á Irlandi. Keppnin, sem
heitir „Castlebar intemational
song contest”, fer fram í borginni
Castelbar og er þetta í 18. sinn sem
húnerhaldin.
Björgvin syngur tvö lög í
keppninni og eru það lögin „Baby
don’t go”, sem er eftir hann sjálfan
og lagið „Sail on” eftir Jóhann
Helgason. -SþS.
Olafsfjörður:
Velheppnaðar
björgunar-
æfingar
Fyrir skömmu voru haldnar
samæfingar björgunarsveitanna á
svæði sex, en það nærfrá Hvamms-
tanga austur að Grenivík. 7 sveitir
voru mættar til leiks, samtals 70
manns, og voru sett á svið bæði
flugslys og bílslys. 7 voru látnir
slasast og liðu ekki nema 2 tímar
frá slysi þar til hinir slösuðu voru
komnir á sjúkrahús á Ölafsfirði.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Þegar list verður „théatre de la merde”
Á Islandi starfa margar menning-
arstofnanir, sem kosta mikið fé og
flytja margvíslegan boðskap til
iandsmanna í formum, sem hafa á
sér yfirbragð listar en er lítið annað
en margvíslegt dægurþras búið til
sviösetningar. Mest ber á svonefndri
alþýðulist, bæði í leikhúsum og á
músíksviðinu, en hið ritaða orð er
mestmegnis á stigi blaðagreina um
ákveðin málefni. AUt þykir þetta gott
og blessað og gengur undir samheit-
inu list á tyllidögum og alþýðan virð-
ist fagna, enda er mikið um popp í
músíkinni og leikhúsin eru aUajafna
full. Þá er bóksala með eindæmum
og tíu málverkasýningar eru í gangi í
einu. Stór hluti af þessari athafna-
semi er greiddur af rikinu eða ríkis-
reknum stofnunum, og þarf því ekki
af peningaástæðum að Ieita tU alþýð-
unnar um stuðning. Hér hefur öðru
hverju verið bent á, að þótt mikJll
fyrirgangur ríki í listum og hér sé
staðsett norræn menningarmiðstöð,
verði ekki vart neinna varanlegra
menningarverðmæta, sem við getum
verið stoit af, heldur sé um að ræða
list, sem snýst mest um naflann á
listamönnunum sjálfum og sé þeim
til skemmtunar og dundurs.
En þaö er á fleiri stöðum á jarð-
kringlunni, sem Ula kemur heim og
saman stofnanalist og raunveruleg
list. Nýlega hafa orðið mlklar um-
ræður um llstastofnanir i Frakk-
landi, sem þykja úr hófi dýrar og
pólitískar. I St. Etienne rak borgar-
stjórinn yfirmann menningar-
miðstöðvarinnar, sem er kommún-
isti, ásamt framkvæmdastjóra ár-
legrar kvikmyndahátíðar í borginni.
Og í Nantes skáru borgarfuUtrúar
niður f járveitingu tU listamiðstöðvar
um verulega f járhæð og lýstu yfir að
skipuleggjendur starfseminnar væru
haldnir „öfugsnúnu verðmætamati”
við val á verkefnum. Enn meira var
skorið niður i Brest vegna „menning-
arleiða”. Þetta eru ekki einu dæmin í
Frakklandi. Þar virðist nú háð bar-
átta um yfirráðin yfir alþýðulistinni.
Menningarmiðstöðin í Nantes varö
að deUumáU, þegar þar var sýnt leik-
rit um samband mannsins við af-
gang sinn. Michel Chauty borgar-
stjóri hefur sagt, að blöðin hafi fund-
ið kjarnann í verkinu með því að
kaUa það: „Théatre de la merde”,
(skitaleikhúsið). Aðrir borgarst jórar
hafa kvartað undan því, að sósialist-
ar notuðu menninguna í áróðurs-
skyni og fylltu ibúana af pólitiskum
viðhorfum sinum. Christian Cabal,
aðstoðarborgarstjóri i St. Etienne
segir, að fyrir vinstri menn sé menn-
ingin pólitiskt áróðursafl eins og
blöðin. Og annar borgarstjóri segir:
Framvegis munum við halda okkur
við „fasistíska” listviðburði eins og
kammermúsík og lúðrasveitir.
Sósíalistar eru auðvitað litið hrifn-
ir af þessu framtaki franskra borg-
arstjóra. En þeir fá ekki við það ráð-
ið, að stórlega er dregið úr f járveit-
ingum tU svonefndra lista, þar sem
þeir stjórna ekki borgum. Hér verða
fjárveitingar aftur á móti stöðugt
hrikalegri. Þjóöleikhúsið er nú þann-
ig statt, að ekki er tU fyrir launum
um þessi mánaðamót. Þvi hefur
lengl verið stjórnað af sósialistum,
sem virðast hafa það eitt markmið
að eyða peningum. Sjóðir eru nú tóm-
ir, þótt ríkið borgi meira en jafnvirði
bvers aðgöngumiða. Og í þessu húsi
er verið að sýna hvert metverkið á
fætur öðru í aðsókn, eigi að trúa
blaðafulltrúanum og blöðunum, og
varla um annað meira talað í fjöl-
miðlum, komi eitthvert bullverkið á
fjalimar. En við getum ekkert gert
tU að draga úr „listinni”. Á sama
tíma og veinað er yfir kjaraskerð-
ingu, heimtar gáfumannaliðið að rík-
ið borgi undir listapostulana. Það er
ekki nema í Frakklandi, þar sem
menn hafa þrek tU að segja að loka
verði leikhúsum, þegar alþýðulistin
er komin á það stig í höndum kjara-
kröfuhópanna, að blöðin byrja að
tala um „théatre de la merde”.