Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 28
28
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST1983.
Andlát
Marinó Guömundsson, er lést 21.
ágúst, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 31. ágúst ki.
15.
Minningarathöfn um Ragnhelði
Hansen Þorsteinsson, Uthlíð 4 Reykja-
vík, fer fram í Dómkirkjunni í Reykja-
vík fimmtudaginn 1. sept. og hefst kl.
10.30. Jarðsett verður að Húsafelli síð-
degis sama dag.
Kristbjörn Tryggvason, læknir, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13.30.
Stefanía Sigurðardóttir, dvalarheimil-
inu Hlíö Akureyri, veröur jarðsungin
frá Akureyrarkirkju á morgun,
miövikudaginn 31. ágúst kl. 13.30.
Guðmundur Ágúst Gíslason, pípulagn-
ingameistari, Hjaltabakka 28, verður
jarösunginn frá Fríkirkjunni miöviku-
daginn 31. ágúst kl. 13.30.
Ásta Jónsdóttir, Túngötu 43, lést á
heimili sínu laugardaginn 27. ágúst.
Eiríkur Garðar Gíslason, rafvirkja-
meistari, Kleppsvegi 140, lést í Landa-
kotsspítala aðfaranótt 27. þ.m.
Árni Þorsteinn Árnason, fv. lóöaskrár-
ritari, lést sunnudaginn 28. ágúst.
Ragnheiður Stefánsdóttir frá Star-
mýri, Hátúni 10A, andaðist í Land-
spítalanum 5. ágúst. Jaröarförin hefur
fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sigríður Guðjónsdóttir, Langagerði
126, andaðist í Landspítalanum 28.
ágúst.
Guðrún Sörensen, Kleifarvegi 8,
andaðist í Borgarspítalanum 27. ágúst.
Ernst Georg Berndsen andaöist aö
heimili sínu, Karlsskála Skagaströnd,
21. ágúst sl. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
ALUÞETTA
FYRIR AÐEINS
100 KRÓNUR
Velkomin á Iðnsýningu 83 í
Laugardalshöll.
Stórkostleg sýning á
íslenskriframleiðslu. 120
sýnendur kynna
framleiðslusínaog
þjónustu á um 4000 m2
sýningarsvæði.
Vörukynningar,
kynningarafslættir, tölvur,
vélmenni (eitt þeirra hefur
núþegar lærtsvolítiðí
íslensku), tískusýningar og
margtfleira.
Happagestur dagsins
hlýturvinning og
skemmtikraftartroða upp.
Gagn og gaman fyrir
aðeins 100 krónur-fyrir
fullorðna, 40 krónurfyrir
börn 6-12 ára og frítt fyrir
þau yngstu.
Þið látið Iðnsýningu 83
ekki fram hjá ykkur fara.
ÍSI£NSKFR4MflD
AÐNAÐIBVGGÐ
lEDNSVNING
19/8-4/9
ILAUGARDALSHÖLL
FELAG ISLENSKRA ÐNREKENDA 50ÁRA
í gærkvöldi____________I gærkvöldi
ALLTAF TAKA DANIR
NIÐUR BUXURNAR
Alltaf eru Danir samir við sig. Allt-
af þurfa þeir að sýna berrassað fólk í
sjónvarpsleikritum sínum. Ein-
kennileg árátta það.
Ekki voru liðnar margar mínútur
af dönsku myndinni Þursabit í sjón-
varpinu í gærkvöldi er tekist hafði að
sýna bæði karl- og kvenlíkama í allri
sinni nekt. Þar með hafði leikstjór-
anum tekist að uppfylla það sem
virðist vera regla númer eitt hjá
dönskum kvikmyndagerðarmönn-
um.
Eg fæ ekki í fljótu bragði séð hvaöa
nauðsynlega tilgangi þessar stripl-
ingasenur Dananna eiga aö þjóna.
Sjálfsagt kenna danskir kvikmynda-
skólar að meö þessu náist fram ein-
hver hughrif hjá áhorfandanum.
Einhvem tíma þótti þetta spenn-
andi. Þannig var það aö minnsta
kosti þegar ég var smágutti. Þegar
danskt leikrit var annars vegar var
alltaf gaman að laumast til að horfa
á.
Eg held aö flestum þyki þetta orðiö
hvimleitt. Þetta er orðið þreytt. Dan-
irnir verða að beita öörum aðferðum
til aö grípa áhorfandann.
Annars þótti mér gaman að dönsku
myndinni. Hún hefði ekki verið verri
þótt leikaramir hefðu haldið nærbux-
unum uppiumsig.
Hvemig er það annars með hinar
opinberu byggingar á Islandi. Hvers-
vegna skyldi engin þeirra hafa gull-
húð utan á rúðunum?
Þannig varð mér hugsað þegar ég
horfði á þýsku myndina um gulliö.
Þar var sýnt hvemig gullþynnur eru
notaðar utan á rúður.
Eftir öðru fannst mér það passa
við höll eins og þá sem hýsir Fram-
kvæmdastofnun aö hafa gyllta
glugga. Það væri ekki amalegt fyrir
kommissarana að horfa í gegnum
gull úr eldhúsinu meðan steikunum
væriskolaðniður.
Verst er hve lítiö gull er að finna á
bak við peningaseðla sem notaðir
em á erfiöleikatímum til að reisa
Seölabankahús, rafveituhús eða aðr-
ar glæsibyggingar hins opinbera.
Kristján Már Unnarsson.
Jóhannes Ólafur Guðmundsson er lát-
inn. Hann fæddist 12. júlí 1922, sonur
Guðlaugar Einarsd. og Guðmundar
Jóhannessonar. Að loknu kandidats-
prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Is-
lands hóf Jóhannes störf hjá föður sín-
um í fyrirtækinu Magnús Th. S. Blön-
dal hf. og tók svo við framkvæmda-
stjóra þar. Eftirlifandi eiginkona hans
er Þóra Guöjónsdóttir. Eignuðust þau
fjögur böm. Utför Jóhannesar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 1330.
Gunnar Pétursson lést 21. ágúst sl.
Hann var fæddur í Reykjavík 6. júli
1926, sonur hjónanna Péturs Guð-
mundssonar og Halldóru Samúelsdótt-
ur. Gunnar var einn af eigendum og
starfsmönnum Málarans hf. Hann var
kvæntur Sigrúnu Guðbjarnardóttur en
hún lést á síöastliðnu hausti. Þau
Gunnar og Sigrún eignuðust tvær dæt-
ur. Utför Gunnars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Sólveig Bjamadóttir Ansnes lést 21.
ágúst sl. Hún var fædd í Vík í Mýrdal
24. maí 1909, dóttir hjónanna Bjama
Kjartanssonar og Svanhildar Einars-
dóttur. Hún giftist Þorvaldi Ánsnes, en
hann lést árið 1971. Þau hjónin eignuð-
ust þrjú börn, eru tvö á lífi. Utför
Sólveigar verður gerð frá Dómkirkj-
unniidagkl. 15.
Ólafur Tryggvason bókbandsmeistari
lést 22. þ.m. Hann var fæddur aö Hól-
um í Vopnafirði 28. ágúst 1902. Foreldr-
ar hans voru Tryggvi Helgason og
Kristrún Sigvaldadóttir. Árið 1933 hóf
hanr.nám í bókiðn.TilKaupmannahafn-
ar fór hann árið 1939 og stundaði þar
nám í fjóra mánuði og tók að því loknu
sveinspróf.Aðalvinnustaðir Olafs eftir
að sveinsprófi lauk voru Félagsbók-
bandið, Bókfell og síðast Gutenberg.
Hann var kosinn í stjórn Bókbindarafé-
lagsins árið 1942 og var þar f jármála-
ritari til ársins 1949. Hann var skip-
aöur prófnefndarmaður árið 1951 og
gegndi því starfi til 1963 og trúnaðar-
maður var hann fyrir félagið þegar
hann vann í Gutenberg. Hann skrifaði
greinar í Bókbindarann, blað bókbind-
arafélagsins um sniðgyllingu og fleira.
Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður
Jakobína Sigurgeirsdóttir. Þau eignuð-;
ust þrjú böm. Utför ólafs var gerð frá
Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30.
Ferðalög
Hallgrímsk irkja — starf aldr-
aðra
Vetrarstarfiö hefst meö ferö í Skálholt
fimmtudaginn 1. september. Upplýsingar í
síma 39965 eöa síma 10745.
l ■ 1 ■■
Knattspyrna
Knattspyrnuráð Reykjavíkur Þriðjudagur 30. ágúst. Hm. 1. flokkur Melavöllur Fylkir—Léttir 18.30 KR
Miðvikudagur 31. ágúst. HM 5A Valsvöllur Valur—Fram 18.00 Fylkir
HM. 5B Valsvöllur Valur—Fram 19.10 Fylkir
Hm. 4A Framvöllur Fram—Valur 18.00 IR
Hm. 4B Framvöllur Fram—Valur 19.10 IR
Afmæli
75 ára afmæli á í dag, 30. ágúst, Agúst
Sæmundsson, Sólheimum 23 Reykja-
vík. Hann er fæddur á Akranesi, sonur
Sæmundar Guðmundssonar kennara
og ljósmyndara, sem síðar fluttist til
Hafnarf jarðar, og konu hans Matthild-
ar Helgadóttur frá Flateyri við önund-
arfjörð. Hann ólst upp á Svarfhóli í
Stafholtstungum hjá Jósef Bjömssyni
bónda þar. Fór 20 ára til Noregs og
lauk prófi við teknískan rafmagns-
skóla. Vann í 15 ár hjá Landssíma Is-
iands en hætti þar og rak efnalaug og
þvottahús um árabil. Síöan stofnaöi
hann niðurlagningarverksmiðjuna
Síldarrétti en hefur nú selt þessa starf-
semi yngri mönnum. Agúst er kvæntur
Rögnu Jónsdóttur. Þau dveljast nú á
Grand hotel Vama, Drushba,
Búlgaríu.
85 ára afmæli á i dag, 30. ágúst, Guðjón
Guðjónsson, trésmiður, Eiríksgötu 25
hér í Reykjavik. — Hann var trésmið-
ur í trésmiðjunni Völundi og hætti þar
fyrir um tveimur árum, en þá hafði
hann starfaö þar við iön sína í 60 ár.
Eiginkona Guðjóns er María Valgerð-
ur Jónsdóttir. — Hann er að heiman.
85 ára afmæli á i dag, 30. ágúst, Sigur-
jón Jóhannsson fyrrum yfirvélstjóri,
Skeggjagötu 6 hér í borg. Hann var um
árabil á skipum Sambandsins og var
þar uns hann hætti sjómennsku. Er í
land kom, var hann eftirlitsmaður á
Stúdentagörðunum um skeið. Eigin-
kona Sigurjóns er Jóna Guðrún
Þóröardóttir.