Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. AGUST1983.
35
Útvarp
Þriðjudagur
30. ágúst
12.20 Fréttlr. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Þriðjudagssyrpa —
Páll Þorsteinsson.
14.00 „Brosið eilífa” eftir Par Lag-
erkvist. Nína Björk Árnadóttir les
þýðingu sina (3). Þriðjudags-
syrpa, frh.
15.20 Andartak. Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónieikar. Julian
Bream og félagar í Cremona-
kvartettinum leika Gítarkvartett í
E-dúr op. 2 nr. 2 eftir Joseph
Haydn / Monica von Saalfeld,
Franziska Koscielny og Gisela
Reith leika Pianótríó í g-moll op.
17 eftir Clöru Viec Schumann.
17.05 Spegilbrot. Þáttur um sér-
stæða tónlistarmenn siöasta ára-
tugar. Umsjón: Snorri Guðvarðs-
son og Benedikt Már Aðalsteins-
son (RUVAK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. 1 kvöld segir Vil-
borg Dagbjartsdóttir bömunum
sögufyrirsvefninn.
20.00 Sagan: „Búrið” eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur. Höfundur
lýkurlestrinum(lO).
20.30 Frá finnska útvarpinu. Sinfón-
ía í e-moll op. 7 „Kuilervo” eftir
Jean Sibelius. Flytjendur: Helja
Angervo, sópran, Jorma Hynnin-
en, barítón, Háskólakórinn í Hel-
sinki og Sinfóníuhljómsveit
flnnska útvarpsins. Paavo Berg-
lundstj.
21.45 Utvarpssagan: „Strætið” eftir
Pat Barker. Erlingur E. Halldórs-
son les þýðingu sína (8).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Skruggur. Lokaþáttur úr ís-
lenskri samtímasögu. 1918. Um-
sjón: Eggert Þór Bemharðsson.
Lesari með umsjónarmanni: Þór-
unn Valdimarsdóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
31. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð — Baldvin Þ.
Kristjánsson talar. Tónleikar.
8.40 Tónbilið.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Fugllnn sagði” eftir Jóhannes úr
Kötium. Dómhildur Sigurðardóttir
les (3).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynningar.
Tónieikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Fomstugr. dagbl. (útdr.).
10.35 Sjávarútvegur og siglingar.
Umsjónarmaður: Ingólfur Amar-
son.
10.50 Ot með firði. Þáttur Svanhild-
ar Björgvinsdóttur á Dalvík
(RUVAK).
11.20 Þaðgefurábátinn.
Sjönvarp
Þriðjudagur
30. ágúst
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirogveður. "
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Vekjaraklukkuraar sjö.
Teiknimyndaflokkur fyrir böm.
20.45 Fjármái frúarinnar. Þriðji
þáttur. Franskur framhalds-
myndaflokkur í fjórum þáttum. I
öðrum þætti greindi frá því að ætt-
menn frú Humberts frá Ameríku
féilu frá arfstilkalli eftír Crawford
gamla gegn því skilyrði aö einn
þeirra fengi Maríu, systur frúar-
innar, til eiginorðs. Frú Humbert
öðlast nú lánstraust á ný og stofn-
ar banka en ekkert verður af
hjónabandinu. Þýðandi Olöf Pét-
ursdóttir.
21.40 Rommel hcrshöfðingi — Þýsk
Örlagasaga. Fyrrl hluti. Þýsk
heimildarmynd í tveimur þáttum
um Erwín Rommel (1891—1944),
sem frægur varð fyrir herstjórn
sína i Norður-Afríku í síðari
heimsstyrjöldinni, og þann sess
sem hann skipar í hugum nútíma-
manna. Þýðandi Veturliði Guðna-
son.
22.35 Dagskrárlok.
Útvarp
Sjónvarp
Rommel hershöfðingi — sjónvarp í kvöld kl. 21.40:
Eyðimerkurrefurinn
Fyrri hluti þýskrar heimildarmynd-
ar um hershöfðingjann Erwin Romm-
el, sem frægur varð fyrir herstjóm
sína í Norður-Afríku í síðari heims-
styrjöldinni, er á dagskrá sjónvarps í
kvöldklukkan 21.40.
Erwin Rommel fæddist árið 1891 í
þorpinu Hadenheim í Þýskalandi.
Hann gekk í herinn 18 ára að aldri og
hlaut mikinn heiður fyrir frammistöðu
sína í fyrri heimsstyrjöldinni. Tuttugu
árum síöar stýrði Rommei bryndeiid i
sókn um Frakkland með slíkum
ágætum að hann varð þjóöhetja í
augum landa sinna og gerður að yfir-
foringja í Afríkuher Þjóðverja, Afrika
Korps.
Með afrekum sínum í Norður-Afríku
ávann hann sér auknefnið Eyði-
merkurrefurinn og þjóðsögulega frægð
meöal andstæðinga sinna. Hann
geystist um eyðimörkina eins og rjúk-
andi sandstormur og beitti aðferðum
leifturstríðsins af slíkri snilld að
Bretum ofbauð. Rommel var fljótur að
hugsa og hugkvæmur í bardaga og
braut þá oft allar hernaðarlegar skóla-
reglur þannig að óvinurinn ruglaöist í
ríminu. Hann kaus að stjórna skrið-
drekum sínum úr fremstu víglínu en
missti þannig heildarsýn yfir átökin og
kom það honum iðulega í koll. Um síðir
neyddist hann til aö hörfa undan ofur-
efli Breta og var þá kaUaður heim að
kröfu Mussolinis. I sárabætur veitti
Hitler honum riddarakross með
demöntum og setti hann yfir herdeild í
Frakklandi.
Heilsu Rommels var mjög tekið að
hraka þegar hér er komið sögu og árið
1944 hverfur hann aftur heim til Þýska-
lands, særöur eftir bardaga. Hann tók
þátt í tUræðinu við Hitler það sama ár
og mátti síðan velja á miUi þess að
vera dreginn fyrir herrétt og aftöku-
sveit eða svipta sig sjálfur h'fi.
Rommel kaus eitrið.
Þýðandier VeturUðiGuönason. -EA.
1 Eyðimerkurrefurinn Erwin Rommel
þótti með eindæmum slægur og úr-
ræðagóður hershöfðingi.
Skruggur
— lokaþátturí
útvarpi kl. 22.35:
Skruggur eru á dagská útvarps í
kvöld klukkan 22.35. Þetta er lokaþátt-
ur Eggerts Þórs Bernharðssonar og
Þórunnar Valdimarsdóttur úr ís-
lenskri samtímasögu í útvarpi í sumar
og nefnist hann 1918.
„Sum ár eru merkilegri en önnur
fyrir margra hluta sakir,” sagði
Eggert Þór. „Yfirleitt mán fólk ekki
eftir ládeyöunni en þegar eitthvaö ber
út af getur það orðiö fólki minnisstætt
það sem eftir er ævinnar.
Áriö 1918 er eitt viðburðarikasta ár
aldarinnar enn sem komið er. 1
upphafi þáttarins í kvöld biö ég önnu
Bjamadóttur, fyrrverandi kennara, að
segja okkur hvað henni sé minnis-
stæðast frá árinu 1918. Eins og við er
að búast eru það fjórir stóratburðir
sem hún og fleiri muna helst eftir, þ.e.
frostaveturinn mikli, Kötlugosið,
spánska veikin og fullveldið.
Frosthörkurnar í upphafi ársins
voru með afbrigðum miklar; 25 til 35
gráða frost ríkti meginhluta janúar-
mánaðar. Hafisinn gerði einnig
óþyrmilega vart við sig og náði frá
Faxaflóa norður fyrir land og austur aö
Gerpi. Fólk var ákaflega illa búið
undir hörkumar og ekki síður undir
Kötlugosið og spönsku veikina, en hún
gekk eins og fellibylur um Reykjavík I
nóvembermánuði með þeim afleiðing-
um að tveir þriðju hlutar bæjarbúa
veiktust. Þetta jafngilti að 60.000 Reyk-
víkingar veiktust í dag. Þegar yfir lauk
höfðu um 500 manns látist af völdum
veikinnar hérlendis.
Er spánska veikin var að ganga yfir
ööluðust Islendingar fullveldi, 1.
desember, en fáir voru á fótum til aö
fagna því.
Um þessa stóratburði árins 1918
1918
fjöllum við í Skruggum í kvöld en
einnig hugum við að því hvort árið 1918
sé heppilegt til viðmiðunar þegar rætt
er um upphaf íslenskrar samtimasögu
ogræðumvið JónÞ. Þór sagnfræðingí
því sambandi.
Og þar sem þetta er síðasti þátturinn
af Skruggum í sumar vildi ég nota
tækifærið til að þakka öllum þeim sem
komiö hafa við sögu þessara þátta,”
sagði Eggert Þór Bemharðsson að
lokum. -EA.
Eggert Þór Beraharðsson og Þórunn Valdlmarsdóttlr hafa haft umsjón með
þættinum Skruggur i útvarpl i sumar en siðastl þátturinn er á dagskrá i kvöld og
fjallar umárið 1918.
Veðrið:
Hæg breytileg átt um allt land,
.sólarlítið á Norðurlandi, sólskin
með köflum í öðrum landshlutum, •
alls staöar svolítil skúrahætta.
V Veðrið
hér og þar
Klukkan 6 í morgun: Akureyri
skýjað 4, Bergen rigning og súld 11,
Helsinki skýjað 12, Kaupmanna-
höfn skýjað 14, Osló skýjað 10,
Reykjavík skýjað 4, Stokkhólmur
léttskýjaö 15, Þórshöfn skýjað 8.
Klukkan 18 í gær: Berlín léttskýj-
að 20, Chicagó léttskýjað 19, Frank-
furt léttskýjað 25, Nuuk alskýjaö 4,
London léttskýjað 19, Luxemborg
heiöskírt 21, Mallorca heiðskírt 17,1
(Montreal þoka 16, New York skýj-
að 21, París léttskýjaö 21, Róm
skýjaö 26, Malaga alskýjað 22, Vín
skýjað 21, Winnipeg léttskýjað 19.
Tungan
Heyrst hefur: Hann
Isagði, að viö ramman
reip væri að draga. L
Rétt væri: Hann sagði, I
að viö ramman reip væri \
að draga.
jEða: Hann sagði, að þar
væri við ramman reip að
draga.
Eða: Hann kvað vera við
ramman reip að draga.
(Ath.: Við ramman;
l(mann) er að draga}
reip(i).)
i
Gengið
■ m
1 Gengisskráning nr. 159
- ZZ. ágúst 1983. kl.
09.15
Éining kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandarikjadollar, 28,070 28,150
1 Sterlingspund 42,042 42,162
1 Kanadadollar 22,809 22,874
1 Dönsk króna 2,9084 2,9167
1 Norsk króna 3,7542 3,7649
1 Sœnsk króna 3,5545 3,5648 t
1 Finnskt mark 4,8988 4,9127 j
1 Franskur franki 3,4778 3,4877
1 Belgískur franki 0,5205 0,5220
1 Svissn. franki 12,8732 12,9099
1 Hollensk florina 9,3520 9,3786
1 V-Þýskt mark 10,4651 10,4949
1 ítölsk líra 0,01755 0,01760
1 Austurr. Sch. 1,4919 1,4961
1 Portug. Escudó 0,2266 0,2273
1 Spónskur peseti 0,1847 0,1853
1 Japanskt yen 0,11408 0,11441
1 (rsktpund 32,972 33,066
Bolgbkur frankl 0,5172 0,5187
SDR (sórstök f 29,4031 29,4870
dráttarróttindi) •
J Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
1 Tollgengi
1 fyrir ágúst 1983. 1
Bandarikjadollar USD 27,790
Starlingspund GBP 42,401
Kanadadollar CAD 22,525
Oönsk króna DKK 2,9386
Norsk króna NOK 3,7666
Sasnsk króna SEK 3,5914
Finnskt mark FIM 4,9431
Franskur frankl FRF 3,5188
Beigbkur franki BEC 0,5288
Svissneskur franki CHF 13,1339
HoN. gyNini NLG 9,4609
Vestur-þýzkt mark DEM 10,5778
(tölsk Ifra ITL 0,01787.
Austurr. sch ATS 1,5058
Portúg. escudo PTE 0,2316
Spánskur peseti ESP 0,1863
Japanskt yen JPY 0,11541
(rsk pund IEP 33,420
SDR. (Sérstök 29,4288
dráttarróttindi) 0,5259