Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983. 11 Ef einhver af hinum blómstrandi byggöum landsins ætti aö hljóta sæmdarheitiö „Víkingasveit”, þá finnst mér líklegt aö margir myndu halda fram Jökulsárhlíö í Norður-Múlasýslu. Hlíðin er austast á Austurlandi og nokkuð úrleiöis þeim sem um hring- veginn fara. Þó er sæmilegum bif- reiöum leikur einn að komast austur Hlíðarveg og yfir um Hellisheiðina til Vopnafjarðar — eöa þá í hina áttina ef menn vilja heldur, en hvora áttina sem menn kjósa þá er þetta falleg leið og margt skemmtilegt sem ber fyrir augun. Fögur er Hlíðin á sumrin, loðin af kjarri víða en freyðandi fossa ber við þverhnípta hamra, og ekki er nein- um vorkunn að líta yfir láglendið eða eyjarnar eins og þær kallast þar eystra. Spranga þar löngum hamingjusamar sauðkindur og bíta heilnæmt gras og lepja ómengað vatn úr litlum tjörnum, en vel feitir dilkar trítla glaðir við hlið þeirra. Hvergi er þama gróðurlausan díl að sjá, en gulir kílar með lygnu vatni sneiða landiö og lifa þar ótal fugiar sumarlangt í góöu yfirlæti. En vitanlega er ekki allt sem sýnist og veruleikinn er annar en sá sem ber fyrir sjónir ferðalangs á fögrum degi að hallandi sumri. Jarð- vegurinn á eyjunum er sendinn og þarfnast óþrjótlegrar eljusemi og natni til ræktunar. Þá er Hlíöin f jarskalega veðurhörð og það er ekk- ert einsdæmi aö efnismenn úr öðrum sveitum sem hafa byrjaö þar búskap að vori standi örvinglaöir úti í túni að hausti og fórni höndum til himins þegar kyljumar koma á hlemmiskeiöi ofan úr fjöllum og þeyta hinum dýrmæta afrakstri jarðarinnar til og frá eins og fjaðrir væru. Á slíkum degi dylst það ekki: lengur að Hlíðin gerir vægðarlausar kröfur á hendur sínu fólki þótt hún geri líka vel við þá sem hvergi vík ja. Samheldni og fjölbrey tni En á sama hátt og sandborinn svörðurinn elur af sér þann harðgera gróöur sem ekki lætur á sjá þótt annars staðar blási upp börð og melar, þá er þaö líka öllum kunnugt að þar sem náttúran setur mannfólk- inu afarkosti, þar dafnar hin þrótt- mikla kynslóð sem aldrei bilar þótt aðrir bresti. Þannig er því háttað um Hlíðar- menn og þó að bændur flosni upp af gjöfulum jöröum í veðursælum sveit- um Austurlands og fólkiö renni af hólmi þar sem ekkert virðist á bjáta, þá stendur skjaldborgin ennþá óskert í Hlíöinni. Sæmdarheitið „Víkingasveit” er því vel viö hæfi hér og geta menn haft það um hvort sem þeim líkar betur, sveitina sjálfa eða fólkið sem byggirhana. „Það er samheldnin sem oft skiptir sköpum í sveitabúskapnum,” segir Stefán Geirsson, bóndi á Ketils- stööum í Jökulsárhlíð. „Reynslan er sú að nái byggðin að grisjast fram yfir ákveðin mörk, þá verður þeim sem eftir búa of þungt í vöfum að halda uppi nauðsynlegri samvinnu og þá vill það fara svo að sífeUt fleiri leggja upp laupana og ekki verður við neitt ráðið. En við hér í Hlíðinni höfum átt því láni að fagna, að fólkiö er hneigt fyrir búskap og það er al- siða að bömin taki við bústjóm af foreldrunum þegar þar að kemur. Það heyrir til algerra undantekninga að jarðir leggist hér í eyði, en þá sjaldan þaö gerist byggjast aðrar í ;staðinn og nýbýU vaxa úr land- miklum jörðum. Annað er þaö sem stuðlar mjög að björtum horfum hér í Hlíðinni og þaö er sú fjölbreytni sem er að fær- ast í búskapinn. Hér var fyrr á tím- um einungis stunduð sauðf járrækt en nú eru komin bæði kúabú og refarækt og þá rýmkast að sama skapi um, sauðkindina í beitUöndunum, svo að> ofbeitin ógnar síður gróðrinum,”' segir Stefán Geirsson. Kostajörðin Ketilsstaðir Ketilsstaðir Uggja við fjallsrætur austast í Jökulsárhlíðinni, ekki langt þaðan sem Hlíöaráin feUur út í voldugan Héraðsflóann. Veðrasamt er á KetUsstööum en samt er þar búsældarlegt og æmir sumarhagar, enda hefur löngum sópað að þeim Víkingasveit á Austuriandi Þessi smávaxui Hliðarbúi af smyrlak\ ni lét sér ekki brvgða þótt ég stÍMÖt aði Ijitreiðina rétt hjá hotium «g drægi fram ijosrayndavélina. Mynd BH. Stefán bóndi Geirsson á Ketils- stöðum í Jökulsarhlíð og kona hans Bergljót Stefánsdóttir ásamt rösklegum krökkum. Bömin hafa tyllt sér á stærðar rótarhnyðju sem Atlantshafið færði KetUsstaðabúi fyrir löngu. Þau heita, frá vinstri: Kristján KetUl Stefánsson, Stefania Malen Stefánsdóttir og Fjóla Hall- dórsdóttir, frænka húsfreyju, sem var þama gestkomandi. Myndir BH. Texti og myndir: Baldur Hermannsson Ketilsstaðabændum þar eystra. Stefán bóndi er sonur dugnaðarbónd- ans og athafnamannsins Geirs Stefánssonar á Sleðbrjót í Hlíð og konu hans Elsu dóttur Björgvins bónda á Ketilsstöðum. Stefán bóndi er f orkur duglegur en það er um landbúnað á Islandi að segja, að þá kemur dugnaöur bónda oft fyrir lítiö ef ekki er einnig forkur fyrir innan stokks í búinu, og það er lán Hlíðarbónda að kona hans, Bergljót Stefánsdóttir frá Artúni í Hjaltastaðaþinghá, er mUcU skörungskona á nútíðarvísu. Fjögur eru börn þeirra hjóna, synimir Geir og Kristján KetUl og dæturnar Elsa Björg og Stefanía Malen. „KetUsstaðir er góð jörð tU sauðfjárræktar,” segir Stfán, „en auðvitað hef ég einnig leitt hugann að refaræktinni eins og ýmsir aörir. Refaræktin hefur gefið býsna vel af sér hér í sveitinni og auðvitað getur maöur ekki með góðri samvisku hugsað þannegin að stórauka sauðfjárframleiðsluna eins og nú er ástatt á mörkuðum. Fjölbreytnin hefur margskonar hagræði í för meö sér og sömuleiöis verða menn aö gefa gaum aö staösetningunni. Það er til dæmis visst óhagræði að hafa ,stór sauðfjárbú kringum Egilsstaði og verða svo að keyra féð langar ‘leiðir á afrétt. Það er líka sumpart vafasamt að hafa kúabúin víðs f jarri mjólkurbúinu, svo að menn neyðist til þess að sækja mjólkina um lang- an veg heim á býlin. Það er margs að gæta í þessu sambandi og æskilegt að menn hafi skynsamlega stjómun á þessu.” Af sláturtíð og kvennafari Jökulsárhlíðin telst ekki ýkja langt frá Egilsstöðum eins og sam- göngutækni er háttað núorðið, en þó getur reynst nógu strembið að kom- ast leiðar sinnar þar eystra þegar vetrarmegnið bannar samgöngur aörar en vélsleðaferðir og þær sem fuglar iðka löngum. Það er því álitamál hvort sveitinni kæmi ekki vel að hafa þjónustu- miðstöð heima viö í héraði, og vísir að slíkum byggðakjarna er einmitt sprottinn á Fossvöllum. Þar er nú kominn skóli með öllu því sem hon- um fylgir, sláturhús hefur verið þar um langan aldur en ef til vUl væri einnig æskUegt að hefja þar fóöur- blöndun fyrir refabúin og viðgerða- þjónustu fyrir búvélar og rafmagns- áhöld. „Ég tel að sveitinni yrði mikiU fengur að slikum byggðakjarna á FossvöUum,” segir Stefán bóndi „Við höfum nú reynsluna af þvi hvílík ómetanleg lyftistöng slátur- húsið þar hefur veriö okkur. Þangað streyma bændur og húsfreyjur á haustin, afla sér fjár og treysta með sér félagsböndin og samstöðuna. Þarna kemur æskan og mannast í starfi og leik og þeir eru ófáir Hlíðar- bændumir sem hafa fundið sitt konuefni á Fossvöllum á haustin, og þannig séð má kannski segja að sláturhúsið þjóni svipuðum tUgangi og skemmtistaðimir í höfuðborginni, þótt að öðm leyti sé þar ólíku saman að jafna,” sagði Stefán bóndi og brosti hýrt til konu sinnar Bergljótar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.