Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Blaðsíða 36
o<$<$-aHt safi.
ÁRMÚLA 38 REYKJAVlK,
SÍMI82186 OG 83830.
27022 ÁUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33
SMÁAUGLÝSINGAR—AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR ÞVERH~LTI 11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 1983.
HVAR ER SKIPSTJORINN?
Það er bílstjóri í bílnum en enginn skipstjóri i brúnni enda kjölurinn á bak og burt. í
upphaflegri mynd sinni mun skipið hafa heitið Friðrik Sigurðsson og þarna er brú
þess á leið austur í Dyrhólaey. Þar mun hún þjóna því hlutverki að skýla vél sem knýr
spil og dregur báta af og á sjó. -EIR/DV mynd Sveinn.
RIKISSJOÐUR
ÞOUREKKI
SKJtrmuEKKAm
— segir fjármálaráðherra um f járlagaf rumvarpið 1984
FYRSTA
TAPIÐ
Karl Þorsteins hélt jöfnu gegn
Klnverjanum í biðskákinni úr 6.
umferð en í gær áttu íslensku strák-
amir í höggi við þá bandarísku og
vegnaði miður. Margeir barðist í
bökkum gegn Kudrin en tókst aö
snuða andstæðinginn um vinning og
hélt jöfnu. Jón L. hafði ögn betur
gegn Fedorowicz, en ekki nóg til
vinnings og lauk þeirri skák einnig
með jafntefli. Jóhann tefldi með
svörtu gegn Wildersem lék mjög
djarflega, fórnaði manni og náði
bullandi sókn og beiö Jóhann ósigur í
þeirri-rimmu. Karl gerði jafntefli við
Whitehead á 4. boröi og lyktaði þá
umferðinni með bandarískum sigri,
2,5-1 þ, og er þetta fyrsti ósigur
íslensku sveitarinnar. Sovétmenn
unnu V-Þýskaland 3—1, England
vann B-sveit Bandaríkjanna 3—1,
Kína vann Skotland sömuleiðis 3—
1. Eru þá sovésku piltarnir aö vonum
langefstir með 21 v., 2. Bandaríska
A-sveitin með 185 v., 3.-4. Island ogl
Kína með 17,5 v., 5.-8. England,
Frakkland og V-Þýskaland með 16,5
v. 1 dag keppa okkar menn við
Þjóðverjana en eftir það verður
róöurinn ívið léttari í þremur síðustu
umferðunum, hvort sem það nægir
þeim til að hreppa annað sætið.
-BH.
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1984 var
til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í
morgun og þar gaf Albert Guðmunds-
son fjármálaráöherra upplýsingar um
þær áætlanir sem gerðar hafa veriö á
vegum ráöuneytisins. Búist er viö aö
áætlanir um helstu liði fjárlagafrum-
varpsins liggi fyrir innan viku.
Gert er ráð fyrir mikilli tekjurýrnun
ríkissjóðs á næsta ári. Þannig er áætl-
að að söluskatts- og innflutningstekjur
lækki um allt að 1800 milljónir króna á
næsta ári miðað við verðlag í lok þessa
árs en það eru um 10% af heildarút-
gjöldum ríkissjóðs á þessu ári.
Albert Guðmundsson sagði í samtali
við DV í morgun að forsendur f járlag-
anna væru meðal annars að gengi yrði
haldið stöðugu, vextir lækkuðu reglu-
lega út áríð í samræmi við lækkun
verðbólgu og að ekki yrði veitt svig-
rúm fyrir miklar launahækkanir.
„Við höfum verið að reyna að finna
smugur fyrir skattalækkanir en svig-
rúmið er ekki neitt,” sagði fjármála-
ráðherra. „Ástandið er miklu verra en
við gerðum okkur grein fyrir í kosn-
ingabaráttunni.” Taldi hann að engar
verulegar skattalækkanir kæmu til við
álagninguánæstaári. -OEF
PULSUVAGN
VANTAR
MÁLGAGN
— Ásgeir Hannes
Eiríksson pulsusali
hefurfullan hugáað
kaupa Helgarpóstinn
„Fyrir ári lýsti ég yfir áhuga
minum á því að kaupa Helgarpóstinn
en hef enn ekki fengið endanlegt
svar,” sagði Asgeir Hannes Eiríks-
son, eigandi pulsuvagnsins í Austur-
stræti, í samtali við DV í gær.
„Til grundvallar áhuga mínum
lágu og liggja enn tvenns konar
ástæður. I fyrsta lagi langaöi mig til
að skipta um vinnu, finna annaö
starf í stað pulsusölunnar sem ég hef
stundaö í fimm ár. í öðru lagi vantar
pulsuvagninn málgagn til að vinna
að baráttumálum sinum en þau eru;
helst að menn hjálpi sér sjálfir og
öðrum umleið.”
Ekki vildi Ásgeir segja hversu
stórri fjárupphæð hann væri tilbúinn
að verja til kaupa á blaðinu, það
myndi koma í ljós á sínum tíma.
Þreifingum væri haldið áfram. -EIR.
RALLIÐ
EKKI
STÖÐVAÐ
-- segirOlafurWalter
Stefánssoní
dómsmálaráðuneyti
„Þetta mál var kannað á Selfossi í
gær, þar sem rætt var við keppend-
ur. Niðurstöður eru þær að dóms-
málaráöuneytið mun ekki stöðva Is-
landsralliö,” sagði Olafur Walter
Stefánsson í dómsmálaráðuneytinu.
Náttúruvemdarráð hafði beint
þeim tilmælum til ráðuneytisins að
það stöðvaöi Islandsrallið meðan
fram færi rannsókn á því hvort þátt-
takendur þess hefðu ekið leiðir sem
vorubannaðar.
Sigurður Helgason sýslumaður í
N.-Múlasýslu sagði í viðtali við DV
að grunur léki á að þátttakendur i
rallinu hefðu ekið á leiðum sem
voru bannaðar. „Þeir fóru yfir
Jökuldalinn, sem er stranglega
bannað,” sagði Sigurður. „Við höf-
um skilað skýrslu til dómsmálaráðu-
neytisins um þetta mál en vinnum
jafnframt ennþá að rannsókn þess.”
-JSS
Sjánánarábls. 2.
MAÐURKÆRÐUR
FYRSR NAUÐGUN
- kom fram vilja sínum
meðþvíað neyta
aflsmunaroghafa
íhótunum
Liölega þrítugur maður hefur
verið kærður fyrir að nauöga 35 ára
gamalli konu i Reykjavík að morgni
sunnudags. Konan var ein á heimili
sínu þegar þetta geröist og mun
maðurinn hafa komiö fram vilja
sínum með því að neyta aflsmunar
og hafa í hótunum. Krafist hefur
verið fjögurra vikna gæsluvarðhalds
yfir honum.
Maðurinn kom að heimili konunn-
ar og bankaði upp á. Konan opnaði
og komst maðurinn inn. Sambýlis-
maöur konunnar var ekki heima.
Maöurinn hótaði konunni þegar hún
vildi ekki þýðast hann og kom síöan
framvilja sínum.
Einu sinni áöur hefur maöur þessi
gert tilraun til nauðgunar. Hann var
þá kærður fyrir líkamsárás og var
dæmdur I þrettán mánaða fangelsis-
vist. Var þetta fyrir um sjö árum
siöan. -JGH.
NAUTAHJÖRD KOM ASK-
VAÐANDI í BREIÐHOLTIÐ
— einn tuddinn greinilega mannýgur
Vér bíðum spenntir eftir
Pylsupóstinum. |
Nautahjörö úr búi Vatnsenda var
komin niður í íbúðarhverfið viö Unufell
og Torfufell í gærmorgun. Ellefu naut
voru í hjörðinni og var eitt þeirra
greinilega mannýgt. Um tuttugu til
þrjátíu böm á aldrinum frá fimm til
tólf ára höfðu safnast í grandaleysi
sínu í kringum nautin. Ekkert
bamanna slasaðist þó.
Aö sögn lögreglunnar í Árbæ kom
hún að hjörðinni um tíuleytiö í gær-
morgun. Vom tuddamir þá á beit við
f jölbýlishúsin við Unufell og Torfufell,
innan um krakkana. Enginn fullorðinn
varnærstaddur.
Þegar lögreglan ætlaði að f jarlægja
nautin gerðist einn tuddinn, greinilega
mannýgur, heldur óhress og myndaði
sig til að ráðast á lögregluþjón. Að
lokum tókst þó aðf jarlægja hjörðina.
Tuddarnir voru búnir að fara yfir
mikla umferöargötu, Suöurfellið, til
aðkomastígrasið.
Þetta mun ekki vera í fyrsta skiptið
sem þessi nautahjörð kemur ask-
vaðandi niður í íbúðarhverfin í
Breiðholti í sumar.
-JGH.