Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1983, Side 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGUST1983.
7
Neytendur Neytendur Neytendur
Júlíseðlarnlr streyma inn enda stutt til mánaðamóta. Með sumum þeirra fáum við bréf sem eru vel þegin.
DV-mynd EÓ.
Neytendaraddir um
landshomabókhaldið
Senn líður að einum mánaðamótun-
um enn. Hjá okkur er tíminn í kringum
mánaðamót meðal annars helgaður
heimilisbókhaldinu. Upplýsingaseölar
til samanburðar á heimiliskostnaði
júlimánaðar streyma inn og með þeim
sumum bréfkorn.
Kostnaður vegna heimilis er
óbrigöult umræöuefni, reyndar dró
ofurlítið úr vinsældum þessa fasta
umræðuþáttar manna á meðal um
miðbik sumars hér á suðvesturhorn-
inu. Veðrið komst í efsta sæti. Nú má
vart á milli sjá hvort umræöuefniö, dýr
heimilisrekstur eöa veðrið, hefur
betur.
Tölurnar í heimilisbókhaldi okkar
hér á neytendasíðunni ýmist hryggja
eða gleðja. Stundum valda þær jafnvel
deilum og það milli hjóna sem er nú
dulítið slæmt. Góö vísa er aldrei of oft
kveðin, því verður hún kveðin hér enn
og aftur. Tölur þær sem birtast hér
mánaðarlega í okkar heimilisbókhaldi
eru meöaltalstölur. Á sumum heimil-
um er útkoman á búrekstrinum sú að
hver einstaklingur neytir matar (og
notar sápur og aðrar hreinlætisvörur)
fyrir ja, segjum eitt þúsund krónur. A
næsta heimili er sami kostnaður á ein-
stakling þrjú þúsund krónur. Við
blöndum saman heimilisrekstri beggja
heimilanna og fáum út meðaltals-
kostnað á einstakling tvö þúsund
krónur. Þetta eru aðeins einföld dæmi
til að fylla í vísuna litlu fomu og marg-
kveönu. Þessi útkoma gæti valdið deil-
um á því heimili þar sem neyslan er
þrjú þúsund krónur en aftur glatt
hjörtu þeirra sem búa á þúsund króna
heimilinu (og þeir hugsa . . . aldeilis
tekstmérvelupp). •
Viö eram þegar farin að glugga í
upplýsingaseðlana með júlítölum en
útreikningur bíður síns tíma. Bréfin
sem okkur berast með seðlunum eru
okkur afar kær og vel þegin. Mættu
hverri
viku
þau vera fleiri því að í þeim má oftast
finna réttan neytendatón. Stiklum viö
á nokkrum „röddum neytenda” öðrum
lesendum en bréfriturum til fróöleiks.
Eitt. bréf barst okkur frá Svíaríki sem
undirritað er: Einn á heimleið.
I bréfinu segir: Eg var að lesa Dag-
blaöið-Vísi mánudaginn 8. ágúst og sá
þá þetta skemmtilega landshoma-
bókhald. Eg hélt að þið hefðuð kannski
gaman af að sjá okkar tölur fyrir
júlímánuð hérna í Svíaveldi, tölurnar
eru reiknaðar yfir í íslenskar krónur
(gengi 3,6). Þessi mánuður varö
heldur dýrari en vanalega vegna
sumarleyfis. Við leyfðum okkur aðeins
meira í sumarfríinu en aðra daga, til
dæmis keyptum viö einn bjórkassa og
eina viskíflösku . .. . „Annað” á seðlin-
um er það sem flokkast undir alveg
ónauðsynlegan varning, til dæmis
sælgæti, gos, blöð, hljómplötur og svo
framvegis. Ég vil taka þaö fram að við
reykjum ekki, fórum einu sinni í bíó og
aldreiá ball.
Svo getur maður spurt sig hvort
maður hafi það betra í Svíþjóö eða á
Islandi? Fyrir utan það að það er drep-
leiðinlegt hér.
Tímakaupiö er um það bil 40 krónur
sænskar eða 144 íslenskar krónur
(verkamannalaun). Svo aö lokum vil
ég þakka DV fyrir góða þjónustu.
Einn á heimleiö.
P.S. Viö höfum haldið bókhald í tæpt
ár.
Viö bjóöum þá sem eru á heimleið
velkomna heim í dýrtíðina og góða
veðrið og þökkum bréfið. Á
upplýsingaseðli þessarar fjölskyldu,
en þrír einstaklingar fylla þennan
fjölskyldukvóta, sýna tölur að matar-
kostnaður í Svíaríki er síst lægri en
hér. Á seðlinum eru kr. 7.747,- fyrir
mat og hreinlætisvörur. I annaö hafa
farið 2.945,- krónur, samtals eru út-
gjöld kr. 10.692,- Við gerum ekki ráð
fyrir að húsaleigukostnaður, hiti,
rafmagn eða sími sé í heildar-
upphæðinni. Bréfritari segir í bréfi
sínu aö „annaö” sé ónauösynlegur
vamingur.
Til samanburðar á þessum tölum
frá Svíþjóð litum við á þrjá seðla frá
jafnmörgum fjölskyldum hér, alla frá
þriggja manna fjölskyldum. Á fyrsta
seðlinum var þriggja manna
fjölskylda með kr. 3.870,- í mat og
hreinlætisvörur, næsta kr. 5.613,- og sú
þriöja kr. 12.383,-
Meðaltal á einstakling er kr. 2.582,-
hjá f jölskyldunni í Svíþjóð, þeirri fyrst-
nefndu hér heima kr. 1.290,- næstu
1.871,- og síðustu kr. 4.128,- Meðaltal á
einstakling í fjölskyldunum þremur
sem búsettar eru iiér er 2.430 krónur en
meðaltal einstaklinganna þriggja í
Svíþjóð er 2.491,- Dæmið um fjöl-
skyldumar þrjár breytist sjálfsagt
mikiö um næstu mánaðamót þegar
reiknaðir hafa verið allir upplýsinga-
seðlar frá þriggja manna f jölskyldum.
Næst grípum við niður í bréf að
austan en þar segir meðal annars:
„Tölurnar á júlíseðlinum eru æði
skrautlegar en engin sérstök skýring
eráþeim.
Afborganir af lánum, bensín og
fleira og fleira er fljótt að koma í
hvern „þúsundkallinn”. I mat og
hreinlætisvörur fóru litlar 8.307 krónur
(4 í heimili), þar af 1.150 krónur vegna
þriggja daga ferðalags. En á
ferðalögum er fæöið alltaf dýrara hjá
okkur en heima...”
I öðru bréfi, sem kom að noröan,
segir bréfritari: „Eg sendi núna í
fyrsta skipti og vonandi kemur hann
ekki allt of seint. Liðurinn „annað” er
frekar hár því tvo víxla þurfti að
greiða, rafmagn og þess háttar. Alltaf
heldur maður í vonina og vonar aö út-
gjöldin verði lægri um næstu mánaða-
mót.”
Hér látum við staðar numið um
„landshornabókhaldiö” og neytenda-
raddir í bili, meira á næstu grösum.
-ÞG.
Rangt hringaverð
Við misskildum hvor aöra á
dögunum, ég og afgreiðslustúlkan í
Ragnarsbakaríi í Keflavík. Ég
spurði um verð á jójó hringjum en
fékk upp verö á kleinuhringjum. Nú
er það svo að jójó hringirnir eru mun
stærri en kleinuhringirnir og því
dýrari. Þeir kosta 10 krónur á Iðn-
sýningunni í Laugardalnum. Það er
ennþá eini staðurinn sem þeir fást á.
I framtíðinni verða þeir hins vegar
seldir víða en þá á 15 krónur stykkið.
Bið ég fólk aö afsaka við okkur
bakarísstúlkuna þennan rugling. DS.
EINBÝLISHÚS ÚTI
Á LANDI
Litið, snoturt einbýlishús tilsölu i Grundarfirði.
Hagstæðir greiðsluskilmálar. Næg atvinnutækifæri fyrir ungt
fólk á staðnum. Upplýsingar í sima 93-8703.
SEGLSKÚTA TIL SÖLU
Af sérstökum ástæðum er seglskútan Lýsistrata IL-
2 til sölu ef viðunandi tilboð fæst.
Lýsistrata er 8,05 m á lengd, 2,9 m
á breidd, með góðu svefnrými
fyrir f jóra fullorðna, mjög góð inn-
rétting með kortaborði, eidunar-
aðstöðu og salerni. í bátnum er
Volvo-penta innanborðsvél, Wall-
as miðstöð, tveir vegmælar,
dýptarmælir, Saturn kompás.
Fullkominn seglabúnaður: tvírif-
að stórsegl, einrifuð stórfokka
(Genoa), fokka, stormfokka og
belgsegl (spinnaker). Lýsistrata
er góður kappsiglari sem hentar
einnig til fjölskyldusiglinga og
ferðalaga.
AUar frekari upplýsingar í síma
96-24696.
œasjö^j^jíjösjejösjíjíjíj^xjöösjsjíjaíjsjssjatfaö^.
BARON
borðreiknivél
með strímli
Lipur
Létt
Kynningarverð
kr. 3.980,-
Hljóðlát
Örugg
SENDUM UM LAND ALLT