Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 2
ÐV; f’OOTWA.GHR'SvSefT'ílMBEB l«8í. Datsun Sunny coupé, irg. 1981. Litur: blér. Ek. 20.000km. Verðkr. 160.000. Bíll 1 sórfktkki. Pontiac Grmnd Prix irg. 1977. Litur: hvftur. Rafmagnsrúöur. Ver0kr.286.000. Skipti möguieg. Toyota Crown dísil irg. 1980. Litur: blir. Ek. 42.000 km. VerO kr. 330.000. EinkabiH. Skipti i ódyrari. Renge Roverirg. 1974. Litur: hvftur. Ek: 150.000 km. VerO kr. 240.000. Mjög góOur bill. Skipti i ódýrari. Utur: brunn. Ek: 54.000 km. VerOkr. 125.000. Beineeie. Charmant árg. 1979. Utur: blir. Ek: 60.000 km. VerO kr. 130.000. Beinsaie. Detsun King Kep irg. 1981. Utur: svertur. Ek: 48.000 km. Verðkr. 300.000. Skipti i ódýreri. Cltroðn CX2500 dísiiirg. 1979. Utur: brúnn. Ek: 102.000 km. VerOkr. 285.000. Skiptii ódýrari. ÍMULIBÍLASAIAN GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 83150 Félag um umferðarlæknisfræði: Undirbúningi fyrir öku- próf er mjög ábótavant —verulegur hluti ungra bflstjóra ekki fær um að aka í umferðinni „Ljóst er að verulegur hluti ungl- inga sem fær ökuskírteini er ekki fær um aö aka bifreiöum eða vélhjóli í umferðinni. Til þess að tryggja almenna notk- un bilbelta veröur að setja í lög sektir eða ákvæði um tryggingarið- gjöld. Tíö og alvarleg slys á bömum í aftursæti vekja kröfu um löggildingu bílbelta í aftursæti.” Svo segir í greinargerð sem land- læknir hefur, fyrir hönd Félags um umferðarlæknisfræði, sent fjölmiðl- um að loknu norrænu umferðarslysa- þingi. Þingiö var haldið í Reykjavík í ágústmánuöi. „Með hliðsjón af hárri slysa- og dánartíðni meðal 15 til 19 ára ungl- inga er ljóst að kennslu og öðrum undirbúningi fyrir ökupróf hér á landi er mjög ábótavant. Sömu sögu er aö segja um kennslu ökumanna á vélhjólum. Um helmingur ökumanna er áttu þátt í -slysum á gangandi vegfarendum voru yngri en 25 ára. Nauðsynlegt er að endurskoða reglur um kröfur til ökuréttinda, meðal annars gera meiri kröfu um fleiri ökutíma fyrir próf. Vegna ört hækkandi slysatíðni meðal 15 ára unglinga kemur til mála að hækka réttindaaldur þeirra, er fá leyfi tU að aka léttum bifhjólum, úr 15 í 16 ára,” segir í greinargerðinni. Þar kemur ennfremur fram: Síðan bUaöld hófst hér á landi, árið 1904, hafa á níunda hundrað Islendingar oröið að gjalda fyrir þessa tækni með lífi sinu. Nú er þriðja hvert banaslys hér á landi af völdum umferðarinnar en fyrir hálfri öld var svo háttað um tuttug- asta hvert banaslys. Dauðsföll og alvarleg slys algengust meðal yngstu barnanna Kostnaður vegna slysa er gífurleg- ur. Ætla má að hann sé um 300 miUjónir króna á ári en auk þess 150 mUljónir vegna eignatjóns. I umferðinni slasast helst böm, unglingar og gamalt fólk. Hlutfalls- lega slasast flestir meðal 25 ára og yngri. UngUngum, 17 tU 18 ára, er allt að fimmfalt hættara viö að lenda í slysi í umferð en fólki 25 ára og eldra. Dauðsföll og alvarleg slys eru algengust meðal yngstu bamanna. ökumönnum vélhjóla og gangandi vegfarendum er mun hættara við alvariegummeiðslum en öörum veg- farendum. Yfir 60 prósent ökumanna vélhjóla er lenda í slysum hafa ekki ökuréttindi eða hafa einungis haft ökuréttindi í sex mánuði eða skemur. Við árekstur mUU bifreiða og vél- hjóla er brotinn umferðarréttur á þeim síðamef ndu í 63 prósent tilfella. Yfir 30% reiðhjólaslysa verða meðal sjö ára bama og yngri en þau hafa ekki rétt til að hjóla í umferð- inni. Tíu til tólf gíra reiðhjól eru hættuleg farartæki fyrir böm og ungUnga en á þessum hjólum má ná 50 tU 60 kílómetra hraða á klukku- stund. Foreldrar eru varaöir við að gefa börnum sUk hjól. Æskilegt er að hækka lágmarksaldur hjólreiða- manna í umferð og að stórátak verði unnið í gerð hjólreiðastíga. Samkvæmt norskri rannsókn á afleiðingum bifreiðaslysa slösuðust um 90 prósent þeirra barna sem voru óbundin í aftursætum og mörg þeirra mjög alvarlega en aðeins 20 prósent af þeim sem voru i belti eða í stól. Á norrænu ráðstefnunni voru svipaöar niðurstöður birtar frá Finnlandi og Svíþjóð. Notkun bflbelta áhrifaríkasta aðgerðin Með ýmsum aðgerðum hefur Alvarleg slys eru algengust meðal yngstu bamauna. öðrum Norðurlandaþjóðum tekist að draga úr tiöni dauðsfalla og alvar- legra slysa um allt aö 35 prósent. Innlögnum á sjúkrahús og veikinda- dögum vegna afleiöinga umferðar- slysa hefur fækkað verulega. A umferðarslysaþinginu voru menn sammála um að áhrifarikasta aðgerðin væri almenn notkun bíl- belta. Hraðatakmarkanir hafa yfir- leitt mikil og góð áhrif. Ymsar umferðarskipulagsbreytingar hafa dregið úr slysatíðni. Á sumum Noröurlöndum hefur gerð hjólreiða- stíga gefið góöa raun. Margar minnihóttar aðgerðir í gatnagerð, svo sem þröskuldar og þrengingar á vegum, og mannvirki sem aðskilja leiðir ólíkra vegfarendahópa, kosta litla f jármuni en geta dregið verulega úr slysum. Fram komu mjög athyglisverðar upplýsingar um endurbætur á gatna- kerfi í Reykjavík sem höfðu í för með sér lækkun ó slysatíðni um 30 til 45 prósent, svo sem gangbrautarljós, stöðvunarskylda og gerð miðeyja á hliðarvegi við aöalbraut. Upphækk- un, það er þröskuldar, á götu virðist geta fækkaö slysum um 50 til 60 prósent. Að þrjú af hverjum f jórum slysum verða meðal gangandi á akbraut, kallar á aðgerðir lögreglu til að beina gangandi vegfarendum á ak- brautum inn á gangbrautir. Fjöldi höfuðáverka meðal ökumanna á reiðhjólum vekur óskir um lögbind- ingu hjálmanotkunar ökumanna á reiðhjólum. Yfirleitt eru bilanir eða gallar á bifreiðum sjaldgæfar orsakir slysa. Viöhald bifreiða virðist því vera í all- góöu lagi. Islendingar hófu fyrr reglulegar skoðanir á bifreiðum en margar nágrannaþjóðir. Við órekstur mllll bifreiða og vélhjóla er brotinn umferðarréttur á þeim síðarnefndu í 63 prósent tilf ella. DV-myndir: S. Umferðarfræðsla kennd til prófs í skólum Vakin er athygli á því að skólar hafa miklu hlutverki að gegna í umferðarfræðslu. Samkvæmt umferðarlögum er skólastjórum skylt, I samráöi við lögreglustjóra og sveitarstjómir, að vemda skólaböm gegn hættum í umferðinni. Lagt er til að umferðarfræðsla verði markviss- ari og kennd til prófs í skólum. Einstaka heimsóknir lögreglu- manna í grunnskóla eru ekki í takt við þróunina í dag. Slys eru nú algengasta dánarorsök bama og unglinga. Skólinn hefur hlutverki að gegna við að búa nemendur undir þátttöku í þjóðfélaginu og þess vegna verður hann að hefja kennslu, meðal annars í slysafræði. Alvarlegum meiðslum hefur fækkað meðal nágrannaþjóða eftir aö bilbeltanotkun varð almenn. Augnáverkar sjást nú varla ó sjúkrahúsum nágrannaþjóða en hér eru þeir tiltölulega tíðari. Mænuslit og lömun af þeim orsökum em mun algengari hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Alvarlegum höfuðáverkum, sem em orsök 40 til 50 prósent dauðsfalla í umferð, hefur fækkaö mjög í nágrannalöndum en ekki að sama skapihérálandi. Almennt er álitið að koma megi i veg fyrir 90 prósent alvarlegra augn-i slysa, lækka dánartiðni vegna höfuð- áverka um tæp 50 prósent og koma i veg fyrir 40 til 50 prósent alvarlegra mænu- og höfuðáverka. Sýnt hefur verið fram á að um það bil helmingur þeirra, sem leggja þurfti á sjúkrahús hérlendis eftir umferðarslys, bar varanleg mein fimm árum síðar í formi verkja í hvíldeða vinnu. Rúm 16 prósent þeirra ökumanna, sem grunaðir eru um ölvun viö akstur, höfðu lent í umferðaróhappi þegar þeir náðust. Hlutur þeirra af öllum umferðaróhöppum var 5,5 prósent. Félag um umferðarlæknisfræði var nýlega stofnað. Olafur Olafsson landlæknir er formaður þess. I því starfa læknar og fólk úr öðrum heilbrigðisstéttum en einnig félagar úr tuttugu öðrum starfsstéttum. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.