Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 28
36 DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983. Til húseigenda og garöeigenda Steinar fyrir bílastæði og innkeyrslubrautir Gangstéttarhellur 10 gerðir, kantsteinar, steinar í bílastæði, vegghleðslusteinar, margar gerðir, til notkunar utanhúss og innan. Komið, skoðið og gerið góð kaup. Greiðsluskilmálar. Opið til kl. 16 laugardaga HELLU 0G STEINSTEYPAN VAGNHÖHM 17. SÍMI30322. REYKJAVlK Ég óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlistann í póstkröfu á kr. 98.- (að viðbættu póstburðargjalfli). Nafn Heimili Staður Vandi stjómmála á Norðurlöndum — viðfangsef ni fundar norrænna st jórnmálaf ræðinga „Vandi norrænna stjómmála” var viðfangsefni fundar Sambands nor- ranna stjómmálafræöinga sem haldinn var í Reykjavík dagana 21. til 28. ágúst siöastliðinn. Islenskir stjórnmálafræð- ingar skýrðu á fundinum frá þróun stjórnmálafræði á Islandi og rannsókn- um í þeirri grein og einnig voru lagðar fram ritgerðir og greinargerðir um það efni sem var yfirskrift fundarins. Svanur Kristjánsson lagði fram rit- gerð um Kommúnistahreyfinguna á Islandi á árunum 1920 til 1938, þar sem þróun hennar er skýrð með hliðsjón af samskiptum við Alþjóðasamband kommúnista, Komintem og innan- landsaðstæðum. Einnig er gerður samanburður á kommúnistaflokkum Norðurlanda og leitað skýringa á tiltölulega miklu fylgi Kommúnista- flokks Islands. Stefán Olafsson átti ritgerð um verð- bólgu á Islandi. Olafur Þ.. Harðarson kynnti fyrstu fræðilegu kosningakönn- un sem gerð hefur verið hérlendis. Tekin hafa verið viðtöl við um 1000 manns og er gagnasöfnun að mestu lokið. Samband norrænna stjómmála- fræðinga heldur uppi fjölþættri starf- semi og má þar nefna útgáfu tímarits- ins Scandinavian Political Studies. Rannsóknarhópar vinna á vegum þess og þing eru haldin á þriggja ára fresti. Verður næsta þing í Svíþjóð að ári liðnu. -ÓEF Skrifstofuhús KísiHöjunnar og viðbyggingin. DV-myndir Finnur Baldursson. Kísilgúrverksmiðjan: Stærri skrifstofur — viðbyggingin um 220 fermetrar Frá Finni Baldurssyni fréttaritara DV í Mývatnssveit. Ráðist var í miklar byggingarfram- kvæmdir við Kísiliðjuna h/f í sumar. Þar er verið að byggja 220m2 viðbygg- ingu við skrifstofuhús fyrirtækisins. I henni á að vera kaffistofa, fata- geymslur, böð og snyrtingar og mun starfsmannaaðstaöa hjá fyrirtækinu taka stórt framfaraspor þegar þetta verður tekið í notkun. Það eru Stefán Oskarsson á Rein í Reykjahverfi og Sniðill h/f í Mývatns- sveit sem vinna fyrsta hluta verksins. Þeir eiga að skila byggingunni fullfrá- genginni að utan 25. sept. nk. Verkið hefur gengiö mjög vel. I vetur verður síðan boðinn út annar áfangi þess, þ.e. innréttingar í bygginguna. -JGH. VIKáSL "fsesta MEÐAL EFNIS í ÞESSARIVIKU Póstnr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.