Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 12
12 Frjálst.óháÖ dagbJað DV. FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómatformaflurogúfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAAA. AðstoOarrilstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI8M11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Simi ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áksriftarverð á mánuði 230 kr. Verfl í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Kinda- og kúafrumvarp Ekki er við að búast, að ný ríkisstjórn geri nein krafta- verk við smíði fyrsta fjárlagafrumvarpsins. Til þess hefur hún of skamman tíma. Enda hefur gerð frumvarps- ins fyrir árið 1984 að flestu leyti verið með hefðbundnum hætti. Safnað hefur verið saman óskhyggju allra ráðuneyta og opinberra stofnana í einn pakka, sem reynist eins og venjulega vera allt of stór. Hingað til hefur vandinn verið „leystur” með því að þenja út ríkið á kostnaö annarra. Samneyzlan eða rekstur hins opinbera hefur vaxið á hverju ári að undanförnu, meðan þjóðartekjur hafa minnkað. Atvinnuvegir og almenningur hafa tekið allar byrðarnar, en hið opinbera engar. Þetta er auðvitað út í hött. Ekki er vitað, hver samneyzlan verður á þessu ári. Tekjur ríkisins hafa minnkað, til dæmis af innflutningi hátollavöru á borð við bíla. En þjóðartekjurnar hafa einnig minnkað, svo að hlutdeild ríkisins gæti vel hafa staðið í stað. Með tveggja milljarða króna niðurskurði á óskhyggju hins opinbera, sem ríkisstjórnin þykist geta náð, ætti hlutdeild ríkisbúsins í þjóðarbúinu ekki að vaxa á næsta ári. Segja má, að það sé sæmilegur árangur í fyrsta áfanga. Hitt er svo forkastanlegt að ná þessum árangri með því að skera niður ótal gagnlega hluti, en halda inni óbreytt- um stuðningi við fáránlegan búskap með kindur og kýr. Sá stuðningur hefur oft verið um 10% fjárlaganna. Fjármögnun framkvæmda og rekstrar í kúa- og kinda- búskap er stærsta verkefni ríkissjóðs. Krabbameins- þensla hins opinbera verður ekki stöðvuð af alvöru, fyrr en landbúnaðarstuðningurinn verður skorinn niður. Þá hefur í vaxandi mæli tíðkast sá ósiður að láta fjárlög ganga upp hallalaust á yfirborðinu, en setja afganginn af óskhyggjunni í lánsfjáráætlun. Því er marklaust að tala um niðurstöður fjárlagafrumvarps einár sér. Hinar hrikalegu lánsfjáráætlanir hins opinbera eru einmitt meginþáttur hinnar óbærilegu skuldasöfnunar í útlöndum. Mikið af því fé fer til gagnlegra hluta, en menn verða að sníða sér stakk eftir vexti og gera ekki allt í einu. Ekki verður hægt að meta fjárlagafrumvarpið og væntanlegan niðurskurð þess, nema hafa lánsfjáráætl- unina til hliðsjónar. Raunar ætti að vera föst regla að hafa þessi tvö frumvörp í einu og sama frumvarpinu. Nú eins og áður er vandinn sá, að ríkissjóður er eini aðilinn í landinu, sem skammtar sér tekjur. Heimili og fyrirtæki landsins eru vön að láta tekjurnar ráða útgjöld- um, en ríkið lætur útgjaldaóskhyggju ráða tekjunum. Þessi vandi er óviðráðanlegur, þangað til ráöamenn fara að byrja fjárlagagerð á að ákveða, hver skuli vera hluti opinbers rekstrar og opinberra framkvæmda af þjóðarbúinu í heild og finni sér á þann hátt lokaðan ramma. Síðan á að skipta niðurstöðutölunum milli ráðuneyta og svo milli stofnana og verkefna, en ekki öfugt eins og nú er gert. Þá verða fjárlagasmiðir að sæta því að leggja niður gamla starfsemi, ef þeir telja nýja brýnni. Við skulum vona, að næst verði svigrúm til slíkra vinnubragða. Á meðan skulum við meta þetta fjárlaga- frumvarp eftir því, hvernig ríkisstjórnin velur þar milli fjármögnunar kúa og kinda annars vegar og íbúðalána- kerfisins hins vegar. Jónas Kristjánsson. < Friður — framlag okkar íslendinga Um allan heim eru nú virkar friöarhreyfingar og sýnir það aö þrátt fyrir neikvæðnishjal og af- skiptaleysi er enn til gífurleg upp- spretta friöarvilja og vonar um betri heim. Friðargöngur og yfirlýsingar gegn kjarnorkuvopnum eru ágætar. En það er ekki nóg til þess að koma á friði. Samningar eru líka lítils virði þegar til kastanna kemur. Af hverju segjum við það? Vegna þess einfaldlega að vopnin halda áfram aö hlaðast upp. Vegna þess aö ofbeldi eykst, en minnkar ekki í heiminum. Það er greinilegt að við þurfum ferskt viðhorf. Við þurfum að færa friðarbaráttuna nær manninum, burt frá slagorðunum. Við þurfum að gera eitthvaö nýtt. Þess vegna leggjum við í Samhygð til eftirfar- andi: 1. Sannur friðarsinni gerir sér grein fyrir aö sprengjan stóra er bara afleiðing af ákveðnum hugsunar- hætti sem viðurkennir ofbeldi í einhverri mynd. Hann er þvi á móti öilu ofbeldi, ekki bara likam- legu, heldur er hann á móti efna- hagslegu arðráni, trúarlegu og stjórnmálalegu ofstæki, öllum fordómum og því að þvinga sjálfan sig og aöra. 2. Hann gerir sér grein fyrir því að til þess að vinna bug á ofbeldi þarf að vita um orsök þess. Við teljum að það sé ótti: Otti við aö missa það sem maður hefur (peninga, starf, vini, ást o.s.frv.) ótti við að fá ekki það sem mann langar í, eða ósætti vegna þess sem menn hafa misst. Ottinn er til staðar vegna þess að hann vantreystir sjálfum sér og öðrum og van- treystir framtíðinni. Þess vegna er nauðsynlegt að byggja upp sterka trú á sjálfan sig, á aðra og á lífið yfirleitt. 3. Hann sér að ailt þjóðfélagið byggir á ótta og þvingunum — efnahagskerfið, skólakerfið og samskipti manna yfirleitt. Þess vegna þarf að breyta öilu þjóðfélaginu, ef við viljum frið. 4. Hann er á móti öUu ofbeldi vegna einfaldrar og sígUdrar siðferðis- legrar ástæðu: Hann kemur fram RagnarSverrisson byggja upp nýtt þjóðfélag, þar sem maöurinn er virtur en ekki litið á hann sem tæki tU að auka hagvöxt. Þótt minna sé um ofbeldi á Islandi en úti í hinum stóra heimi, þá er hér líka af nógu að taka, því öU vanda- mál þjóðfélagsins (efnahagsleg.póU- tísk t.d.) og einstakUngsins má rekja tU ofbeldis. Framlag okkar tU friðar í heiminum getur verið stórt ef við byggjum upp nýtt þjóðfélag hér, fyrsta þjóðfélag í heimi án ofbeldis. Fólk úti um aUan heim er að Ieita aö slikri fyrirmynd. Við getum búið það tU efvið vUjum. Við getum byggt upp fyrsta þjóðfélag mannsins, ef við vUjum. Við getum gert Island mennskt og , ,Framlag okkar til friðar í heiminum get- ur verið stórt ef við byggjum upp nýtt þjóðfélag hér, fyrsta þjóðfélag í heimi án of- beldis.” við aöra eins og hann viU láta koma fram við sig. Þar sem hann vUl ekki láta berja sig, hagnast á sér, þvinga sig reynir hann að gera ekki sUkt við aöra. 5. En hann er ekki bara á móti einhverju., Hann er Uka með bættum samskiptum, með því að brjóta niður múrana á mUU manna, hópa og þjóöa. Hann er með því að Uta á mann- inn sem mann en ekki sem hlut (framleiöanda, neytanda, karl, konu, nemanda, yfirmann, undir- mann) eins og þjóðfélagið gerir í dag. 6. Hann gerir sér grein fyrir því að hann þarf að vinna að friði dags- daglega, heima hjá sér, í vinnu eða skóla, meðal vina, og að gera óvirka þá sprengju ofbeldis sem tifar ennþá innra með honum. Því hann veit að það er út í hött að tala um frið og vera fuUur af spennu og ofbeldi innra með sér. 7. Hann vinnur markvisst að því að þaö myndi hjálpa til þess aö gera jorðina mennska. Er þetta hægt? Já, það er hægt ef nógu margir starfa aö því aö gera það að raunveruleika. Er það auðvelt? Sjálfsagt ekki, en samt auðveldara en aö hjakka áfram i sama farinu. Hvorki sprengjan né ofbeldið mun hverfa nema við byggjum upp mennskt þjóðfélag. Þess vegna skorum við á þig, sem lest þetta, að ræða við aðra um frið út frá þessu sjónarmiði. Við skorum á þig að vera á móti öUu ofbeldi í verki, en ekki bara í orði. Viö skorum á þig aö Uta á sjálfan þig og aðra sem menn, en ekki sem hluti sem hægt sé aö nota. Byggjum upp nýtt þjóðfélag. Þjóðfélag mannsins. FRIÐUR, KRAFTUR, GLEÐI. Ragnar Sverrisson vélstjóri, leiðbeinandi í Samhygð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.